Morgunblaðið - 29.06.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.06.1990, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 „Græn símanúmer“ í tveimur ráðuneytum PÓSTUR OG SÍMI býður nú upp á svokölluð Græn númer fyrir lÆvglínusímtöl. Þegar hringt er í grænt númer greiðir sá sem hring- ir aðeins gjald samkvæmt staðar- taxta en viðtakandinn greiðir fyrir símtalið meðallanglínugjald. Þeg- ar hafa verið tekin í notkun Græn símanúmer í samgöngumálaráðu- neytinu og landbúnaðarráðuneyt- inu. Græna númerið í samgöngu- ráðuneytinu er 996900 og í land- búnaðarráðuneytinu 996800. í frétt frá Pósti og síma kemur fram að Græn númer henti vel fyrir stjórnsýslustofnanir vegna þess að með þeim sé fólki á landsbyggðinni gert kleift að hringja þangað án þess að greiða meira fyrir símatalið held- ur en ef stofnunin væri í viðkomandi bæjarfélagi. Þeir sem bjóði viðskipta- vinum sínum að hringja í Græn núm- er tryggi þannig að þeir sitji allir við sama borð, óháð búsetu og þurfi ekki að greiða mismikið fyrir upplýs- ingar eða þjónustu viðkomandi aðila. Tekið er fram að þó búast megi við að notendur grænu númeranna verði einkum af landsbyggðinni en hand- hafar þeirra, fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu þá gagnist þessi þjónusta einnig fyrirtækjum út á landi sem vilja auðvelda við- skiptavinum í Reykjavík að hafa samband við sig. Á kynningarfundi á þriðjudag kom fram að Græn númer hafa notið mikilla vinsælda erlendis og mörg stórfyrirtækl hafa séð sér hag í að bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum að hringja í Græn fyrirtækja- númer og spara þannig símakostnað. Sem dæmi um kostnað má geta þess að ef hringt utan að landi í Grænt númer í Reykjavík og talað í sex mínútur greiðir sá sem hringir 6 krónur fyrir símatalið én handhafi Græna númersins greiðir 31.20 krón- ur. Ef hringt er að kvöldlagi greiðir símhringjandi 4.20 krónur en sá sem hringt er í 21.60 krónur. Að nætur- lagi greiðir símhringjandi 4.20 en sá sem svarar 16.80 krónur. Á fundinum sagðist Steingrímur J. Sigfússon, samgöngu- og landbún- aðarráðhera, líta svo á að Grænu númerinn væru hluti að þróun í þá átt að gera landið að einu gjald- svæði. Olafur Tómasson, póst- og símamálastjóri tók undir þetta en benti á að sú þróun gæti tekið lang- an tíma. í máli Ólafs kom fram að símakostnaður hefur lækkað töluvert á undanförnum áram. Sex mínútna símatal á dagtaxta í gjaldflokki 3.1 kostaði t.d. 41.85 krónur árið 1984 en kostar nú 38.40 krónur. Þrátt' fyrir þessa verðlækkun skilaði Póstur og sími ríkissjóði 500 miljónum á þessu ári en í fyrra skilað fyrirtækið 250 miljónum í ríkiskassann. Gömlu númerin verða enn í gildi fyrir þá sem hringja innanbæjar. ATVINNUAUGÍ YSINGAR Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðing vantar í 50% starf frá og með 1. ágúst nk. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 688550. HEILSUGÆSLAN ÁLFTAMÝRI ALFTAMYRI 5 . 108 Rl YKJAVIK . S 688550 Vélamenn - bílstjórar - dekkjamaður Hagvirki hf. óskar eftir vönum mönnum á eftirtalin tæki: Jarðýtur, beltagröfur og vöru- bíla. Einnig vantar mann vanan dekkjavið- gerðum á dekkjaverkstæði fyrirtækisins. Upplýsingar gefur Birgir Pálsson í síma 53999. g g HAGVIRKI HF § SÍMI 53999 Umbpðsmaður - Ólafsvík Óskum eftir umboðsmanni til að sjá um dreif- ingu blaðsins í Ólafsvík. Einnig kæmi til greina að blaðberi sæi um starfið. Upplýsingar í síma 691201 frá kl. 9.00-17.00 virka daga. fRwgpmttbifeifr Kennarar Enskukennara vantar að Heppuskóla (7.-9. bekkur) Höfn í Hornafirði. Frekari upplýsingar veita skólastjóri í síma 97-81321 eða bæjarskrifstofurí síma 97-81222. Skólanefnd. Rafeindavirkjar Viljum ráða rafeindavirkja á radíóverkstæði okkar. Góð vinnuaðstaða og fjölbreytt vinna. Verksviðið er aðallega viðgerðir á sjónvarps- tækjum og hljómtækjum, einnig viðhald og viðgerðir Ijósritunarvéla, símkerfa o.fl. Greiddur verður flutningskostnaður búslóðar og aðstoðað við útvegun húsnæðis, ef þörf er á. Upplýsingar gefa Guðjón Bjarnason radíó- deild, heimasími 94-3703 og Óskar Eggerts- son, framkvæmdastjóri. Póllinn hf., Aðalstræti 9-11, ísafirði, sími 94-3092. m liúrpml jp, Á ■■ ilnoto Metsölublad á hverjum degi! RAÐ/A UGL YSINGAR HÚSNÆÐIÓSKAST íbúð óskast Rólegur, reglusamur eldri maður óskar eftir & 2ja-3ja herbergja íbúð til leigu, helst nálægt miðbænum. Reglulegar og öruggar greiðslur. