Morgunblaðið - 29.06.1990, Side 19

Morgunblaðið - 29.06.1990, Side 19
einstaklinga og reynt með þeim hætti að ýta undir og styðja þann áhuga á skógrækt sem ánægjulegt er að sjá vaxa ár frá ári. Deilan á Mógilsá snýst því ekki um það, hvort hér skuli stundaðar rannsóknir í skógrækt eða ekki, eins og sumir hafa gengið svo langt að halda fram. Það er ekki undirrót þessara atburða að sumir vilji fagleg vinnubrögð í skógrækt en aðrir ekki. Hún snýst ekki um það hvort menn vilji eða vilji ekki læra af reynsl- unni. Þessi deila hefur heldur ekki snúist um það eins og reynt hefur verið að láta líta út, hvort tjáningar- frelsi eigi að ríkja í landinu eða ekki. Hún hefur því miður ekki ver- ið fagleg deila nema þá að mjög iitlu leyti að slíkt hafi blandast saman við í lokin. Ég sagði í upphafi að ég sæi mig því rniður tilknúinn að gera svofellda grein fyrir málum sem ég hef nú gert. Dapurlegt er að sjá að mörgu leyti ágætt og metnaðarfullt starf sem unnið hefur verið af starfsfólki Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá á sínu fagsviði skaðast vegna þessara deilna og starfsfólkið sjálft verða leiksoppar í þessu máli. Með þessari greinargerð er það ásetningur minn og von að ég geti látið lokið umfjöllun um þetta mál á opinberum vettvangi. Innan skamms verða gefnar út nýjar regl- ur um starfsemi Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá og þar auglýst eftir nýjum forstöðu- manni. Ég hef ástæðu til að vera bjartsýnn um að þar fáist hæfir menn til starfa og það er eindreginn ásetningur minn, eins og áður sagði, að þar verði áfram rekið öflugt rannsóknastarf í skógrækt. A kom- andi árum þarf að tengja það starf náið við hið almenna skógræktar- starf stofnana, félagasamtaka og almennings í landinu, en einnig við vísindastarf og rannsóknir við Há- skóla íslands og í gegnum sam- vinnuverkefni við ýmsar aðrar stofnanir, eins og Landgræðslu ríkisins, Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Náttúrufræðistofnun og jafnvel fleiri aðila. Þau ráð kann ég nú best öllum mönnum þessu máli viðkomandi að þeir hafi skyn- semina að leiðarljósi, beiti fyrir sig rökunum en leggi frá sér vopnin. __________Brids____________ Arnór Ragnarsson Sumarbrids 1990 Fótboltinn setti mark sitt á spila- mennsku í sumarbrids þriðjudaginn 26. júní og mættu 32 pör til leiks, en þau spiluðu í tveimur 16 para riðlum. Keppni var jöfn og spenn- andi ír iðlunum og þá sérstaklega í B-riðli, þar sem fá stig skildu að efstu sæti. Meðalskor í riðlunum var 210, en hæstu skor í A-riðli hlutu: Murat Serdar — Ragnar Jónsson 262 Þráinn Sigurðsson - Vilhjálmur Sigurðsson 251 Hrund Einarsdóttir — Dröfn Guðmundsdóttir 240 Guðjón Jónsson — Sveinn Sigurgeirsson 237 Sigrún Pétursdóttir — Gunnþórunn Erlingsdóttir 228 Bræðurnir Þráinn og Vilhjálmur þurftu að bíta í það súra epli að vera í öðru sæti þriðja sinnið í röð í sumarbrids. Hæstu skor í B-riðli hlutu: Hrefna Eyjóifsdóttir — Sæmundur Björnsson 248 Halla Ólafsdóttir — Sæbjörg Jónasdóttir 247 Rúnar Lárusson - Magnús Sverrisson 242 Helgi Sigurðsson - Helgi Jónsson 238 Dúa Olafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 234 V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JUNI 1990 19 Myndlistarsýning í Djúpinu SIGRÍÐUR Ólafsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Djúp- inu í Hafnarstræti laugardaginn 30. júní kl. 16.00. Sigríður fæddist 1965 í Reykjavík og útskrifaðist úr Fjöl- tæknideild Myndlista- og handíða- ■ skóla íslands vorið 1989. Á sýningunni eru myndir unnar með blandaðri tækni úr ýmsum efnum. Sýningin stendur til 19. júlí og er opin á opnunartíma veit- ingastaðarins Hornsins. Sigríður Ólafsdóttir. Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp verður haldið dagana 21 til 29. september nk. Námskeiðið er ætlað fólki úr heilbrigðisstétt- um, sjúkraflutningamönnum og félögum í hjálpar- og björgunarsveitum. Námskeiðinu lýkur með prófi og öðlast þátttakendur þá réttindi til að kenna almenningi skyndihjálp. Umsóknarfrestur rennur út 20. júlí. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu RKI í síma 91-26722. Rauði Kross Islands Áskriftareiningar - Lífeyriseiningar Þeir búa vel sem fylgja fastri reglu Smágerðir vinir okkar flétta sér og sínum trausta hreiðurkörl'u með þolinmæði og elju og einu strái í nefi í hverri ferð. Með Áskriftareiningum Kaupþings getur þú einnig smám saman byggt upp trausta umgjörð um fr^mtíð þína og þinna nánustu. Aðferðin er einföld og fyrirhafnar- /lítil. Þú gerir samning við Kaup- þing um að leggja fyrir mánaðar- lega tiltékna l'járhæð sem ræðst að öllu leyti af efnum þínum og aðstæðum. Fé, sem þú sparar þannig, er varið til kaupa á Einingabréfum 1, 2 eða 3. Kaup- þing býður þér örugga hámarks- ávöxtun og þú eignast smám sam- an þinn eigin sjóð, aflar þér fjár til framkvæmda eða lcggur grunn að fjárhagslegu öryggi á efri árum. Jafnhliða sparnaðinum gei’st þér kostur á tryggingum sem greiða umsaminn reglubundinn sparnað þegar veikindi eða slys draga úr möguleikum til tekjuöflunar um lengri eða skemmri tíma. Kynntu þér Áskriftar- og Lífeyris- einingar Kaupþings og búðu þér og þínum örugga framtíð. KAUPÞING HF Löggi/r verbbréfafyiirtœki Krirtg/unni 5, 103 Reykjavtk Sími 91-689080

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.