Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 17 CAMERATA Tónlist Jón Asgeirsson Það er sennilega erfiðara fyrir unga hljómsveitarstjóra hér á landi að skapa sér verðug viðfangsefni en flesta aðra tónlistarmenn og lausnarorð þeirra hefur því verið að stofna hljómsveitir, sem að mestu leyti hafa þó verið skipaðar atvinnumönnum úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Nýjasta hljómsveitin af þessu tagi er Camerata, sem Örn Óskarsson, ungur hljómsveit- arstjóri, hefur sett á laggirnar nýlega. Camerata hóf starfsemi sína með tónleikum í Neskaupstað sl. laugardag, daginn eftir á Egils- stöðum og mánudagskvöldið í Hafnarborg í Hafnarfirði. Síðast- nefndu tónleikarnir voru haldnir vegna 40 ára afmælis Tónlistar- skólans í Hafnarfirði. A efnisskránni voru verk eftir Dag Wiren, Mozart, Sjostakovítsj, Jón Þórarinsson og Inga T. Lárus- son. Einleikari var Þorsteinn Gauti Sigurðsson á píanó og Lárus Sveinsson á trompett. Fyrsta verk- ið var Serenaðan fræga eftir Wir- en, sem hljómsveitin lék hressi- lega. Annað verkið, sinfónía KW. 201 eftir Mozart, var ekki óþokka- lega leikin en þar mátti merkja að Örn Óskarsson á enn eftir að þroskast sem túlkandi. Það vantaði tregann í fyrsta þáttinn, annar þátturinn og sérstaklega menúett- inn var of harður og í heild var sinfónían í of föstum takti og lítið um að slakað væri á eða skilið á milli hendinga. Mozart, eins opin- skár og hann er í tónverkum sínum, er vandmeðfarinn hvað snertir tónræna túlkun og hafa margir ungir tónlistarmenn þurft að taka sig taki til að hafa tónlist hans á valdi sínu. Best tókst Erni upp í Píanókon- sertinum nr. 1, eftir Sjostakovítsj. Konsertinn er skemmtileg tónsmíð og var frumfluttur fyrir nærri 57 (SaitkTiecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI RtfBW &SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ & KAUPFÉLÖGIN árum (15.10. 1933) í Leníngrad og lék höfundurinn sjálfur á píanó- ið. Fræðimenn hafa velt því fyrir sér hvað hafi vakað fyrir höfundin- um að semja verkið fyrir strengja- sveit og ásamt píanóinu aðeins fyrir einn trompett, sem er notaður á nokkuð óvenjulegan hátt í niður- lagi fyrsta kaflans, þegar píanóið leikur upphafsstefið. og trompett- inn „tuldrar undir“ á lága tónsvið- inu. Þá vöktu ekki síður athygli nokkrar tilvitnanir m.a. í frægt rondó eftir Beethoven. Þorsteinn Gauti Sigurðsson lék konsertinn mjög vél, náði að móta vel hrynskarpar línur verksins og leika fallega með ýmis ljóðræn mótív, sem andstæður verksins mótast af. Þá voru kadensurnar í Camerata. þriðja þætti vel leiknar og sömu- leiðis gáskafullur lokakaflinn. Lár- us Sveinsson lék á trompettinn og „söng litla lagið“ í fyrsta kaflanum mjög fallega og ekki síður „tuldr- ið“ í lok kaflans. Örn Óskarsson er ungur að ánim. Hann hefur nýlega lokið prófi í hljómsveitarstjórn, stjórnað hljómsveit í Mexíkó og er þetta í fyrsta sinn sem hann stendur á pallinum hér heima. Örn fer vel af stað og tókst sérstaklega upp í Sjostakovítsj og mótaði mjög fal- lega lögin úr kvikmyndinni Paradísarheimt eftir Jón Þórarins- son og raddsetningu Kurans á lagi Inga T. Lárussonar, í svanalíki. Frammistaða Arnar gefur vísbend- ingu um að hann sé á réttri leið, í leit sinni til skilnings á duldum innviðum tónlistarinnar. Sameining um eiit hraðbankanet Allir bankar og sparisjóöir hafa nú samein- ast um einn Hraöbanka, eitt net sem tekur við af tveimur. Afgreiðslustaðirnir verða 25 talsins og standa þér alltaf opnir. Þú þarft ekki að keppa við tímann; þú getur sinnt öllum algengustu bankaerindum í Hraðbankanum, þegar þér hentar best. Hraðbankinn býður þér: • að taka út reiðufé, allt að 15.000 kr. á dag • að leggja inn peninga/tékka • að millifæra af sparireikningi á tékka- reikning eða öfugt • að greiða gíróseðla með peningum/tékk- um eða millifærslu af eigin reikningi • að fa upplýsingar um stöðu eigin reikninga. Hraðbankinn er stilltur fyrir þig - allan sólarhringinn! Bankakort Búnaðarbanka, Landsbanka, Samvinnubanka og sparisjóðanna gilda í Hraðbankann, svo og Tölvu- bankakort íslandsbanka, sem gefin hafa verið út á árinu 1990. Ef þú átt ekki kort, færðu nýtt Hraðbankakort í útibúinu þinu. Kynntu þéismöguleikana vel - láttu Hraðbankann þjóna þér! mh Hraöbankinn ' " -ÞJÓNUSTA NÓTT SEM NÝTAN DAG! YDDAF11.5SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.