Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 27. SEPTEMBER 1990 (o\<\ © 1990 Universal Press Syndicate /, €a b&ðyéur um at út- nrgo mér'hjdlp fí( cÁ drapa, upp i/sndubrúna. •» Ást er... . . . að dansa daginn út og daginn inn. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reservod © 1990 Los Angeles Times Syndtcate Ég vona þín vegna að þú sért ekki sá vesalingur að beija konur . ..? Hann rifi mig á hol ef hann vissi að eiginkonan er hon- um ótrú ... HOGNI HREKKVISI * p/ER VOfZO AE> ETA RATTAGT2ASIP HAM3 Hvers vegna er allt dýrara hjá íslenskum ferðaskrifstofum? Velvakandi góður. Ég fór, ásamt eiginmanni og 13 ára dóttur, í fyrsta sinn í „siglingu“ með íslenskri ferðaskrifstofu núna í sumar, áður hef ég farið með danskri (Spies) og þýskri (TUI) og svo oft á eigin vegum. Astæðan fyrir þessu var sú að þar sem við létum VR-ferðirnar framhjá okkur fara, töldum við réttast að prófa nú einu sinni íslenska ferðaskrif- stofu, svona þjóðhollustunnar vegna, ekki væri þá hægt að segja að við hefðum ekki reynt að skipta við ísl. ferðaskrifstofur, svo kæmi bara í ljós hvernig þetta tækist til. Við keyptum pakka frá Úrval- Útsýn (reyndar gegnum aðra ferða- skrifstofu) og til að fá verðið 70 þús. á mann mínus 13 þús. króna afsl. fyrir dótturina 13 ára, þurftum við að greiða ferðina á borðið, kr. 198.302, mánuði fyrir brottför — ekki mátti nefna að greiða hluta ferðarinnar með VISA, þá mundum við missa staðgreiðsluafsláttinn. Af því að einhver var að skrifa um það í sumar að ferðaskrifstofur rukkuðu auka gjald vegna gengisbreytingar þá er rétt að geta þess að við vorum krafin um kr. 4.502 vegna 2,5% gengisbreytingar sem er ekki nánar tilgreind á reikningnum. Þetta var nú allt gott og blessað og af stað lögðum við 25. júlí í þessa 3ja vikna ferð til Algarve í Portúgal — þessa rómaða, ódýra ferðamannalands. Var nú stigið upp í flugvélina og góða skapið tekið fram. Við fórum að spjalla við sess- unauta okkar og kom þá í ljós að þau hjónin höfðu fengið farið á kr. 46.000 á mann — hafði þeim verið boðið þetta á síðustu stundu og voru þau að sjálfsögðu mjög án- ægð. Við samglöddumst þeim auð- vitað en gamanið fór þó að grána þegar við hittum tvenn önnur hjón í hópnum sem við þekktum og höfðu þau bæði fengið þennan af- slátt. Fyrsta daginn í sólbaðinu komu svo enn ein með sama góða verðið og þá vorum við nú farin að halda að við værum eina fólkið á þessu hóteli á „topp prís“, svo var þó ekki og var nú ekki um annað að ræða en að sætta sig við þetta „óréttlæti“. Á fyrsta degi var svo hópurinn boðaður á morgunfund þar sem boðið var upp á ýmsar útsýnisferðir og voru menn hvattir til þess að skrifa sig í þær ferðir sem þeir hefðu hug á að fara í. Mín fjölskylda hafði mikinn áhuga 01 WEST AU3ARVE-------- 02UNSPOLT ALGARVE 03 L0ULÉ MARKET-------- 04 QUARTEIRA MARKET---- 05 EST0I MARKET-------- 06 PORTIMÁO SH0PPING--- D7FAR0 SH0PPING-------- 08MONCHQUE MOUNTANS - •lORCALVISIT'ÉVORÁ - - 10PORTUGLESE EVEMNG .. UHSIORICAL ALGARVE - 12JEEP SAFARi ...... 13US80N TWO DAYS----- KSEVLLE 0N£ OAY------- WER SLIDE PARK atlantico ' BIG 0NE -____ SLDE4SPUSH...