Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI EM LANDSLIÐA „Eg er stottur af strákunum“ - SigmundurÓ. Steinarsson skrífarfrá Kovice - sagði Bo Johansson, þjálfari íslenska landsliðsins eftir 1:0 tap gegn Tékkum „ALLIR mínir menn komu í þennan leik til þess að gera sitt besta og það tókst þeim svo sannarlega. Eg get ekki annað en verið stoltur af strákunum. Þeir spiluðu eins og þeir best geta; börðust allan leikinn en voru ekki sáttir við úrslitin og það er ég ánægðastur með,“ sagði Bo Johansson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir að liðið hafði tapað fyrir Tékkóslóvakíu 1:0 f landsleik þjóðanna í Kosice. Geysileg stemmning var á vell- inum og var greinilegt að áhorfendur voru komnir til að sjá stórsigur sinna manna. Tékkar ætl- uðu sér að gera út- um leikinn strax í byijun og þeir voru ekki langt frá því. Aðeins meistaraleg markvarsla Bjarna Sigurðssonar kom í veg fyrir að boltinn hafnaði í neti íslands tvisvar á fyrstu átta mínútunum. 32.000 áhorfendur stóðu á öndinni þegar Bjarni varði glæsilega skalla frá Skuhravy á 6. mínútu og sló knöttinn yfir þverslá. Tveimur mínútum . síðar sló hann aukaspyrnu Bilek yfir á glæsilegan hátt. Það var ljóst strax í byijun hvað Tékkar ætluðu sér. Stöðugar há- sendingar inní teiginn voni ætlaðar Skuhravy, skallamanninum mikla, sem varð fljótlega að^gefa eftir í baráttu við ofjarl sinn, Atla Eð- valdsson. íslenska liðið átti í vök að veijast, lá aftarlega á vellinum og það bauð Tékkum upp á stór- sóknir. En Bjarni var sá þröskuldur sem Tékkar áttu erfitt með að kom- ast yfir og hann sá við skotum Tékka. En hann varð þó að láta í minni pokann á 43. mínútu er Dan- ek komst á auðan sjó í markteig Markið kom eftir mis- skilning Það var sárt að fá þetta mark á sig eftir að hafa varið erfið- ari skot. Pressan var mikil á okkur og markið kom á versta tíma. Það kom eftir misskilning á milli mín og Óla. Hann átti möguleika á að skalla knöttinn, en lét hann fara fram hjá sér því hann hélt að ég væri með hann. Ég kallaði aldrei og ég oft sagt við strákana að ef ég kalla ekki þá verði þeir að sjá um boltann. Þegar ég lít til baka þá get ég ekki annað en verið án- ægður með að tapa aðeins eitt núll fyrir fimmta besta liði heims,“ sagði Bjarni Sigurðsson. og skallaði knöttinn í netið. Áhorf- endur fögnuðu gífurlega og roðinn sást í austri. Áhorfendur voru ekki jafn án- ægðir í síðari hálfleik þegar íslend- ingar drógu sig úr varnarskelinni og hrelldu varnarmenn Tékka með skyndisóknum. Ólafur- Þórðarson átti fyrsta skot íslands að marki á 49. mínútu en Stejskal sá við hon- um. Besta tækifæri íslands kom á 52. mínútu þegar Arnór Guðjohnsen stakk boltanum inn á Rúnar Krist- insson. En misheppnað skot Rúnars var varið í horn. Eftir það skiptust liðin á að sækja og var greinilegt að Tékkar voru sáttir við 1:0 sigur á heimavelli. Áhorfendur voru ekki ánægðir og um miðjan síðari hálf- leik voru þeir farnir að blístra á sína menn, eftir að hafa sungið nær allan leikinn: „Við viljum mörk“. Það var greinilegt að mótspyrna íslands fór í taugarnar á Tékkum og sást það best þegar brotið var gróflega á Ragnari Margeirssyni. Búlgarska dómarann skorti kjark til að gefa Tékkum spjald á heima- velli en gaf Amóri það fyrir að mótmæla. Og þegar upp var staðið gengur sárir Islendingar af leikvelli. íslenska liðið lék mjög vel og sýndu strákarnir enn einu sinni að þeir geta velgt bestu landsliðum heims undir uggum. Það er á engan hallað þó frammistaða Bjama Sig- urðssonar sé sérstaklega nefnd. Tékkóslóvakía- ísland Kosice, undankeppni EM landsliða í knattspymu, 1. riðill, miðvikudaginn 26. september 1990. Mark Tékka: Danek (43.) Gul spjöld: Kubik, Tékkóslóavakíu. Atli Eðvaldsson, Sigurður Jónsson, Amór Guðjohn- sen, íslandi. Dómari: Todur Kolev frá Búlgaríu. Dæmigerður heimadómari. Áhorfendur: 32.000. Lið Tékka: Stejskal, Hipp, Kadlec, Hasek, Kocian, Kula, Bilek (Weiss 