Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 25 Breskir iðnrekendur: Mesti samdráttur í efnahagslífi í 8 ár St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins SAMTÖK breskra iðnrekenda, CBI (Confederate of British Industry), segja samdráttinn í efnahagslífinu nú þann mesta í að minnsta kosti 8 ár. Þeir vilja að vextir verði lækkaðir. Breskir iðnrekendur gáfu á mánu- dag út mánaðarlega skýrslu sína um ástand í breskum iðnaði. í henni eru upplýsingar frá 1405 breskum iðn- fyrirtækjum, og meðal þeirra er um helmingur breskra útflutningsfyrir- tækja. 49% þeirra sögðu, að minna væri um pantanir nú en venjulega. 10% þeirra sögðu, að pantanir væru meiri en venjulega. Um 30% eiga von á, að framleiðsla hjá sér dragist saman á næstu mánuðum, en 20% þeirra sögðust eiga von á aukningu. Breskir iðnrekendur hafa ekki verið jafn svartsýnir síðan árið 1982. 35% útflutningsfýrirtækja sögðu, Færeyjar: Þingi frest- að vegna fót- boltaleiks Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FUNDUM færeyska lögþingsins um ijárlagafrumvarp stjórnar- innar hefur verið frestað þar sem þingmenn vilja fremur fylgjast með knattspyrnulands- leik Færeyja og Danmerkur í Kaupmannahöfn. Þingfundir voru ráðgerðir sama dag. Agner Nielsen, forseti lögþings- ins, sagði óumflýjanlegt að fresta fundum þar sem fjöldi þingmanna hefði boðað forföll þar sem þeir vildu heldur skreppa til Kaup- mannahafnar til að fylgjast með leiknum en sitja heima og rífast um fjárlögin. Nielsen sagðist ekki heldur hafa átt von á að margir fylgdust með þingfundum í útvarpinu þar sem bein sjónvarpsútsending frá leikn- um væri fyrirhuguð á sama tíma, en hann fer fram 10. október. Færeyskir skólastjórar báðu landsstjórnina um leyfi til að flytja haustfrí skólanna fram til þess að nemendur þeirra gætu skroppið á leikinn en þeirri ósk var hafnað. að pantanir væru minni en venju- lega, en 14% þeirra sögðu þær vera eins og venjulega. Þetta er mun verra en í ágúst sl. John Banham, framkvæmdastjóri CBI, sagði í fjölmiðlum um helgina, að brýn nauðsyn væri á lækkun vaxta til að koma í veg fýrir enn frekari samdrátt. Þetta er veruleg stefnubreyting hjá iðnrekendum, því fyrir hálfum mánuði lýstu þeir yfir fullum stuðningi við stefnu stjómar- innar í efnahagsmálum, þar á meðal háa vexti. John Major, fjármálaráðherra, sem er á ársfundi Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins í Washington, sagði um helgina, að ekki væri um að ræða samdrátt heldur væri efnahagslífið að hægja á sér. Samdráttur væri einungis, þegar framleiðsla hefði minnkað tvo ársfjórðunga í röð. Það væri nauðsynlegt að hægja á efna- hagslífinu til að verðbólga lækkaði og það hefði alltaf verið stefna stjórnvalda. Það væri engin sárs- aukalaus leið til, til að ná verðbólg- unni niður. Efnahagsséfræðingar segja Iíklegt, að Bretar gangi inn í mynt- samvinnu Evrópubandalagsins nú í haust og í kjölfar þess lækki vextir eitthvað. John Major sagði að engin breyting hefði orðið á þeirri stefnu, að ganga inn í samvinnuna við fýrstu hentugleika. Viðskiptahallinn við útlönd í ágúst var 1,1 milljónir sterlingspunda eða ríflega 110 milljarðar ISK. Það er töluverður bati frá mánuðinum á undan og bendir til, að eftirspum innanlands hafi dregist saman. Til London með íslenskum fararstjóra fyriraðeins kr. 33.900,- hjá Veröld - Islenskir fararstjórar - Ferðir til og frá fiugvelli - Gisting á afbragðsgóðum hótelum Brottfarir: 11. okt. 6 sæti laus 14. okt. 8sætilaus 18. okt. 12 sæti laus 21. okt. Uppselt 25. okt. 16 sæti laus HRpIB AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK. SlMI: (91) 622011 & 622200. gS222325SM aukne cht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI m ' KÆUSKAPAR FRYSTISKÁPAR 0G MARGT FLEIRA ELDAVÉLAR OG 0FNAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR W' / ÞURRKARAR RMBtí KAUPFÉLOGIN UM LAND ALLT SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 m MIKLAGARÐ Gríptu tækifærið! GoldStar síminn m/símsvara á aðeins kr. 9.952.- istgr..m/vsk). • Sími og símsvari í einu tæki • Fjarstýranlegurán auk^tækja úr öllum tónvalssímum - hvaðan sem er • 10 númera skammvalsminni • Fullkomnar leiðbeiningar á íslensku • 15 mánaða ábyrgö • Póstsendum. KRISTALL HF- SKEIFAN 11B - SÍMI 685750 Minnum á GoldStar tölvurnar og símkerfin Yale ,púllarar“ Níðsterkir fisléttir Yale - gæði - ending £ JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. 43 Sundaborg 13-104 R«yk)*vik - Stmi 668 S88 Úlpur st. 36-52 Verð 11.800,- \ZUUillLHUUi v/Laugalæk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.