Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Þjóðleikhúsið: * Ovæntar skemmdir koma í ljós ÓVÆNTAR skemmdir á innvið- um Þjóðleikhússins hafa komið í ljós að undanförnu við end- urnýjun lagna þar sem unnið hefur verið að endurreisn. Framkvæmdir eru í fullum gangi og allt bendir til þess að Ieikstarfsemi heíjist aftur I aðal- sal leikhússins samkvæmt vinnuáætlun um miðjan febrúar næstkomandi, að sögn Gunnars Torfasonar verkefnistjóra Byggingarnefndar. Ýmislegt sem var verr farið en ætlað var hefur komið í ljós á undanfömum vikum og nú síðast loft hússins á þriðju hæð þar sem einangrun, vímet og múrhúðun hékk eins og draslur niður úr steinplötunni fyrir ofan fölsk loft. Þættir sem þessir kosta feikna- vinnu og aukinn kostnað en ljóst er að sögn Gunnars Torfasonar að margt í húsinu hefur hreinlega verið komið á tíma vegna lítils viðhalds í áratugi. í gær var unn- ið við að hreinsa loftplötuna sem verður einangrað á ný en þær duldu skemmdir sem hafa komið í ljós við framkvæmd á endurreisn Þjóðleikhússins kosta milljónir króna. Morgunblaðið/Keli í ljós kom að einangrun, vírnet og múrhúðun hékk eins og drusl- ur fyrir ofan fölsk loft. Olía til húshitunar: 40 þúsund króna hækkun á heimili HÆKKUN á verði gasolíu um 40% hefur í för með sér að meðaltali um 40 þúsund króna hækkun á ári hjá þeim sem kynda hús sín með olíu, að sögn Eiríks Þorbjörnssonar hjá Sambandi íslenskra hita- veitna. Veralega hefur dregið úr húshit- un með olíu hér á landi undanfarin ár, en olíukynding húsa er nú aðal- lega á ákveðnum svæðum á Aust- urlandi, Norðurlandi eystra og Vesturlandi. Olía til húshitunar er ekki niðurgreidd. Af heildarorkunotkun til húshit- unar er olía nú á bilinu 3,5-4%, og á þessu ári er áætlað að olíunotkun- in nemi um það bil 10 þúsund tonn- um. Bensín hækkar um 13%: Framfærsluvísital- an hækkar um 1% REIKNA má með að 13% hækkun á bcnsínverði um næstu mánaðamót hafi í för með sér 1% hækkun á framfærsluvísitölu. Samkvæmt upplýsingum frá hag- fræðingum Alþýðu- og Vinnuveit- endasambandsins má búast við að bensínhækkunin þýði 0,65-0,7% hækkun framfærsluvísitölu. Elds- neytishækkunin er síðan talin leiða til hækkunar á gjaldskrá samgöngu- tækja sem hækki vísitöluna um 0,3% þannig að hækkunin verði samtals um 1% næstu 3-4 mánuði. Þjóðarsáttarsamningarnir miða Póstburðargjöld hækka um 19% og símgjöld lækka á mótí við að framfærsluvísitala verði 147 stig í nóvember. Hún stendur nú í 146,8 og má því hækka um 0,2%. í nóvember fer fram heildarendur- skoðun kjarasamninganna og þeir eru þá uppsegjanlegir en í desember eiga laun að öðra óbreyttu að hækka um 2,3%. Hannes G. Sigurðsson hagfræð- ingur VSÍ sagði aðspurður, að ef gert væri ráð fyrir að launþegar fengju hækkun framfærsluvísi- tölunnar, umfram samningsforsend- ur, bætta að fullu í desember, gæti sú launahækkun ein þýtt um það bil ‘A% hækkun verðlags til viðbótar. Það myndi þýða um 7-8% verðbólgu fyrstu mánuði ársins. SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ákveðið breytingar á gjöldum fyr- ir póst- og símaþjónustu, þannig að póstburðargjöld hækka en simgjöld á langlinu innanlands lækka sem og gjöld fyrir síma og telexþjónustu til útlanda. Tekur breyting