Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 KNATTSPYRNA /EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Þeir gáfii alltsem þeir áttu“ - sagði BoJohansson Þrátt fyrir mikið mótlæti í byij- un sýndu mínir menn mikið keppnisskap og baráttu gegn Tékk- um, sem eiga eitt besta landslið Evrópu. Við byrjuðum illa en náðum þó að veijast sóknum þeirra en síðan kom reiðarslagið undir lok fyrri hálfleiks. Maric á þessum tíma er það sem öll landslið óttast,“ sagði Bo Johansson þjálfari íslenska landsliðsins. „Tékkarnir voru farnir að ör- vænta enda búnir að klúðra mörg- um góðum færum. En þegar upp er staðið er ég ánægður með mína menn. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í leikinn og voru sársvekktir að fá ekki stig. Fréttirnar af leik 21 árs- liðsins þjöppuðu mínum mönnum saman og þeir léku af krafti. Hann vildi ekki gera upp á milli manna í leiknum en sagði þó að leikur Bjarna, Atla og Amórs hafi glatt sig mest. „Það er ekki skömm að tapa fyrir þessu liði,“ sagði Jo- hansson. „Nú þarf ég að glíma við annað vandamál" - sagði Guðni Bergsson, sem lagði atvinnuna að veði Morgunblaðið/Písecký Guðni Bergsson á æfíngu í Kosice fyrir landsleikinn. GUÐNI Bergsson sýndi mik- inn kjark og þor þegar hann yfirgaf fast sæti sitt íliði Tott- enham og kom hingað til Kovice til að spila með íslenska landsliðinu. Hann . lagði atvinnu sína að veði til að leika fyrir hönd íslands. KSÍ lét reyna á reglur FIFA um að fá Guðna lausan í leik- inn og hótaði sex daga keppnis- banni á hann ef hann kæmi ekki til Tékkóslóvakíu. Þegar Guðni var spurður um þetta eftir leikinn í gær sagði hann að það væri erfitt að taka þessa áhættu. „Ég er alltaf tilbúinn að leika fyrir hönd Islands, en formálinn fyrir þennan leik var frekar leiðinlegur. Ég var hálf nauðugur látinn koma. Ég er búinn að sleppa sæti mínu í liði Tottenham eins og er og það getur farið svo að allt mitt líf, sem knattspyrnu- manns, breytist á næstu dögum. Ég get ekki komið til Tottenham aftur og sagt hér er ég. Það á enginn atvinnuknattspymumaður fast sæti í neinu liði þar sem eins dauði er annars brauð," sagði Guðni. Guðni sagðist ætla skoða reglur FIFA betur þegar hann kæmi til London, en í fljótu bragði gæti hann ekki séð að þessar reglur gætu staðist. „Hér er um mann- réttindamál að ræða og það getur enginn sett reglur sem svifta menn atvinnu sinni. Þetta er búið að vera hið leiðinlegasta mál en ég fer til London og tekst á við næsta verkefni, það er að endur- heimta sæti mitt í liði Tottenham. Hvort mér tekst það kemur í ljós þegar við spilum gegn Aston Villa á laugardaginn kemur." Reuter „Það var sárt að geta ekki nýtt færið,“ sagði Rúnar Kristinsson um besta marktækifæri íslands. Rúnar er hér felldur af Lubomir Rosavcik, en Arnór Guðjohnsen er í baksýn. Hvað sögðu þeir: „Megum ekki liggja of aftarlega“ Sigurður Grétarsson „Við fengum tvö góð færi til þess að veita Tékkum ráðningu og það var sárt að geta ekki nýtt þau. Ég er mjög ánægður með síðari hálfleikinn og við verðum að halda þessu leikkerfi í framtíðinni, færa okkur framar og bíta frá okkur.“ Rúnar Kristinsson „Þetta var mjög erfiður leikur. Það var mikil pressa á okkur og sorglegt að fá markið rétt fyrir leik- hlé. Fyrir markið voru Tékkarnir að brotna, orðnir mjög ergilegir og farnir að rífast hver í öðrum. Það var sárt að geta ekki nýtt færið sem ég fékk, sendingin var góð en ég hitti knöttinn ekki eins og ég hefði viljað.