Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Sinfóníuhljómsveit íslands; 20 tónleikar og þrjár hljóm- plötuupptökur ráðgerðar FYRSTU tónleikar á 41. starfsári Sinfóníuhljómsveitar íslands verða 11. október næstkomandi en alls verða tónleikar hljómsveitarinnar 20 auk þriggja aukatónleika. A kynningu um starfsemi sveitarinnar kom fram að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar er að ganga frá samn- ingi við breska útgáfufyrirtækið Chandors um útgáfu á þremur hljómplötum næstu þijú árin með leik sveitarinnar. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar verður Finninn Petri Sakari en samningur hans var nýlega endurnýjaður til tveggja ára. Meðal nýmæla í starfi sveitarinn- ar er að skipta tónleikunum í fjórar tónleikaraðir og hefur hver þeirra sinn einkennislit eftir tegund tón- listar. Stærri hljómsveitarverk eru í gulri tónleikaröð. Meðal verka sem flutt verða eru 1. og 4. sinfónía Brahms, 5. sinfónía Bruckners auk tónleika sem verða helgaðir Mozart. Tónlist bundin árstíðum og hátíð- isdögum verður í grænni tónleika- röð, til að mynda Vínartónleikar og vinsæl óperutónlist. Rauðir tónleik- ar eru helgaðir einleikurum og ein- söngvurum og bláir tónleikar helg- aðir nútímatónlist. Auk þess verður boðið upp á bónustónleika sem að- eins verða ætlaðir áskrifendum. Viðamestu verkin á efniskrá hljómsveitarinnar eru, að sögn Gunnars Egilssonar skrifstofustjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, Vorblót eftir Igor Stravinskí og Das Lied von der Erde eftir Mahler. 2. mars verða tónleikar helgaðir tónlist Rac- hmaninoffs en stjórnandi verður Sovétmaðurinn Igor Buketoff, sem var aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Fyrra verkið er píanó- konsert nr. 4 sem ekki hefur áður verið fluttur hérlendis. Einleikari verður Bandaríkjamaðurinn Will- iam Black. Seinna verkið, þáttur úr óperunni Monna Vanna verður hljóðritað á tónleikunum í Há- skólabíói. Verkið hefur einu sinni verið flutt áður, þá af sinfóníu- hljómsveitinni í Fíladelfíu undir stjórn Buketoffs. Allir einsöngvarar sem fram koma í óperunni eru bandarískir og er. aðalhlutverkið í höndum heimskunns baritónsöngv- ara, Sherill Milnes. Ekki er afráðið hvaða tvö verk til viðbótar Sinfóníu- hljómsveitin hljóðritar fyrir Chandor-útgáfufyrirtækið. Á starfsárinu verða flutt 10 verk eftir íslensk tónskáld, þar af Nýtt verk eftir Szymon Kuran, sem þá hefur væntanlega öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Það verða jafn- framt lokatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar en með henni á tónleik- unum kemur fram djasssveitin Súld ásamt Sigurði Flosasyni saxafón- leikara á tónleikum sem verða helg- aðir Big Band-tónlist. VEÐUR VEÐURHORFUR íDAG, 27. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Skammt norður af Hvarfi er 993ja mb. lægð og frá henni iægðardrag suðvestur á Græniandshaf. Yfir Bretlandi er 1032 mb víðáttumikil hæð. SPÁ: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið en annars þurrt. Hiti 4-11 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og smáskúrir víða um land. Fremur svalt í veðri. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg norðlæg átt og kólnandi veður. Skúrir eða slydduél um norðanvert landið, en þurrt og víöast létt- skýjað syðra. TÁKN: • Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V v ? 