þessi gildi 1. nóvember. Segir ráðherra að breytingar þessar muni ekki hafa áhrif á heildartekjur stofnunarinnar sé miðað við heilt ár og óbreytta sím- og póstnotkun. í för með sér að nú væra að kom- ast á eðlileg hlutföll í símkostnaði innanlands. Sagði hann langlínu- símtöl hafa lækkað mikið á undan- fömum áram. Þannig hefði 3 mínútna langlínusímtal í ágúst 1983 kostað 27 krónur á verðlagi þess árs. Nú kostaði sama samtal 19,8 krónur. Svona símtal kostaði því um fimmtung á raunvirði miðað við það sem það kostaði 1983. Frá og með næstu áramótum mun Póstur og sími bjóða upp á sundurliðun langlínusímtala og símtala til útlanda á símreikning- um. Kom fram á blaðamannafund- inum í gær að reikna megi með að hvert sundurgreint símtal muni kosta notandann 1,50 krónu. Ekki verður boðið upp á sundurliðun símtala innan sama símsvæðis. Er ástæða þess að þarna er um óhemju mikið magn af símtölum að ræða sem þyrfti að sundurliða, líklega 50-100 milljónir, og mörg þeirra eru mjög stutt. Telur Póstur og sími heldur ekki að mikill áhugi sé fyrir slíkri þjónustu. Ef hins vegar kæmu upp sérstakar óskir frá einstaka aðilum um að þetta yrði gert yrði málið athugað. Þá verður um næstu áramót einn- ig lengdur sá frestur sem menn fá áður en síma þeirra er lokað vegna vanskila. Er hann nú 15 dagar en verður lengdur í 45 daga. Iron Maiden væntanleg' NÚ er unniö að því, að ein frægasta þungarokksveit heims, Iron Maiden, haldi tónleika í Laugardalshöllinni 13. nóvember. Umboðsmaðurinn Alan Ball, sem hér er búsettur, segir nær fullvíst að hljómsveitin komi, með um fimm tonn af hljóm- tækjum í farangrinum. Viðskiptabankar og greiðslukortafyrirtæki á íslandi hafa samein- ast um að koma á fót beinlínukerfi með rafeindagjaldfærslu greiðslu- korta. Það gerði meðal annars mögulegt að ávísa á bankareikninga með því að framvísa bankakortum í stað þess að skrifa ávísanir. Valur Arnþórsson bankasljóri Landsbankans segir að það geti falið I sér mörg hundruð milljóna króna sparnað. sagði Valur að tilraunin gengi mjög vel. Bankarnir ættu þó eftir að móta framtíðarstefnu í þessu máli, hvort þeir vildu að kreditkortafyrir- tækin sæju um framkvæmdina, eða hvort stofnað yrði sérstakt fyrir- tæki undir sérstakri stjórn. Eitt af viðfangsefnunum væri þá að koma á fót debetkorti eða skuldakorti, sem kæmi í stað ávísana, en mögu- legt væri að nota núverandi banka- kort til þeirra hluta. Gjaldskrá fyrir póstþjónustu hækkar að meðaltali um 19% 1. , . ,, , n. ., nóvember sem þýðir að burðargjald Bankar og kortafyrirtæki samemast um bemlmukern greiðslukorta: fyrir bréf innanlands_ hækkar úr 21 krónu í 25 krónur. Á blaðamanna- fundi sem Steingrímur J. Sigfússon, ■ 1 M A A | A * * samgönguráðherra, hélt í gær, KQ VI WT «~| (\Y*Y (TCDll 1 I 0\7CT Q '!7’1 CO Tl H ásamtfulltrúumfráPóstiogsíma, lxVCLlVU 1 l OC L11 lCVðt ClV lðílll sagði hann astæður þessarar hækk- X j unar vera að póstþjónustan hefði q ^ ~ ^ ^ árSímSöídinfefðu’þanniÍ'S 11» Q | Vl A| 1T| 1 AQ* Cf'01^11“^ CFIQ PQ C“|" niður póstþjónustuna. Þá hafi fyrir- U Ct/X J.JL VF JLJL JLU V/ Otvfl lv OlJCl/X Cl/I^ komulagi á uppgjöri vegna póst- M sendinga til Norðurlanda verið breytt, en undanfarið hafí til dæm- is verið