Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Stefna íhaldsins í húsnæðismálum: Loksins - loksins Þorsteinn minn eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Þrátt fyrir margar greinar og yfirlýsingar frá sjálfstæðismönnum um húsnæðismál undanfarna mán- uði, sem snúast um að skamma fé- lagsmálaráðherra, veit þjóðin lítið um hvað þeir vilja sjálfir í húsnæðis- málum. En það ’86-lánakerfið, hús- bréfakerfið eða eitthvað annað Loksins liggur stefnan fyrir. Þökk sé skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur nú stað- fest endanlega gjaldþrot húsnæðis- lánakerfisins frá 1986, eins og margoft hefur verið varað við í út- tektum sem félagsmálaráðuneytið hefur látið gera á þessu lánakerfi á undanförnum mánuðum og misser- um. Um þessa skýrslu frá Ríkisendur- skoðun bað Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisfiokks sem var Ijármálaráðherra þegar þessu lána- kerfi var komið á. Nú hefur Ríkis- endurskoðun kveðið upp dauðadóm yfir hans eigin verkum. Að auki er staðfest í skýrslunni að grunnurinn að hruni lánakerfisins var lagður í tíð Þorsteins Pálssonar sem fjár- málaráðherra, þegar 400 milljónir vantaði í ríkisframlög árið 1987 m.v. forsendur sem gefnar voru um ríkisframlag við lagasetningu á ár- inu 1986. Það er athyglisvert í grein Þor- steins Pálssonar í Morgunblaðinu laugardaginn 22. september sl. að hann tekur þar ekki mark á þeim dauðadómi sem Rikisendurskoðun hefur kveðið upp yfir hans eigin verkum. Kjarninn í grein Þorsteins Pálssonar gengur út á tvennt: Viðhalda ’86-kerfinu 1) Til að ná fram sjálfseignar- stefnu sjálfstæðismanna þarf að við- halda lánakerfinu frá 1986. Sú stefna kallar á 15 milljarða ríkis- framlag næstu árin, — eða hækkun á vöxtum í húsnæðislánakerfinu í 5,5%. Lántökur yrðu 175 milljarðar næstu 10 árin ef vextir yrðu ekki hækkaðir og ef ekki kæmu til aukin ríkisframlög, sem þá myndu sam- svara tvöföldum fjárlögum íslenska ríkisins á yfirstandandi ári. Á sama tíma og formaður Sjálfstæðisflokks- ins kynnir á svo ótvíræðan hátt hvemig hann vill viðhalda eigna- stefnu íhaldsins sem kallar á 2-3 milljarða í aukin ríkisútgjöld á ári næstu árin opinberast tvískinnung- ur íhaldsins því þeir vilja einnig lækka skatta. Fróðlegt er einnig til þess að vita, nú þegar sjálfseignarstefna íhalds- ins birtist í því að viðhalda botn- lausri peningahít ’86-kerfísins, þá er um leið staðfest að stóreigna- menn eigi samkvæmt stefnu íhalds- ins að fá jafnar niðurgreiðslur úr ríkissjóði og láglaunafólk eins og ’86-kerfið býður upp á. Sú stefna hefur framkallað langa biðröð eftir niðurgreiddum lánum á kostnað skattgreiðenda. Þetta kallar for- maður íhaldsins í grein sinni að núverandi ríkisstjóm vilji ekki jafn- rétti. Burt með félagslega kerfið 2) Jafnrétti allra birtist í hinni sérkennilegustu mynd í grein for- manns Sjálfstæðisflokksins. Burt með félagslega íbúðakerfið, sem hann kallar „leiguliðastefnu jafnað- armanna". Úr fílabeinsturni sínum sér formað- ur Sjálfstæðisflokksins ekki neyð þúsunda láglaunafjölskyldna og ein- stæðra foreldra sem hvergi fá húsa- skjól nema innan félagslega íbúða- kerfisins. Séreignarstefna íhaldsins sem birtist í ’86-kerfmu og nú hefur verið lýst gjaldþrota þjónar ekki hagsmunum láglaunafólks sem stendur ekki undir greiðslubyrði í því