Úir ,*U) WATERS _______ .3.000, 2.300, -1.400, 1.200, ■ 3.650, 1.500. 1.400, 2.900, 4.500, ■ 3.900. ■ 4.100. - 6.000, - 7.000, ■ 6.100, á að fara til Lissabon en boðið var upp á 2ja daga ferð þangað og kostaði hún með gistingu og tveim máltíðum 8.540 á mann — sama gjald fyrir 13 ára dótturina eða kr. 25.620 fyrir okkur þrjú. Þótti okkur þetta ærinn peningur og fórum því mjög varlega í að panta fleiri ferð- ir. Ekki þótti okkur þetta nú vera ódýrt ferðamannaland eftir þessu að dæma. Þó kom strax í ljós að mjög ódýrt var að borða þarna, t.d. kostaði 3ja rétta máltíð á hótelinu okkar - svokallaður „túrista-mat- seðill" - 980 skútur eða um kr. 400 fyrir manninn. Skömmu eftir að við fórum í þessa ágætu skoðunarferð til Lissa- bon kom gestur á hótelið, var það systir eins ferðafélaga okkar, og hafði hún frá ýmsu að segja. Hún var þarna á næsta hóteli með ferða- skrifstofu Spies og var að leggja upp í tveggja daga ferð til Lissabon með sínum hópi og kostaði ferðin þau kr. 3.500 á manninn. Ekki spurði ég hvort matur væri innifal- inn en eins og að framan er sagt þá er maturinn ódýr í Portúgal svo það skipti reyndar engum sköpum hvort hann var meðtalinn eða ekki. Fyrir hvað eru Islendingarnir að borga í útsýnisferðum? T.d. setti ensk ferðaskrifstofa upp verðlista fyrir sinn hóp á hótelinu okkar, var Lissabon-ferðin þeirra (tveggja daga) á 7.000 skútur eða kr. 2.900. Allir íslendingarnir skilja að við verðum að greiða meira en aðr- ar þjóðir fyrir sólarlandaferðir vegna íjarlægðar okkar frá meginl- andinu en þegar við erum á sama stað hvað er þá að gerast? Og áfram með smjörið — t.d. bauð ísl. fararstjórnin upp á sam- eiginlega ferð á indverskan matsöl- ustað fyrir hærra verð en það kost- aði fyrir einstakling að fara þangað og næst síðasta kvöldið á Álgarve var haldið kveðjuhóf með hlaðborði og kostaði sú máltið 2.700 skútur á manninn — þá var minni fjöl- skyldu nóg boðið og höfðum við ekki áhuga á að mæta fyrir þessa upphæð þó gaman hefði verið að kveðja samferðafólkið. Okkur virt- ist því sem orðið „hópafsláttur" fyrirfyndist ekki í orðaforða farar- stjóra okkar því alltaf var dýrara að fara með hópnum, meira að segja í vatnsrennibrautarferðina, með hópnum 2.200 skútur, annars 1.800 skútur ef farið var á eigin vegum. Til sönnunar máli mínu læt ég fylgja ljósmynd af enska verðlistan- um. Þegar gera átti þessar aukaferðir upp nefndum við það við fararstjór- ann hvort ekki væri hægt að fá einhvern unglingaafslátt fyrir 13 ára stelpuna okkar — það væri svona svolítil sárabót þegar á það væri litið hve margir væru á „hálfu fargjaldi" en við hefðum verið ein af þeim sem greiddum þetta á fullu og mánuði fyrirfram — taldi farar- stjórinn það mjög trúlegt — hann þurfti bara að fá grænt ljós á það að heiman — þegar svo til kom var þvert nei frá ferðaskrifstofunni, ekki slegjð af tommu og það var nú það. Ég held líka að rétt sé að fram komi að þetta verð er ekki til að dekka ferðir með lítilli þátttöku — ferðir eru felldar niður ef ekki fara um 30 manns, sbr. ferð til Sevilla sem sumir létu skrá sig í — þeim til mikilia vonbrigða var