Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 * Skákfélag Akureyrar: Arnar og Þór efst- ir á haustmótinu ARNAR Þorsteinsson og Þór Valtýsson eru efstir eftir 5 umferðir á haustmóti Skákfélags Akureyrar sem nú stendur yfir. Eftir er að tefla tvær umferðir á mótinu, en 6. umferð verður tefid næstkomandi þriðjudagskvöld og að líkindum verður 7. og síðasta umferðin leikin á fimmtudagskvöld í næstu viku. Staðan eftir 5 umferðir er þannig að Arnar Þorsteinsson og Þór Val- týsson eru með 4 vinninga, Smári Olafsson, Rúnar Sigurpálsson og Gylfi Þórhallsson eru með 3 vinn- inga, Þórleifur Karlsson og Magnús Teitsson með 2,5 vinninga, Torfi Stefánsson og Friðgeir Kristjánsson eru með 2 vinninga og frestaða skák, Stefán Andrésson með 2 vinn- inga, Smári Teitsson með 1,5 vinn- inga og Páll Þórsson með 1 vinning. Mývatnssveit: Fjölmenni við útför Jóns Bjartmars Sigurðssonar ^ Mývatnssveit. ÚTFÖR Jóns Bjartmars Sigurðs- sonár í Reykjahlíð var gerð frá Reykjahlíðarkirkju sl. mánudag að viðstöddu miklu fjölmenni. Sorgarsamtökin: Krabbameins- sjúklingur talar á fundi Krabbameinssjúklingur mun segja sögu sína í fyrirlestri sem haldinn verður á fundi Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Fundurinn hefst kl. 20.30. Félagið er hugsað sem vettvangur fyrir alla þá sem um sárt eiga að binda, m.a. vegna missis ástvina, alvarlegra sjúkdóma, atvinnumissis eða hjónaskilnaðar. Um helgina voru félagar úr sam- tökunum á ferð í Þingeyjarsýslu og héldu fund í Skúlagarði. Þar var haldinn stofnfundur deildar innan samtakanna og skipuð bráðabirgða- __ stjórn. Málefnið verður kynnt frekar á næstunni í Þingeyjarsýslum og að líkindum verða stofnaðar þar tvær deildir innan samtakanna. Séra Örn Friðriksson prófastur á Skútustöðum flutti ræðu og jarðsöng. Jón fæddist í Reykjahlíð 20. maí 1920. Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson og Jónassína Jónsdóttir. Jón Bjartmar stundaði búskap á 'A hluta jarðarinnar eykjahlíð, lengst af með Baldri bróður sínum, sem andaðist fyrr á þessu ári. Þeir áttu stórt og myndarlegt fjárbú. Þá var Jón einnig meðeigandi í Hótel Reynihlíð ásamt systrum sínum, sem það ráku með miklum rausnar- brag um áratugaskeið. Jón var ákaflega gestrisinn og hafði mikla ánægju af að taka á móti ferðalöngum og greiða götu þeirra. Nýlega hitti ég hjón sem verið höfðu á ferðalagi í Mývatns- sveit fyrir nokkrum árum. Þau hittu Jón Bjartmar og tjáðu honum vand- ræði sín að fá gistingu á tjaldstæð- unum, en veðrið var þá kalt og úrkoma. Þegar Jón heyrir um erfíð- leika þeirra segir hann: „Þið getið gist hjá mér, það er eitt herbergi laust.“ Þegar hjónin ætluðu að morgni næsta dags að borga nætur- greiðann segir Bjartmar: „Þið voruð gestir mínir og greiðið ekkert.“ Þetta atvik lýsir á einkar skýran hátt hjálpsemi, góðvild og greið- vikni Jóns Bjartmars. Nú hefur hann lokið sinni lífsgöngu og er skarð hann vandfyllt. Blessuð sé minning hans. Kristján Morgunblaðið/Rúnar Þór Félagarnir Helgi Þórsson og Pétur Kristjánsson við grisjun í Vaðlareit, en það hráefni sem þar fellur til verður unnið í girðingastaura, borð- og eldivið. Skógræktarfélag Eyfírðinga: Stefnt að framleiðslu um milljón plantna á ári Verið að reisa nýtt gróðurhús í Kjarnaskógi MIKILL uppgangur hefur verið hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga á árinu og töluverðar framkvæmdir í gangi, en félagið er m.a. að reisa nýtt gróðurhús í Kjarnaskógi sem eykur framleiðslugetu félags- ins um helmipg. Stefnt er að því að framleiða um eina milljón plantna á ári. I sumar hefa verið gróðursettar tæplega 400 þúsund plöntur. Tómas Ingi Olrieh formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga sagði að sumarið hefði verið einkar hag- stætt til skógræktar og árangur af starfi félagsins því verið mikiíl. Gróðursettar • hafa verið hátt á fjórða hundrað þúsund plöntur í héraðinu og hefur jgróðursetning aldrei verið meiri. í uppeldisstöð Skógræktarfélags Eyjafjarðar í Kjarna eru nú í uppeldi 350 þúsund plöntur. Rekstur félagsins og fjárhagur er mjög traustur og sagði Tómas að því hefðu verið hafnar fram- kvæmdir við nýtt og stórt gróður- hús í Kjarnaskógi en það er um 400 fermetrar að gólffleti. Ætlunin er að taka það í notkun á vori kom- anda. „Með þessu nýja húsi mun fram- leiðslugeta félagsins aukast um helming og gerum við ráð fyrir að geta framleitt um 800 þúsund plöntur með tilkomu nýja hússins. Markmiðið er að innan skamms geti félagið framleitt um eina millj- ón plantna á ári,“ sagði Tómas Ingi. Grisjun stendur nú yfir í Vaðla- reit, en þegar henni er lokið verður farið í viðarvinnslu, og úr því hrá- efni sem til fellur við grisjunina