Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Helgi G. Helgason skipstjóri - Minning Fæddur 31. janúar 1935 Dáinn 19. september 1990 Mig iangar í örfáum orðum að minnast bróður míns, Grétars, eins og við fjölskyldan kölluðum hann jafnan. Margt kemur upp í hugann, en efst sitja hjá mér minningarnar austan úr Vík, þar sem við vorum alin upp. Við áttum yndislega æsku þar, hjá góðum og tryggum foreldr- um. í litla þorpinu okkar vorum við líka í skjóli við fjöllin og í þessu stórbrotna landslagi, með brattar brekkur og sendnar strendur við opið hafið, gátum við leikið okkur tímunum saman. Grétar var fæddur í Vestmanna- eyjum en alla æsku sína var hann í Vík. Hann var mikið á heimili afa okkar og ömmu og naut ástríkis þeirra. Grétar var frá barnsaldri í sumardvöl á Herjólfsstöðum í Álfta- veri og naut ástríkis heimilisfólks þar. Hann fór í Skógaskóla og eign- aðist þar trygga vini, eins og Olaf Jónsson, nú lækni, son sr. Jóns Þorvarðarsonar, sem var prestur okkar í Vík, Ólafur og Grétar voru herbergisfélagar og fermingar- bræður og miklir mátar alla tíð. Árið 1952 fluttist fjölskyldan suður til Njarðvíkur og þar byggði faðir okkar hús á Holtsgötu 30. Þar í stofunni, árið 1956, gifti sr. Jón Þorvarðarson Grétar og Guðrúnu og skirði tvíburadætur þeirra og eina litla frænku, dóttur mína. Eig- inkona Grétars er Guðrún Þor- steinsdóttir frá Borgarnesi. Þau eignuðust fjögur börn, tvíburana Önnu Ólafíu og Guðlaugu Þuríði, ári seinna fæddist Steinunn Ásta og yngstur er Helgi. Bömin eru öil gift og eiga sín heimili og fjölskyld- ur. Strax og við fluttumst suður fór Grétar á sjóinn og stundaði sjó- mennsku alla tíð. Hann veiktist og háði stríð í rúman áratug við þann vágest. Þrek hans og dugnaður í baráttunni var einstakt. Helsjúkur fór hann á sjóinn, og hann nefndi það oft við mig að á sjónum fengi hann aukið þrek svo heilnæmt væri sjávarloftið. Hann var í mörg ár mikið veikur og lá þá heima, og var umvafinn íjölskyldu sinni. Það var mikil reynsla fyrir þau öll. Sjálfum leið honum vel heima og var góður skipstjóri á þeirri skútu. En það kom að því að þessi stóri og sterk- byggði bróðir minn varð að láta undan. Eg færi honum innilegar þakkir fyrir margar ánægjustundir, austur í Vík, og á heimili hans og mínu. Guð blessi minninguna um Grétar, bróður minn, og bið ég að góður Guð styrki Guðrúnu, börn, tengda- börn og barnabörn í þeirra miklu sorg. Bára Helgadóttir Þá er hann Grétar fallinn í valinn löngu fyrir aldur fram. Hann stóð svo sannarlega á meðan stætt var, eins_ og eik sem ekki bognar en fellur. Það var ótrúlegt þrek sem hann hafði og kom það honum vel í iífsins ólgu sjó í víðasta skilningi þess orðs því við sjómennsku starf- aði hann lengst af sinni ævi. Grétar var ljúfmenni hið mesta og bjart- sýni var hans aðalsmerki. Það eru ellefu ár síðan krabba- mein greindist hjá honum og gekkst hann þá undir margra klukku- stunda aðgerð, en heim fór hann á öðrum sólarhring, óþarfí að vera á sjúkrahúsi lengur en þörf krafði. Eg hef ekki oft orðið vitni að slíkri hörku sem Grétar sýndi sjálfum sér í sínum veikindum og Gunna lét svo sannarlega ekki sitt eftir liggja, hún stóð eins og klettur honum við hlið. Síðastliðið