“ Arnór Guðjohnsen „Eins og ég hef sagt áður, meg- um við ekki falla í þessa gryfju að liggja of aftarlega. Við erum komn- ir með mikinn styrk og eigum að geta sýnt tennurnar. Dómarinn var hörmulegur og ég missti stjórn á skapi mínu þegar brotið var illa á Ragnari. Ég lét hann heyra það og fékk refsingu fyrir.“ Guðmundur Pétursson, for- maður landsliðsnefndar KSÍ „Strákunum tókst það sem fyrir þá var lagt; að halda Tékkum niðri fyrstu mínútumar og eftir á litið getum við þakkað Bjarna Sigurðs- syni að ekki fór ver Það hefði eng- in getað sett út á leik hans þó hann hefði fengið á sig þrjú mörk.“ Eggert Magnússon, formaður KSÍ „Ég er mjög ánægður með strák- ana en það er eitt sem við þurfum að læra af þessum leik, eins og gegn Frökkum í Reykjavík, að við megum ekki bera of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Það var ekki fyrr en við mótlæti að strákarnir vöknuðu til lífsins." SigmundurÓ. Steinarsson skrifar frá Kovice ■ BO Johansson hefur heillað tékkneska blaðamenn upp úr skón- um. Hann hefur hrósað tékkneskri knattspyrnu í hástert og á blaða- mannafundi eftir leikinn í gær gekk hann að tékkneska þjálfaranum, Milan Macala, og óskaði honum velfarnaðar í starfi og til hamingju með gott landslið. ■ ÞEGAR Bovar spurður um dvölina í Tékkóslóvakíu sagði hann að það væru alltaf vissar breytingar að koma til annars lands. „En dvöl okkar hér hefur verið stór- kostleg, þið hafið gert allt fyrir okkur.“ ■ ÁHORFENDUR settu mikinn svip á leikinn hér í Kovice. 32.000 áhorfendur voru óþreytandi við að búa til fagnaðarbylgjur á áhorf- endapöllunum. Macalahrósaði áhorfendum fyrir stuðninginn og sagði að landsliðið ætti eftir að leika oftar í Kovice. ■ EINN ljótur blettur var þó á leiknum er drukkinn áhorfandi hljóp inn í vítateig Tékka og þurftu lög- reglumenn að skerast í leikinn og íjarlægja manninn. ■ BJARNI Sigurðsson var verð- launaður í leikslok fyrir að vera besti Ieikmaður íslands, en Kubik var útnefndur besti leikmaður tékk- neska Iiðsins. ■ KOLFEV, dómari leiksins, lenti í hrakningum fyrir leikinn þegar flugvél frá Búlgaríu lenti ekki í Kovice heldur flaug yfir og fór til Prag. Hann var á ferðalagi í bíl alla nótina fyrir leikinn, en 800 km eru frá Prag til Kovice. ■ ÍSLENSKU landsliðsmennirnir koma heim í kvöld nema Bjarni Sigurðsson, Þorgímur Þráinsson og Sævar Jónsson, sem verða eftir hjá Guðna Í London. ■ ÞORGRÍMUR Þráinsson hef- ur í mörgu að snúast þessa dag- ana. Jafnframt því að leika knatt- spyrnu er hann búinn að reka smiðshöggið á nýja unglingabók, en hann skilaði handritinu til pren- tunnar þremur tímum áður en hann hélt til Tékkóslóvakiu. ■ PÉTUR Pétursson gat ekki leikið með íslenska liðinu í gær þar sem hann var með flensu og var settur á pensilínkúr. Ein mistök komu okkur í koll Eftír Martein Geirsson Hér í Kovice urðum við vitni að leik liðsheildarinnar þar sem allir spiluðu fyrir einn og einn fyrir alla og gáfu allt sem þeir áttu í leikinn. En ein mistök komu liðinu í koll og þau urðu á hinu dæmi- gerða augnabliki sem allir knatt- spyrnumenn óttast, rétt fyrir leik- hlé. íslenska liðið lék vel í seinni hálfleik eins og gegn Frökkum á dögunum, en það sýnir okkur að það þýðir ekki að spila vel í 45 mínútur til að vinna