Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 9 TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílar með staðgreiðsluverói eru einnig fóanlegir með lónakjörum skv. lónatöflu Toyota bílasölunnar. VOLKSWAGEN GOLF CL ’88 Grár. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 22 þús/km. Verð 780 bús. Svartur. 4 gíra. 2 dyra. Ekinn 29 þús/km. Verð610 Rauður. 4 gira. 4 dyra. Ekinn 27 þús/km. Verð 650 þús. TOYOTA LANDCRUISER Brúnn. Sjálfsk. 5 dyra. Ekinn 105 þús/km. Verð 1.630 þús. stgr. TOYOTA LAITACE ’90 Hvítur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 8 þús/km. LADASTW’87 Drapp. 4 gíra. 5 dyra. Ekinn 46 þús/km. Verð 320 þús. TOYOTA NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI Metsölublaó á hveijum degi! ödMáaHs? IKjördæmisráð Alþýðubandalagsins á NV vill aö miðstjórn AB fjalli um álmálið áður en ríkisstjórnin tekur ákvörðun. Steingrímur J.: „Pakkinn í heild sinni ræður afstöðu minni“ Vegið að iðnaðarráðherra Um þessar mundir er vegið að Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra vegna álmálsins og sölunnar á Útvegsbankanum. Þetta er ekki gert af stjórnarandstæðingum heldur samstarfsmönnum hans í ríkisstjórn. „PaMdnn“ Steingrímur J. Sigfús- son, varaformaður Al- þýðubandalagsins, hefur látið orð falla sem varla verða skilin á annan veg en þann, að hann sitji ekki í ríkisstjórn sem geri samning um nýtt álver í eigu útlendinga. Mál hafa síðan þróast með þeim hætti, að ríkisstjórnin þar sem hann er Iandbúnaðar- ráðherra færist æ nær slíkunt samningi. Ráðher- rann herðist ekki í and- stöðu sinni við álverið heldur hörfar í ný vígi og bendir staða hans nú til þess, að hann sé ekki andvígur álveri í eigu út- lendinga heldur verði að sjá „pakkann í heild“ til að geta gert upp hug sinn. f Tímanum í gær birtist eftirfarandi frásögn er lýsir afstöðu Steingríms J. Sigfússonan „Kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins í Norður- landskjördæmi vestra hef- ur farið fram á að mið- stjórn flokksins fái að ræða álmálið áður en ríkisstjórnin tekur um það ákvörðun. í ályktun frá kjördæmisráðinu er stað- setningu álvers á Keilis- nesi mótmælt og einnig drögurn að orkusamningi. Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðu- bandalagsins, sagði í sam- tali við Tímann í gær, að það muni ekki standa á honum að kalla saman miðstjórn. Hann segir að staðsetningarmálið hafí þokað í skuggann fyrir orkuverðinu og að það verði að taka afstöðu til málsins í heild sinni, en ekki einstakra hluta þess. „Það mun að sjálfsögðu ekki standa á mér að kalla saman miðstjórn, hvenær sem menn tejja þurfa og allra síst í þessu stóra máli. Ef tími leyfir ekki að það gerist á næsta boð- uðum fúndi, þá höldum við einfaldlega aukafund um það. Hins vegar hlýtur það að vera visst matsat- riði á hvaða tímapunkti ber að halda slikan fund, því rnenn vilja heldur ekki kalla saman miðstjórnar- fund fyrr en upplýsingar liggja fyrir um málið.“ Steingrímur sagði að um álmálið yrðu skiptar skoðanir í ríkisstjóminni. „Það hefur lengi legið þ'óst fyrir að staðsetning- armálið vegur þungt í hugum margra. I umræð- unni síðustu daga hefur það þó þokað í skuggann af því, sem er ennþá stærra þegar til kastanna kemur, þ.e.a.s. orkuvcrð- inu og þeirri áhættu, sem þar er á ferðinni, og hvort það er nógu hagstæður gjömingur fyrir okkur þegar í heildina er tekið. Það er auðvitað það og pakkinn i heild sinni sem hlýtur að ráða afstöðu manna, en ekki bara ein- hver einangraður þáttur. Ég tek það skýrt fram, hvað mig snertir, þá horfi ég fyrst og fremst á út- komuna í heild sinni, þó ég dragi engan dul á að staðsetningin vegur þungt hjá mér.