Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 31 Landskeppni í eðlisfi’æði 1990 Skrifleg verkefiii 1. verkefiii Samkvæmt reglum Fijálsíþróttasam- bandsins mega stangir í stangarstökki vera úr hvaða efni sem er og af hvaða lengd sem er. Berum saman tvo stangar- stökkvara, Ara og Bjarna. Ari getur hlaup- ið 10 m/s en Bjarni 8 m/s. Hvað getur þú sagt út frá þessu um möguleika þeirra í stangarstökkinu? Ef þú telur að annar standi verr að vígi en hinn, væri þá hægt að bæta það upp með betri stöng? 2. verkefni Geimskutla svífur í 1.000 km hæð á hring- laga braut umhverfis jörðu. a) Hver er umferðartími hennar? Geimfari er að gera við gervitungl og er tengdur skutlunni með 10 m löngum „naflastreng“. Skutlan vegur 3,0 tonn og geimfarinn 100 kg. b) Með hvaða krafti togar skutlan í geimfarann þegar hann er í mestri fjar- lægð frá henni? Vegna mistaka slitnar strengurinn þeg- ar geimfarinn er á sömu braut og skutlan og hefur hann sama hraða og hún strax á eftir. c) Kemst hann á hæfilegum tíma aftur að skutlunni vegna aðdráttarafls hennar? d) Hveiju breytir það fyrir geimfarann ef strengurinn slitnar þegar hann er fjær jörðu en skutlan? e) Hvað gæti geimfarinn hugsanlega gert til að bjarga sér heim aftur? Massi jarðar er 6,0xl021 kg, meðalrad- íus er 6,37x10° m. Þyngdarstuðull Newtons G=6,67x10 " Nxm2/kg2. 3. verkefhi a) Fjögur viðnám af stærð 1 Q eru tengd við fjóra rafgeyma með íspennu 1 V eins og sýnt er á mynd 1. Reiknið strauminn í öllum 8 leiðslunum AB, AE, AD, o.s.frv., og sýnið stefnu þeirra á mynd, ef gert er ráð fyrir að innra viðnám rafgeymanna sé hverfandi. B b) Gerið rásinni sem sýnd er á 2. mynd sömu skil. B c) Hvað telur þú að mundi gerast ef þú tengdir raunverulega rafgeyma og viðnám eins og sýnt er á 3. mynd? Hvað mundi gerast ef þú tengdir geymana eins og sýnt er á 1. mynd, en þú hefðir mælt að íspenna geymis AB er 0,999 V og hinna þriggja 1,000 V? B Mynd 4 sýnir einfaldan rafhlaðinn pend- úl með massa m, hleðslu q og lengd 1. Auk þyngdarsviðsins (fallhröðun g) er einnig umhverfis pendúlinn einsleitt raf- svið með lárétta stefnu og styrk E. Jafn- vægisstaða pendúlsins við þessar aðstæður er á línu er myndar hornið n við lóðlínu. a) Finnið hornið a. b) Pendúllinn er látinn sveiflast fijálst um jafnvægisstöðuna í lóðréttu plani (plani myndar 4). Finnið sveiflutímann fyrir litlar sveiflur. c) Nú er breytt til og pendúllinn látinn snúast fijálst um jafnvægisstöðuna undir föstu horni 0 þannig að massinn m hreyf- ist eftir hring með jöfnum hraða v í plani hornrétt á jafnvægislínuna (sjá mynd 5). Finnið hraðann v táknaðan við 0, 1, q, m, g og E. d) Gerum ráð fyrir sömu aðstæðum og í lið c), nema hvað í þétta sinn bætist við einsleitt segulsvið B, samsíða jafnvæg- islínunni og með stefnu OP. Hefur segul- sviðið áhrif á snúningshraða pendúlsins? Ef svo er, hvort er hraðinn meiri eða minni en í lið c), ef hornið 0 er óbreytt? ¥ Verkleg úrslitakeppni Verklegæfing 1 Mæling á brotstuðli linsuglers. Gefín er lítil glerlinsa, takmörkuð af tveimur kúluflötum og þunnri rönd. Keppendur skulu finna brotstuðul glersins (n) sem linsan er úr. Fræði: Linsujafnan 1/a + 1/b = 1/f tengir saman fjarlægðir fyrirmyndar og myndar og brennivídd. Linsugerðaij afnan 1/f = (n-1) x (1/R! + 1/R2) tengir saman brennivídd linsu og krapparadía hennar. Önnur mikilvæg lögmál sem að gagni geta komið hér eru Pýþagórasar lögmál X2 + y2 = z2 og nálganir eins og (1 ± a)2 ga (1 ± 2 x a) a <& 1 V(1 ± a) sa (1 ±a/2) a « 1 1/ (1 + a) ss (1 — a) a « 1 Tæki: I. Kerti og hvítt spjald til að varpa á mynd af kertaloga. II. Málband eða stika til ijarlægðamælinga. III. Rennimál til að mæla þvermál og þykktir linsu. Hér að aðallega gefið fyrir að mæia og reikna rétt og finna n