ár var Grétari og fjöl- skyldu hans erfítt þegar meinið tók sig upp á ný og hann fann kraftana dvína smátt og smátt, en er hann var spurður um líðanina var svarið ávallt jákvætt: „Allt gott að frétta,“ vol og víl var honum ekki að skapi. Síðustu vikuna dvaldi hann á sjúkrahúsi þrotinn að kröftum en samt var óþarfí að ónáða starfsfólk- ið, hann ætlaði hvort eð er að hafa stutta viðdvöl og sú varð reyndin. Ungur kvæntist Grétar Guðrúnu Þorsteinsdóttur jafnöldru sinni, mestu myndar- og sómakonu. Áttu þau saman fjögur mannvænleg börn sem öll hafa fest ráð sitt og eru bamabörnin orðin sjö og voru þau öll sannkallaðir augasteinar afa og ömmu. Grétar var góður heimilisfaðir þótt löngum væri hann að heiman vegna síns starfa og kom það þá í hlut Gunnu að ala börnin upp og fórst henni það vel úr hendi, en þær stundir sem Grétar var heima nýtti hann vel í þágu konu, bama og heimilis, gæðin fara ekki alltaf eft- ir magni. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja, Gunna með sína fímu fingur jafnt við matargerð sem og að prýða heimilið á allan hátt og ekki spillti Grétar fyrir með sinni léttu lund og jákvæðni. Margar ánægjustundir áttum við hjónin í sumarhúsi þeirra í Skorradal sem er sannkallaður unaðsreitur jafnt innan sem utan dyra. Fyrir mánuði dvöldum við þar kvöldstund í góðu yfírlæti en þá var farið að kvölda veruiega í lífi Grétars, hann var ekki samur og áður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og er um að gera að líta lífið sem björtustu augum eins og Grét- t Maðurinn minn og faðir okkar, ÁRMANN JÓNSSON, Hraunbæ124, andaðist sunnudaginn 23. september 4l. Útförin auglýst síðar. Anna Benediktsdóttir, Díana Ármannsdóttir, Anna Dóra Ármannsdóttir, Brynjar Ármannsson. t Móðir okkar, MARGRÉT BJARNADÓTTIR c. frá Látrum, Aðalvík, Akurgerði 8, Reykjavík. andaðist í Borgarspítalanum 26. september. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Guðmundsdóttir. ar gerði. Gunna mín, við viljum þakka ykkur gengin ár og biðja Guð að styrkja ykkur öll og styðja í ykkar þungu sorg. Megi hann hvíla í Guðs friði. Gyða og Baldvin Mig setti hljóða, er mér var til- kynnt að Grétar mágur minn væri látinn, þó ég vissi að hann var bú- inn að vera veikur og að hveiju dró. En maður er aldrei viðbúinn slíku. Grétar var kvæntur Guðrúnu systur minni og áttu þau fjögur börn og sjö barnabörn, sem nú sjá með söknuði eftir afa sínum, sem var þeim svo mikið. Þau voru öll miklir sólargeislar hjá afa sínum, enda var hann alltaf svo hlýr og þau fundu það líka, því þau hlupu í fangið á honum þegar þau komu í heimsókn, stundum tvö og stund- um fjögur, því ekki mátti hafa neitt útundan. Grétar og Guðrún byggðu sér fallegan sumarbústað í Skorra- dal, sem þau voru í öllum stundum, þegar þau gátu. Það var yndislegt að koma tii þeirra þangað. Við hjón- in komum oft til þeirra, þegar við vissum að þau voru þar og svo var síðastliðið sumar. Þá var Grétar mjög farinn að heilsu, en hann kvartaði ekki frekar en áður. Alltaf svona róiegur og yfírvegaður eins og venjulega. Ég kveð Grétar mág minn með söknuði og vona að hann eigi góða heimkomu bak við móðuna miklu. Guðrúnu, börnunum og fjölskyld- um þeirra svo og ættingjum, send- um við hjónin innilegar samúðar- kveðjur. Jóhanna Þorsteinsdóttir í dag verður til moldar borinn bróðir minn og vinur Helgi Grétar. