Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 21 flokka sem ekki standast kröfur. Þegar það hefur verið gert á eftirlit- ið að verða auðveldara. Það verður fylgst með því hvaða vörur koma inn til landsins. Við störfum tölu- vert með tollinum og hafa vörur verið stöðvaðar áður en þær koma inn i landið.“ Innflutningur án samþykkis eftirlitis? — Verða ekki þær kröfur gerðar í framtíðinnni að matvara verði ekki flutt til landsins nema að fengnu samþykki innflutningseftir- litsins um að hún sé í lagi? „Við erum bytjuð að skoða vör- una bæði í tollinum og hjá innflytj- endum. Það kann að reynast nauð- synlegt í vissum tilvikum að mat- vara verði ekki flutt inn í landið fyrr en samþykki innflutningseftir- lits liggur fyrir. Við höfum haft mjög góð samskipti við tollyfirvöld. Þau hafa látið okkur vita ef til landsins hefur komið vara sem þeir hafa talið eitthvað athugavert við og hefur hún þá verið skoðuð. I framhaldi af því er hægt að stöðva innflutning á vörum og það höfum við þegar gert í nokkur skipti. Auk samvinnu við tollyfirvöld höfum við haft samvinnu við heilbrigðisfull- trúa og innflytjendur og hafa þeir sýnt þessum málum áhuga. Þeir vilja hafa þessi mál í lagi,“ sagði Gunnar. Nú er mikið um allskonar inn- flytjendur eins og t.d. hina svoköll- uðu bílskúrsheildsala. Hvernig hef- ur ykkur tekist að nálgast þá? „Það er sennilega erfíðast að ná til þeirra sem lítil umsvif hafa á þessu sviði, því að sumir þeirra flytja oft aðeins einu sinni inn vöru. Sama gildir um þá sem flytja mjög stopult inn.“ Hver sem er getur flutt inn matvæli — Getur hver sem er hafið inn- flutning? Er ekki til skrá yfir heild- sala og verða þeir ekki sækja um heildsöluleyfi? „Það er hvergi til skrá yfír alla heildsala,“ sagði Gunnar, „Við höf- um skrá frá félagi stórkaupmanna, að öðru leyti verðum við að reyna að grafast fyrir um þessa innflytj- endur sjálfir og skrá þá. Að lausn þessara mála er nú unnið í sam- vinnu við tollyfirvöld. Heildsalar eru ekki skráningarskyldir og þurfa ekki að sækja um innflutningsleyfi á hinum ýmsu vörutegundum. Inn- flytjendur þurfa hvorki að skrá sig eða þá vöru sem þeir flytja inn. Þær kröfur eru gerðar til þeirra, að þær vörur sem þeir flytja inn séu sam- kvæmt þeim reglum sem í gildi eru í landinu. Innflytjendur eiga að vita af þessum reglum." Réttindi og skyldur innflytjenda „Það sem innflytjendur eiga að gera hyggist þeir flytja inn ný matvæli er að skoða sýnishorn af þeirri vöru sem þeir ætla að flytja inn, með tilliti til reglugerða. Ef efi er í þeirra huga geta þeir komið með vöruna hingað í Hollustuvernd ríkisins og leitað ráða, eða hjá heil- brigðiseftirliti sveitarfélaga, áður en þeir hefja innflutning. Það er verra að bíða þar til varan er komin í verslanir, því þá geta innflytjendur lent í því að verða innkalla vöruna með miklum kostnaði." Allra hagur að inn- flutningurinn sé í lagi „Það er mjög gott þegar neytendur sýna innflutningsmálum áhuga og láta okkur vita ef þeir telja varhuga- verða vöru vera á markaðnum, sagði Gunnar. „Við þurfum að hafa eftirlit með innflutningi og koma af markaðnum þeim vörum sem ekki samrýmast reglugerðum. Var- an á ekki að koma inn í landið nema hún sé í lagi. Neytendur verða geta treyst því. Við hvetjum neytendur til að láta okkur vita ef þeir sjá á markaði vöru sem þeir telja að standist ekki kröfur. Þetta eru ekki aðeins málefni innflutningseftirlits- ins, það er allra hagur að þessi mál séu í lagi — því við erum öll neyt- endur.