Morgunblaðið - 21.09.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 21.09.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 33 Minning: Bjami Pálsson Fæddur 4. október 1905 Dáinn 9. september 1990 Vinur okkar og velunnari á Sól- vangi í Hafnarfírði, Bjami Pálsson frá Seljalandi, kvaddi þetta líf sunniidaginn 9. september sl. Bjami var einn af fímmtán systkin- um og átti auk þess einn hálfbróð- ur. Hann fæddist á Seljalandi í Fljótshverfí 4. október árið 1905. Bjarni var alla tíð harðduglegur og ósérhlífinn og þurfti ásamt systkinum sínum að leggja hart að sér á erfíðum tímum þegar kuldar og Kötlugos gerðu slæman ursla á ámnum 1917-1918. Ekki aðeins á þessum ámm þurfti mann- dóm og dug og var eftir tekið hve systkinin frá Seljalandi voru út- sjónarsöm og æðmlaus á erfíðum tímum. Foreldrar Bjama vom Málfríður Þórarinsdóttir og Páll Bjarnason, en þau hófu búskap á Seljalandi í tvíbýli við foreldra Málfríðar. Árið 1930 kvæntisti Bjarni, Sól- veigu Sigurðardóttur ljósmóður, en hún var fædd 17. desember árið 1898. Bjuggu þau á Maríubakka í Fljótshverfí til ársins 1936. Auk þess að stunda búskap á Maríu- bakka var Bjarni einnig organisti við Prestbakkakirkju á Síðu og um tíma einnig við Kálfafellskirkju. Bjarni sagði mér að hann hefði aðeins lært orgelleik í þrjár vikur, en þótt tími væri naumur frá bú- skapnum þá reyndi hann að æfa sig af kappi eftir því sem tök vom á. Frá Maríubakka fluttu þau hjón til Reykjavíkur og hóf Bjami þá störf hjá Blikksmiðju Breiðfjörðs þar sem hann starfaði allt til árs- ins 1957. Þar sem annars staðar þótti Bjarni góður verkmaður, vandvirkur og laginn. Árið 1957 sagðist Bjarni hafa verið farinn að lýjast nokkuð og viljað snúa sér að rólegra starfí og tók þá við rekstri Hafnarbaðanna ásamt bróður sínum Páli og vann við það starf fram yfir sjötugt. Þau hjónin Bjarni og Sólveig bundu sérstaka tryggð við Sól- vang, en starfínu sem þar er unnið höfðu þau kynnst vegna þess að bróðir Sólveigar, Jón, hafði notið þar umönnunar og ennfremur kona hans, Margrét Magnúsdóttir, sem þar dvelur enn. Höfðu þau sam- band við stjómendur á Sólvangi og tjáðu þeim að vilji þeirra væri sá að eigur þeirra að þeim látnum mættu verða til þess að einhveiju yrði komið í framkvæmd sjúkling- um og starfsfólki til ánægju og gleði, sem ella yrði erfítt að fram- kvæma utan daglegra rekstrar- þarfa. Var síðan í samráði við Bjama ráðist í kaup á húsi í Hvera- gerði, sem verið hefur síðustu tvö árin sannkallaður sælureitur sjúkl- inga og starfsfólk, sem þar hefur notið dvalar. Sólveig andaðist á Sólvangi 27. apríl árið 1986 og hafði Bjarni annast hana af stakri prýði eftir að heilsu hennar tók að hraka. Árið 1987 flutti Bjami úr Stór- holti 43, þar sem þau hjón höfðu búið, til Hafnarfjarðar í íbúðir aldr- aðra við Álfaskeið 64. Allir sem áttu þess kost að kynn- ast Bjama fundu þar heilsteyptan öðlingsmann, sem gott var að vera + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET SIGURBJÖRNSDÓTTIR, frá Gröf, Lundarreykjardal, Vesturgötu 164, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Stóráskirkju, Hálsasveit, mánudaginn 24. september kl. 14.00. Bjarni Stefánsson, Benný Sigurgeirsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Jón Stefánsson, Kristín Þorsteinsdóttir, Fríða Stefánsdóttir, Magnús Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐLAUGAR KRISTMUNDSDÓTTUR frá Rauðbarðaholti, Suðurhólum 26, Reykjavík, sem andaðist 14. september, verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. september kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Sveinn Helgi Sveinsson, Bryndís Sveinsdóttir, Sævar Reynisson, Anna Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Jón Kristfeifsson og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SIGURÐSSONAR frá Stóra-Fjarðarhorni. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. María Samúelsdóttir, Fanney Jónsdóttir, Arngrímur Guðjónsson, Jónas Jónsson, Guðríður Káradóttir, Gísli Jónsson, Hlín Sigurðardóttir, Sigurrós Jónsdóttir, Páll Garðarsson, Sigurður Jónsson, . Elsa Bjarnadóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Marinósson, barnabörn og barnabarnabörn. návistum við. Hann' var æðrulaus, trúmaður og leitaðist við að rækta sem best líkama sinn og sál. Bjarni kunni frá mörgu að segja og er eftirminnilegt að rifja upp í hugan- um margt sem hann hefur miðlað okkur vinum sínum. Bjarni var glöggur maður á allt sem fagurt var og unni mjög tónlist og fag- urri náttúru. Heita má að vart hafi liðið sá dagur að Bjarni hafi ekki skroppið í góðan göngutúr og einatt staldraði hann við í Kirkju- garði Hafnarfjarðar til þess að huga að leiðinu hennar Sólveigar sinnar. Sá sem þessi fátæklegu orð læt- ur að leiðarlokum falla um sér- stakan heiðursmann trúir því að hann sé nú kominn til austursins eilífa þar sem ljós Drottins lýsir hæst. Eg kveð vin okkar frá Sólvangi, að sinni. Sveinn Guðbjartsson + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ODDNÝ LAXDAL, Eikarlundi 16, Akureyri, sem lést í Borgarspítalanum 13. september, verður jarðsungin frá Svalbarðsstrandarkirkju mánudaginn 24. september kl. 14.00. Jarðsett verður á Akureyri. Fyrir okkar hönd og annarra ástvina, Pétur Ásgeirsson, Margrét Líney Laxdal, Jóhanna Helga Pétursdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, BJARNA PÁLSSONAR frá Seljalandi. Sérstakar þakkir færum við lækni, forstöðufólki og hjúkrunarfólki Sólvangs í Hafnarfirði, fyrir frábæra hjúkrun og vináttu til hans og okkar allra. Systkin hins látna. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTINS FRIÐRIKSSONAR, Stykkishólmi. Þórá Sigurðardóttir, synir, tengdadætur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.