Morgunblaðið - 29.06.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JUNI 1990
Of dýrt að hringja í sím-
svara Veðurstofimnar
eftir Markús A.
Einarsson
Snemma í þessum mánuði fjallaði
Víkvetji Morgunblaðsins nokkuð um
símsvara, þar á meðal símsvara Veð-
urstofu íslands, og varaði hann við
kostnaði við notkun þeirra. í lok svars
við athugasemd í Velvakanda 17.
júní sl. vakti Páll Bergþórsson veður-
stofustjóri einnig athygli á hinum
nýja símsvara Veðurstofunnar og
gerði þar heldur lítið úr því gjaldi sem
tekið er fyrir 2 mínútna svar, sagði
það tilsvara „hluta úr vínarbrauði".
Þar sem sá er þetta ritar vann að
undirbúningi þess að hið nýja, fjöl-
breytilega símsvarakerfi yrði að veru-
leika tel ég mér skylt að skýra frá
aðdraganda málsins. Úr fyrirsögn
greinarinnar má lesa að ég tel of
hátt gjald tekið fyrir þessa þjónustu,
enda er það bæði í ósamræmi við
upphaflega óskir Veðurstofunnar og
jákvæðar undirtektir Pósts og síma.
Vil ég þegar í upphafi vekja at-
hygli lesenda á auglýsingu á bls. 2
í símaskrá ’90, en þar eru upplýsing-
ar um veður kynntar. Þar kemur
m.a. fram að verð fyrir þessa þjón-
ustu sé samkvæmt gjaldflokki 3. Á
bls. 30 í símaskránni má svo sjá að
þarna er um hæsta gjaldflokk að
ræða. Hér skal í stuttu máli skýrt
frá ástæðu þessa og því hversu einf-
alt er að leiðrétta það.
Aðdragandi
Upphaflegar óskir Veðurstofu Is-
lands um símsvara fyrir alla lands-
menn voru settar fram í bréfi Hlyns
Sigtryggssonar veðurstofustjóra til
Póst- og símamálastofnunar. Var þar
m.a. farið fram á: „að notandi gæti
heyrt spá fyrir sinn landshluta án
þess að greiða fyrir það langlínu-
gjald. „Markmiðið var því að hafa
gjaldið sem lægst
Póst- og símamálastofnun bauðst
í framhaldi af þessu til að setja upp
símsvara á fjórum stöðum úti á landi.
í því boði fólst m.a. að Póst- og síma-
málastofnunin setti upp símsvarana
á sinn kostnað, en að Veðurstofa ís-
lands mataði þá með veðurupplýsing-
um Pósti og síma að kostnaðarlausu
á sama hátt og gilt hafði fyrir notkun
símsvara nr. 17000 í Reykjavík.
Til sögunnar komu síðan ný tæki
sem fólu í sér að hringja mætti í
sömu númer hvaðanæva af landinu.
Breytti það í engu þeirri forsendu að
Póstur og sími setti upp tækin á sinn
kostnað og sæi um þau að öllu leyti.
Einnig féllst sú stofnun á gjaldskrá
fyrir þessa símsvara sem að mínu
mati var hagstæð.
Breytt viðhorf
Hinn 5. apríl 1990 voru hin nýju
tæki tekin í notkun og frétti ég
skömmu síðar hjá Pósti og síma hvert
gjaldið væri. Reyndist það vera hæsti
gjaldflokkur eins og þegar hefur
komið fram. Var það ákvörðun núver-
andi veðurstofustjóra, sjálfsagt með
samþykki samgönguráðuneytis, að
Veðurstofan tæki í fyrsta skipti
greiðslu fyrir dreifingu veðurupp-
lýsinga til almennings. í viðbót við
það gjald sem Póstur og sími hafði
þegar fallist á varð niðurstaðan sú,
að Veðurstofan skyldi fá annað hvert
skref greitt að undanskildu grunn-
skrefi. Hækkaði gjaldið sem því nem-
ur og kem ég að því síðar.
