Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 218. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Indland: Sjálfsmorðsalda vegna boðaðra réttarbóta Nýju Dclhí. Reuter. LÖGREGLUSVEITIR á Indlandi skutu ekki færri en sex manns til bana í gær er hópar fólks komu saman til að mótmæla þeirri ákvörð- un stjórnvalda að fjölga atvinnutækifærum til handa fólki, sem telst til réttlausra stéttleysingja (paría), samkvæmt hindúasið. Fjölmörg ungmenni hafa freistað þess að binda enda á líf sitt með sjálfsíkveikju og eiturdrykkju sök- um þessara áforma, sem talin eru skerða afkomumöguleika þeirra sem bornir eru til stjórnsýslustarfa. Síðustu vikuna hafa að minnsta Bandaríkin: 40.000 her- menn fluttir frá Evrópu Washington. Reuter. DICK Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að 40.000 bandarískir hermenn í Vestur-Evrópu yrðu fluttir heim á næstu 12 mánuðum. I tilkynningu sem Cheney birti í gær sagði að tímbært væri að draga saman styrk heraflans í Evrópu bæði vegna breyttra aðstæðna og minnk- andi framlaga til varnarmála. Banda- rískir embættismenn sögðu að mest- ur yrði niðurskurðurinn í Vestur- Þýskálandi. Talsmaður varnarmálaráðuneytis- ins sagði þessa fækkun hafa verið ákveðna með hliðsjón af væntanleg- um sáttmála um fækkun liðsafla og vígtóla í Evrópu. Leiðtogar risaveid- anna höfðu orðið um það ásáttir að fækka í herliðinu þannig að hvort stórveldið um sig hefði mest 195.000 hermenn í álfunni en nú er almennt talið að samið verði um mun stór- felldari niðurskurð. Þá hafa Banda- ríkjamenn afráðið að loka einhliða rúmlega 130 herstöðvum víða um. heim á næstu árum en flestar þeirra eru í.Þýskalandi. kosti 13 ungmenni reynt að fremja sjálfsmorð með því að kveikja í sjálfum sér á opinberum vettvangi og í gær bættist það fjórtánda við er 13 ára gamali drengur reyndi að fremja sjálfsmorð í Nýju Delhí. 26 ára gamall námsmaður batt enda á iíf sitt með sjálfsíkveikju og a.m.k. fimm aðrir freistuðu þess að gera slíkt hið sama í gær. Fyrr um daginn hafði 15 ára gömul stúlka framið sjálfsmorð með því að stökkva fyrir járnbrautarlest. Vitað er um tvö ungmenni sem frömdu sjálfsmorð með því að drekka skor- dýraeitur og fregnir bárust í gær af 15 ára stúlku sem sögð var þungt haldin eftir eiturdrykkju. Lögreglumenn bera ungan námsmann á brott eftir mótmæli í Nýju Delhí. Reuter Irakar fordæma viðvaranir sovéskra stjórnvalda: Hóta að hengja flóttamenn í sendiráði Bandaríkianna RntrrlnH Nilrnsíii Nnu; Ynrlí Snmniniidu UiÁAiittiim Rontnr rlníi Bagdad, Nikósíu, New York, Sameinuðu þjóðunum. Reuter, dpa. STJORNVOLD í Irak fordæmdu í gær Sovétstjórnina og þá harðorðu ræðu sem sovéski utanríkisráðherrann, Edúard Shevardnadze, flutti á þriðjudagskvöld er samþykkt var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að koma í veg fyrir alla flutninga loftleiðina til íraks. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti í gærkvöldi að írösk stjórnvöld hefðu farið fram að fá afhentan lista með nöfnum óbreyttra borgara, sem leitað hefðu skjóls í bandaríska sendiráðinu í Bagdad, og hótað að hengja hvern þann sem ekki teldist opinber stjórnarerindreki. Baker sagði _ þessa orðsendingu hafa borist frá írak, kvað hana við- urstyggilega og lýsti yfir því að Reuter Mótmæli við Kremlarmúra Fullorðin kona gægist út úr bráðabirgðabústað sinum við Kremlar- múra í Moskvu. Tjaldinu var slegið upp til að mótmæla þeim pólitíska og efnahagslega vanda sem stjórn kommúnista hefur komið lands- mÖnnum í. Á myndinni af Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga stend- ur: „í embættiseið forsetans er heitið að tryggja réttindi fólksins. Hvenær verður það gert?