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Smáíbúð - 9157“. TILKYNNINGAR Skattskrá Norðurlands- umdæmis vestra 1989 Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 ' * verða skattskrár í Norðurlandsumdæmi vestra ásamt launaskattskrám fyrir gjaldárið 1989 lagðar fram til sýnis dagana 29. júní til og með 12. júlí nk. Skattskrárnar liggja frammi á eftirtöldum stöðum í umdæminu: Á skattstofunni Siglufirði. Á bæjarskrifstofunni Sauðárkróki. í öðrum sveitarfélögum í umdæminu, hjá umboðsmönnum skattstjóra. Á sömu stöðum og tíma liggja frammi til sýnis sölugjaldskrár fyrir árið 1988 samkv. ' * 27. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt, sbr. 6. gr. laga nr. 33/1982. Athygli er vakin á því, að enginn kæruréttur myndast við framlagningu skattskránna. Siglufirði, 25. júní 1989. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, * Bogi Sigurbjörnsson. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni leigul. vestan Isólfsskála, Stokks- eyri, þingl. eigandi Hraðfrystihús Stokkseyrar hf., fer fram á eigninni sjálfri, föstudaginn 6. júlí 1990 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Hróbjartur Jónatansson hdl., Bergur Guðna- son hdl., Gestur Jónsson hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Ásgeir Thorodd- sen hrl. Sýslumaðurinn i Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Grænumörk 1c, Hveragerði, þingl. eigandi þrotabú Skemmtigarðsins hf., fer fram á eigninni sjálfri, föstu- daginn 6. júli 1990 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Skúli Bjarnason hdl., Gunnar Jónsson hdl., Brynjólfur Kjartansson hrl. og Ævar Guðmundsson hdl. Sýslumaðurinn í Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Vatnsholti I, Vill., þingl. eigandi Kristján Einarsson, fer fram á eigninni sjálfri, föstudaginn 6. júlí 1990 kl. 10.00. Uppþoðsbeiðendur eru Jón Þóroddsson hdl., Guðmundur Kristjáns- son hdl., Reynir Karlsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hrl., Jakob J. Havsteen hdl., Búnaðarbanki Islands, innheimtudeild, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Óskar Magnússon hdl. Sýslumaðurinn i Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN I H l. A (i S S T A R F Hvolsvöllur Sjálfstæðisfólk í austanverðri Rangárvalla- sýslu. Framhaldsstofnfundur sjálfstæðisfélagsins verður í Hvolnum þriðjudaginn 3. júlí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Nafn félagsins. 2. Kosning í fulltrúaráð. 3. Stjórnmálaumræður. Formaður Sjálf- stæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson. Qútivist GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Hellaferð íFlóka laugard. 30/6 kl. 13.00. Það leynast margir skemmtilegir hellará Reykjanessvæðinu. Flóki í Dauðadölum er einn þeirra. I hellinum gefur m.a. að líta mjög fallegar hraunmyndanir. Hella- rannsóknamenn verða með í för. Komið með hanska og Ijós. Verð kr. 800,- Sjáumst. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Helgarferðir 29. - 1. júlf: 1. Þórsmörk - gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. Léttar gönguferðir um Mörkina. ( Skagfjörðsskála eru öll nauö- synleg þægindi. Ódýr sumarleyf- isdvöl. 2. Breiðafjarðareyjar. (Brottför kl. 19.00). Gist í Stykkishólmi (svefnpoka- pláss). Siglt um Suðureyjar á laugardag (bergmyndanir og fuglabjörg skoðuð). Gengið á land í Öxney. Gengið um Purkey og dvalið fram eftir degi. Á sunnudag verður siglt til Flateyjar. 3. Hítardalur - Tröllakirkja - Gullborgarhellar. Gist í tjöldum í Hítardal. Sérstök náttúrufegurð og áhugavert umhverfi í Hítardal. Brottför í ferðir 1 og 3 er kl. 20.00 frá Umferðarmiðstööinni, austanmegin. Farmiðar og upp- lýsingar á skrifstofunní, Öldu- götu 3. Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Laugardaginn 30. júní Kl. 8.00 - Hekla Gengið frá Skjólkvíum. Gangan tekur um 8 klst. Nauðsynlegt er að vera í þægilegum skóm og hlýjum fatnaði. Munið nesti. Verð kr. 1.800,- Sunnudagurinn l.júlí: Kl. 8.00 - Þórsmörk, dagsferð (verð kr. 2.000,-). Stoppað um 3'h klst. og fariö i gönguferð. Athugið ódýrt sum- arleyfi í Þórsmörk. Þægileg gisti- aðstaða - fagurt umhverfi. Kl. 13.00. Afmælisgangan 7. ferð: Gjábakki - Laugar- vatnsvellir. í tólf áföngum verður gengið til Hvítárness og er sá síðasti genginn 22. sept. Léttar göngu- ferðir - verið með í göngu til Hvítárness i tilefni 60 ára afmæl- is sæluhússins. Verð kr. 1.000,- Brottför ef frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmið- ar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fulltyðinna. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.