Viðbrögð mín sem yfirmanns veð-
urspádeildar sem sér um þá þjónustu
sem hér er til umfjöllunar voru þau,
að ég ritaði veðurstofustjóra bréf.
Þar vakti ég á því athygli að hið
nýja kerfi símsvara leiddi ekki til
aukakostnaðar fyrir veðurspádeild,
væri kostnaði við auglýsingar daginn
sem símsvarinn var tekinn í notkun
sleppt. Starfandi eftirlitsmenn á
deildinni -sjá um innlestur og allt það
efni sem lesa þarf er fyrir hendi,
enda um almenna veðurþjónustu að
ræða. Vitaskuld eykst sá tími sem
fer í lestur, en sá tími er fyrir hendi
og verkið unnið af áhuga, ekki síst
vegna þeirrar trúar að hinir nýju
símsvarar muni draga úr öðru símaá-
lagi. Ég lagði til að áður óþekktur
aukaskattur sem veðurstofustjóri
ákvarðaði þvert á þau markmið sem
stefnt hafði verið að félli niður.
Markús Á. Einarsson
„Það verður að mínu
mati að teljast alvarlegt
mál að skattleggja
þegjandi og hljóðalaust
dreifíngu veðurupplýs-
inga til almennings, en
þá dreifingu skal Veð-
urstofa Islands annast
lögum samkvæmt.“
Lítum nú aðeins á verðið.
Hvert er gjaldið?
Endurtekið skal að um hæsta
gjaldflokk er að ræða. Hér skulum
við miða við að leitað sé upplýsinga
í símsvara 990600 og hlustað á upp-
lýsingar þar í 2 mínútur.
Á virkum degi þarf að greiða kr.
17,94 fyrir þetta. Væri hinu óvænta
gjaldi til Veðurstofunnar sleppt yrði
verðið kr.10,46. Hinn nýi skattur
hækkar verðið um 71,5%, hvorki
meira né minna.
Á virku kvöldi kosta 2 mínútur nú
12,94, en myndu ella kosta 7,95.
Verðið er 63% hærra en til stóð.
Um nætur og helgar kosta 2
mínútur kr. 10,46, en var ætlað að
kosta kr. 6,72. Hækkun 55,7%.
Svo sem þarna má sjá er um veru-
legan mun að ræða sem svarar til
talsverðs fjölda vínarbrauða fyrir þá
sem veðri eru háðir og þurfa oft að
nota þessi tæki. Hér að framan var
miðað við hundraðshluta af gjaldinu
eins og til stóð að það yrði. Sennilegt
er að þeir sem veija vilja þetta gjald
óski frekar að miða við lægri hundr-
aðshluta, þ.e. lækkun frá núgildandi
verði, en jafnvel á þann hátt verða
tölur áfram háar. Niðurfelling auka-
skatts til Veðurstofu myndi leiða til
35-42% lækkunar frá því gjaldi sem
nú er.
Það verður að mínu mati að teljast
alvarlegt mál að skattleggja þegjandi
og hljóðalaust dreifingu veðurupplýs-
inga til almennings, en þá dreifmgu
skal Veðurstofa íslands annast lögum
samkvæmt.
Það verður að auki að teljast und-
arlegt að Veðurstofan ætli sér sérs-
takt gjald af þeim sem leita sér upp-
lýsinga í símsvara, en ekki af hinum
sem hringja beint á veðurspádeild og
fá sömu svör ef ekki ítarlegri. Þjón-
usta símsvara á bæði að vera almenn-
ingi í hag og starfsliði veðurspádeild-
ar sem mjög þarf á því að halda að
símaálag léttist.
