Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 ,lát*ur Xrtlttl* iS-2°0/o ?L öHunL SIÐUSTU DAGAR KOSTA BODA KR1NGIAN KÖHeNH Sími 689122 Sigiwlaug H. Ölafs- dóttír - Minning Nýlega lést gamall og traustur félagi okkar IR-inga, Sigurlaug Ólafsdóttir Hólm. Sigurlaug var ekki þekkt fyrir afrek sín á íþrótta- vellinum, en hún lét eftir sig meiri afrek og framlag til fijálsíþrótta en margur gerir sér grein fyrir. Hún var mikill áhugamaður um frjálsíþróttir ög mætti á nær öll fijálsíþróttamót, enda hafði hún að jafnaði mörgum að fylgjast með sem voru hennar böm og síðar bamaböm. Síðast kom þessi dyggi stuðn- ingsmaður okkar ÍR-inga á Bikar- keppni FRÍ í lok júlí. Hún var síðan heiðursgestur okkar í hófi sem haldið var í lok keppninnar. Sigur- laug fylgdist vel með því sem var að gerast á vellinum og gladdist ætíð yfir framförum og góðum afrekum, sérstaklega ef ungir keppendur áttu í hlut. Afkomendur Sigurlaugar hafa margir hveijir verið í fijálsíþrótt- um, sér og félaginu til gagns og gamans. Börn hennar níu, ðlafur, Arni, Karl, Friðbjörn, Björgvin, Svala, Helgi, Mjöll og Sigurður tóku öll þátt í fijálsíþróttastarfi félagsins og settu mark sitt á íþróttina og félagið. Björgvin keppti á Ólympíuleikunum 1960 í tugþraut. Eftir að hafa hætt keppni varð Karl virkur í félags- starfinu og var m.a. formaður deildarinnar um skeið. Þriðja kyn- slóð þessarar fjölskyldu hefur einnig sett mark sitt á íþróttina með afrekum sínum. Sigurlaug hafði mikla trú á mikilvægi heilbrigðrar íþrótta- starfsemi og áhrifum hennar á uppeldi bama og unglinga. Hún studdi myndarlega við bakið á unglingastarfsemi í félaginu. Fyrir henni var þetta félag mikils virði og hún sýndi fijálsíþróttadeildinni hug sinn í verki með ýmsum hætti. Stuðningur af því tagi serh Sigurlaug sýndi deildinni er mikil- vægur okkur sem erum í starfinu í dag og vísbending um að við látum eitthvað gott af okkur leiða. Ég vil fyrir hönd félagsins færa þakkir til fjölskyldu Sigurlaugar fyrir framlag hennar og samúðar- kveðjur vegna fráfalls hennar. Jónas Egilsson, formaður frjálsíþróttadeildar ÍR. Þann 18. september síðastliðinn andaðist í Borgarspítalanum, 82 ára að aídri, okkar ástkæra amma, Sigurlaug Ólafsdóttir Hólm. Ekki duga örfá orð til að lýsa sorg okk- ar og þeim söknuði sem við finnum til við fráfall hennar. Það er erfitt að sætta sig við það að amma sé farin frá okkur að eilífu. Hún háði stutta en erfiða baráttu við sjúk- dóm, sem að lokum náði yfirhönd- inni. Margt kemur upp í huga okkar þegar við hugsum til baka, um allar þær stundir sem við átt- um með ömmu. Allar voru þær góðar og gott var að sækja ömmu heim. Á hennar heimili var góður andi og mikil hlýja. Hún var bros- mild og kát og lifði fyrir íjölskyldu sína. Hún kenndi okkur margt, sem á eftir að nýtast vel í lífinu. Hún styrkti okkur í einu og öllu, í hveiju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Amma lagði ætíð ríka áherslu á heilbrigt líf, enda lét hún mikið að sér kveða í íþróttastarfi. Fyrir íþróttahreyf- ingunni bar hún mikla virðingu. Amma var alltaf hreinskilin og sagði hispurslaust frá því sem í huga hennar bjó. Við virtum hana fyrir það, og munum gera það um ókomna tíð í hugum okkar þar sem minningin um hana er sterk. Skarð það er hún skilur eftir sig verður vandfyllt, en minningin um hana lifir og á hún eftir að styrkja okk- ur í sorginni. Vegna utanfarar, sé ég mér ekki fært að vera viðstödd jarðar- för ömmu minnar. En ég er og mun alltaf vera hjá henni í hugan- um. (Bryndís). Við biðjum góðan guð um að blessa hana og veita henni eilífan frið. Kristín Eva og Bryndís Rósíi Jóhannesdóttír. * 7 Armúla - Minning Fædd 23. mars 1915 Dáin 9. september 1990 Hún er einkennileg þessi mikla kyrrð sem fylgir í kjölfar þeirrar fréttar er sigð dauðans hefur hitt lífsþráð eins vinar úr samferðar- hópnum. Það er eins og tíminn stað- næmist um stundarsakir. Þannig fór mér er mér var tilkynnt lát vin- konu minnar Rósu Jóhannesdóttur frá Ármúla í Nauteyrarhreppi. Við sem höfðum mælt okkur mót í ró- legheitum í næstu viku er ég hætti að vinna. En nú er hún Rósa horfin á vit þess ókunna sem svo erfitt er að fá svar um. Kynni okkar Rósu eru aðeins fáein ár, urðum samferða í starfi er ég flutti hingað til ísafjarðar 1984. En þessi stuttu kynni tengdu okkur þeim félags- og