Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 52
Báðir eru þeir ákærðir fyrir manndráp, rán — til vara þjófnað — og nytjastuld á bifreið Þorsteins með því að hafa að morgni mið- vikudagsins 25. apríl farið í bensín- afgreiðslu Esso við Stóragerði í Reykjavík í þeim tilgangi að ræna þar fjármunum og hafa, er þeir ^Voru komnir á staðinn, veist í fé- lagi að Þorsteini Guðnasyni og banað honum með því að stinga hann mörgum stungum í bijóst og bak með egg- og stunguvopnum og slá hann í höfuðið með þungum hlut og tekið úr peningaskáp stöðv- arinnar samtals krónur 542.891 í peningum og tékkum og horfið brott af vettvangi í bifreið Þor- steins sem ákærði, Guðmundur Helgi, ók að heimili sínu en þaðan ók ákærði, Snorri, bifreiðinni i bif- reiðastæði við Vesturgötu þar sem hann skildi hana eftir. Þá er höfðað mál gegn Guð- mundi Helga fyrir að hafa vorið 1989 keypt 1.000 skammta af LSD í Rotterdam og fengið þorra efnis- ins póstsent til landsins. Lögregla lagði hald á 692 skammta við hús- leit á heimili hans í apríl 1989. . - . . ,/ , r Morgunblaðið/EAX Rannsoknarlogreglan rannsakar oliuslysið við Laugarnes að hundruð fugla drepist vegna olíumengunarinnar. Á myndinni er olíublaut æðarkolla sem leitað hefur skjóls í Viðey. Næst landi í bak- sýn sést ljós olíubrákin á sjónum, Sjá bls. 29. Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur verið falið að rannsaka orsakir olíu- mengunarslyssins, sem varð við losun svartolíu í tanka Olís við Laugar- nes á mánudag. Ævar Petersen fuglafræðingur segir að útlit sé fyrir Coldwater Seafood í Bandaríkjunum: Verð á þorskflökum hækkar um 5% og verð á þorskblokk um 7% „VIÐ vorum að hækka verð á öllum þorskflökum um 15 sent til viðskiptavina og hækkuðum til dæmis verð á þorskflökum í fímm punda pakkningum úr 2,80 í 2,95 dollara fyrir pundið, eða um 5,4%. Við hækkuðum einnig verð á þorskblokk til framleið- enda úr 2,10 í 2,25 dollara, sem er rúmlega 7% hækkun,“ segir Matthías Á. Mathiesen gefur ekki kost á sér til þingframboðs á ný “MATTHÍAS Á. Mathiesen, fyrsti þingmaður Reykjaneskjördæmis, skýrði frá því á fundi í stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í fyrradag, að hann gæfi ekki kost á sér til þingframboðs í komandi Alþingiskosningum. Matthías Á. Mathiesen hefur setið á Alþingi frá vorkosningum 1959. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá stjórn Kjördæinisráðsins. Morgunblaðið sneri sér í gær til Matthíasar Á. Mathiesen og spurði hann, hvers vegna hann hefði tekið ákvörðun um að hætta þing- mennsku: „Ég ákvað að breyta til. Þegar kjörtímabilinu' lýkur, hef ég setið á Alþingi í 32 ár og verið í .ríkisstjórn í 9 ár. Það finnst mér ágætt og ég hef haft af því mikla ánægju. Ég vildi gjarnan breyta um starfsvettvang og fannst rétt að gera það nú.“ Matthías Á. Mathiesen kvaðst ekki hafa ákveðið hvað hann tæki sér fyrir hendur að loknum næstu þingkosningum, „en ég efast ekki ’um, að ég mun hafa nóg að gera og hef mörg hugðarefni, sem ég vil sinna. Ég hef ekkert ákveðið enn.“ Þegar Matthías Á. Mathiesen var spurður, hvort hann hefði hug á bankastjórastöðu við Seðlabankann svaraði hann: „Ég hef áður verið nefndur við bankastjórastöðu við Seðlabanka eða Landsbanka og hef ekki haft áhuga á þeim stöðum og það er óbreytt. Frá árinu 1958 hef ég verið sparisjóðsstjóri eða formað- ur sparisjóðsstjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar að undanskildum þremur árum. Njóti ég til þess trausts hef ég áhuga á að starfa áfram, sem formaður sparisjóðs- stjórnar. Sparisjóður Hafnarfjarðar er mjög sterk peningastofnun, sem er afar skemmtilegt að starfa við.“ Aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi, Matthías Á. Mathiesen. Ólafur G. Einarsson, Salóme Þor- kelsdóttir og Hreggviður Jónsson hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér á ný. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi hefur verið boðað til fundar miðvikudaginn 3. október n.k., þar sem tekin verður ákvörðun um, með hvaða hætti frambjóðendur í næstu þingkosning- um verða valdir. í kjördæmisráðinu eiga sæti um 130 fulltrúar. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater Seafood Corp., dótt- urfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Banda- ríkjunum. Coldwater hefur því hækkað verð á þorskflökum í fimm punda pakkningum um rúm 28% frá því í maí síðastliðn- um og verð á þorskblokk um tæp 41%. Þegar tillit hefur verið tekið tii verðbólgu í Bandaríkjunum er verð á þorskflökum í fimm punda pakkn- ingum og þorskblokk nú svipað og árið 1987 en þá komst verðið á þorskflökunum upp í 2,60 dollara fyrir pundið og verðið á þorskblokk- inni í 2,10 dollara fyrir pundið. „Það hefur verið mikill skortur á fiski og við erum að vonast til að framleiðslan fyrir Bandaríkin aukist vegna þessara verðhækkana,“ segir Magnús Gústafsson. „Samkeppnin frá Evrópu og þróun dollarans gera það að verkum að okkur gengur erfiðlega að fá afurðir og við érum að reyna að tryggja framboðið til að halda viðskiptavinunum. Kanadamenn hafa verið að hækka verð á sínum fiski og það gefur okkur tilefni til að hækka okkar verð,“ segir Magnús. Hann segir að Coldwater skammti viðskiptavinum sínum öll flök. Flakasalan hafi verið meiri fyrstu sjö mánuðina í ár en á sama tíma í fyrra en í águst og septem- ber hafi hún verið mun minni en á sama tíma í fyrra. Salan á unnu vörunni hafi hins vegar verið með svipuðu móti og í fyrra. „Til að tryggja okkur framleiðslu vorum við einnig að hækka verð á ufsa um 7-11 sent pundið, eða 5-8%, og verð á beinlausum karfa um 28-31 sent pundið, eða 17-18%. Þá hækkuðum við verð á roðýsu um 8% og verð á sjófrystri ýsu um tæp 4% en við erum nýbúnir að hækka verð á ýsu í fimm punda pakkning- um úr 2,90 í 3,05 dollara, eða um rúm 5%. Það munar því ekki nema 10 sentum á verðinu á þorski og ýsu í fimm punda pakkningum og viðskiptavinunum finnst verðið á ýsu orðið ansi hátt, enda þótt þeir kaupi hana,“ segir Magnús. Hann segir að þessar verðhækk- anir á fiski séu mun meiri en verð- hækkanir á öðrum matvælum í Bandaríkjunum í ár, sem hafi al- mennt verið lítið eitt meiri en verð- bólga þar en hún er nú 5-6%. Húsbréf: Salan orðin um 400 m.kr. SALA á húsbréfum hefur glæðst vcrulega að undanförnu, og lætur nærri að um helmingur húsbréfa á markaði sé seldur. Að sögn Gunnars Helga Hálfdán- arsonar hjá Landsbréfum, sem er viðskiptavaki húsabréfanna og tryggir endursölu þeirra, hefur verð- bréfafyrirtækið þegar selt húsbréf fyrir um 360 milljónir króna og að viðbættum loforðum er heildarfjár- hæðin orðin röskar 400 milljónir. Kaupendur húsbréfanna eru fyrst og fremst lífeyrissjóðirnir. Tveir menn ákærðir fyr- »ir morðið í Stóragerði MÁL sem ríkissaksóknari hefur höfðað gegn Guðmundi Helga Svavarssyni, 28 ára, og Snorra Snorrasyni, 34 ára, fyrir að hafa orðið Þorsteini Guðnasyni, bensínafgreiðslumanni við bensínstöð Esso í Stóragerði, að bana þann 25. apríl síðastliðinn var þingfest í Sakadómi Iteykjavíkur í gær. Jafnframt voru mennirnir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. desember. I ákæru ríkis- J saksóknara er mönnunum gefíð að sök að hafa í. félagi veist að Þorsteini heitnum og orðið hon- um að bana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.