eru unnir girðingastaurar, borð- og eldiviður. „Það er mjög ánægjulegt hversu miklar framkvæmdir hafa orðið og hve staða félagsins er sterk á þessu afmælisári félagsins, en við héldum upp á sextugsafmæli þess fyrr á þessu ári,“ sagði Tómas Ingi. --------------- Norðan- piltar á Húsavík Sljórn Húsnæðisstofnunar hefur ekki samþykkt samning um Húsnæðisskrifstofu: Húsnæðisskrifstofan ffetur að- eins veitt takmarkaða pjónustu Óþægilegt fyrir okkur því þegar er farið að vísa fólki hingað í leit að þjónustu, segir forstöðumaðurinn HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN á Akureyri hefur ekki tekið formlega til starfa þar sem stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins hefur enn ekki samþykkt endurskoðaðan rammasamning um skrifstofuna. Þess er að vænta að samningurinn verði samþykktur á næsta fundi stjórnar- innar, en starfsfólk skrifstofunnar hefur orðið fyrir nokkrum óþæg- indum þar sem fólk kemur í nokkrum mæli á skrifstofuna og æskir þjónustu á vegum Húsnæðisstofnunar en hana er einungis hægt að veita að takmörkuðu leyti. Akureyrarbær, Húsnæðisstofnun ríkisins óg stjórn verkamannabú- staða skrifuðu undir rammasamn- ing um stofnun Húsnæðisskrifstof- unnar í febrúar síðastliðnum. Eftir lagabreytingu þess efnis að stjórn verkamannabústaða er lögð niður féll síðastnefndi aðilinn út úr samn- ingnum, þannig að eftir standa Akureyrarbær og Húsnæðisstofn- un. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti endurskoðaðan samning um skrifstofuna á fyrsta fundi sínum eftir kosningar í vor, en stjóm Húsnæðisstofnunar hefur enn ekki afgreitt samninginn fyrir sitt leyti. Yngvi Örn Kristinsson formaður Húsnæðismálastjórnar sagði að staðið hefði á stjórninni að sam- þykkja þær breytingar sem orðið hefðu í kjölfar þess að stjórn verka- mannabústaða féll út sem þriðji aðili að samningnum. Þá sagði Yngvi að vafist hefði fyrir heima- mönnum á hvern hátt þátttaka sveitarfélagsins og húsnæðisnefnd- ar ætti að vera varðandi rekstur skrifstofunnar og hefði það einnig tafið framgang málsins. Aðilar rammasamningsins um Húsnæðisskrifstofuna gera þjón- ustusamning við hana varðandi þau verkefni sem henni er falið að ann- ast og sagði Yngvi að þar sem dreg- ist hefði að opna skrifstofuna hefði vaknað áhugi hjá Húsnæðismála- stjórn að sjá drög að þessum þjón- ustusamningi. „Það er hann sem er kjötið á beininu. Þessi þjónustu- samningur er smám saman að líta dagsins ljós og ég býst við að hann verði tilbúinn innan skamms, þann- ig að unnt verði að afgreiða málið á fundi næsta þriðjudag," sagði Yngvi. I drögum að þjónustusamningi Húsnæðisstofnunar við skrifstofuna á Akureyri, er m.a. að finna dreif- ingu eyðublaða og upplýsingabækl- inga sem stofnunin gefur út, upp- lýsingar og aðstoð við útfyllingu umsókna, en Yngvi sagði ekki að fullu ákveðið hvaða vinna færi fram á Akureyri gagnvart umsækjendum í félagslega kerfínu. Guðríður Friðriksdóttir forstöðu- maður Húsnæðisskrifstofunnar sagði að það hefði haft mikil óþæg- indi í för með sér að enn væri ekki búið að samþykkja umræddan samning af hálfu Húsnæðisstofnun- ar, en þégar væri farið að vísa fólki á skrifstofuna með erindi sín. „Við getum ekki veitt nema tak- markaða þjónustu m.a. vegna þess að við höfum ekki beinlínutengingu við stofnunina, en það koma mjög margir hingað og við reynum að veita fólki upplýsingar. Þetta er hins vegar mjög bagalegt," sagði Guðríður. Nú vinna ijorir á skrifstofunni og sagði Guðríður að einum starfs- manni yrði bætt við er skrifstofan yrði opnuð formlega, en menn gerðu sér ekki að fullu grein fyrir hvert umfang skrifstofunnar yrði i upp- hafi. NORÐANPILTAR verða með skemmtun á Bakkanum á Húsa- vík á föstudagskvöld, en hún hefst kl. 21.30. Flutt verða lög þeirra og ljóð, leikin og sungin. Þetta er í fjórða sinn sem Norð- anpiltar koma fram opinberlega, en þeir hafa áður skemmt höfuð- borgarbúum, Húnvetningum og Hríseyingum. Norðanpiltar eru Jón Laxdal Halldórsson skáld og listamaður, Kristján Pétur Sigurðsson, söngv- ari, lagasmiður og listmálari, og Guðbrandur Siglaugsson skáld, sem er yngstur þeirra pilta. Jón og Kristján hafa áður flutt dagskrána „Lög og ljóð“ við opnun sýningar þeirra í Safnahúsinu í nóvember á síðasta ári. Umboðs- maður Norðanpilta er hinn norsk- ættaði jarðfræðingur Halldór G. Pétursson. -------------- Aðalfundur Skákfélagsins Aðalfundur Skákfélags Akur- eyrar verður haldinn annað kvöld, föstudagskvöldið 28.september, og hefst hann kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Skák- félagins í Þingvallastræti 18 og verður þar boðið upp á kaffi og meðlæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.