ferð- in felld niður því þátttakendur voru ekki nema um 20. Nú finnst kannski einhveijum að þetta mál eigi ekki heima í Velvakanda og að ég hefði átt að snúa mér beint til ferðaskrifstofunnar — því er til að svara að ég vildi fá þetta á prent svo mínir ferðafélagar og aðrir, sem áhuga hafa á því að ferð- ast sem ódýrast, sjái þetta og þá kannski skýringar ferðaskrifstof- unnar á þessu máli. 8482-7797 Vík\erji skrifar Víkverji fór fyrir skömmu ásamt ungum vini að sjá kvikmynd- ina um Pappírs Pésa. Þar sem kvik- myndin er fyrsta barnamyndin í áratug var nokkur spenna að sjá hvernig til hefði tekist. Víkvetja leist ágætlega á byrjunina, en brá illilega í brún, þegar hann komst að raun um hve ókurteisar aðalhetj- ur myndarinnar voru. Fyrsta dæmið um slíkt var þegar drengurinn, skapari Pappírs Pésa, var að reyna að lappa upp á gamla hjólið sitt. Hin börnin í hverfinu fóru hjá á hjólum og sendu honum háðsglós- ur. Víkvetji sá ekki betur en að einn drengjanna rétti að honum krepptan hnefann, með löngutöng á lofti. Slíkar merkjasendingar þykja alls staðar, þar sem Víkvetji þekkir til, hinn argasti dónaskapur. Stundum sjást forhertir götustrák- ar í erlendum kvikmyndum gefa slík merki, en það er með ólíkindum ef slíkt er liðið í kvikmyndum fyrir börn. Annað dæmi um dónaskap var þegar ein kvenhetja myndarinnar var að bera út dagblað. Hún stökk að næsta húsi með blaðið, en á meðan kom maður, sem hélt á nokkrum blöðrum í bandi, aðvíf- andi. Hann greip eitt blað úr kerru stúlkunnar og leit yfir það. Við- brögð hennar voru með ólíkindum. Hún skipaði honum að skila blaðinu og kvaðst vita að hann hafi ætlað sér að stela því. Hún klykkti svo út með því að kalla hann blöðrusel, sem sjálfsagt átti að vera fyndið. Nú má vera að áhorfendur hafi átt að vera með á nótunum og trúa því með stúlkunni að maðurinn hafí ætlað að stela blaðinu, en í bernsku Víkvetja þurfti meira til að börn þjófkenndu fullorðið fólk. Fleiri dæmi var að finna í kvik- myndinni um ófyrirleitni og frekju aðalhetjanna. Leiðinlegi nágrann- inn var kallaður feitur asni, eða álíka skammaryrðum og ruddalegar merkjasendingar gleytndust ekki heldur þá. Víkvetji veit að Herdísi Egilsdótt- ur, sem átti hugmyndina að Pappírs Pésa, getur ekki verið um að kenna, en það kemur honum á óvart að þeir, sem gera kvikmynd fyrir börn, skuli ekki átta sig á því að aðalhetjurnar verða fyrirmyndir barnanna. Það er ekkert að því að sýna nokkur prakkarastrik, en hitt er verra ef það er haft fyrir börnun- um, að sniðugu börnin sýni frekju og dónaskap, svari alltaf fullum hálsi og vaði áfram í krafti frekj- unnar. Slík börn eru alls ekki til fyrirmyndar. Það er öllum, jafnt börnum sem fullorðnum, hollt að hafa í huga að kurteisi kostar ekkert, en dóna- skapur er öllum til ama. Þó börn verði að hlýða ákveðnum reglum er ekki þar með sagt að verið sé að hefta þau eða bæla á nokkurn hátt, eins og sumir vilja halda fram. Fyrr eða síðar tekur alvara lífsins við og þá lenda þeir í vanda sem telja frekju jafngilda ákveðni og dónaskap vera eðlileg viðbrögð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.