Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 37 Guðrún L. Þorkels- dóttir — Minning Fædd 26. júlí 1914 Dáin 16. september 1990 Þann 16. september sl. lést Guðrún Lilja Þorkelsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, eftir löng og ströng veikindi. Hún var jarðsett mánudaginn 24. sept. sl. Nær hálf öld er liðin síðan ég kynntist Guðrúnu Lilju fyrst. Hún var þá ungur hjúkrunarfræðingur og starfaði á röntgendeild Lands- pítalans. Hún tók á leigu herbergi hjá foreldrum sínum á bernsku- heimili mínu. Þá áttu ungar, ein- hleypar konur yfirleitt ekki annars úrkosta en leiguherbergi byggju þær ekki í foreldrahúsum. Guðrún var mjög glæsileg kona, með kastaníubrúnt hár, klædd sér- stæðum tískufatnaði, sem var hannaður samkvæmt línum stærstu tískuhúsa heims, hattar, kápur og kjólar. Réð þarna sér- stæður smekkur, hugmyndaflug og hagsýni, því að ekki hafa efnin verið mikil. Hún setti svip á bæ- inn, sem var býsna grámóskulegur á þessum-árum. Guðrún hafði mikil áhrif á okk- ur Álfheiði systur mína. Ekkert fannst okkur skemmtilegra en að vera samvistum við hana. Hún var barngóð með afbrigðum og eyddi gjarnan frítíma sínum í að spjalla við okkur um lífið og tilveruna og hafði ákveðnar skoðanir og oft sérstæðar. Leyfði hún okkur oft og tíðum að máta fötin sín og prófa ilmvötnin sín. Það þótti mörgum stelpukrakkanum skemmtilegt, sem þá ólst upp í fábreytni þessara ára en jafnframt í draumaheimi og gerviveröld Hollywood-kvikmyndanna. Hámarkið var þó þegar Guðrún sá til þess að við systurnar fengum að fara í sveit til systur hennar, Þórdísar, og manns hennar, Krist- jáns Fjeldsted, að Feijukoti í Borg- arfirði. Þetta var ómetanlegur skóli fyrir okkur borgarbörnin að kynnast sveitabúskap á óvenju glæsilegu, menningarlegu og nút- ímalegu sveitaheimili, og þar sem ekki var aðeins búskapur heldur einnig umsvifamikil laxveiði, og húsmóðirin glæsileg eins og systir- in þótt ekki væru þær beinlínis líkar. Naut ég þessarar vináttu mörgum árum síðar er sonur minn fékk einnig að dvelja á þessu góða heimili. Guðrún Lilja var vel menntuð kona ekki síst á þeirra tíma mæli- kvai'ða. Hún lauk námi við Kvennaskólann í Reykjavík, Hjúk- ranarskóla íslands og síðar fram- haldsnámi í geðhjúkrun í Dan- mörku. Hún starfaði um tíma í Danmörku en síðan á Landspíta- lanum, lengst af á röntgendeild. Guðrún Lilja giftist frænda sínum, Gunnari Sigurðssyni, kaup- manni, og eignuðust þau einn son, Gunnar, sálfræðing. Þau hjón voru miklir listunnendur og málverka- safnarar og er mér tjáð að þau hafi átt eitt mesta einkamálvei'ka- safn á íslandi. Þar kynntist ég fyrst „abstrakt“-list, þótti hún furðuleg og lærði ekki að meta fyrr en löngu seinna. Eftir að Guðrún Lilja giftist flutti hún og leiðir skildu. Tengsl rofnuðu að nokkru en þó aldrei alveg. Árið 1971 hóf hún störf við sömu stofnun og ég, Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur, húð- og kyn- sjúkdómadeild. Þá voru vináttu- böndin treyst að nýju. Þar starfaði hún svo lengi sem aldur leyfði. Guðrún Lilja var góður starfs- maður, nákvæm, samviskusöm og fáguð í framkomu, hlý og skiln- ingsrík gagnvart skjólstæðingum sínum. Henni var ekki gert að krefjast mikils fyrir sjálfa sig, heldur fyrst og fremst að þjóna öðrum. Síðustu æviárin dvaldist Guðrún Lijla á heimilinu í Hátúni 10. Einlægar samúðarkveðjur flyt ég einkasyninum Gunnari, Þórdísi systur hennar og Kristjáni mági, að ógleymdri móður hennar, Guð- rúnu Bergþórsdóttur, sem nú dvelst á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Sú heiðurskona náði þeim áfanga sl. vor að fagna 100 ára afmæli, ótrúlega ern. Að leiðarlokum þakka ég Guð- rúnu Lilju samfylgdina, tryggð og vináttu og ekki síst þann þátt sem hún átti í uppeldi okkar systra, og svo síðast ánægjulegt samstarf. Bergljót Líndal Bókhalds- í haust og vetur mun Tölvuskóli Reylqavíkur bjóða áfram upp á bókhaldsnám fyrir fólk sem vill ná tökum á bókhaldi fyrirtækja.___________ Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjál&tætt við bókhaldið og annast það alit árið. Deim <sem ekki hafe kynnst bókhaídi gefet kostur á ðérstöku grunnnámskeiði. Á námskeiðinu verður eftirfarandi kennt: * ítarleg bókhaldsverkefni * Launabókhald * Virðisaukaskattur * Víxlar og skuldabréf * Bókhaldslög og reglugerðir * ASstemmingar * RaunhæS verkeSni * Tölvubókhald Námskeiðið er 72 klsi Tölvuskóli ReykJavíkur Borgartúni 28. S:687590 BUGS BUNNY ER FIMMTUGUR... og hefur elst ótrúlega vel Af þessu tilefni höfum við hjá Steinum hf. ákveðið að gefa honum og vinum hans alíslensk nöfn og kenna þeim að tala hnökralausa íslensku. Við auglýsum hér með eftir hæfileikaríkri persónu, sem getur tekið að sér að Ijá þessum fríða hópi raddir. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku, ríka tilfinningu fyrir mæltu máli og hæfileika til að syngja. Allir sem telja sig vera ofangreindum kostum búnir geta tekið þátt með því að lesa eftirfarandi texta inn á snældu og senda okkur fyrir 10. október merkt: / STEIIMARhf., RÖDDTILSÖLU / Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi \ BUGS BUNNY: „Gulrótarkaka! Uppáhaldið mitt, hvernig vissirðu...?" J DAFFY DUCK: „Bara tilviljun, bara tilviljun. “ f ELMERFUD: (smámæltur) „Hættiðiþessuþvaðri. Fáiðykkursætiog étum kökuna." í -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.