“ M. Þorv. EINSKONAR ÁST Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Með tvær í takinu („Love at Large“). Sýnd í Sljörnubíói. Leikstjóri: Alan Rudolph. Að- alhlutverk: Tom Berenger, Elisabeth Perkins, Anne Arc- her, Ann Magnusson, Annette O’Toole, Kate Capshaw. Með tvær í takinu, ný gaman- mynd frá hinum sérstaka og oft frumlega leikstjóra Alan Ru- dolph, byrjar í launfyndnum film noir stíl þegar einkaspæjari nokkur, leikinn af Tom Beren- ger, hittir viðskiptavin sinn á hinum rökkvaða veitingastað „Dóná svo blá“. Viðskiptavinur- inn er afar tælandi og dularfull dama í nauðum, leikin frábær- lega af Anne Archer, sem vill að spæjarinn elti manninn sinn, Rikka, sem hana grunar að haldi framhjá. Berenger er samviskusamur spæjari, það vantar ekki, en hann er engin mannvitsbrekka, og þegar hann fer af stað hengir hann sig auðvitað eins og frakka á rangan mann, kemst að því að sá er tvíkvænismaður og sendir æ áhyggjufyllri Archer skýrslu um málið. Það sem Ber- enger fær ekki séð er að einhver er líka á hælunum á honum, kvenspæjari (Elizabeth Perkins) sem sambýliskona Berengers (Ann Magnusson) sendir á eftir honum því hún heldur að Beren- ger sé ekki í vinnunni heldur að halda. framhjá. Og loks heldur önnur eigin- kona (Kate Capshaw) tvíkvænis- mannins framhjá á meðan hin (Annette O’Toole) hefur sívax- andi áhyggjur af löngum fjarver- um bónda síns. Alan Rudolph hefur búið til glettilega kómíska framhjá- haldsflækju til að íjalla um ást- ina í mörgum skondnum útgáf- um og sannar það sem Leonard Cohen syngur í titillaginu að engin finnst lækningin við ást- inni. Mynd Rudolphs er laun- fyndin, frískleg og frumleg útt- elt á sígildu viðfangsefni með mörgum afar sérkennilegum en um leið skemmtilegum persónum og dularfullum í myrkvuðu en Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin/Bíóhöllin: Dick Tracy Leikstjóri: Warren Beatty. Handrit Jim Cash og Jack Epps, Jr. Aaðalleikendur Warren Beatty, Madonna, Charlie Korsmo, Glenne He- adly, A1 Pacino, Dustin Hoff- man, ofl. Bandarísk. Touch- stone 1990. Bönnuð yngri en 10 ára. Warren Beatty er maður hug- aður og metnaðargjam, hefur verið einn af „gulldrengjum" Hollywoodborgar, allar götur frá því hann kom heiminum á óvart með hugarfóstri sínu, Bonnie og Clyde, seint á sjöunda áratugn- um. Lék svo aftur sama hlutinn með Reds (’81), þvert ofaní spár slógu báðar þessar myndir eftir- minnilega í gegn hjá almenningi grínaktugu umhverfi spæjara- sögunnar. Hun fellur örugglega ekki að smekk allra þessi mynd en þeir sem á annað borð falla inní taktinn eiga eftir að njóta hennar vel. Sagan heldur kannski ekki alltaf vatni — sérstaklega er kaflinn með Archer og Paul Yo- ung, sem leikur súpersvalann Rikka, illskiljanlegur — en það kemur einhvern veginn aldrei að sök. Með tvær í takinu er lítil mynd og ódýr, her er ekki fyrir- ferðin á bröndurunum, havarí og og í röðum gagnrýnenda. Og þá er iðnaðurinn ánægður. Og nú er röðin komin að teiknimynda- hetjunni Dick Tracy, sem glatt hefur Vesturheimsbúa frá upp- hafí fjórða áratugarins. Og hún gefur fyrri myndunum lítið eftir því Beatty hefur tekist að skapa eina bestu, leiknu teiknimynd allra tíma. Einfaldlega sökum þess að hann héfur lyft sögunni með fyllstu varúð af teiknimynd- asíðunum á tjaldið, raskað sem minnst litum, umhverfi og per- sónum og texti er vafningalaus, jafn skýr og klár og knappur og á pappírnum. En Beatty getur orðið á í messunni sem öðrum, Akkillesarhæll hans er Madonna. Þessi afbragðssöngkona og stór- stjarna opinberar æ betur með hverri myndinni að hún er hörmuleg leikkona og myndavél- in felur ekki óviðfelldna persón- una þar sem virðist fara saman einsatakur hroki og ofgnótt sjálf- sálits. Dick Tracy er einstaklega læti, heldur er frásögnin öll lögð upp á lágstemmdum nótum er dregur enn frekar fram hina lúmsku gamansemi sem byggir að mestu á sambandinu á milli persónanna. Streitan er mest undir yfírborðinu