Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 15 Gríptu tækifærið eftir Hjörleif Hringsson Junior Chamber-hreyfingin er og hefur verið vettvangur ungs fólks í 30 ár, ungs fólks sem hefur viljað efla sjálfstraust, ná tökum á stjórnun og þeirri tækni sem nauð- synleg er svo skammlaust megi flytja mál sitt á smærri sem stærri fundum. Á þessum vett- vangi hafa þúsundir manna og kvenna fengið þjálfun um lengri eða skemmri tíma, engar kvaðir eru lagðar á nokkum þann sem velur að feta veg Junior Chamber. Hreyfingin er opin öllum burtséð frá trúarskoðunum, stjórnmálavið- horfum, litarhætti eða öðru því sem skiptir fólki í fylkingar. Það eina sem þarf er persónulegur metnaður fyrir eigin velgengni og því að geta látið gott af sér leiða ein- hvers staðar á ferlinum. Junior Chamber er eins og banki, það er ekki hægt að reikna með meiru til baka en inn er lagt, það þarf að gefa sig að því sem í boði er og eru þeir vextir sem þó bjóðast mun ríkulegri en hefð- bundnar bankastofnanir geta boð- ið. Því nefni ég þetta hér, að nú eru JC-félagar um land allt að fara af stað með kynningu og vetrar- starf í sínum félögum. Þar gefst ungu fólki kostur á að slást í hóp- inn. Algengasta leiðin er sú að ein- staklingar fá send kynningarbréf og fundarboð þar sem þeim er boðið að koma og kynnast Junior Chamber-hreyfíngunni. Á þessum fundum eru svo skýrð fyrir fundar- gestum tilgangurinn og takmark þeirrar starfsemi sem í boði er. JC-hreyfingin hefur aðsetur í Hell- usundi 3 í Reykjavík og á fimmtu- dögum frá 20.00 til 22.00 er hægt að frekari úpplýsingar um starf- semina. í maímánuði eru alltaf ákveðin þáttaskil í starfi okkar JC-manna. Þá komum við saman og höldum landsþing. Þá lætur stjórn starfs- ársins af störfum og ný tekur við. Það var engin undantekning í ár og nýr landsforseti, Hlynur Árna- son, var kjörinn í embættið og Sig- „Margir fá tækifæri til að spreyta sig í starfi og stjórnun.“ rún Inga Sigurgeirsdóttir var kosin fyrir næsta ár. Það er eitt af því skemmtilega við JC-starfið að hjá okkur fær fólk einungis að starfa í eitt ár í hveiju embætti sem gerir það að verkum að margir fá tækifæri til að spreyta sig í starfi og stjórnun. Að ætla að telja upp öll þau verkefni og þau námskeið sem félögum er boðið upp á er efni í margar greinar, en þau grunnn- ámskeið sem ganga eins og rauður þráður í gegnum starf okkar eru ræðuflutningur og tækni við flutn- ing ræðu og ýmis stjórnunarnám- skeið. Kappkostað er að bjóða upp á hæfa leiðbeinendur svo þátttak- endur hafí sem mest gagn af hveiju námskeiði. Næsta laugardag, þann 29. september, gera JC-félagar sér dagamun því þá verður haldið upp á 30 ára afmæli JC á íslandi á Hótel Islandi, og hefst fagnaðurinn kl. 19.00. Veislustjóri verður sen- ator Þröstur Lýðsson, kunnur ræð- uskörungur. Þar reiknum við með Hjörleifur Hringsson að margir nýir og gamlir JC-félag- ar komi saman. JC-félög halda uppi öflugu starfí á erlendum vettvangi ýmist í formi vinafélagatengsla við erlend JC-félög eða með beinni þátttöku á erlendum þingum. Evrópuþing eru haldin í júní og heimsþing í nóvember. Nú í nóvember er fyrir- huguð ferð 36 íslenskra JC-félaga á heimsþing í Puerto Rico. Þetta er ein mesta þátttaka JC-félaga á heimsþing í mörg ár. Formaður Heimsþingsnefndar hefur verið senator Guðrún Garðars. Af ofansögðu má ljóst vera að margt gerist í JC-hreyfingunni og ekki á að þurfa mikla hvatningu til ungs fólks um að þarna sé kærkomið tækifæri til að skapa hæfari einstakling til að takast á við ný og spennandi störf í þjóðlíf- inu. Það eina sem þarf er að grípa tækifærið. Höfundur er upplýsingafulltrúi JC íslands. F A R K L Ú B B S F E 1 R Ð FARKLÚBBSVERD KR. 27.810,- Takmorkaður sætafjöldi Brottför 11. október. Innifalið: Flug, sigling, hótel, íslenskur fararstjóri, skoðun- arferð og rútur til og frá flug- velli. 4 **** HÓTEL helsinki AÐEINS FYRIR FARKORTHAFA VISA 06 FIF Verð: klefi A/A: 29.400,- * á mann ítvíbýli B/A: 28.700,- * á mann í tvíbýli C/A: 27.800,- * á mann ítvíbýli Skip: M/S Cinderella (fríhöfn, diskótek, veitingastaðir, sundlaug o.m.fl.) Kannaðu hvort ferð í næsta banka eða sparisjóð eftir FARK0RTI sé ekki ferð sem borgar sig FARKORT FULLKOMIÐ GREIÐSL UKORT OG MEIRA TIL Pantanir hjá eftirtöldum ferðaskrifstofum: Ferðaskrifstofan ALIS hf., Ferðaskrifstofan Atlantik hf., Ferðamiðstöðin Veröld-Pólaris, Ferðamiðstöð Austurlands hf., Ferðaskrifstofa Akureyrar hf., Ferðaskrifstofan Ferðabærhf., Ferðaskrifstofa íslands hf., Ferðaskrifstofa Reykjavikurhf'., Ferðaskrifstofa stúdenta, Ferðaval hf., Guðmundur Jónasson hf., Ferðaskrifstofan Sagahf., Samvinnuferðir/Landsýn hf., Ferðaskrifstofan Úrval/Útsýn, íslenskar fjallaferðir hf., Land og Saga hf., Ratvis hf. = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.