Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Augljóst er að almennt hefur dregið úr sorp- og plastmengun á íjörum Iandsins undanfarin þrjú ár. I stað þeirrar mengun- ar á íjörum hefur hins vegar mengun af netaafskorningum og netadræsum orðið meira áberandi. olíumengun í sjó, sem er í verka- hring viðkomandi sveitarfélaga umhverfis landið, gengur lang- hægast, þrátt fyrir það að sveit- arfélög geti vænst þess að fá ailt að 75% . stofnkostnaðar mengunarvarnabúnaðar greidd- an úr ríkissjóði. Það telst til und- antekninga, ef hafnir umhverfis landið eiga einhvern búnað til að fást við olíumengun í sjó. Verði olíumengunaróhapp í sjó, þá fer það aðallega eftir því hversu fljótt er brugðist við slíkum óhöppum, hver árangur- inn verði við að ná olíunni úr sjónum. Það eru fyrstu mínú- turnar sem skipta mestu máli. Siglingamálastofnun ríkisins í samvinnu við Reykjavíkurhöfn hefur komið upp birgðastöð fyrir mengunarvarnabúnað til nota við hreinsun olíu úr sjó þegar óhöpp verða. Birgðastöðin er við Reykjavíkurhöfn. Varhugavert er að treysta eingöngu á þennan búnað, sökum þess hversu erfitt og tímafrekt það er að flytja hann oft landshornanna á milli, t.d. á vetrum í ófærð og vondu veðri, en það er einmitt við slíkar aðstæður sem mest er hættan á verulegu olíumengunaróhappi. Hafið og lífríki þess er það sem íslenska þjóðin byggir að mestu tilveru sína og lífsafkomu á. Vemdun hafsins og lífríkis þess gegn mengun er því hluti af eiiífri baráttu íslensku þjóðar- innar fyrir sjálfræði sínu og til- veru. Kjörorð Alþjóðasiglingamála- dagsins 1990 á því einkar mikið erindi við okkur íslendinga, og er þess vænst að þessi hugleiðing gefi nokkra innsýn í það mikil- væga hlutverk sem IMO hefur gegnt og mun gegna um ókomna tíð í þessu sambandi. Höfundur er deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun. Varnir gegn mengun sjávar — Hreinni höf eftir GunnarH. * Agústsson í dag er alþjóðasiglingamála- dagurinn. Hann er að þessu sinni helgaður baráttunni gegn meng- un sjávar undir kjörorðunum: „Hreinni höf“, og þætti Alþjóða- siglingamálastofnunarinnar í þeirri baráttu. Alþjóðasiglingamálastofnun- in, International Maritime Org- anization, skammstafað IMO, er ein af undirstofnunum Samein- uðu þjóðanna. Hér á landi er Siglingamálastofnun ríkisins framkvæmdaaðili hennar. Aðalverkefni stofnunarinnar eru tvö, þ.e. að vinna að öryggi sæfarenda og að hindra mengun frá skipum um allan heim. Enda þótt öryggismál sæfar- enda hafi frá upphafi verið meg- inverkefni stofnunarinnar þá hefur áhersla á umhverfísmál sjávar og varnir gegn mengun frá skipum stöðugt aukist og störf að þeim málum farið vax- andi. Frá fyrstu tíð, áður en um- hverfísmál voru komin í þann brennidepil sem þau eru í í dag, hefur IMO beitt áhrifum sínum í að stöðva, eða a.m.k. draga verulega ur mengun sjávar frá skipum. í þessu sambandi má minna á fyrsta alþjóðlega um- hverfísvemdarsamninginn sem gerður var, „OILPOL 1954“. Þessi samningur fjallaði um varnir gegn olíumengun sjávar. IMO var frá upphafi falin umsjón me_ð samningnum. í dag hefur þessi fyrsti um- hverfisverndarsamningur, „OILPOL 1954“ verið leystur af hólmi af öðrum fullkomnari al- þjóðasamningi um vamir gegn mengun sjávar, þ.e. „MARPOL 1973/78“, þ.m.t. olía, hættuleg efni, sorp og skolp. Annar alþjóðasamningur sem einnig fjallar um varnir gegn mengun sjávar hefur bæst við. Það er svonendur „Lundúna- samningur“ frá 1972 um vamir gegn mengun vegna varps úr- gangsefna í hafíð. Þessi samningur á í_ reynd rætur sínar að rekja til íslands, því árið 1972, í apríl, var í boði íslenskra stjómvalda haldinn í Reykjavík þýðingarmesti undir- búningsfundur þessa alþjóða- samnings. Þáverandi siglinga- málastjóri, Hjálmar R. Bárðar- son, var forseti þessa fundar. Þessir tveir alþjóðasamningar, „MARPOL“ og „Lundúnasamn- ingurinn", em í dag höfuðsátt- málar ríkja heims í baráttunni gegn mengun sjávar. Auk þess má nefna að flutn- ingar á hættulegum vamingi með skipum em háðir alþjóða- reglum (IMDG-Code), sem samdar voru á vegum IMO, og em 5 stöðugri endurskoðun með hliðsjón af þróun. Reglur þessar auka öryggi áhafnar og skips og stuðla að því að flutningurinn valdi ekki mengun í sjó. Öll meginákvæði þessara samninga hafa þegar verið tekin upp í íslensk 1 ög og reglur um vamir gegn mengun sjávar, með samþykkt sérstakra laga á Al- þingi árið 1986 um vamir gegn mengun sjávar. Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur umsjón með framkvæmd þessara samninga á alþjóðasviði, en Siglingamálastofnun ríkisins hefír umsjón með framkvæmd þeirra hér á landi og í mengunar- varnarlögsögu íslands, en hún er hin sam og 200 mílna efna- hagslögsagan. I skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástand heimshafanna 1990 er talið að um 12% af mengunar- efnum í sjó séu frá rekstri skipa og önnur 10% séu sökum úr- gangsefna úr landi sem varpað er í hafíð frá skipum. Þetta er sá hluti sjávarmengunar sem mengunarvamastarf IMO nær til. Aðrir hlutar sjávarmengunar berast úr landi með ám og öðru frárennsli og með loftstraumum. Þess skal þó getið að olíumengun sjávar er talin vera að helmingi frá skipum. Loft- og hafstraumar virða engin landamörk. Mengun sem varður á einum stað á jörðinni getur borist langar leiðir og jafn- vel valdið meira tjóni á stað fjarri mengunarvaldi, en við upp- tök mengunarinnar. Það hefur löngum verið talið, að verði mengun á hafsvæðunum Frá æfingu með mengunar- varnabúnað við Reykjavíkur- höfn. við ísland svo mikil að hún ógni lífríki sjávar, þá séu mestar líkur á að slík mengun berist utan að með hafstraumum eða loft- straumum til landsins, en komi ekki frá íslandi sjálfu, þar sem er strjál byggð og lítill mengandi iðnaður. Til þess að ná varanlegum árangri í baráttunni gegn meng- un í sjó eða andrúmslofti, jafnvel einnig á landi, þarf samstillt átak á alþjóðavettvangi. íslensk stjómvöld hafa ætíð fylgt þeirri skoðun. Af þessum ástæðum hefur Is- land eftir megni tekið þátt í al- þjóðasamstarfi um mengunar- mál, oft í samvinnu við önnur Norðurlönd. Ennfremur tekið þátt í svæðisbundnu samstarfí Evrópuþjóða um mengunarvam- ir sjávar á Norðaustur-Atlants- hafi í gegnum framkvæmd svo- nefndra Oslóar- og Parísarsamn- inga. Það hefur oft komið í hlut Siglingamálastofnunar ríkisins að vera í forsvari fyrir ísland á erlendum vettvangi þegar íjallað hefur verið um mengunarvamir sjávar, og stofnuninni verið falin síðar af Alþingi umsjón með framkvæmd viðkomandi samn- inga. Að miklu leyti að íslensku fmmkvæði hefur á síðustu árum verið gerð samnorræn mengun- arvarnaáætlun sjávar sem nær til allra hafsvæða við Norðurl- önd. Fyrir hönd íslands tók Sigl- ingamálastofnun ríkisins þátt í því verki. í dag em öll skip af tiltekinni stærð og stærri búin tilteknum olíumengunarbúnaði í samræmi við MARAPOL-samninginn og Þeim ósið að henda netaafskorningum og ónýtum netum i sjó verður að hætta. íslensk lög og reglur. Haft er eftirlit með þessum búnaði, og að hann sé í viðeigandi ástandi. Auk þessa sem hér að ofan greinir hefur Siglingamálastofn- unin, í samræmi við ákvæði MARPOL-samningsins, eftirlit með móttökuaðstöðu í höfnum fyrir sorp- og olíuúrgang frá skipum. Aðstaða fyrir móttöku á sorpi er nú orðin góð eða viðun- andi í nær öllum höfnum lands- ins. Árangurinn af því er þegar orðinn ljós með hreinni strönd- um. Hins vegar gengur hægar með uppbyggingu á aðstöðu fyr- ir móttöku á úrgangsolíu, en þó eykst móttekið magn af úrgang- solíu frá skipum ár frá ári. Upp- bygging búnaðar til að fást við Alþj óðasig’ling’a- máladagnrimi 1990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.