Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 8. JUNI 1990 47 ítf&mft FOLK I BIRKIR Kristinsson er eini markvörðurinn í sögu fyrstu deildar sem hefur varið vítaspyrnu í tveim- ur leikjum í röð. Birkir hefur nú haldið marki Fram hreinu í 451 mínútu. Sumarið 1988 lék Birkir í 743 mínútur án þess að fá á sig mark og náði þá að höggva nærri meti Sigurðar Haraldssonar sem lokaði Valsmarkinu í 824 mínútur árið 1978. ¦ BIRKIR hefur leikið 40 fyrstu deildar leiki fyrir Fram og fengið á sig 16 mörk. Það þýðir að meðal- tali 225 mínútur milli marka. ¦ ANNAÐ mark Guðmundar Steinssonar gegn KA í gærkvöldi var 75. mark hans fyrir Fram. Það var þrumuskot af 20 metra færi, mjög svipað fyrsta markinu. ¦ TINDASTÖLL hefur gengið frá samningi við sovéskan leikmann sem mun leika með úrvalsdeildarliði félagsins í körfuknattleik næsta vetur. Sovétmaðurinn heitir Sevc- senko Aleksander og er 26 ára leikmaður með A og B landsleiki að baki. ¦ EINAR Einarsson körfuknatt- leiksmaður úr ÍBK hefur einnig gengið til liðs við Tindastól. ¦ ÞRÍRieikir fara fram í 1. deild kvenna í knattspyrnu um helgina. Tveir þeirra verða á Akureyri þar sem Þór og Valur leika í kvöld kl. 20.00 og KA og Valur á laugardag kl. 14.00. Þá leika KR og Breiða- blik á KR-velli á laugardag kl. 14.00. ÚRSLIT Fram — KA 4 : O Laugardalsvöllur, Islandsmótið, 1. deild, Hörpudeild, fimmtudaginn 7. júnf 1990. Mörk Fram: Ríkharður Daðason (13.), Arn- ljótur Davíðsson (65.), Guðmundur Steinssonn 2 (68. og 90.). Gult spjald: Kristinn R. Jónsson, Fram. lÝhorfendur: 1.107. Dómari:Þorvarður Bjönisson. Komst vel frá eiknum. Línuverðir: Sæmundur Víglundsson og Björgvin Guðjónsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þor- iteinsson, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Jón Sveinsson, Guðmundur Steinsson, Anton Björn Markússon, Arnljótur Davíðsson, (Jón Erling Ragnarsson vm 81.), Rfkharður Daðason, (Haukur Pálmason vm. 81.). Lið KA: Haukur Bragason, Árni Hermanns- 5on, Halldór Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Erlingur Kristjánsson, Arnar Bjarnason, Bjarni Jónsson, Hafsteinn Jakobsson, (Jón Grétar Jónsson vm. 59.), Steingrímur Birgis- son, Kjartan Einarsson og Ormarr Örlygsson. Guðmundur Steinsson, Fram. Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Kristinn R. Jónsson, Fram. Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Arnljðtur Davfðsson, Ríkharður Daðason, Fram. Ormarr Örlygsson, Steingrfmur Birgisson, KA. Bikarkeppni KSÍ UBK-Snætell............................................3:0 Willum Þðr Þórsson 2, Grétar Steindórsson 4. deild C HK-Stokkseyri.........................................5:0 Róbert Haraldsson 2, Bjarni Frostason 2, sjálfsmark GOLF Opið mót GR Nissan-stigamótið fer fram um helgina á velli GR í Grafarholti. Mótið gefur stig til landsliða karla, kvenna og unglinga. Leikinn verður 36 holu höggleikur ún for- gjafar f kvenna og karlaflokki. Þátttökurétt hafa karlar með 10 og lægra f forgjöf og konur með 20 eða lægra. Skráning er f golfskála til kl. 18 í dag en keppni hefst á morgun kl. 8. Á sunnudaginn kl. 14 hefst svo Nissan- unglingamótið fyrir 14 ára og yngri. Það er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Opna Self ossmótið Opna Selfossmótið í golfi fer fram á morgun á Svarfhólsvelli. Skráning er í golf- skálanum frá kl. 17 f dag. Læknamótið í golfi, Delta-mótið, fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 15-Í6. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ -1. DEILD Fádæma yf irburðir Fram íslandsmeistarar KA enn án stiga. Framarar á toppnum og hafa ekki fengið á sig mark FRAM ARAR sýndu f ádæma yf irburði gegn islandsmeisturum KA á Laugardalsvelli, unnu 4:0 og var það síst of stór sigur miðað við gang leiksins. Guðmundur Steinsson átti sannkallaðan stjömuleik, gerði tvö stórglæsileg mörk og lagði upp það þriðja. Birkir Kristinsson, markvörður, varði vítaspyrnu annan leikinn í röð og hef ur ekki f engið á sig mark það sem af er íslandsmót- inu. Fram er í efsta sæti og markatala þeirra hreint frábær, 12:0. Sömu sögu er ekki hægt að segja um KA, sem enn hefur ekki unnið leik. Það tók hirm unga og efnilega Ríkharð Daðason aðeins 13 mínútur að skora fyrir Fram. Guð- mundur Steinsson prjónaði sig í gegnum vörn KA vinsta megin og gaf háa sendingu á fjær- stöng og þar var Ríkharður mættur og skallaði örugglega í netið áður en varnarmenn KA og Haukur markvörður höfðu áttað sig. Þetta mark setti pressu á KA-menn og var eins og þeir kæmust aldrei í takt við leikinn eftir það. Fram átti nokkrar snarpar sóknir fram að hálfleik sem rötuðu ekki rétta leið. í síðari hálfleik voru yfirburðir Fram enn meiri en í þeim fyrri. Þeir léku eins og meisturum sæmir og réðu lögum og lofum á vellinum. Það var þó ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn sem Fram gerði endan- lega út um leikinn er þeir gerðu tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Fyrra markið gerði Arnljótur eftir frábæran undirbúning Kristjáns Jónssonar. Guðmundur Steinsson gerði það síðara er hann komst í gegn eftir sendingu Péturs Ormslev, lék á Hauk í markinu og skrúfaði knöttinn aftur fyrir sig með vinstri fæti efst í markhornið fjær. Hann kórónaði síðan stórleik sinn á síðustu mínútu leiksins er bylmingsskot hans af 20 metra færi hafnaði efst í bláhorninu hægra megin. Birkir Kristinsson sannaði það áþreifanlega að hann er.besti mark- vörður landsins. Hann varði víta- spyrnu frá Kjartani Einarssyni um miðjan síðari hálfleik og var þetta annað skiptið í jafnmörgum leikjum sem hann leikur þann leik. Víta- spyrnan var dæmd á Kristinn R. Jónsson er hann varði skot Erlings Kristjánssonar með hendi á marklínu. Spyrna Kjartans var föst, en Birkir varði boltann sem hrökk síðan út í teig og þar kom Bjarni Jónsson aðvífandi og spyrnti aftur að marki, en aftur var Birkir mætt- ur til varnar. „Ég var ákveðinn í því að bíða og láta hann [Kjartan] gera fyrstu hreyfinguna. Það var meiriháttar að verja því skotið var fast og mun erfiðara en vítið sem Þór fékk fyrir norðan," sagði Birk- ir, markvörður. Framarar geta borið höfuðið hátt. Þeir léku sem ein heild, mikil hreyfing var á leikmönnum og maður hafði á tilfinningunni að þeir væru fleiri en andstæðingarnir á vellinum. Ef svo heldur áfram sem horfir verða þeir að teljast meistara- efni þessa árs. Leikur Islandsmeistara KA í fyrstu leikjum sumarsins hefur valdið miklum