73.), Kubik, Danek, Skuhravy, Moravicik. Lið íslands: Bjami Sigurðsson; Guðni Bergsson, Þorgrímur Þráinsson, Sævar Jónsson, Atli Eðvaldsson; Rúnar Kristinsson (Pétur Ormslev 76.), Sigurður Grétarsson, Sigurður Jónsson, Ólafur Þórðarson, Ragnar Margeirsson (Kristján Jónsson 55.); Amór Guðjohnsen. Reuter Bjarni Sigurðsson átti mjög góðan leik í íslenska markinu í gær. Hann bjargaði tvisvar glæsilega á fyrstu mínútunum og var mjög öruggur. Á mynd- inni gómar hann eina af fjölmörgum fyrirgjöfum Tékka en Vaclav Danek sæk- ir að honum. Þorgrímur Þráinsson og Tomas Skuhravy fylgjast með. Islendingar með gott lið“ 99 Geta íslendinga kom mér ekki á óvart. Ég varð vitni að því er Frakkar unnu heppnissigur í Reykjavík, 2:1. íslendingar eiga stóran hóp af baráttumönnum og það er ekki hægt annað en dáðst að dugnaði þeirra og vilja,“ sagði Milan Macala, þjálfari tékkneska landsliðsins, eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að byija Evrópukeppnina vel og ég vonaðist eftir fleiri mörkum. Mínir menn fóru illa með góð færi, en þegar við skoruðum fyrsta markið sagði ég að fleiri mörk myndu fylgja í kjölfarið. Það tókst okkur ekki og getum við kannski nagað okkur í handarbökin fyrir færin sem við nýttum ekki. Óhagstæð markatala hefur orðið okkur að falli í undan- keppni," sagði Macala. Hann sagðist ekki geta annað en dáðst að litla íslandi sem ætti svo marga leikmenn með sterkan persónuleika. Hann sagðist eiga erfitt verk framundan við val á landsliðinu. „Eg þarf að kalla á marga leikmenn erlendis frá sem leika mismunandi tegundir af knattspyrnu. En að leik loknum í dag erum við þakklátir fyrir sigur- inn, þvi að tvö stig er gott nesti fyrir næstu átök,“ sagði Macala. „Gef kost á mér meðan ég er valinn“ - sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins Háværar raddir hafa verið uppi um að margir leikmenn íslenska liðsins væru á síðasta snúning með liðinu. íslenska liðið væri skipað eldri leikmönnum og tímabært væri að yngja upp. Atli Eðlvaldsson er elsti leik- maður íslenska liðsins og sagði hann, að ef talað væri um gamlá leikmenn væri greinilega átt við sig: „Ég er ekki hættur. Og með- an ég er valinn til þess að leika fyrir hönd íslands mun ég ekki svíkjast undan merkjum. Ég vona að ég fái að spila nokkur ár í við- bót,“ sagði Atli. „Menn hafa rætt um uppbygg- ingu á nýju landsliði en ég spyr: Hvað er uppbygging? Er það ekki að yngri menn fái að spila við hlið þeirra eldri? Úrslitin f 21árs leiknum sýndu okkur að strákarn- ir ungu eiga margt eftir ólært. Hvað gerðist í kvöld? Þetta erum við, gáfum allt sem við áttum í leikinn og þegar 20 míntur voru eftir af leiknum voru það við sem gátum barið á bijóstið. Við lékum þetta létt þegar Tékkarnir voru að bugast og með þessu hugar- fari vil ég sjá Island spila í fram- tíðinni. Eg er alltaf tilbúinn til þess að víkja fyrir betri mönnum. Hvenær það verður veit enginn,“ sagði Atli. Atli „át“ Tom- as Skuhravy Eg er ánægður að þetta verk er búið. Það var erfitt að spila gegn Tékkunum sem eru stórir, sterkir og fljótir. Með smá heppni hefðum við getað náð betri úrslitum því að þegar Tékkar skoruðu vissum við og heyrðum að þeir væru að brotna. Það var ánægjulegt að sjá hvernig Atli Eðvaldsson hreinlega „át“ Tomas Skuhravy. Hann sást ekki í leiknum," sagði Þorgrímur Þráinsson. Ég hef aldrei spilað í þvílíkri stemmningu og var hér, hávaðinn frá áhorfendum var svo mikili að við heyrðum ekki hver í öðrum þó við hrópuðum til næsta manns af fimm metra færi. Stemmningin í liðinu var mikil, en svekkelsið enn meira eftir leikinn það sást best á* því að það var dauðaþögn inní bún- ingsklefanum," sagði Þorgrímur. Sævar Jónsson, félagi Þorgríms í Val, sagði að mistökin hefðu kom- ið strax í byijun. „Við lékum allt of aftarlega og það varð til þess að pressan varð meiri á vöminni. Markið sem við fengum á okkur* kom á versta tíma,“ sagði Sævar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.