tap á bréfasendingum til Danmerkur. Til að vega upp á móti þeim tekjuauka sem hækkun gjaldskrár fyrir póstþjónustu hefur í för með sér fyrir Póst og síma verður gjald- skrá fyrir símþjónustu lækkuð samtímis. Skref f langlínusímtölum innanlands lengjast 1. nóvember um 33% sem þýðir 18-22% lækkun á þriggja mínútna símtali. Gjald fyrir símtal til Bandaríkjanna lækkar um 14,4% og gjald fyrir símtal til Bret- lands, Spánar, Þýskalands, Finn- lands og Hollands lækkar um 5%. Tekinn verður upp sérstakur nætur- taxti á símtöl til útlanda sem verð- ur 30% ódýrari en almenni taxtinn. Verður sá taxti í gildi á tímabilinu klukkan 23-08 alla daga. Gjaldskrá fyrir telexþjónustu til útlanda lækkar um 15% og notend- ur tengdir símstöðvum að Brú og Blönduósi sameinast í eitt gjald- svæði. Samgönguráðherra sagði að þessar breytingar hefðu það einnig Samband íslenskra viðskipta- banka hefur skipað undirbúnings- nefnd fyrir svokallað EFTPOS á íslandi, sem felur í sér, að hvers konar kort eru skoðuð í sérstökum vélum við búðarkassa og færslur á reikninga kaupenda fara fram með rafboðum. Valur Amþórsson bankastjóri Landsbankans sagði að undirbún- ingsnefndin hefði kynnt sér þróun þessara mála í Noregij Svíþjóð og Bretlandi, í boði VTSA-Islands. Val- ur sagði það mjög athyglisVert, að í Bretlandi hefðu allir bankar og sparisjóðir reynt að ná samstöðu um EFTPOS í Bretlandi, en það hefði mistekist, og tilraunin kostað um 100 milljónir sterlingspunda. Nú rækju ýmsir bankanna eigin kerfi með verulegum halla. „Þetta sýnir að afar nauðsynlegt er að ná víðtækriu samstöðu um þetta. Og þótt áfram verði hér á landi samkeppni milli banka og kortafyrirtækja, þá eram við að reyna að koma á einu samræmdu kerfi, sem myndi leiða til stórfells spamaðar fyrir banka og sparisjóði og kortafyrirtækin og þar með fyr- ir neytendur. Svona kerfi myndi væntanlega fela í sér að fólk myndi losna mjög mikið við tékkanotkun, þannig að dragi úr því gífurlega tékkaflóði sem er í bankakerfinu. Og það er talið að færslur í þessu nýja kerfi yrðu miklum mun ódýr- ari en tékkafærslur, þannig að kerf- ið gæti falið í sér sparnað upp á hundruð milljónir króna,“ sagði Valur. VISA-ísland hefur sett upp til- raunakerfi á nokkrum stöðum í samstarfí við Kreditkort hf, og Stöð 2 hækkar af- notagjöld um 4% ÁSKRIFTARGJÖLD Stöðvar 2 hækka um næstu mánaðamót um rúm 4%, úr 2.190 kr. í 2.290 kr. Á bilinu 39-40 þúsund áskrifendur eru að dagskrá Stöðvar 2 og þýðir þessi hækkun 42-48 milljóna kr. tekjuaukn- ingu fyrir fyrirtækið á ári en á móti kemur að ráðgert er að bjóða þeim áskrifendum sem greiða afnotagjöld sín með greiðslukorti, en þeir eru um þriðjungur, 5% afslátt af gjaldinu frá og með 1. nóvember. Baldvin Jónsson, yfirmaður íjár- senda út seðlana. Þá væri fyrirsjáan- leg hækkun á póstburðargjöldum. Baldvin sagði að með þessari hækkun hefðu afnotagjöldin hækkað um 10% á þessu ári og yrði ekki um frekari hækkanir að ræða á árinu. hagssviðs Stöðvar 2, segir að þessi hækkun hafi átt að koma til fram- kvæmda í vor en þá verið frestað. Hann sagði að kostnaður við inn- heimtu gjaldanna með gíróseðlum væri hár og mikið starf færi í að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.