Vonandi draga símsvaranir
ekki úr veðurþjónustu á rás 1
Þeim hugmyndum hefur verið
varpað fram, hvort ekki sé tímabært
að fella niður lestur veðurlýsinga í
veðurfregnum á rás 1 kl. 10.10 og
18.45 frá einstökum veðurstöðvum
og skipum sem senda veðurskeyti. í
staðinn verði sá lestur í símsvara
Veðurstofunnar.
Það væri vissulega áhyggjuefni ef
nota ætti hið nýja kerfi símsvara
Veðurstofunnar til að draga úr þeirri
þjónustu sem hlustendur rásar 1 njóta
og sem Ríkisútvarpinu ber reyndar
skylda til að sinna. Satt best að segja
hef ég fram til þessa aðeins heyrt
tillögur um styttingu veðurfregna
með þessum hætti frá sumum þeirra
sem skipulögðu dagskrá útvarpsins
og þótti veðurfregnir trufla niðurröð-
un dagskrár. Forráðamenn Ríkisút-
varpsins hafa hins vegar ætíð gert
sér grein fyrir skyldum stofnunarinn-
ar í þessu efni.
Þeir eru vissulega margir sem telja
lestur veðurfregna of langan. Nú er
staða fjölmiðla hins vegar sú að hlust-
endur eiga marga kosti að velja. Ef
til vill er sá hópur manna ekki stór
sem hlusta þarf á veðurfregnir í
smáatriðum, en að fenginni reynslu
. tel ég, að þeir sem hiusta á veður-
lýsingu auk veðurspár séu einmitt
sá hluti landsmanna sem háðastir
eru veðri og þurfa á allri þessari
öryggisþjónustu að halda. Ég leyfi
mér því að vænta þess að hvorki
vegna dagskrár, né þeirrar trúar að
nýr símsvari komi í staðinn fyrir allt
annað, verði ákveðið að draga úr
nauðsynlegum, en stundum löngum
veðurlýsingum í veðurfregnum rásar
1 í Ríkisútvarpinu.
llöfundur er deildarstjóri
Veðurspádeildar Veðurstofu
íslands.
paKstai meo sni
Pianrýa þakstál
Aðrir helstu sölu-og
þjónustuaðilar:
Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi,
sími 78733.
Blikkrás hf, Akureyri,
sími 96-26524.
Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns,
Fteyðarfirðl, sími 97-41271.
Vélaverkstæðið Þór,
Vestmannaeyjum, simi 98-12111
Hjá okkur færðu allar
nýjustu gerðir hins virtsæla
frá Plannja. Utval lita
og mynstra„m.a. Plannja
þakstál með mattri litaáferð,
svartri eða tígulrauðri.
ÍSVÖR hf.
Smiöjuveg 4e, 200 Kópavogur.
Póstbox: 435.202 Kópavogur.
S: 31 -$7 04 55. Fax; 67 04 67
■ HÁR og forðun heitir ný hár-
greiðslu- og förðunarstofa sem hef-
ur verið opnuð í Faxafeni 9. Þar
er boðið upp á alla almenna þjón-
ustu í hársnyrtingu og förðun. Eig-
andi stofunnar er Mjöll Daníels-
dóttir hárgreiðslumeistari. Aðrir
starfsmenn stofunnar eru Jónheið-
ur Steindórsdóttir hárgreiðslu-
meistari, Rósella G. Mosty nenii
og Gerða Th. Pálsdóttir förðunar-
fræðingur.
■ EVRÓPUFERÐIR verða nw*
ferðakynningu í Miklagarði vestíkr
í bæ (Við Hringbraut) f dag, föstu-
dag, kl. 14.00-19.30. Alhliða kynn-
ing verður á helstu áfangastöðum
ferðaskrifstofunnar með sérstaka
áherslu á Portúgal og Madeira.
Evrópuferðir er með daglega
brottför allt árið til áfangastaða um
allan heim.
AÍIKUG4RDUR
ALLAfí BÚÐIR
KAUPSTAÐUR
ÍMJÓDD 2.HÆÐ
HVÍTA HÚSID / SÍA