með sem mestri nákvæmni, en tíminn er fremur rúmur og það er ætlast til þess að keppendur skili eins ítarlegri skýrslu og tök eru á um hvað þeir hafi gert og hvers vegna. Leiðbeinendur eru á staðnum ef upp koma tæknileg vandamál, en það er annars engin aðstoð veitt við framkvæmd tilraunarinnar. Þeir sem ekki geta fundið •n skulu reyna að finna a.m.k. eitthvað. Spurning: Hvaða máli skiptir mismunurinn á krapparad- íunum RrR2. Rökstyðjið svarið. Verkleg æfing 2 Mæling á Boltzmanns fastanum. Markmiðið er að mæla hvernig er háttað sambandi straums og spennu í díóðu og mæla Boltzmann fastann. Fræði: Tilraunin byggist mjög á Ohms iögmáli V = IxR en díóðan fylgir þó ekki því lögmáli heldur díóðujöfnunni I = Io x exp (eV/kT - 1) I xexp eV/kT e er hleðsla rafeindarinnar 1,6x10 19 Coulomb (Amper sek), og T er hitastigið (Kelvín). V er spennan, R viðnámið og I straumurinn, en ID er kallað lekastraumur díóðunnar eða bakstraumur hennar. Hvers vegna? Til að sannreyna þessa jöfnu og reikna út Boltzmann fastann k fá keppendur díóðu, á tengibretti, tengivíra, afl- gjafa og straum- og spennumæli (FLUKE mæli). Framkvæmd tilraunar I. Prófun á tækjunum. Stillið spennuna á 10 volt samkvæmt spennumæli aflgjaf- ans. Tengið lausa FLUKE spennumælinn við og mælið spennuna. Hann þarf lítinn sem engan straum, eða aðeins 1 pA við þessi skilyrði því viðnám hans er 10 MS2. Stillið hámarksstrauminn á 100 mA og tengið straummælinn við aflgjafann. Gerið nú nokkrar mælingar á sambandi straums og spennu í FLUKE mælinum. Breytið straumnum og skiptið um mælisvið. Endið með strauminn stilltan á 100 mA. Lokaspurningar: Hvert er innra viðnám straummælisins á 2 mA mælisviðinu? Hver er almennt spennan yfír straum- mælinn þegar hann sýnir straumgildið I, t.d. 1000, 100 og 10 mA? Hvernig er það háð mælisviðinu? Mælingar á straum og spennu yfir díóðuna. II. Tengið nú díóðuna við aflgjafann. ¥ <? |-i^ Hvít eða svört rönd Aflgjafi með innbyggðum mælum Díóða Ef hann sýnir ekki 100 mA straum þá snýr díóðan öfugt. Lagið það. Lesið spennuna. Nú skal straum breytt og lesin spennan fyrir 30, 10 og 3 mA. Að lokum skal lesin spennan fyrir 300 og 100 mA straum gegnum díóð- una. Spenna fyrir 1000 mA straum skal lesin strax og búið er að stilla á straumgildið og straumur síðan minnkað- ur því díóðan hitnar mjög. ’ Teiknið nú upp línurit, straumur sem fall af spennu. Kvarðinn á Y-ás mætti vera 100 mA á cm og 100 mV á cm á X-ás. Er myndin eins og þið bjuggust við samkvæmt díóðujöfn- uimj? Til að sjá það betur, þá teiknið nýtt línurit og setjið nú (náttúrulega) logaritmann af straumnum á Y-ásinn. Það ætti að fást bein lína því ef I = IQ exp xV þá er ln(I) = ln(ID) + aV (Bein lína með hallatölunni a) Reiknið út lekastrauminn I og Boltzmann fastann k. III. Bætið FLUKE mælinum inn í rásina sem straummæli. >1 © Aflgjafi Díóða Straummælir Mælið spennu fyrir straumgildin 1000, 300, 100, 30, 10 og 3 gA. Þetta er varla gerlegt nema nota nú aflgjaf- ann sem spennugjafa og stilla hann með fínstillingatakkan- um. Leiðrétta þarf vegna þeirrar spennu sem straummælir- inn þarf samkvæmt ykkar fyrstu athugunum. Teiknið straum og spennugildin inn á iínuritið af ln(I) móti spennu. IV. Tengið FLUKE mælinn sem voltmæli. 0 © ►V 0 Aflgjafi Díóða Spennumælir Byijið á 20 volta sviðinu. Mælirinn sýnir ekki beint straum- inn, en út frá innra viðnámi hans (10MO) og þeirri spennu sem hann og innri spennumælir aflgjafans sýna er hægt að reikna bæði strauminn gegnum díóðuna og spennuna yfir hana. Mælið nú spennuna yfír díóðuna fyrir straumgildin 1000, 300, 100, 30, 10, 3 og 1 nA. Teiknið inn á línuritið. *•» * * 5 3 umm » u.ui t MmtumHi • uasuwknvtu n ss a« «i a ^ -Jt mx

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.