“ „Pakkinn i heild sinni" hefúr auðvitað einnig að geyma framtíð ríkis- stjórnarinruu'; Steingrími J. Sigfússyni er ljóst, að andstaða hans við álvers- samning kann að jafn- gilda endalokum ríkis- stjómarinnar. Þegar hann íhugar það minnkar and- staða hans við álverið jafnt og þétt. Ráðherrar Alþýðubandalagsins taka að sjálfsögðu ráðherra- stólana fram yfír stefhu og pólitískar ákvarðanir, fastheldni í það viðhorf hefúr verið rauði þráður- inn í ráðherrastörfúm á vegum flokksins í rúman áratug. Sala bankans Þegar gengið var frá sölu Utvegsbankans varð að samkomulagi miUi að- ila, að bankaeftirlitið skyldi eiga síðasta orðið um vafaatriði er snertu söluverðið. Álit þess ligg- ur nú fyrir og fengu ýms- ir aðilar málsins fyrst vitneskju um það, er þeir hiýddu á fréttir Ríkisút- varpsins á sunnudags- kvöld. í gær birtist síðan fréttaskýring um málið f Tímanum, sem ber fyrir- sögnina: Herkostnaðurinn vegna bankasameiningar- innar er talinn vera eitt- hvað á þriðja milljarð: „Þjóðargjöf Jóns Sigurðs- sonar.“ Tónninn í málgagni for- sætísráðherra kemur strax fram í fyrirsögn þessarar greinar eftír Egil Ólafsson blaðamann. Þar segir einnig: „Hinn 10. júní 1989 und- irritaði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og for- menn bankaráða Alþýðu-, Iðnaðar- og Verslunar- banka samkomulag um að bankamir þrir kaupi hver sinn þriðjung af hluta- bréfum ríkisins í Utvegs- banka Islands. Sala Útvegsbankans var rædd á ríkisstjórnar- fundi nokkrum dögum síðar. Eftír fundinn sagði Steingrimur Hermanns- son forsætísráðherra að ríkisstjómin hefði orðið sammála um að með söl- unni hefði náðst ffarn nauðsynleg hagræðing i bankakerfinu. Forsætís- ráðherra sagðist geta tek- ið undir með ýmsum í þingflokki Framsóknar- flokksins að það hefði ver- ið æskilegt að skoða þetta mál nákvæmar sérstak- lega með tíllití til kaup- verðsins. „Ég tel að verðið sé i lægri kantinum en spumingin er sú hvað menn em tilbúnir að gefa fyrir þessa miklu hagræð- ingu,“ sagði Steingrimur orðrétt.“ Síðan ræðir Tíminn við Halldór Guðbjamason, fyrrverandi banluistjóra Útvegsbankans, sem hef- ur harðlega gagnrýnt hvemig staðið var að söl- unni. Segir Halldór, að Jón Sigurðsson liafí gefið ákveðnum aðilum Útvegs- bankann og hagsmunir skattborgaranna hafi ver^ ið að engu hafðir. í Timanum kemur ekki fram að blaðið hafí gefíð Jóni Sigurðssyni kost á að segja álit sitt á málinu á þessari stundu, enda til- gangurinn greinilega sá að minna á andstöðu framsóknarmanna sem best eí lýst með tvískinn- ungi Steingríms Her- mannssonar forsætisráð- herra. Hlutabréf í Sæplasti hf. Arðbær ávöxtunarleið Gengi hlutabréfa hjá Kaupþingi hf. 27. sept. 1990: Kaupgengi Sölugengi Eignarhaldsfél. Alþýðubankans ... 1,20 1,26 Hf. Eimskipafélag íslands ... 5,18 5,44 Fluqleiðir hf ... 2 03 2 13 Grandi hf ... 1,86 1,96 Hampiðjan hf 1,65 1,73 Hlutabréfasjóðurinn hf ... 1,61 ... 1 70 Eignarhaldsfélag Iðnaðarbankans hf. ... 1,60 1,68 Olíufélagið hf ... 5,35 5,65 Olíuverslun íslands hf ... 177 1,86 Sjóvó-Almennar hf ... 6,20 6,50 Skagstrendingur hf ... 3,90 4,10 Skeljunqur hf ... 5,70 6 00 Sæplast hf ... 6,45.... 6 80 Tollvörugeymslan hf ... 1,03 1 08 Verslunarbankinn hf ... 1,31 138 Útgerðarfélag Akureyringa hf ... 2,95 3,10 Þróunarfélaa íslands hf 160 í 70 Hlutabréf í flestum ofangreindum hlutafélögum eru greidd út sa mdægurs. Sæplast hf. á Dalvík framleiðir aðallega fískker, sem notuð eru við fiskveiðar, -vinnslu, -flutninga, svo og í öðrum matvælaiðnaði. Fyrirtækið flytur um helming framleiðslu sinnar til útlanda. Talið er að hlutdeild Sæplasts áTnnanlands- markaði sé um 65-70%. Hagnaður af rekstri Sæplasts hf. fyrstu 4 mánuði þessa árs varð tæpar 27 milljónir fyrir skatta. Hlutabréf í Sæplasti eru seld hjá Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf. Ráðgjafi veitir allarupplýsingarí síma68 90 80. Sölugengi verðbréfa 27. sept. ’90: EININGABRÉF 1........................5.093 EININGABRÉF 2........................2.768 EININGABRÉF 3........................3.353 SKAMMTÍMABRÉF........................1.717 KAUPÞING HF Löíigi l í vc n) bréfaifyrirtæki, Kringluntii 5, I0J Reykjavik, sími 91-689080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.