Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Minning: Alda I. Guðjónsdótt- ir, Vestmannaeyjum Fædd 13. janúar 1918 Dáin 19. september 1990 Frænka okkar Alda ísfold Guð- jónsdóttir lést aðfaranótt 19. sept- ember síðastliðinn eftir langa sjúk- dómslegu. Alda fæddist 13. janúar 1918 næstelst af ijórum dætrum hjón- anna Sigurborgar Einarsdóttur og Guðjóns Þorleifssonar sem bjuggu af í Fagurhól í Vestmannaeyjum. Elst af systrunum er Laufey, fædd 1914, ekkja Jóns Bjarnasonar, hún býr í Borgarnesi. Þá Alda, síðan móðir okkar Þorleif, fædd 1923, gift Kjartani Gíslasyni, þau búa á Selfossi, og yngst er Anna Sigur- borg, fædd 1928, gift Pétri Péturs- syni, þau búa í Reykjavík. Auk þess áttu amma og afi hvort sinn soninn fyrir hjónaband, sonur afa heitir Anton Júlíus, fæddur 1907. Anton Júlíus er _ tvíkvæntur, fyrri kona hans var Ásta Stefánsdóttir en hún býr á Stokkseyri, en seinni kona Antons heitir Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, hún býr í Reykjavík. Sonur ömmu heitir Einar Vídalín Einarsson og er líka fæddur 1907, ekkjumaður Þóru Gísladóttur, hann býr í Kópavogi. Alda var í föðurhúsum og vann í vist sem kallað var, þ.ev-vinnu- konu- og barnapíustörf, þar til hún giftist eíginmanni sínum Guðna Einarssyni árið 1941, Guðni var frá Ekru á Rangán/öllum, hann lést 1985. Var það Öldu mikill missir. Alda átti þrjá syni er allir búa í Vestmannaeyjum. Elstur er Sævar ísfeld, fæddur 1936, en Alda átti hann fyrir hjónaband, hann ólst upp hjá^ömmu og afa í Fagurhól, Sævar var giftur Ingu Guðmundsdóttur og eiga þau þijú börn. Þau slitu samvistir. Næstur er Einar fæddur 1942, giftur Unni Alexandersdótt- ur, þau eiga tvo syni, en Unnur átti tvö börn frá fyrra hjónabandi sem Einar hefur gengið i föður stað. Yngstur er Guðjón Borgar, fæddur 1946, giftur Katrínu Yng- varsdóttir, þau eiga þijú börn. Guð- jón á einnig tvo syni. Alda og Guðni bjuggu lengi á efstu hæðinni að Lundi en þau byggðu sér hús í Illugagötu 3 og fluttu í það 1957. Bjuggu þau þar, þar til í gosinu 1973. Við minnumst þess að okkur fannst ansi langt í heimsókn til Öldu frænku niður á Lundi, en for- eldrar okkar bjuggu þá á Brekastíg 37, en okkur fannst hún hreinlega flytja út í sveit, svo langt fannst okkur inná Illugagötu í þá daga. Framan af árum vann Alda alltaf úti með heimilisstörfunum, var hún mest í Fiskiðjunni eins í saltfisk- verkun hjá Ársæli Sveinssyni, o.fl. aðilum, einS tók hún að sér að merkja handklæði og sængurfatnað fyrir fólk, var hún snillingur á saumavélina og saumaði heilu blóma- og ævintýramynstrin einnig fullt nafn viðkomanda, allt á vélina, sum mynstrin og stafina teiknaði hún líka sjálf. Eftir að amma og afi hættu bú- skap í Fagurhól, vegna veikinda ömmu, var amma hjá foreldrum okkar áður en hún fór á sjúkrahús, en afi bjó hjá Öldu og Guðna á 111- ugagötunni til dauðadags 1964. Eftir gosið í janúar 1973 fluttu Alda og Guðni að Hellu í Rang. en um haustið fékk Alda heilablóðfall og lamaðist alveg öðru megin. Veik- indin urðu frænku okkar mjög erfið enda náði hún sér aldrei eftir þau, þó gat hún staulast um hús, hún fékk málið fljótlega. Eftir að hún var búin að vera á Grensásdeildinni í nokkra mánuði og fá þá bót sem hún náði, fluttu þau Guðni á Sel- foss og bjuggu þar, þar til þau fluttu aftur til Eyja 1977. Var Guðni alveg einstaklega duglegur að hugsa um Öldu og taldi ekki eftir sér að fara í sumarfrí upp á land á hveiju sumri með Öldu þó hún væri svona mikill sjúklingur og hann ekki góður til heilsunnar, enda versnaði henni til muna eftir hið snögga fráfall hans, og er búin að vera alveg rúmföst í nokkur ár, því höldum við að Alda hafí verið södd sinna daga og hafi verið sátt við