9 5 CX) -f K • £• % V * i r' 4 VEÐUR kl. 12:00 /ÍÐA ígær hlti UM HEIM að ísl. tíma Akureyri 8 sktir Reykjavik 8 rigning Bergen 9 skýjaö Helsinki vantar rvuUpiFlallllcJnO Narssarseueq S SKyJaD alskýjað Nuuk 4 rigning Óstó 9 skýjaö Stokkhólmur 8 rigning Þórshöfn 9 skýjað Algarve 24 skýjaö Amsterdam 13 skúr Ðarcelona 24 mistur Berlln 13 skýjað Chicago 13 snjókoma FeneyjBr 16 þokumóöa Franklurt 16 mistur Glasgow 13 léttskýjað Hamborg 13 léttskskýjað Laa Palmas 28 skýjað London 16 téttskýjað LosAngeles 17 heiðskírt Lúxemborg 14 skýjað Madrid 24 léttskýjað Mataga 28 léttskýjað Mallorca 26 skýjað Montreal 13 skýjað NewYork 18 skýjaö Orlando 22 alskýjað París 17 skýjað Róm 26 skýjað Vín 14 alskýjað Washington 14 skýjað Winnipeg 9 hálfskýjaö Morgunblaðið/Páll Ingólfsson Myndin var tekin úr Orion, skipi Köfunarstöðvarinnar af því þegar Ármann SH var hífður af hafsbotni. Ármann SH sökk við Rif: Ástæða slyssins óljós SJÓPRÓFUM er lokið vegna þess er Ármann SH 223, 10 tonna yfír- byggður bátur, sökk skammt undan höfninni á Rifi síðastliðið sunnu- dagskvöld. Að sögn Péturs Kristinssonar, fulltrúa bæjarfógetans í Ól- afsvík, er ekki talið ljóst hvað olli Orion, skip Köfunarstöðvarinnar hf var statt við hafnarbætur á Rifi I þegar óhappið varð og á mánudag voru starfsmenn Köfunarstöðvarinn- ar fegnir til að ná Ármanni af hafs- botni. Kafarar köfuðu niður að skip- inu og komu á það trossum síðan þvi að báturinn sökk. var sjó dælt úr skipinu og það smám saman híft upp á yfirborðið. Komið var með skipið inn til Rifs. Þar verð- ur það tekið á þurrt í dag og síðan mun sjóslysanefnd skoða skipið til að grennslast frekar fyrir um hvað óhappinu olli. Salmonella 1 Skagafírði: Undrandi á viðbrögðum for- manns heilbrigðisnefndar - segirBirgir Þórðarson „EG er mjög undrandi á þessum viðbrögðum formanns heilbrigðis- nefndar, en á honum er helst að skilja að það sé allt að því í lagi að salmonella sé til staðar í fugli og skolplögnum. Mér finnst hans afstaða vera það alvarlegasta í þessu máli,“ segir Birgir Þórðar- son þjá mengunarvörnum Holl- ustuverndar ríkisins um þau um- mæli Gísla Halldórssonar, form- anns heilbrigðisnefndar Skaga- fjarðar, að salmonella hafi einung- is fundist í innan við 10% sýna sem tekin hafa verið í Skagafirði, en ekki tveimur þriðju hlutum sýna eins og haft var eftir Birgi í frétt í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. „Ég nefndi reyndar enga tölu um salmonellu í mávum í Skagafirði í því viðtali sem birtist við mig í Morg- unblaðinu, enda skiptir það engu máli í mínum huga hvort um er að ræða 10% tilfella eða 90%. Þessar aðstæður sem ég nefndi að gætu valdið faraldri eru þama til staðar og það er það sem máli skiptir. Við höfum farið fram á það að meðferð á sláturúrgangi verði bætt á þessu svæði, og einnig höfum við bent á ákeveðna þætti sem þarf að gera úrbætur á varðandi úrgangsmál, en að því er verið að vinna að hálfu Sauðárkróksbæjar," sagði Birgir. Sjá athugasemd heilbrigðisfull- trúa Skagafjarðar bls. 29. Tveir vegarkaflar á Austurlandi: Lægstutilboð 17 milljón- um undir kostnaðaráætlun Lægstu tilboð í lagningu tveggja vegarkafla á Austurlandi voru 52 og 62% af kostnaðaráætlun. Tilboðin eru samtals hátt í 17 milljónum lægri en Vegagerðin gerði ráð fyrir við undirbúning verkanna. Lægsta tilboð í Austurlandsveg, frá Jökulsá að Dimmadal, er frá Austfirskum verktökum hf. á Egils- stöðum, 11,5 milljónir kr. sem er 62% af kostnaðaráætlun. Vegagerðin áætlaði kostnaðinn 18,6 milljónir kr. og er lægsta tilboð því 7,1 milljón undir áætlun. Hæsta tilboð var hins vegar 26,7 milljónir kr. Vegurinn er 2,1 km og á verkinu að Ijúka fyrir 1. ágúst á næsta ári. Þá var boðin út lagning 4 km af Suðurfjarðarvegi, frá Norðfjarðar- vegi að Handarhaldi. Lægsta tilboð var frá Borgþóri Guðjónssyni á Reyð- arfirði, 10,2 milljónir kr. Kostnaðará- ætlun Vegagerðarinnar var 19,8 milljónir og er tilboð Borgþórs því 51,8% af áætluninni og 9,5 milljónir undir henni. Verkinu á að ljúka fyrir 1. júlí næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.