og andrúmið fullt af grunsemdum og tryggð- arsvikum í bland við misskilning og laumulegar persónunjósnir. Þótt aðalsöguhetjan sé kari- maður er myndin mest um konur og Rudolph hefur fengið til liðs við sig fimm efnilegar og skemmtilegar leikkonur til að leika hinar ólíku kvenpersónur og undir hans öruggu stjórn standa þær sig hver á sinn ólíka hátt með stakri prýði. skemmtilega stíliseruð mynd og vel heppnuð, en þegar ódýr og uppbelgdur munnsvipur frekju- dollunnar þekur tjaldið, samfara atriðum sem hæfa betur miðl- ungs söng-og dansamynd frá árum áður, fer allt í verra. Aðrar persónur og gervi þeirra, eru undantekningarlaust skemmtun fyrir auga og eyra í þessari skýrt dregnu mynd um baráttu harðjaxlsins Tracy við skálka undirheimanna. Vita- skuld standa þeir þó uppúr, Hoff- man og Pacino, sýna báðir dýr- lega afkáralegan gamanleik. Ég spái þeim yfírhönnuði myndar- innar, Richard Sylbert og öllu hans fólki, og kvikmyndatöku- stjóranum Vittorio Storaro, Óskarsverðlaunatilnefningu, ef ekki verðlaununum. Inní þessa eftirminnilegu mynd, sem þó höfðar eiginlega ekki til neins ákveðins aldurhóps, er fléttað Ijúfu Dickensævintýri. Meistaralöggan og Madonnan V estmannaeyjar: Busavígsla í Fram- haldsskólanum Vestmannaeyjum. NÝNEMAR í Framhaldsskólan- um í Vestmannaeyjum voru teknir inn í samfélag skólans með busavígslu fyrir skömmu. Busavígslan fór fram með öðru sniði en áður. Fram til þessa hafa busarnir verið baðaðir í illa þe- fjandi vatnsblöndu en nú var ann- ar háttur hafður á. Busarnir voru leiddir inn í sal skólans einn af öðrum, málaðir í framan og síðan vora þeir látnir leika hinar ýmsu kúnstir fyrir eldri nemendur skólans. Þeir vora látnir skríða eftir gólfinu, geltandi, mjálmandi eða jarmandi éða þeir hoppuðu á einum fæti gaggandi eins og hæn- ur. Að því loknu voru þeir látnir syngja eða fara með látbragðs- leiki. Þeir fáu sem ekki vildu hlýða böðlunum vora leiddir fyrir rétt en síðan vora þeir látnir taka út sína refsingu sem fólst í því að þeir vora grýttir eggjum. Um kvöldið var síðan Busaball þar sem nýnemar og þeir eldri skemmtu sér saman í sátt og sam- lyndi. Grímur Morgunblaðið/Grímur Gíslason Nýnemar í framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum voru teknir inn í samfélag skólans með busavígslu fyrir skömmu. Húsavík: Sjúkrahús- ið 20 ára Húsavík. Á ÞESSU ári eru 20 ár liðin síðan Sjúkrahúsið í Húsavík sf. flutti í núverandi húsnæði. Af því tilefni hefur stjórn þess ákveðið að minnast þessara tíma- móta hinn 6. október nk. og verð- ur stofnunin þá opin almenningi til sýnis milli klukkan 14 og 18. Þá gefst kostur á að skoða húsið og kynnast starfsemi þess. Forveri þessa sjúkrahúss — gamli spítalinn — tók til starfa hinn 17. nóvember 1936, en áður höfðu verið rekin hér svokölluð sjúkraskýli allt frá árinu 1912. HÁSKÓLI ÍSLANDS Endurmenntunarnefnd TMvunatkin lyiii Pt-tilw REIKNISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Þetta er eitt af vinsælustu námskeiðum okkar, þar sem byrjendum eru kennd und- irstöðuatriði í tölvunotkun. Námskeið, sem standa yfir í lengri tíma, hafa reynst mjög vel, því þau gefa fólki kost á að prófa sig áfram samhliða námsefninu. Farið verður í ritvinnslu (WordPerfect), töflureikni, (PlanPerfect) og stýrikerfið MS-DOS. Verð: 23.000,- Leiðbein.: Guðmundur Ólafsson, hagfr. og stundakennari H.í. Tími: 1. okt. - 3. des. á mánudagskvöldum kl. 20.00-22.30, auk frjálsra æfingatíma í tölvum Háskólans. Ath.: Starfsmenntasjóðir BSRB, SFR, BHMR og Verslunarmannafélags Rvk. styrkja félagsmenn á þetta námskeið. Skráning fer fram á skrifstofu endur- menntunarnefndar í símum 694923, 694924 og 694925. - Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.