Morgunblaðið - 29.06.1990, Side 2

Morgunblaðið - 29.06.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 Staður fyrir nýtt álver; Valið stendur um Ejgaflörð, Reyðar- fjörð og Keilisnes VALIÐ um stað fyrir nýtt álver stendur nú á milli Eyjafjarðar, Keilisness á Vatnsleysuströnd og Eyði ekki orku í að greina frá afstöðu minni - segirSigrún Magnúsdóttir borg- arfúlltrúi BORGARSTJÓRI hefur lagt til að laun áheyrnarfúlltrúa í borgarráði verði skert, að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins. Hafí borgarstjóri jafnframt beint þeim tilmæl- um til áheyrnarfúlltrúa minnihlutans í borgarráði að þeir kalli ekki til varamenn í forföllum sínum. Sigrún skýrði frá þessu þegar Morg- unblaðið innti hana eftir af- stöðu til beiðni Stöðvar tvö, um að Reykjavíkurborg ábyrgist 200 milljóna króna lán til fyrirtækisins. Sigrún kveðst ekki gefa upp afstöðu sína til erindis sjön- varpsstöðvarinnar fyrr en á þriðjudag, þegar borgarráð kemur saman og ber við gremju vegna hugmynda borgarstjóra um að vinnuframlag borgarfull- trúa verði metið til lægri launa. „Ég eyði því ekki orku minni í að gefa upp afstöðu mína núna, fjölmiðlar verða að bíða þar til á þriðjudag til að komast að henni eins og aðrir,“ sagði Sig- ReyðarQarðar. Þetta var staðfest í sérstakri bókun um framvindu samninga um nýtt álver, sem und- irrituð var í Reykjavík í gær í lok þriggja daga samningafúndar fulltrúa Atlantsálshópsins og íslenskra stjórnvalda. Loka- ákvörðun um staðsetningu á að taka í september en stefht er að því að ljúka samningum um nýtt álver fyrir 20. september. Jóhannes Nordal formaður ráð- gjafamefndar iðnaðarráðuneytisins um áliðju sagði við Morgunblaðið, að í þessari samningalotu hefði ver- ið farið yfir afar mikið efni. Þar hefðu umhverfismál verið fyrirferð- armikil, en einnig rætt um önnur helstu atriði, svo sem staðsetningu, skattamál, orkumál og lagalega umgjörð. Jóhannes sagði að verulega hefði miðað áfram og menh væru ánægðir með það verk sem lokið væri. Talsvert væri að vísu eftir en þeim atriðum hefði fækkað. Þegar Jóhannes var spurður hvort niðurstöður þessa fundar þýddu að af byggingu álversins yrði, sagði hann svo ekki vera. Þetta hefði frek- ar verið vinnufundur en að þar hefðu verið tekin lokaskref. Hins vegar hefði ekkert neikvætt komið fram í umræðunum og málinu miðaði í rétta átt, en lokaáfanginn yrði að skera úr um niðurstöðuna þegar þar að kæmi. í samningaviðræðunum nú ræddu fulltrúar álfyrirtækjanna þriggja í Atlantsálshópnum við iðnaðarráð- herra, umhverfisráðherra og ráð- gjafarnefnd iðnaðarráðherra. Þá tóku fulltrúar umhverfisráðuneytis, Hollustuverndar ríkisins, Lands- virkjunar og fjármálaráðuneytisins þátt í viðræðunum. . V, rwB <■! I -ff Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikið lausum hala Kýr Starra í Garði í Mývatnssveit röltir út í sumarið, en við fjósvegginn bíða hrífurnar eftir heyskapnum. Eiturgasið í Nesjavallavirkjun: Ekki alvarleg eftii’- köst af eitruninni Þarf að kanna hvort aðrar lofttegundir voru í rörinu „ÞAÐ þarf að athuga hvaða loft- tegundir aðrar en brennisteins- vetni eru í rörum virkjunarinnar. Mennirnir önduðu að sér miklu magni af gasi í skamman tíma. Þeir misstu mjög snögglega með- vitund, en yfirleitt ber meira á eitureinkennum í slímhúð," segir Magni Jónsson læknir, en hann Morgunblaðið/KGA Víetnamska flóttafólkið kom með flugvél frá Kaupmannahöfn, eftir langt og strangt ferðalag frá Hong Kong. Líklega þótti þessum ungu stúlkum umhverfið framandi. Þrjátíu víetnamskir flótta- menn komnir til landsins ÞRJÁTÍU norður-víelnamskir flóttamenn, sem veitt hefur veriö hæli á íslandi, komu til landsins í gær. Flóttamennirnir, sem eru átta fjöl- skyldur, hafa dvalið í flóttamannabúðum í Hong Kong í allt að tvö ár. í nótt svaf fólkið í gistiheimili í Grindavík og jafnaði sig eftir ferðina. Á morgun fer hópurinn til Hafnarfjarðar og dvelur þar í viku áður en fólkið flytur í íbúðir sem Rauði kross íslands hefúr útvegað því. Koma flóttamannanna er skipu- eins víetnömsku og þarf því á túlk- lögð af Rauða krossi íslands. Fyrir um að halda fyrst um sinn. í næstu réttum ellefu árum kom hingað hópur um 80 Víetnama og tóku nokkrir þeirra á móti löndum sínum við kom.una í