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 31. janúar 1935. Foreldrar okkar voru Jóhanna Halldórsdóttir, fædd í Borgarfírði eystri og Helgi Helga- son, fæddur í Holti í Álftaveri. Helgi Grétar var elstur okkar 6 alsystkina en áður hafði móðir okk- ar eignast dreng, Halldór Hörð Arason, sem alinn var upp í Hóla- brekku í Garði. Foreldrar okkar hófu búskap að Reyni í Reynishverfí 1935 og bjuggu þar fyrsta búskaparár sitt. 1938 festu þau kaup á húsi í Vík í Mýrdal og bjuggu þar til 1953. Á fyrstu búskaparárum foreldra okk- ar var lítið um vinnu í Vík og fór þá heimilishald oft úr skorðum að sumarlagi þegar móðir okkar fór í kaupavinnu. Var okkur þá komið fyrir í sveit. Grétar fór að Heijólfs- stöðum í Álftaveri til hjónanna Þur- íðar og Jóhannesar. Þau tóku hon- um ákaflega vel og voru þau og börn þeirra honum alla tíð mjög kær. Grétar var í miklu uppáhaldi hjá Guðlaugu Einarsdóttur og Helga Brynjólfssyni, afa okkar og ömmu, í Laufási í Vík og var hann hjá þeim að miklu leyti, á vetuma til, fram að fermingu. Með þroska okkar kynntist ég innri manni þessa góða drengs sem var mér og okkur systkinum til fyrirmyndar vegna manngæsku hans og blíðu. 1953 flytjum við með foreldrum okkar til Njarðvíkur. Þá störfuðum við Grétar saman í 2 ár á Keflavíkur- flugvelli. Eftir það gerðist hann sjó- maður og síðar skipstjóri og starf- aði við það meðan heilsan leyfði. Hann var sérlega ljúfur starfsfélagi og milli hans og sjómanna er með honum störfuðu mynduðust sterk vináttubönd. Árið 1956, 24. ágúst, gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Guð- rúnu Þorsteinsdóttur, sem hefur alla tíð staðið honum við hlið hvað sem á hefur bjátað í lífsins straumi. Sérstaka alúð og styrk sýndi hún í erfiðum veikindum hans. Helgi Grétar og Guðrún eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: Anna Ólafía, sambýlismaður Hilmar Há- konarson; Guðlaug Þuríður, maki Stefán Hallsson Steinunn Ásta, maki Rúnar Steinn Ólafsson, og Helgi, sambýliskona Sigríður Brynja Hauksdóttir. Eftir að við systkini Grétars. eignuðumst okkar eigin heimiii og börn var það sér- stök ánægja okkar þegar hann kom í heimsókn og makar okkar og börn nutu í ríkum mæli blíðu hans og vináttu. Ég vil biðja góðan guð að varð- veita bróður minn og veita eigin- konu hans og börnum, tengdabörn-. um og barnabörnum styrk í sorg þeirra. Valgeir Ó. Helgason Látinn er Helgi Grétar Helgason skipstjóri langt um aldur fram, 55 ára að aldri. Lát hans kom ekki á ■ óvart. Hann hafði fengið krabba- mein í skjaldkirtil fyrir u.þ.b. 11 árum og gengist undir skurðaðgerð. Vonir voru bundnar við varanlega lækningu, en síðar tók sjúkdómur- inn sig upp aftur. Hann tók því með þeirri karlmennsku sem ein- kenndi hann alla tíð. Nú þegar hann er dáinn rifjast upp minningar frá löngu liðnum árum þegar við vorum drengir að alast upp í Vík í Mýrdal við hafið og brimhljóðið. Við vorum jafnaldr- ar. Hann fæddist 31. janúar 1935. Foreidrar hans voru Helgi Helgason og Jóhanna Halldórsdóttir sem lengi bjuggu í Vík. Helgi vartraust- ur og virðulegur