að kveðja en við geymum minn- inguna um góða og hlýja frænku. Ásta og Eygló Alda ísfold Guðjónsdóttir móð- ursystir okkar lést að kvöldi 19. sept. sl. Andlát hennar kom okkur ekki á óvart þar sem hún var búin að vera að mestu rúmliggjandi sl. ár. Stundum er dauðinn lausn og trúlega hefur Alda verið tilbúin í sína hinstu ferð. Alda fæddist í Vestmannaeyjum 13. janúar 1918. Hún var önnur dóttir hjónanna í Fagurhóli, þeirra Sigurbjargar Einarsdóttur og Guðjóns Þorleifssonar bátasmiðs. Fyrir áttu þau dótturina Laufeyju og sinn hvorn soninn áttu þau einnig þá, Anton og Einar Vídalín, en þeir bjuggu ekki hjá þeim. Síð- ar bættust tvær dætur við, þær Þórleif og Anna. Uppvaxtarár Öldu í Vest- mannaeyjum voru svipuð og hjá öðrum stúlkum á þeim tíma, vinn- an var í fyrirrúmi. Við þekktum Öldu ekki sem unga stúlku en af myndum af dæma hefur hún verið fíngerð og falleg stúlka. Alda var mjög handlagin og hafði mikla ánægju af því að teikna, blýantur og blað vora hennar uppáhalds- leikföng sem barn. Ef hún hefði verið ung stúlka í dag hefði hún trúlega lagt fyrir sig teikningar í einhverri mynd. En hún var barn síns tíma og þá áttu listgreinar ekki erindi við alþýðu manna. Hæfileikarnir nýttust í nytsöm störf s.s. að sauma. Seinna tók hún að sér að merkja sængurföt, handklæði o.þ.h. fyrir fólk _ og þótti fara það vel úr hendi. Árið 1941 giftist Alda Guðna Einars- syni frá Ekru í Rangárvallasýslu. Eignuðust þau tvo syni, þá Einar og Guðjón Borgar. Fyrir átti Alda soninn Sævar Isfeld. Þeir eru allir búsettir í Vestmannaeyjum. Alda og Guðni byggðu sér hús við Illugagötu 9 í Vestmannaeyj- um. í æsku okkar systranna bjuggu þau þar og var oft farið í heimsókn til Öldu frænku þótt hún byggi „vestast í vesturbænum" en við í austurbænum. Stundum varð heimsóknin lengri en til stóð, varði jafnvel í nokkra daga. Alda var mikill kattarvinur og voru oftast einn eða fleiri kettir á heimili hennar. Ekki þótti litlum stelpum það verra að fá að gefa þeim að borða og drekka. Alda og Guðni höfðu yndi af því að ferðast og fóru mörg sumur „upp á land“ með bíl og tjald. Fyrir kom að lítil frænka fékk að fljóta með. Þetta voru ævintýra- ferðir sem seint gleymast. Guðni var fróður um landið og kunni margar þjóðsögur, Alda naut þess að vera útí náttúrunni og smitaði frá sér ánægjunni sem hún hafði af þessu náttúrulífi. Það að vaða í læk með Öldu frænku voru un- aðsstundir sem líða seint úr minni enda Vestmannaeyjastelpur alls óvanar ám og lækjum. Þegar gaus í Eyjum 1973 fluttu Alda og Guðni á Hellu í Rangár- vallasýslu. Um haustið 1973 þegar Alda var rúmlega 55 ára fékk hún heilablóðfall og lamaðist. Hún náði sér aldrei til fulls. Þau fluttu til Eyja, seldu húsið við Illugagötuna og keyptu íbúð við Hásteinsveginn sem .hentaði betur, en Guðni að- stoðaði Öldu eftir bestu getu í veikindum hennar. Við Hásteins- veginn bjuggu þau til 1985 er Guðni lést skyndilega. Alda flutti á elli- og dvalarheimilið Hraunbúð- ir í Eyjum og dvaldi þar til hausts- ins 1989 er hún veiktist alvarlega og var flutt á sjúkrahúsið í Eyjum. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Sonum, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við samúð- arkveðjur. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Erla og Sigurborg. TILBOÐSDAGAR TIL MÁNAÐAMÓTA POTTAPLONTUR Blómstrandi ERIKA (Stofulyng) í leirpotti. Verð aðeins Blómstrandi BEGÓNÍA, aðeins HAUSILÁUKAi 50 TÚLÍPANAR, aðeins 699. KERAMIK 20-50% afsláttur af keramikpottum í tilefni tilboðsdaga. Úrvals, steinlausar APPELSÍNUR. Verð pr. kg. aðeins 11 9.- KIWI, mjög gott frá Nýja Sjálandi, 5 stk. í poka. Verð aðeins 109.- ykimowil Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.