gær. Fðlkið tálár áö- viku verður byijað að veita því til- sögn í íslenskri tungu og menn- ingu. Þeirri kennslu verður haldið áfraiti na-siu mánuði, meðan fólkið' er að kynnast landi og þjóð. Að sögn Hannesar Haukssonar, framkvæmdastjóra Rauða kross ís- lands, er fólkið ekki mikið mennt- að. Flestir í hópnum hafa unnið við fískverkun eða verkamannastörf. Ekki hafa enn verið fundin störf fyrir flóttamennina, enda ekki gert ráð fyrir að þeir hefji vinnu fyrr en þekking þeirra á tungumálinu leyfir, að sögn Hannesar. rannsakaði mennina fimm sem fengu gaseitrun í Nesjavallavirkj- un. Magni segir mennina hafa sloppið mjög vel og á ekki von á að alvarleg eftirköst hljótist af eitruninni. Einn mannanna lá hins vegar á gjörgæsludeild í gær vegna brots í mjaðmagrind og hugsanlegrar eiturverkunar í lunga. Egill Jónsson staðarverk- fræðingur við Nesjavallavirkjun segir að mannleg mistök hafi valdið óhappinu í fyrradag. Um tíu menn voru við störf í véla- sal Nesjavallavirkjunar þegar óhapp- ið varð í fyrrakvöld. Eiturgufur streymdu upp af gaslögn í salnum þegar starfsmenn verktaka voru að skipta um lok á henni. Um var að ræða brennisteinsvetni sem kemur úr borholum með jarðgufum. Það er þynnt með lofti og því blásið um stromp virkjunarinnar út í andrúms- loftið. Brennisteinsvetni verður ekki hættulegt fyrr en hlutfall þess í andrúmsloftinu verður hærra en 10 hlutar af milljón. „Þetta er fyrsta alvarlega vinnu- slysið á virkjunartímanum," segir Egill. „Það er ekki hægt að koma algerlega í veg fyrir slysahættu á svona stað, en hér gilda reglur eins og að menn megi ekki vinna einir að tilteknum verkum. Við erum að athuga núna hvernig auka megi ör- yggið.“ Fljótfærni varð til þess að eit- urgasið komst út í vélasalinn, að sögn Egils. Hann segir alveg ljóst að það verði að tæma gasleiðslur áður en skipt er um lok á þeim, það hafi ekki verið gert. Þá hafi mis- brestur verið á því að maður frá virkjuninni fylgdist með þessari vinnu. Ingólfur Níels Árnason, einn þeirra sem urðu fyrir eitrun af brennisteinsvetninu, segist oft hafa skipt um lok áður í virkjuninni með félögum sínum. Þeir hafi ekki fengið fyrirmæli um að tæma rörin fyrst. Engilbert Þórðarson rafvirki missti meðvitund þegar gasið steig upp af rörinu í vélasalnum og féll niður á álgólf af um 8 metra háum palli. Hann brotnaði á mjaðmagrind og hlaut áverka eða eiturverkun í öðru lunga. Ingólfur Níels Árnason, sem komst fyrstur að Engilbert, missti einnig meðvitund og voru þeir báðir fluttir á Borgarspítalann. - Ingólfur-fékk -að- -fara heim -I- -gær.- Þrír menn aðrir fengu gaseitrun, urðu mjög slappir og kvörtuðu um höfuðverk og almenna vanlíðan. Þeir jöfnuðu sig fljótt eftir að kom- ast út í ferskt loft. Mennimir fara allir í læknisskoðun vegna slyssins eftir hálfan mánuð. Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts fær greiðslu- stöðvun SKIPASMÍÐASTÖÐ Þorgeirs og Ellerts á Akranesi hefur fengið greiðslustöðvun í þijá mánuði. Iljá fyrirtækinu starfa milli 120 og 130 manns, en það er eitt af stærri atvinnuveitendum á staðn- um. „Þessir erfiðleikar eru miklir og verður að leysa og til þess að hafa einhvern frið var greiðslu- stöðvun fengin. Það á að gera það sem hægt er til að endurskipu- le&83a fjármálin,“ sagði Jósef Þor- geirsson, framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar, í gær í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að verið væri að taka saman skuldir fyrirtækisins og vildi ekki segja til um hve miklar þær væru, en um tugi milljóna króna væri að ræða. Fyrirtækið hefði orð- 1 ið fyrir ýmsum áföllum í vetur. Þar mætti nefna að verulegar upphæðir hefðu tapast á smíði flóabátsins Baldurs, auk þess sem mikið fé væri bundið í skipi sem reynst hefði nauðsynlegt að leysa til fyrirtækis- ins á nauðungaruppboði vegna mik- , illa skulda. í þriðja lagi hefðu mikl- ar fjárhæðir tapast vegna gjald- ! þrota undanfarið. Til dæmis hefði j gjaldþrot Lindalax sennilega kostað fyrirtækið 6-8 milljónir. Jósef sagði að nú væri verið að ljúka við endurbætur á hafrann- sóknaskipinu Árna Friðrikssyni hjá skipasmíðastöðinni og ýmsir mögu- leikar væru varðandi önnur verk- ; - efni.-----------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.