kerfi. íhaldið, sem vill félagslega kerfið feigt, sendir því láglaunafólk- ið út á almenna leigumarkaðinn sem gerir fólki aðgreiða 35-50 þús. kr. mánaðarleigu. Formaður Sjálfstæðisflokksins lítur framhjá því að félagslega kerfíð er ekki leiguliðastefna heldur leið lág- launafólks til að eignast íbúð og þar með viðhalda sjálfseignarstefnunni. I kaupleigukerfínu og öðrum eignar- formum félagslega íbúðakerfísins er láglaunafólki gert kleift að eign- ast íbúð á viðráðanlegum kjörum eða með 15—20 þúsund kr. mánað- argreiðslu. I stað þess er stefna íhaldsins að allt að mánaðarkaupi láglaunafólks gangi í vasa leigusala sem keypt geta íbúð gegnum lána- kerfið frá ’86 og leigt út og tekið nær mánaðarlaun láglaunafólks í greiðslu fyrir húsaleigu. Þessi stefna íhaldsins að viðhalda lánakerfinu frá 1986 kallar því ekki bara á hækkun skatta eða niðurskurð velferðarkerf- isins á öðrum sviðum. Hún kallar á vinnuþrældóm láglaunafólks myrk- ranna á milli sem oft leiðir til upp- lausnar í fjölskyldu, sem er ekki bara dýrt fyrir þjóðfélagið heldur getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir framtíð barna þeirra fjöl- skyldna sem í slíku lenda. Jóhanna Sigurðardóttir „En boðskapur for- manns Sjálfstæðis- flokksins í grein sinni í Morgunblaðinu sl. laug- ardag er ekki bara að halda áfram lánakerf- inu frá ’86 og leggja niður félagslega íbúða- kerfið sem í hans aug- um er greinilega af hinu vonda. Hann kýs einnig að draga fram slíkar blekkingar til að slá ryki í augu fólks, að vart verður trúað eigin augum við lestur- inn.“ Neyddu Ríkisendurskoðun til útreikninga sem ekki standast raunveruleikann En boðskapur formanns Sjálf- stæðisflokksins í grein sinni í Morg- unblaðinu sl. laugardag er ekki bara að halda áfram lánakerfinu frá ’86 og leggja niður félagslega íbúða- kerfið sem í hans augum er greini- lega af hinu vonda. Hann kýs einn- ig að draga fram slíkar blekkingar til að slá ryki í augu fólks, að vart verður trúað eigin augum við lestur- inn. Þorsteinn Pálsson neyðir Ríkis- endurskoðun með spurningu sinni til að svara spurningu er hreinlega út í vindinum og sem Ríkisendur- skoðun sér ástæðu til að setja sér- staklega í skýrsluna að sé úr takt við allan raunveruleika eða mark- mið laga um félagslega íbúðakerfíð. Helsti málsvari gjaldþrota kerfís- ins frá ’86 spyr Ríkisendurskoðun eftirfarandi spurningar sem er út í hött og í þeim tilgangi einum sett fram að koma óorði á félagslega ANITECHéöoo HQ myndbandstæki ,,LONG PLAY" 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- laus íjarstýring, 21 pinna „EuroScart" samtengi „Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvfsir. Sumartilboð 29.950.- stgr. Rétt verd 36.950.- stgr. B3 Afborgunarskilmálar [§[) jiixiðMed FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 BELDRAY STRAUBORÐIN ERU LÉTT OG MEÐFÆRILEG og standast kröfur um góða aðstöðu fyrir þig og straujámið. Þannig eiga góð strauborð að vera. 4c íbúðakerfið: „Hver yrði kostnaður ríkissjóðs ef félagslega húsnæðislánakerfið taki við 'A hluta alls íbúðarhús- næðis?