maður sem sótti víða til fanga til að sjá ijölskyld- unni farborða. Húsnæði var lítið og efnin varla mikil, en allt bjargaðist með dugnaði og forsjálni. Helgi starfaði mikið við smíðar en hafði þó ekki réttindi. Hann bætti úr því á efri árum og lauk sveinsprófi 74 ára gamall, en hann lést stuttu síðar. Jóhanna var glaðsinna, fé- lagslynd og hafði fagra söngrödd. Hún er látin fyrir mörgum árum. Grétar ólst upp í glaðværum og hressilegum systkinahópi, en börn Jóhönnu og Helga eru auk hans Valgeir Ólafur, Bára, Sævar, Guð- jón og Jón Bjarni. Grétar var hraustur og tápmikill strákur. Á sumrin var hann árum saman á Heijólfsstöðum í Álftaveri hjá Jó- hannesi bónda Guðmundssyni og hans fólki. Hann hlakkaði alltaf mikið til sumardvalarinnar og hann hefur sagt mér hve vel honum leið á því heimili. Árið 1949 tók Héraðsskólinn að Skógum undir Eyjafjöllum til starfa. Við Grétar settumst báðir á skólabekk þar og urðum herbergis- félagar í tvo vetur ásamt Friðriki Kristjánssyni og Snæbirni Snæ- bjömssyni, seinni veturinn bættist Einar Brandsson í hópinn. Þar átt- um við glaða og ánægjulega daga. Fjölskyldan fluttist til Ytri- Njarðvíkur 1953. Eftir þetta rofn- uðu tengslin við Grétar í mörg ár. Hafið dró hann að sér og eftir að námi í Stýrimannaskólanum lauk stundaði hann sjómennsku og út- gerð lengst af sem skipstjóri þar til sjúkdómurinn náði yfirhöndinni. Um fímm ára skeið var hann með fískiskip í Karíbahafi og við Suður- Ameríku. Hann kvæntist Guðrúnu Þor- steinsdóttur 1956 og börn þeirra eru Anna, Guðlaug, Steinunn Ásta og Helgi. Bamabörnin em 7. í nóvember á síðasta ári hittust nemendur sem höfðu verið í Skóga- skóla fyrsta starfsárið á 40 ára afmæli skólans þar á staðnum. Þar var glatt á hjalla og ánægjulegir endurfundir, en þá varð okkur skólasystkinum hans ljóst hversu alvarlega veikur hann var orðinn. Hinsvegar bar hann sig eins og hetja. Eftir að fagnaðinum lauk seint um nóttina urðum við Grétar herbergisfélagar aftur. Við töluðum iengi saman og við rifjuðum ýmis- legt upp frá æskudögunum. Hann sagði mér margt um líf sitt, sjó- mennskuna, árin í fjarlægum lönd- um, veikindin og fleira. Þetta var síðasti fundur okkar en við ræddum saman í síma sl. sumar og bar hann sig þá vel sem endranær. Hann lést í Landspítalanum þann 19. septem- ber eftir stutta legu. Nú er þessi vaski drengur horf- inn. Hans er nú saknað af þeim sem kynntust honum á' lífsleiðinni og er missir ástvina hans mikill, en minn- ingin um hann mun lifa meðal okk- ar. Ólafur Jónsson Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSNIIÐJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Kópavogsbraut 10, lést að heimili sínu 25. september. Guðmundur Guðmundsson, Samúel Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir, Einar Þór Samúelsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT VERNHARÐSDÓTTIR, Laugavegi 5, Síglufirði, andaðist 21. september sl. Jarðsett verður frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 29. september kl. 11.00. Kristín Anna Bjarkadóttir, Sveininna Ásta Bjarkadóttir, Brynhildur Dröfn Bjarkadóttir, Árni Eyþór Bjarkason, Laufey Bjarkadóttir, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.