Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 23 Heimfari á kveðjuflug-i yfír Reykjavík. Morgunbiaðið/PPJ Kvedjuflug Heimfara SÍÐASTA flug á Boeing 727-100 þotu Flugleiða „Heimfara", TF- FLG, var farið sl. þriðjudag og lauk þar með 23ja ára kapítula í íslenskri flugsögu, en fyrsta Boeing 727-þota Flugfélags íslands og fyrsta þota íslendinga „Gullfaxi“ kom til landsins 24. júní árið 1967. „Heimfari“ hét áður „Sólfaxi“ og var keyptur til landsins árið 1971, þá þriggja ára gamall, og þjónaði því Flugfélagi Islands og síðar Flugleiðum í rúmlega nítján ár, lengur en nokkur önnur íslensk millilandaflugvél. Heildarflugtími „Heimfara" í þjónustu íslendinga var við lendingu í Keflavík á þriðju- daginn alls um 45.927 klst.. Boeing 727-þotur Flugfélagsins og Flug- leiða voru aðallega notaðar á Evr- ópuleiðum félagsins svo og til 'sólar- landaflugs og á flugi til Narssarssu- aq á Grænlandi, en þaðan kom „Heimfari“ í sínu síðasta flugi. Boeing 727-100-vélar Flugleiða voru ennfremur búnar stórum dyr- um á aðalþilfari þannig að þær nýttust til vöruflutninga og tók það skamman tíma að breyta þeim mið- að við flutningaþarfir hveiju sinni. Flugstjóri „Heimfara“ í þessari síðustu ferð var Frantz Hákansson og með honum Guðbjartur Rúnars- son flugmaður og Bragi Jónsson flugvélstjóri. Þetta var jafnframt síðasta flug Flugleiða þar sem flug- vélstjóri var hluti áhafnarinnar en flutstjómarklefi nýjustu flugvéla Flugleiða er hannaður fyrir tveggja manna áhöfn. Þessi þróun hefur haft það í för með sér að um sextíu flugvélstjórar Flugleiða hafa hætt störfum á sl. einu og hálfu ári og höfðu sumir þeirra flogið í rúm 40 ár. „Heimfari" hefur verið seldur til Bandaríkjanna og mun væntanlega verða notuð til vöruflutninga á veg- um risafyrirtækisins United Parcel Service — UPS. Héðan fer TF-FLG nk. sunnudag og mun áhöfn Flug- leiða fljúga vélinni út. Þotan renndi sér lágt yfir flugbraut Reykjavíkurflugvallar er hún kvaddi höfuðborgina. Innbrot á Siglufírði LÖGREGLAN á Siglufírði Úr versluninni var stolið hefur upplýst innbrot í versl- geisladiskum, hljómplötum og unina Torgið síðastliðnn kassettum. Þrír ungir menn föstudag. hafa við yfirheyrslur játað að bera ábyrgð á innbrotinu. Fimmta nefndin vegna nýrrar Vestmannaeyjafeiju: Rætt við þá sem áttu hag- stæðustu tilboðin í smíðina Samgönguráðherra mun á næstunni skipa nefnd til að ann- ast smiði á nýrri Vestmanna- eyjaferju. Fær nefndin umboð til að ræða við og ganga síðan Whitesnake: 500 miðar verið end- urgreiddir ALAN Ball, skipuleggjandi tón- leika þungarokksveitarinnar Whitesnake í Reiðhöllinni fyrr í þessum mánuði segir að um 500 miðar áð seinni tónleika sveitar- innar hafi verið endurgreiddir vegna veikinda aðalsöngvara hljómsveitarinnar. Tónleikagestum var boðið að hverfa af tónleikunum þegar ljóst var að söngvari sveitarinnar hafði veikst og gat ekki komið fram og fá miða sína endurgreidda. Ball sagði að þeir sem enn ættu eftir að fá endurgreiðslu gætu sent ljósrit af miðum sínum í umslagi merktu Alan Ball, Krókabyggð 24, 270 Mosfellsbær, og fengju þeir andvirði miðans sent um hæl. Ball sagði að hann stæði í samningum við Whit- esnake um endurgreiðslur vegna þessa atviks og ekki væri ljóst fyrr en að þeim loknum hvort tap hefði orðið á tónleikunum. til samninga við eitthvert þeirra fyrirtækja sem bauð lægst í smíðina í sumar. Um er að ræða skipun 5. nefndarinnar í málinu af hálfu ríkisvaldsins. Undirbúningsnefnd hefur farið yfir tilboð í smíði skipsins, og metið þau. Að sögn Halldórs S. Kristjánssonar formanns nefndar- innar, voru hagstæðustu tilboðin frá þremur norskum fyrirtækjum og einu bresku. Halldór sagði að útboðið hefði miðast við 70 metra langt skip, en frávikstilboð væru enn inni í myndinni miðað við 72 og 75 metra langt skip. Talið er að 79 metra skipið sem stjórn Heijólfs hefur látið fullhanna og tankprófa kosti um 25% meira en 70 metra skip, en það hefur þó ekki verið kannað hjá þeim sem buðu í smíðina. Eitt íslenskt fyrirtæki, Slipp- stöðin á Akureyri, bauð í smíði Heijólfs. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra sagði við Morgunblaðið, að ljóst væri að til- boð Slippstöðvarinnar hefði verið of hátt, og því kæmi það fyrirtæki ekki til greina nema hugsanlegir fletir yrðu á samvinnu við fyrirtæk- ið sem fengi verkið. Á aðalfundi stjómar Heijólfs fyrir skömmu var skorað á stjórn- völd að hraða sem frekast væri kostur ákvarðanatöku um nýsmíði Heijólfs þannig að skipið yrði til- búið 1992. Sovékst rannsóknarskip í lögsögunni: Skýringar ókomnar SOVETMENN hafa ekki enn sent utanríkisráðuneytinu skýringar á ferðum rannsóknarskips í eigu sovéska flotans innan íslenskrar efna- hagslögsögu frá 31. ágúst til 7. september. Fyrir tveimur vikum var sovéski sendiherrann beðinn um skýringar á ferðum skipsins hér en ekki hafði verið aflað rannsóknarleyfís fyrir það hér við land eins og skylt er. Að sögn Sveins Björnssonar skrifstofustjóra utanríkisráðuneyt- isins er búist við skýringum Sovét- manna fljótlega en engar fastar venjur eru um innan hve langs tíma' þær þurfí að berast. Skip þetta sást þrisvar innan íslenskrar efnahagslögsögu og í eitt skipti skaut það upp flugeld til að gefa togaranum Kolbeinsey til kynna að halda sig fjarri. Avallt þegar til þess sást var því siglt á lítilli sem engri ferð og hafði það uppi siglingarmerki sem gáfu til kynna að stjórnhæfni þess væri skert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.