vonbrigðum og verða þeir að fara að hugsa sinn gang ætli þeir sér að hanga í deildinni. Leikmenn virka mjög þungir og virðast ekki vera í nægilegri æfingu og eru langt frá því að vera sann- færandi. „Draumaleikur" - sagði GuðmundurSteinsson, sem lagði upp eitt mark og skoraði tvö Guðmundur Steinsson, Fram, er fyrsti leikmaðurinn til að fá hæstu einkunn, eða 3M, í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins á þessu Islandsmóti. Hann átti frá- bæran leik, gerði tvö mork, lagði upp eitt og var mjög ógnandi. „Þetta var algjör draumaleikur fyrir mig. Mðrkin voru ekki af verri endanum. Fyrri markið var skemmtilegra enda var ég í þröngri stöðu. Síðara markið er mér þó kærara fyrir þær sakir að geta sýnt strákunum að ég get líka gert mörk með Íangskotum. Þeir voru að stríða mér með því áð ég hafi skorað þijú fyrstu mörkin á tímabilinu af samtals sex metra færi," sagði Guðmund- ur. „Það var mikil pressa á KA fyrir þennan leik og þeir virkuðu mjög þungir. Eftir að við skoruð- um fyrsta markið var á brattan að sækja hjá þeim og við gátum leikið okkar bolta. Þetta hefur verið ótrúleg byrjun hjá okkur, en við erum ekki orðnir meistarar og það er erfiður leikur frarnund- an gegn KR," sagði Guðmundur, sem er markahæstur í 1. deild með 5 mörk. KORFUKNATTLEIKUR Hreinn þjálfar Snæféll Nýliðar Snæfells í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik hafa ráðið Hrein Þorkelsson sem þjálf- ara fyrir næsta keppnistímabil. Hreinn, sem einnig mun leika með 'iðinu, er gamalreyndur í úrvals- deildinni ogþjálfaði m.a. ÍBK fyr- ir nokkrum árum ásamt því að leika með liðinu. Hann gekk síðan til liðs við Valsmenn, en hefur ekki leikið í úrvalsdeildinni undan- farin tvö ár. Hreinn hefur 44 A- landsleiki að baki. Snæfellingar eiga von á enn frekari liðsstyrk, en þeir standa í samningaviðræðum við leikmann frá Ungverjalandi sem hefur leik- ið með unglinga og A-landsliði Ungverja. Morgunblaöiö/RAX !• Staða leikmannanna á myndinni er táknræn fyrir yfirburði Fram gegn KA í gærkvöldi, en Framarar sigruðu 4:0. Guðmundur Steinsson svífur hér hátt yfír KA-markmann- inn Hauk Bragason. Guðmundur átti stórleik fyrir Fram, skoraði tvö mörk og er fyrsti leikmaður sumars- ins sem hlýtur 3M í einkunnagjöf Morgunblaðins. Arnljótur Davíðsson fagnar marki Ríkharðs Daðasonar, en Arn- ljótur var einmitt á skotskónum síðar í leiknum og skoraði annað mark Fram. Fj.leikja U J T Mörk Stlg FRAM 4 3 1 0 12:0 10 KR 4 3 0 1 7:4 9 IBV 4 3 O 1 5:5 9 VALUR 4 2 1 1 5:3 7 FH 4 2 0 2 7: 5 6 STJARNAN 4 2 0 2 6:9 6 VIKINGUR 4 1 2 1 6: 5 5 IA 4 1 1 2 4:8 4 ÞÓR 4 0 1 3 1:6 1 KA 4 0 0 4 1: 9 0 -ekkibataheppni ur kl.14:55 Lelkur 1 Sovétríkln - Rúmenía Leikur 2 ítalía - Austurríki Leikur 3 Bandaríkin Tékkóslóvakía Leikur 4 Brasilfa - Svíþjóð Leikur 5 V-Þýskatand - Júgóslavia Leikur 6 CostaRica Skotiand Leikur 7 England írland Leikur 8 Belgía S-Kórea Leikur 9 Uruguay —.....¦.!«¦¦ iii i........... i ii ii......... M............ii........ Spánn LeikurlO Argentína Sovétríkin LeikurH Júgóslavia - Kólumbia Leikur 12 Kamerún Rúmenía Leikur13 Austurríki Tékkóslóvakía Þú átt möguleika á 100 milljónum - ef þú spilar með !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.