“ Á borðanum á tjaidinu er háðsleg kveðja: „Bestu þakkir til Kommúnistaflokks Sovétríkjanna.“ ekki kæmi til greina að verða við þessari kröfu. írakar brugðust í gær hinir verstu við ræðu E. Shevardnadze en í henni hvatti hann Saddam Hussein forsetá íraks til að láta skynsemina ráða og kalla heim innrásarliðið frá Kú- væt. Að öðrum kosti kynnu Samein- uðu þjóðirnar að grípa til sam- ræmdra hernaðaraðgerða gegn írökum. Stjórnmálaritstjóri INA, hinnar opinberu fréttastofu íraks, fordæmdi þær breytingar sem orðið hefðu á afstöðu Sovétstjórnarinnar til Iraka og annarra ríkja Araba. Sagði hann „hótanir“ utanríkisráð- herrans greinilegt merki um að Sov- étmenn hefðu gerst „mútuþegar Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, olíufurstanna". í gær var birt í Amman í Jórd- aníu yfirlýsing frá utanríkisráðherra landsins þar sem sagði að stjórnvöld hygðust virða loftferðabann SÞ. í gærkvöldi sögðu Jórdanir hins vegar að reglulegir loftflutningar milli Bagdad og Amman yrðu „endur- skoðaðir". Fyrr um daginn höfðu tvær flugvélar haldið frá Bagdad og lent á fiugvellinum í Amman en í gærkvöldi iá ekki fyrir hvort fólks- flutningar sem þessir teldust brot gegn samþykkt Oryggisráðs SÞ frá því á þriðjudag. Dick Cheney, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í gær efast um að nauðsyn- legt reyndist að fela flugher Banda- ríkjanna að tryggja loftferðabannið. Utanríkisráðherrar risaveldanna komu saman til fundar í gær og boðuðu frekari viðræður um sam- starf í Persaflóadeilunni. David Levi, utanríkisráðherra ísraels sem staddur er í Banda- ríkjunum, sagði í gær að ísraelar hefðu afráðið að hafa ekki afskipti af Persaflóadeilunni nema þeir neyddust til að veija hendur sínar. Hefðu Bandaríkjamenn hvatt ísra- elsk stjórnvöid til að fylgja þessari stefnu og hefði verið akveðið að verða við þeirri beiðni. Á hinn bóg- inn myndu ísraelar grípa til snöggra og þungra hefndaraðgerða réðist Sadöam Hussein, sem Levi nefndi „hinn nýja Satan“, á land þeirra. Jafnframt sagði ísraelski utanríkis- ráðherrann það ávallt og ævinlega hafa verið markmið Saddams að leggja ísrael í auðn og hefði herför- in inn í Kúvæt aðeins verið þáttur í þeim áformum. Réttindi trúaðra leidd í Yög í Sovétríkjunum Deilur um trúfræðslu tefja fyrir end- anlegri samþykkt Æðsta ráðsins Moskvu. Reuter. ÆÐSTA ráðið, þing Sovétríkjanna, samþykkti í gær sérstaka viljayfír- lýsingu þess efnis að endi verði bundinn, með lögum, á ofsóknir á hendur trúuðum og að tryggð verði réttindi hinna ýmsu trúarhópa þar í landi. Ákafar deilur blossuðu hins vegar upp um tiltekna grein lag- anna er varðar trúfræðslu í skólum og var af þeim sökum ekki unnt að afgreiða þau með formlegum hætti en það verður gert síðar. Unnið hefur verið að gerð laga- frumvarpsins í tvö ár en allt frá því Míkhaíl S. Gorbatsjov hófst til valda í Sovétríkjunum fyrir fimm árum hafa samskipti ríkisvaldsins og hinna ýmsu trúarhópa þar eystra farið batnandi. í samþykktinni er kveðið á um að allir trúarhópar skuli jafnir fyrir lögum og að öllum Sovétborgurum sé fijálst að móta eigin afstöðu tii trúarbragða. Ríkisvaldinu er óheim- ilt að hafa afskipti af trúarlegum málefnum en stofnanir sem starfa á þessu sviði mega á hinn bóginn ekki taka þátt í stjórnmálastarfsemi. Ekki reyndist unnt að samþykkja lögin með formlegum hætti vegna deilna um hvort veita megi trú- fræðslu í skólum eftir að hefðbundn- um skóiatíma lýkur. Höfðu sumir þingmenn á orði að þetta myndi leiða til deilna og jafnvel átaka milli hinna ýmsu hópa trúaðra og vísuðu til þess að nóg væri sundrungin iyrir í samfélagi Sovétmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.