Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Kveðja: Stefán Jónsson » Nokkur kveðjuorð frá veiðifélögum Stefán Jónsson var um margt merkismaður, alþingismaður, út- varpsmaður, rithöfundur og veiði- maður. Kynni okkar af Stefáni voru fyrst og fremst af honum sem veiðimanni, við veiðar og samveru- stundir tengdar þeim. Stefán hafði yndi af veiðiskap og var mikill listamaður á því sviði, hvort sem um var að ræða stangveiði eða skotveiði. Hann var hafsjór af ýmsum fróðleik og oft var gaman að hlusta á Stefán segja sögur á sinn skemmtilega hátt og ígrunda síðan ýmsar kenningar um veiði og náttúruna. Það var því ekki að ástæðulausu að við félagarnir ákváðum fyrir nokkrum árum að gera Stefán Jónsson að heiðursfélaga í veiði- klúbbnum okkar og sótti hann oft fundi hjá okkur. Stefán var sannur veiðimaður, veiðimaður af lífi og sál. Við félagarnir kveðjum Stefán með söknuði. Þar fór góður vinur og félagi sem svo sannarlega gaf þeim sem yngri voru gott vega- nesti úr veiðimal sínum á hinar stórkostlegu veiðilendur landsins okkar. Við færum öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Veiðiklúbburinn Landsliðið. ___________BRIDS______________ Arnór Ragnarsson Vestfjarðamót í tvímenningi Úrslit: Vestfjarðamót í tvímenningi 1990 var háð helgina 15. og 16. september sl. Spilað var í íþrótta- húsinu á Tálknafirði við ákjósanleg- ar aðstæður og mættu alls 20 pör til leiks. Úrslit urðu eftirfarandi: Amar G. Hinrikss. — Einar V. Kristjánsson221 Gunnar Jóhanness. - Guðm. Fr. Magnúss. 132 Magnús G. Magnússon — Víðir Ásgeirsson 84 Ágúst Pétursson — Ingveldur Magnúsdóttir 72 HaukurÁmason — Þórður Reimarsson 64 Rafn Hafliðason — Snorri Gunnlaugsson 46 Guðmundur M. Jónss. — Kristján Haraldss. 38 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 24. september hófst haustbarómeter með þátttöku 20 para. Spilaðar voru 5 umferðir af 19, en alls verður barómeterinn fjögur kvöld. Þessir stóðu sig best: Berglind Oddgeirsd. - Guðl. R. Jóhannsson 30 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 29 Jens Sigurðsson - Jón Sigurðsson 26 Guðl. Oskarsson — Sigurður Steingrímss. 26 Marinó Guðmundsson - Njáll Sigurðsson 24 Bikarkeppni BSÍ Einn leikur hefur farið fram í 8 sveita úrslitum Bikarkeppni BSÍ, sveit Sigurðar Siguijónssonar gerði sér lítið fyrir og sló út sveit bikarmeistara Tryggingamiðstöðvarinnar í jöfnum leik, en munurinn var í lokin 18 imp- ar. Olokið er 3 leikum en þeir fara fram sem hér segir: Roehe (áður Delta) — Samvinnuferð- ir/Landsýn laugardaginn 23. septem- ber, Forskot — Esther Jakobsdóttir þriðjudaginn 25. september, S. Ármánn Magnússon — Ásgrímur Sigurbjörns- son laugardaginn 29. september. Dregið verður í undanúrslitum Bik- arkeppninnar fyrir spilamennsku í BR, Sigtúni 9, miðvikudaginn 26. septem- ber. Undanúrslitaleikurinn (48 spil) fer fram í Sigtúni 9, sunnudaginn 30. sept- ember og hefst hann ki. 10.00. Úrslita- leikurinn í Bikarkeppninni verður spil- aður á Hótel Loftleiðum sunnudaginn 7. október og verða spiluð 64 forgefín spil, sem sýnd verðar á töflu fyrir áhorf- endur. Spiiamennska hefst kl. 10.00. Háskóli Islands: Erindi um umhverfismál í VERKFRÆÐIDEILD Háskóla Islands verða á næstu vikum flutt 11 erindi um umhverfismál. Til þeirra er stofnað fyrir nemendur í deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, eins þeim, sem ekki eru nemendur í Háskólanum. Umsjón hefur Trausti Valsson, dósent. Erindin verða flutt á mánudögum kl. 17.15 í stofu 157 í húsi verkfræði- deildar, Hjarðarhaga 6. Þau eru ráð- gerð svo sem hér segir: 1. október: Dean Abrahamsson, prófessor University og Minnesota: Áhrif kjamorkuvera á umhverfið. 