Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Ný menntaviðmið Páfagarðs: Vísindamönnum og kenn- urum ber að fylgja kenni- setningum kirkjunnar Páfagarði. Reuter. BIRTAR voru í Páfagarði á þriðjudag reglur, sem lengi hefur verið beðið, er varða viðmið þau er katólskum mönnum ber að styðjast við á sviði æðri menntunar. Reglur þessar taka alls til 925 menntastofn- ana um heim allan en í skjalinu lýsir Jóhannes Páll páfí II yfir því að kennurum og rannsóknarmönnum beri að virða grundvallarkenni- setningar kirkjunnar jafnt á sviði Litið er á þessa yfirlýsingu páfa sem svar hans við gagnrýni sem fram hefur komið á hefðbundna afstöðu kirkjunnar m.a. til fóstur- eyðinga, getnaðarvarna og tiltek- inna rannsókna líffræðinga, sem talsmenn Páfagarðs hafa sagt sið- lausar í eðli sínu. Unnið hefur verið í 11 ár að skilgreiningu viðmiða þessara, sem biskupum kirkjunnar er aetlað að sjá til að verði virt. í yfirlýsingu páfa segir að tryggja beri sjálfstæði katólskra skóla sem menntastofana og virða beri andlegt frelsi þeirra sem þar starfa. Katólskum kennurum beri á hinn bóginn að fara eftir kenning- ■ RÓMABORG- Þekktasti rit- höfundur Ítalíu, Alberto Moravia, er íátinn á 83. aldursári. Hann skrif- aði yfir 20 bækur og var aðalvið- fangsefni hans konur, kynlíf og sið- ferði ítölsku miðstéttarinnar. Hlaut hann alþjóðafrægð árið 1947 með ævisögu rómverskrar portkonu. Hafa margar bóka hans verið þýdd- ar á erlend tungumál. ■ HAMBORG- Saksóknari í Vestur-Þýskalandi hefur gefið út ákæru fyrir meinta morðtilraun á hendur Mathias Rust, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir að lenda smáflug- vél á Rauða torginu 1987. Hann stakk 18 ára stúlku tvisvar með hnífi er hún neitaði að þýðast hann kynferðislega. Atburðurinn átti sér stað í nóvember í fyrra á sjúkra- húsi þar sem þau bæði unnu. Verði Rust, sem er 22 ára, fundinn sekur á hann yfir höfði sér a.m.k. þriggja ára fangelsisvist. trúar- og siðfræði. um kirkjunnar og siðfræði hennar og öðrum kennurum beri.að sýna grundvallarkennisetningum katól- skra fræða tilhlýðilega virðingu. Mikilvægt sé að kennsla í guðfræði fari fram í samræmi við texta guð- spjallanna og af virðingu fyrir ríkjandi hefðum innan katólsku kirkjunnar og valdi hennar á sviði æðri mennta. Á undanförnum árum hafa ráða- menn í Páfagarði varað vísinda- menn, einkum í katólskum háskól- um í Belgíu og Frakklandi, við því að gangast fyrir rannsóknum er brjóti gegn siðfræðikenningum kirkjunnar. Hefur þessari gagnrýni einkum verið beint gegn gervi- frjóvgunum og rannsóknum á sviði erfðafræða. „Rannsóknir í katólsk- um háskólum fara ævinlega fram með tilliti til og fullri virðingu fyrir þeim siðferðislegu grundvallaratrið- um er varða bæði þær aðferðir sem beitt er og þær niðurstöður sem fengnar eru fram,“ segir í skjalinu. Nokkrir katólskir guðfræðingar í Evrópu hafa að undanfömu látið í ljós efasemdir um að fylgja beri áfram þeim hefðbundnu kennisetn- ingum kirkjunnar er mæla gegn getnaðarvömum, samkynhnéigð og fóstureyðingum. Þessari gagnrýni svarar páfi svo í skjalinu sem birt var í gær: „Reynist það nauðsyn- legt, verða starfsmenn katólskra háskóla að hafa hugrekki til að segja sannleikann, jafnvel þótt hann geti í senn verið óþægilegur og litt til vinsælda fallinn meðal almenn- ings, en framfylgja ber til að tryggja viðgang hins góða í samfé- laginu.