vináttuböndum sem ekki hefðu rofnað þó samfylgdin hefði orðið lengri. En enginn má sköpum renna. Þessi stuttu kynni sýndu mér svo glöggt að þar fór góð kona sem Rósa fór. Þessi starfsama kona gerði ekki sterkar kröfur fyrir sjálfa sig var en því vökulli fyrir þörfum ástvina sinna og samferðafólks og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd hveijum sem var. Þegar ég lít til baka er ég byijaði að vinna á Vef- stofu Guðrúnar Vigfúsdóttur öllu og öllum ókunnug, þá stoppa ég við ýmis vandamál í starfinu er voru mér framandi en sem leystust svo auðveldlega þegar hún Rósa kom og leiddi mig á rétta braut. Þannig urðu kynni mín áfram af þessari góðu konu. Hún hafði ekki hátt og gumaði ekki af sínu, en ávallt tilbúin ef samferðafólk henn- ar þurfti hjálpar við. Þeir eru örugg- lega margir sem sakna vinar í stað þegar hún er horfin af sjónarsvið- inu; Ég þakka Rósu samfylgdina. „Hvar sem góðir menn fara eru þurfti rétt eins og góða álfkonan í ævintýrunum. Mamma giftist Friðbirni Hólm. Þau eignuðust 9 börn og eru þau öll gift og barnabörnin eru mörg og langömmubörnin líka. Frið- bjöm var burtkallaður úr hinu daglega lífi eftir nokkurra ára hjú- skap og átti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsi eftir það. Fyrstu ár mömmu með barna- hópinn voru erfið. Þá var ekki mikla hjálp að fá fyrir einstæða móður. Þá voru engar tryggingar, engar bætur. En þótt fátæktin væri mikil, var samheldnin því meiri. Allir hjálpuðust að við að sjá heimilinu farborða, og í sam- einingu tókst hópnum að byggja hús í Háagerði 53 þar sem mamma bjó með hluta af fjölskyldunni þar til hún fluttist í hús aldraðra í Furugerði 1, þar sem hún átti gott ævikvöld. Að lokum vil ég þakka alla hennar umhyggju, allar góðu stundimar, þegar við sátum saman og sungum og glöddumst. Það er henni að þakka, að við eram sam- rýnd og vitum hveit af öðra, hjálp- um hvert öðru og þykjum vænt hvert um annað. Við mamma hittumst á himn- um. Þá höldum við dýrðlegan fögnuð. Sigurður Hólm Heims mynd hafið skyggir bjarta, húmi slær að ótt. Sæt lind svölurnar vors hjarta send oss góða nótt, burt hrind böli hryggð og sótt; hugurinn hjá þér vaki, holdið blundi rótt. (Þorlákur Þórarinsson, ísl. ljóðasafn.) í dag kveðjum við móður okkar er andaðist 18. september sl., eft- ir erfiða sjúkdómslegu. Að leiðarlokum er margs að minnast. Mamma var bæði faðir okkar og móðir. Hún stóð ein uppi með 9 börn, er faðir okkar hvarf okkur vegna veikinda. Hún var sterk, og með eindæma dugnaði og viljastyrk tókst henni að koma öllum barnahópnum á legg. Það sem sterkast var í fari mömmu var lífsgleðin, sem hún bjó yfir alla tíð. Hún hafði létta lund og áhuga á öllum hlutum. Hun hafði alltaf mikinn áhuga á íþróttum, og mátti oft sjá hana á Laugardalsvellinum þar sem hún sat og hvatti sitt fólk. Hún var kjörin heiðursfélagi í ÍR, enda dyggasti stuðningsmaður þess fé- lags fyrr og síðar. Hún hafði yndi af að dansa og spila, og söng í mörg ár í kór, það var svo gaman að syngja. Mamma fæddist í Reykjavík 12. apríl 1908. Hún missti ung móður sína, en eignaðist góða stjúpu er reyndist henni vel. Mamma var alin upp í Vesturbænum og var mikill Reykvíkingur í sér. Dugnað- ur hennar og framtakssemi kom fljótt í ljós. Þegar hún var 12 ára gömul, hannaði hún og saumaði sinn fyrsta kjól. Og seinna meir þegar Mjöll systir fór að syngja opinberlega, var gott að koma í dyngju mömmu, sem töfraði fram kjóla og búninga og allt sem til Guðs vegir, segir Björnstjerne Bjömsson í einni bóka sinna. Því veit ég að hennar leið liggur um Guðs vegi eins og allt hennar líf gerði. Ástvinum hennar votta ég samúð mína. Þó Rósa hafi verið aldin að áram var hún ennþá ung og vökul í hugsun fyrir velferð þeirra. Blessuð sé minning hennar. Vilborg Guðmundsdóttir Þakstál með stíl Plannja till þakstál Aðrír helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiöjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaveikstæði Bjöms og Krisfjáns, Reyðarfirði, slmi 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Hjáokkurfæröuallar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja jiakstál með mattri litaáfénð, svartri eða tígulrauðri. ÍSVÖR HR Dalvegur 20 Kópavogur Pósthólf 435 • 202 Kópavogur Sími 91-670455 • Fax 670467

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.