leik. Islensku strákarnir byijuðu ágætlega en það var greinilegt að þeir voru hræddir og kom það fram í leik þeirra. Þeir léku of aftarlega og þegar þeir unnu boltann þá fylgdu varn- armennimir ekki nægilega vel fram og við það opnaðist svæði fyrir Tékka til að vinna á. Vörnin stóð sig samt vel þar sem Atli Eðvaldsson var eins og kóngur í loftinu. Kantmennirnir, Ólafur Þórðarson og Sigurður Grétarsson, léku varnarhlutverk sín vel og það var gaman að sjá Sigurð Jónsson, sém ég tel að hafi verið besti leik- maður íslenska liðsins, sýna allar sínar bestu hliðar. Miðjan var nokkuð sterk og í leikkerfinu 5-4-1 var erfítt fyrir Ragnar að vinna gegn þremur varnarmönnum Tékka, en hann skilaði hlutverki sínu vel, hélt knettinum og beið eftir aðstoð frá félögunum. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í seinni hálf- leik, en þá var eins og leikmennirn- ir fengju sjálfstraustið. Þeir náðu að halda knettinum vel og varnar- leikmennirnir fór að taka þátt í sóknaraðgerðum. Við vorum ekki langt frá því að skora og oft mátti sjá fjóra leikmenn vera komna í fremstu víglínu. Arnór naut sín við þessar aðstæður þrátt fyrir að hann skorti leikæfingu. Enn einu sinni átti Atli Eðvaldsson stórleik með landsliðinu og það var gaman að sjá hann leika eins og hann best getur eftir að ekki hafi borið mikið á honum í Ieikjum KR í 1. deild. En Atli er þannig leikmaður að hann gefur allt sem hann á til með landsliðinu. Ólafar Þórðarson var óþrjótandi á miðjunni. Það er leik- maður sem bregst aldrei þegar á hólminn er komið. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og dugnaði leikmanna og sýnt okkur að við erum færir í flest- an sjó, hvort sem það er á heima- velli eða útvelli. Það getur engin þjóð bókað sigur gegn Islendingum fyrirfram. Ilöfundur er þjálfari U-21 árs lands- liðsins í knattspyrnu. KNATTSPYRNA / U-18 Oiuggur sigur Ilenska U-18 landsliðið í knatt- spyrnu átti stórgóðan leik gegn Austurríkismönnum á Hvolsvelli í gær og sigraði 3:0. „Þetta var góður leikur miðað við að- stæður og strákarnir spiluðu skynsam- lega. Ég átti von á að Austurríkismenn- irnir væru sterkari en það er ekkert lið sterkara en mótheijinn leyfir. Við komum þeim í opna skjöldu með góðum leik,“ sagði Hörður Helgason þjálfari liðsins eftir leikinn. íslenska liðið lék undan hvössum vindi og rigningu í fyrri hálfleik og var mun sterkara. íslensku strákam- ir byrjuðu af miklum krafti og fengu vítaspyrnu strax á þriðju mínútu en markmaðurinn varði í horn og upp úr hornspyrnunni sóttu íslendingarn- ir af miklum krafti og Kristinn Lár- usson skoraði fyrsta mark leiksins. Guðmundur Benediktsson komst i gegnum vörn Austurríkismannanna á 10. mínútu og vippaði boltanum snyrtilega yfir markvörðinn og skor- aði annað markið. Strax í byijun síðari hálfleiks fengu Austurríkismenn vítaspyrnu en markvörður íslands varði örugg- lega. Austurrísku strákarnir sóttu af krafti en þeir íslensku beittu á móti hættulegum skyndisóknum og í einni slfkri skoraði Guðmundur Benediktsson eftir fyrirgjöf frá Þórði Guðjónssyni. Veðrið setti sinn svip á leikinn og gerði meðal annars að verkum að sendingar leikmanna urðu ónákvæm- ari en ella hefði verið. Þessi leikur var fyrsti landsleikurinn sem fram fer á Hvolsvelli og í Rangárvalla- sýslu allri. Óskar Sigurðsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.