“ Reuter Oskar Lafontaine flytur ræðu sína á síðasta flokksþingi Jafnaðarmannafíokks Austur-Þýskalands. Oskar Lafontaine kanslaraefni jafnaðarmanna: Þýskaland verði kjarn- orkuvopnalaust svæði Jafnaðarmenn eiga undir högg að sækja í kosningabaráttunni Vestur-Berlín. Reuter. OSKAR Lafontaine, kanslaraefni jafnaðarmanna í þýsku kosningunum 2. desember, hvatti til þess í gær, að öll bandarísk kjarnorkuvopn yrðu Ijarlægð úr sameinuðu Þýskalandi. Sagði hann þetta á síðasta þingi Jafnaðarmannaflokks Austur-Þýskalands og risu fundarmenn úr sætum til að árétta fögnuð sinn vegna yfirlýsingarinnar. I dag verður austur- þýski jafnaðarmannaflokkurinn formlega hluti af vestur-þýska flokkn- um og er það lokaskrefið í samruna flokkanna fyrir sameiningu Þýska- lands á miðvikudaginn í næstu viku. í ræðu sinni á lokafundinum sagði Oskar Lafontaine meðal annars: „Nú þegar Austur-Þýskaland hefur verið gert að kjarnorkuvopnalausu svæði er aðeins rökrétt að öll kjarnorku- vopn verði ijarlægð úr Þyskalandi." Þjóðverjar eiga ekki sjálfir nein kjamorkuvopn en þar eru hins vegar bandarísk kjamorkuvopn í samræmi við skuldbindingar samkvæmt varn- arstarsamtarfi Atlantshafsbanda- lagsþjóðanna (NATO). Samkvæmt samkomulagi sem Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti og Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, gerðu í sumar féllust Sovétmenn á að Þýskaland yrði aðili að NATO, ef ekki yrðu meira en 370.000 her- menn í þýska hemum, ekki yrðu kjamorkuvopn í austurhluta Þýska- lands og Þjóðveijar framleiddu hvorki kjamorku-, efna- né sýkla- vopn.. Kohl skuldbatt sig hins vegar ekki til að hundmð bandarískra kjyrnorkuvopna yrðu fjarlægð frá Þyskalandi. Skoðanakannanir sýna, að Jafnað- armannaflokkurinn (SPD) nýtur miklu minna fylgis en stjómarflokk- arnir tveir, Kristilegi demókrata- flokkurinn (CDU) undir forystu Kohls og Fijálsi demókrataflokkur- inn (FDP). Könnun sem sjónvarps- stöðin ZDF lét gera um miðjan sept- ember sýnir 43% fylgi kristilegra demókrata en 25% fylgi jafnaðar- manna. Fréttaskýrendur eru sammála um, að almenningur treysti Kohl mun betur en Lafontaine til að takast á við hinn mikla vanda, sem fylgir sameiningu Þýskalands. Kohl leggi áherslu á bjartsýna þjóðerniskennd en Lafontaine reki neikvæða kosn- ingabaráttu og telji að sameiningin verði mun dýrari en Kohl vilji viður- kenna og leiði óhjákvæmilega til skattahækkana. Oeirðimar í Suður-Afríku eru ekki átök milli þjóða Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tim Mazeko, fulltrúi Afríska þjóðarráðsins I Suður-Afríku. —segir Tim Mazeko fulltrúi Afríska þjóðarráðsins í Kaupmannahöfn ÁTOKIN í Suður-Aft-íku undanfarnar vikur eru fyrst og fremst af félagslegum og stjórnmálalegum orsökum, ekki þjóðaátök zúlú- manna og xhosa. Mangosuthu Buthelezi vill ekki að aðskilnaðar- stefnan (apartheid) víki því að völd hans byggjast á henni,“ seg- ir Tim Mazeko, fulltrúi Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hann er nú staddur hér á landi i boði Suður-Afríkusamtakanna en Maz- eko er fulltrúi ANC í Danmörku, Færeyjum og á Islandi. Hann hefur m.a. rætt við fulltrúa íslenskra kennarasamtaka og mun hitta talsmenn stjórnvalda og verkalýðssamtaka. Mazeko varð á sínum tíma að flýja land vegna þátttöku í baráttunni gegn apart- heid og veitti í tíu ár forstöðu menntaskóla ANC i Tanzaniu þar sem um 1.500 útlægir unglingar frá S-Afríku njóta kennslu. Mazeko sagði nær fimm þúsund manns hafa fallið í átökum xhosa og zúlumanna síðustu fimm árin . Lengst af hefðu óeirðirnar eink- um verið í héraðinu Natal þar sem æðsti maður zúlumanna, But- helezi, segðist hefði töglin og hagldimar. „Vesturlandabúar segja að þetta séu innbyrðis átök svartra. Við segjum að apartheid sé undirrót þessa alls. Almenning- ur vill einfaldlega binda enda á apartheid og koma á lýðræði í Suður-Afríku. Buthelezi vill út- rýma allri andstöðu við sín eigin völd, eigin stefnu. Buthelezi er þátttakandi í bantustan-kerfi hvítra, sem vilja að svartir búi á skýrt afmörkuðum svæðum, svo- nefndum heimalöndum, og hann vill viðhalda því. Viðræður um framtíð landsins hafa verið milli fulltrúa ANC og stjómar hvítra. Buthelezi finnst hann vera útilok- aður og stefnir þess vegna nú sínum mönnum til Transvaal þar sem þeir ráðast á fólk af handa- hófi.