Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 fclk í fréttum SKEMMTANIR Afmælisveisia Mikil barnahátið var á Ljós- myndastofu Sigriðar Bac- hmann sunnudaginn 23. septem- ber, en þá var liðið ár frá því að stofan tók til starfa. Sigríður bauð þá öllum þeim börnum sem hún hefur ljósmyndað á árinu til af- mælisveislu og var þar margt um manninn og mikið um dýrðir eins og myndin ber með sér. Börnin eru máluð í tilefni dagsins. Morgunblaðið/Þorkell Frá Frægmóti TR um helgina. Fremstir á myndinni eru Eggert Þorleifsson og Ragnar Halldórsson sem tefldu fyrir sveitir leikara og forstjóra. SKAK Alþingismenn öruggir sigurvegarar Sveit alþingismanna vann yfirburðasigur á svo- nefndu Frægmóti Taflfélags Reykjavíkur um helgina. Þeir Geir Haarde, Guðmundur Ágústsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Hreggviður Jónsson fengu 29 'U vinning af 36 mögulegum, en tíu sveitir tefldu á mótinu og var umhugsunartíminn 7 mínút- ur á skák. Þijár sveitir urðu næstar og jafnar með 20 vinninga, en sveit borgarstjómar var dæmt ann- að sætið á stigum. í henni tefldu Haraldur Blöndal, Hrafn Jökulsson, Sveinn Andri Sveinsson og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson. í þriðja sæti varð sveit Ríkisútvarpsins . KNATTSPYRNA Snæfell atti kappi viðKR Ungmennafélagið Snæfell fékk meist- araflokk KR í knattspyrnu í heimsókn fyrir skömmu, en KR-ingar sóttu Stykk- ishólm heim fyrir áeggjan Hótels Stykkishólms og Knattspymuráðs Snæ- fells. Veður var heldur leiðinlegt, stormur og kaldi, en leikurinn var fjörugur. KR-ingar sigr- uðu, skoruðu níu mörk á móti einu marki heima- manna. Á myndinni eru liðin saman komin eftir leikinn. FALKAORÐAN Heiðraður fyrir framlag til íslenskra fræða Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands sæmdi sænska doktor- inn Gad Rausing nýlega fálkaorð- unni. í tilefni af því hélt forseti orðuþeganum jafnframt veislu. Heiðurinn fær dr. Rausing fyrir ómetanlegt framlag hans til að efla kennslu í íslenskum fræðum við háskólann í Oxford. Dr. Gad Rausing er fornleifa- fræðingur og einn aðaleigandi fyrir- tækisins Tetrapak sem hefur lengi haft mikil viðskipti við Island. Á síðasta ári beitti hann sér fyrir því að fynrtækið lagði fram 400.000 sterlirigspund, eða rúmlega 40 millj- ónir íslenskar krónur til að tryggja framtíð kennarastóls í íslensku við Oxford-háskóla sem kenndur er við Guðbrand Vigfússon. Dr.Rausing var hér á ferð í síðustu viku og auk þess sem honum var haldið fyrrgreint samsæti heim- sótti hann Árnastofnun, listasöfn og Háskóla íslands. Morgunblaðið/Einar Falur Vigdís sæmir dr. Rausing fálkaorðunni. SuKRASAGA Vel heppnuð auka- aðgerð á handleggs- broti Karls Bretaprins Karl Bretaprins hefur nýverið gengist undir aðra aðgerð vegna hins slæma handleggsbrots sem hann hlaut er hann steyptist af hestbaki í miðjum pólóleik í sum- ar. Var hann á skurðarborðinu í um þijár klukkustundir á meðan færustu læknar reyndu að púsla saman erfiðu brotinu. Að aðgerð lokinni voru læknar bjartsýnir og töldu að með tíma og æfingum gæti prinsinn orðið að mestu al- heill á ný, en það gæti tekið marga mánuði. Aftur á móti væri vísast að handleggurinn hefði orðið ónýtur ef brotið hefði ekki verið tekið upp á ný. Basil Helal, fréttafulltrúi Queens Medical Center í Nottingham, þar sem aðgerðin var gerð, sagði að Karl yrði líklega all marga mánuði að endurhæfa handlegginn að því marki að hann gæti talist fullgóð- ur. Bót í máli væri þó að nú væru horfur góðar, en fyrir aðgerðina hefðu þær verið næsta vonlitlar þar sem brotið hefði gróið bæði illa og skakkt. Karl var brattur er hann vaknaði af svæfingunni, en við rúmstokkinn sátu Díana prinsessa og prinsarnir litlu, synir þeirra. Hann kveinkaði sér þó töluvert er hann hreyfði handlegginn í fyrstu skiptin, enda hafði hann ekki getað gert það í níu vikur. Læknar hafa tjáð honum að endurhæfingin fyrstu vikurnar verði sársaukafull, en Karl segist engu kvíða. Karl yfirgefur sjúkrahúsið i Nottingham en við hlið hans gengur David Moss framkvæmdastjóri sjúkrahússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.