“ spyr Þorsteinn Pálsson. Hér gefur formaður Sjálfstæðisflokksins sér að '/3 af öllum fasteignaviðskipt- um eða um 1700 íbúðir á ári væru í félagslega kerfinu meðan markmið laganna um félagslega íbúðakerfið er að einungis ’A af árlegri nýbygg- ingaþörf séu félagslegar íbúðir eða 5-600. Ríkisendurskoðun er því knú- in af formanni Sjálfstæðisflokksins til að reikna út dæmi sem ekki stenst raunveruleikann eða mark- mið laga, allt í þeim eina tilgangi að blekkja fólk og kasta rýrð á fé- lagslega íbúðakerfið. Og auðvitað fær Ríkisendurskoðun út tölu sem er úr takt við allan raunveruleika eða 7 milljarða króna, sem er meira en þrisvar sinnum hærri tjárhæð að meðaltali næstu árin en markmið laganna kveður á um, en því mark- miði um '/3 af árlegri nýbygginga- þörf var náð á yfirstandandi ári. Svo smekkleg er ályktun Þor- steins af þessu dæmi sem hann knúði Ríkisendurskoðun til að reikna gegn betri vitund, að „leigu- liðastefna krata“ væri margfalt dýr- ari en gjafalánin til þeirra betur settu í ’86 kerfinu sem formaður íhaldsins hefur nú loks afhjúpað að íhaldið ætli að viðhalda hafi þeir forystu í þjóðmálum, væntanlega þá á kostnað þeirrar uppbyggingar sem nú er hafin á félagslega íbúða- kerfínu. Blekking eða yfirboð Ekki er síður athyglisverð í ljósi eftirfarandi sú kenning formanns Sjálfstæðisflokksins að með því að ríkissjóður hefði lagt fram 6 millj- arða ríkisframlag til ’86-kerfisins þá hefði um helmingur af þeim sem nú bíða lánsloforða fengið afgreiðslu í Húsnæðisstofnun. Raunaukning á heildarlánum í Húsnæðisstofnun ríkisins hefur ver- ið 54% frá 86 eða úr 7.800 millj. í 12 milljarða á sambærilegu verð- lagi. Minni ríkisframlög hafa því í engu komið niður á íbúðarkaupend- um heldur rýrt eiginfjárstöðu Bygg- ingarsjóðs ríkisins. Ef 6 milljarðar til viðbótar hefðu farið í útlán eins og formaður íhaldsins hefði viljað, þá hefði það leitt til eftirfarandi: 1) Útlán hefðu aukist langt umfram eðlileg fasteignaviðskipti sem eru um 5.000 á ári. 2) Leitt til hækkunar fasteigna- verðs umfram það sem ’86-kerf- ið hefur þegar leitt af sér. 3) Skapað þenslu og leitt til hækk- ana á vöxtum. 4) Staða Byggingarsjóðs ríkisins væri verri og hefði fyrr leitt til gjaldþrots sjóðsins, þar sem Þor- steinn Pálsson gerir ráð fyrir í sinni grein að 6 milljarðar hefðu allir farið í útlán til viðbótar 54% raunaukningu sem verið hefði frá 1986. 5) 6 milljarða útgjöld ríkissjóðs hefðu leitt til skattahækkana þvert á stefnu íhaldsins í skatta- málum, þrengt að atvinnulífinu eða leitt til niðurskurðar á öðrum sviðum félagslegrar samhjálpar eins og í heilbrigðiskerfinu eða í skólamálum. Húsbréfakerfið kemur í veg fyrir gjaldþrot byggingarsjóðanna Skýrsla ríkisendurskoðunar kem- ur ekki á óvart, heldur sú stefna íhaldsins í húsnæðismálum sem Þor- steinn Pálsson boðar. Hún hlýtur að verða mörgum umhugsunarefni. Skýrslan sýnir einnig ótvírætt að það er húsbréfakerfið fyrst og fremst sem getur komið í veg fyrir gjaldþrot bygginga sjóðanna og skapað um leið fjárhagslegt svigrúm til að efla félagslega íbúðakerfið. — Sú stefna kemur í veg fyrir að fjár- magn skattborgara sé notað til að greiða niður húsnæðiskostnað stór- eignafólks og tryggir um leið tvennt; að fólk þurfi ekki að bíða í 3 ár eftir að koma sér þaki yfir höfuðið og að greiðslubyrðin verði viðráðan- legri en í ’86-kerfinu sem komið var á í tíð Þorsteins Pálssonar sem fjár- málaráðherra og nú hefur verið lýst gjaldþrota. Höfundur er félagsmálaráðherrn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.