“ Afstaða til refsiaðgerða Buthelezi og Inkatha-hreyfing hans hafa verið andvíg efnahags- legum refsiaðgerðum, einu helsta baráttumáli ANC á alþjóðavett- angi, gegn stjóm hvítra og fleiri hafa haft uppi efasemdir um gildi og réttmæti þeirra aðgerða, þ. á. m. dóttir Nelsons Mandela. Maz- eko var spurður hvort þessar pólitísku deilur ættu engan þátt í átökunum, og var jafnframt minntur á að blóðug þjóðaátök hefðu orðið í Líberíu og víðar án þess að apartheid Suður-Afríku- manna kæmi við sögu. „Ég skil ekki fyllilega hvað þú átt við. Við erum að ræða um S-Afríku og þú vilt ræða um alla Afríku. Við fullyrðum að átökin í S-Afríku séu ekki þjóðemisleg. Buthulezi not- færir sér blóðug, félagsleg átök til að reyna að tryggja stöðu sína, heimtar nú fund með Mandela. Sjálfur á Buthelezi allt sitt undir því að núverandi valdakerfi og klofningi blökkumanna verði við- haldið. Hvarvetna þar sem But- helezi hefur einhver völd hefur komið til blóðugra átaka. ANC vill sameinaða Suður-Afríku, án tillits til hörundslitar eða þjóðem- is.“ De Klerk þvingaður til umbóta Mazeko sagðist telja að F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, hefði líklega farið til Banda- ríkjanna til að biðja George Bush forseta auðmjúklega að aflétta efnahagslegu refsiaðgerðunum. Röksemdimar væru þær að hann, de Klerk, hefði komið á breyting- um til batnaðar. „Við segjum að breytingamar að undanfömu séu ekki de Klerk að þakka, þegar öllu sé á botninn hvolft. Hann er ekki einu sinni umbótasinni, þótt hann hafí vissulega stigið fáein spor í rétta átt og sjálfsagt sé að virða það. S-Afríka býr nú við efnahagslega einangrun og þessi staðreynd, ásamt pólitískri bar- áttu fólksins í landinu, hefur vald- ið stefnubreytingunni. Það má ekki aflétta refsiaðgerðunum og banni við ijárfestingum i S-Afríku fyrr en ljóst er að apartheid-stefn- an er komin á leiðarenda.“ Maz- eko sagði ANC samt viðurkenna að stefna de Klerks hefði breytt pólitísku andrúmslofti í landinu en legði áherslu á að honum hefði verið þröngvað í rétta átt. Blandað hagkerfi Er spurt var um áhrifin af falli kommúnismans á stefnu samtak- anna svaraði Mazeko því til að andstæðingar ANC hefðu ávallt reynt að bendla forystuna við kommúnisma. Markmið ANC væri hins vegar að blökkumenn fengju frelsi og eðlileg mannrétt- indi en fengju samtökin völd í fijálsum kosningum myndu þau koma á blönduðu hagkerfi. Hefð- bundnar, sósíalískar hagfræði- kenningar yrðu ekki leiðarljósið en ríkisrekstur yrði þó að vera á sumum sviðum, s.s. orkuveitum og í jámbrautakerfínu. Ríkisvald- ið yrði að geta haft umráð yfir fé til að aðstoða blökkumenn og bæta lífskjör þeirra, stjórn hvítra hefði notað opinbert fé til að kúga svarta. Keppikeflið yrði að bæta hag 22ja milljóna blökkumanna sem útilokaðir hefðu verið frá eðlilegri þátttöku í stjórnmála- og efnahagslífí landsins. Ella gætu ekki orðið framfarir í hinni nýju, lýðræðislegu Suður-Afríku. „Ég legg áherslu á að ANC vill ekki einoka stefnuna í málefnum S-Afríku. Við viðurkennum að í röðum blökkumanna fínnst fólk með aðrar skoðanir en okkar. En við ættum öll að vinna saman í bráðabirgðastjórn sem undirbyggi fijálsar kosningar og nýja stjórn- arskrá."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.