8. október: Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði: Ýmis undirstöðu- atriði í vistfræði. 15. október: Þóra Ellen Þórhalls- dóttir, prófessor í líffræði: Rannsókn- ir á röskun lífríkis. 22. október: Jakob Björnsson, verkfræðingur, orkumálastjóri: Orkumál og umhverfi. 29. október: Vilhjálmur Lúðvíks- son, verkfræðingur, framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkisins: Verk- fræðilegar áætlanir og valkostir. 5. nóvember: Þorleifur Einarsson, Myndabrengl ÞAU LEIÐU mistök urðu í Morg- unblaðinu í gær á bls.31, að röng mynd birtist með grein Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur: Álver er áhættufyrirtæki. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum og birtir rétta mynd af Ingibjörgu Guðmundsdóttur. prófessor í jarðfræði: Jarðrask við mannvirkjagerð. 12. nóvember: Ingvi Þorsteinsson MS, Rannsóknastofnun landbúnað- arins: Eyðing gróðurs og endurheimt landgæða. 19. nóvember: Þóroddur F. Þór- oddsson, jarðfræðinggr, fram- kvæmdastjóri: Náttúruvernd í fram- kvæmd. 26. nóvember: Einar B. Pálsson, verkfræðingur: Matsatriði, m.a. nátt- úrufegurð. 3. desember: Trausti Valsson, skipulagsfræðingur: Þáttur skipu- lags í að móta umhverfisrannsóknum farveg. Ingibjörg Guðmundsdóttir TILBOÐ - ÚTBOÐ Lóðaútboð: Einbýlishúsalóðir og raðhúsalóðir í Setbergshlíð í Hafnarfirði eru nú til sölu einstakar útsýnislóðir í opnu útboði. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu SH Verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221. Tilboðum skal skila fyrir kl. 18.00 15. októ- ber 1990. LÖGTÖK Lögtaksúrskurður Hinn 25. september 1990 var í fógetarétti ísafjarðarog ísafjarðarsýslu kveðinn upp lög- taksúrskurður vegna álagðra gjalda 1990. Úrskurðurinn liggur frammi á skrifstofu em- bættisins. Búast má við því að lögtök verði án frekari fyrirvara framkvæmd að liðnum 8 sólarhringum frá birtingu þessarar auglýs- ingar. 26. september 1990. Bæjarfógetinn á ísafirði, Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, Pétur Kr. Hafstein. SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Kjördæmisráðið á Suðurlandi Fundur kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins á Suöurlandi verður hald- inn í Hellubíói laugardaginn 29. september nk. og hefst kl. 16.30. Á fundinum verður m.a. rætt um frágangframboðslista vegna næstu alþingiskosninga. Stjórn kjördæmisráös. Austurlandskjördæmi IIFIMDAI I UK Almennir stjórnmálafundir í Austurlands- kjördæmi verða haldnir sem hér segir: Eskifirði, í dag fimmtudaginh 27. þ.m. kl. 20.30 í Slysavarnarhúsinu. Norðfirði, föstudaginn 28. þ.m. kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu. Egilsstöðum, laugardaginn 29. þ.m. kl. 14.00. Á fundina koma Ingi Björn Albertsson, al- þingismaður, þingmenn og varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Kjördæmisráð Sjálfstæöisflokksins á Austurlandi. Hvað er að gerast í húsnæðismálunum? Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, heldur opinn fund ,um húsnæðismál og hið opinbera hús- næðiskerfi í Valhöll fimmtudaginn 27. september kl. 20.30. Framsögumenn verða Þórhallur Jósepsson, formaður húsnæðismála- nefndar Sjálfstæðisflokksins og Geir H. Haarde, alþingismaður. Allir velkomnir. Stjórn Heimdallar. Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík við næstu alþingiskosningar fari fram dagana 26. og 27. október nk. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til yfirkjörstjórnar innan ákveð- ins frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmaður staðið að fleiri tillögum en 8. Tillagan skal borin fram af 20 flokks- mönnum búsettum í Reykjavík. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbót- ar frambjóðendum samkvæmt a-lið, eftir því sem þurfa þykir. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs samkvæmt a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingis- kosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaöur getur staðið að fleiri framboð- uit) en 8. Framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, i Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 12.00 á há- degi mánudaginn 8. október nk. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. f ÉLAGSLÍF St.St. 59909277 VII I.O.O.F. 5 = 1729278'A = SK. □ HELGAFELL 59909277 IV/V 2 Hjálpræðisherinn Samkoma í umsjá hermanna í kvöld kl. 20.30. Verið velkomin. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Þú ert velkomin(n)! ÍUÚTIVIST GRÓFIHNI t • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSV/Utl 1460« Haustlitaferð í Bása 28.-30. sept. Skipulagðar gönguferðir um Goðaland og Þórsmörk. Dagsferð í Bása. Sunnudag 30. sept. Síðasta dagsferðin á árinu. Ath.: Söguferð á NjálUslóðir verður frestað til 19. okt. Myndakvöld fimmtud. 4. okt. Sýndar myndir úr Þórsmerkurgöngunni, grill- veislunni og frá göngu á Þríhyrn- ing. Kaffihlaðborð innifalið í miðaverði. Fjölmennum á þetta fyrsta myndakvöld vetrarins. Sjáumst! Útivist. Ungt fólk §i| meðhlutverk tgíGSÍ YWAM - ísland Samkoma verður í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Komum saman og lofum guð. Allir velkomnir. famhjólp i kvöld veröur almenn söng- og bænasamkoma í Þríbúðum kl. 20.30. Af fingrum fram. Sljórn- andi Óli Ágústsson. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Breski miðillinn Ray Williams heldur skyggnilýsingafundi fimmtudaginn 27. september og þriöjudaginn 2. október á Soga- vegi 69. Fundirnir hefjast kl. 20.30. Miðar fást í Garðastræti 8, 2. hæð. Opiö hús veröur haldið fyrir fé- lagsmenn mánudag 1. OKtóber kl. 20.00. Nánari upplýsingar á skrifstofunni, Garðastræti 8, 2. hæð og í síma 18130. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Helgarferðir 28.-30. sept. 1. Landmannalaugar - Jökul- gil. Nú er komið að síöustu og einni áhugaverðustu Land- mannalaugaferð ársins. Frábær gistiaðstaða í upphituöu sælu- húsi F.i. Ekið og gengið um hið litskrúðuga Jökulgil og margt fleira á dagskránni. 2. Haustlitaferð í Þórsmörk. Það er á fáum stöðum skemmti- legra að dvelja þegar haustar að, en í Skagfjörðsskála, Langa- dal. Gönguferðir við allra hæfi. Uþþlýs. og farm. á skrifst., Öldu- götu 3, símar 19533 og 11798, Haustlitir í Þórsmörk, sunnu- dagsferð 30. sept. kl. 8. Stans- að 2-3 klst. í Mörkinni, en á heimleið verða Nauthúsagil og Bæjargilið við Stórumörk skoð- uð í haustlitum (nýttl). Allir eru velkomnir í Ferðafélagsferðir, en það borgar sig samt að ger- ast félagsmaður. Hringið eða komið við á skrifstofunni. Af- sláttur í helgarferðir fyrir fé- laga. Munlð haustlitaferð í Þórsmörk 5.-7. okt. (uppskeruhátíð og grillveisla). Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.