Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Minning: Finnur Hermannsson h úsasmíðameistari Fæddur 15. janúar 1926 Dáinn 20. september 1990 í dag er til moldar borinn frá Bústaðakirkju Finnur Hermanns- son, húsasmíðameistari, Vestur- bergi 12, Reykjavík. Hann fæddist að Króki í Selár- dal, Arnarfirði, 15. janúar 1926. Foreldrar Finns voru þau sæmdar hjón Guðrún Andrea Ein- arsdóttir fædd að Uppsölum í Sel- árdal, og Hermann Kristjánsson fæddur í Krossadal í Tálknafirði. Hermann faðir Finns stundaði út- gerð og sjósókn fyrir vestan, en fluttisttil Patreksfjarðar árið 1930 og svo til Reykjavíkur árið 1936. Hann stundaði þar verslunarstörf, og fór svo í útgerðina aftur af fullum krafti, bæði frá Reykjavík og Grindavík, með aðstoð sona sinna, fyrirtæki þeirra í Grindavík haét Arnarvík og bátarnir allir Arnfirðingar. Hermann lést árið 1977. Ég minnist Finns sem lítils drengs og jafnaldra vestur í Selár- dal. Eg minnist hans þar gegnum öll barnaskólaárin sem leikfélaga og fermingarbróðurs. Ég minnist hans sem skipsfélaga á þessum árum, því við vorum báðir hásetar hjá Gesti á Skeiði, á Maríu hans, en María þessi var lítill trillubátur eins og þeir voru í þá daga. Þegar foreldrar Finns fluttu til Patreksfjarðar árið 1930 var hann eftir I Selárdal. Á Skeiði er hann alinn upp til fermingaraldurs hjá því ágætisfólki er þar bjó, en það voru Gestur Jónsson og Bjarghild- ur jÞórðardóttir. Ég minnist Finns er við hleypt- um heimdraganum og fluttum að vestan og þá með Heklunni til Reykjavíkur, byrjuðum þá að vinna í Bretavinnunni sem kölluð var á stríðsárunum. Finnur eign- aðist síðan vörubíl og keyrði frá vörubílastöðinni Þrótti. Hann hóf nám í húsasmíði hjá frænda sínum Magnúsi Oddssyni, mikilsmetnum húsasmíðameist- ara. Hann fékk sveinsbréf í hús- asmíði 8. nóvember 1950 með fyrstu ágætiseinkunn. Ég minnist Finns er við unnum saman sem sveinar í húsasmíðinni. Ég minnist vinnuferðanna er við fórum út á land á námsárum okkar í sumarfríunum en þá varð að auka tekjurnar með því að vinna. Finnur vann við sína iðngrein meðan heilsan leyfði, síðan vann hann sem vaktmaður hjá olíufé- laginu Skeljungi, og svo kemur hjálpartæki til sögunnar sem hjól- astóll heitir, Finnur var alltaf bundinn honum æ síðan. Við systkinin frá Selárdal mun- um alltaf líta á Finn sem nokkurs- konar bróður okkar, og einn úr systkinahópnum. Við minnumst hans að vestan, við minnumst allra þorrablótanna sem við héldum, þá alltaf heima hjá Finni og Stellu því þá var Finn- ur kominn í hjólastólinn. Ég minnist Finns lengst sem mannsins með sterku sálina. Finnur fékk meistarabréf í húsasmíði 11. janúar 1954. Þann 4. apríl 1953 giftist Finn- ur þeirri ágætiskonu Ingibjörgu Ólöfu Jóhannesdóttur, Reykjavík- urbarni og Reykjavíkurkonu. Hún fæddist 7. október 1931, hún dó 10. nóvember 1986. Ingibjörg, eða Stella eins og hún var alltaf köll- uð, var dóttir hjónanna Ágústu Skúladóttur og Jóhannesar Sigur- björnssonar. Finnur og Stella byijuðu sinn búskap á Laugateignum en fluttu svo í Akurgerði 28 árið 1954, í þeirra eigin hús sem þau lögðu ómælda vinnu í eins og aðrir frum- byggjar þessara nýju Reykjavíkur- hverfa. Þar sem að hús þetta hent- aði ekki nógu vel eftir sjúkdóm Finns, var brugðið á það ráð að J^p;.:yðmná; á komistli -Fundið kaupendur samband við þá? •Nýtt mótbárur til SÖLUNÁM Hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja ná betri árangri með markvissum aðferðum í sölumennsku: Leiðbeinandi er Ólafur Ólafsson markaðs-og rekstrarráðgjafi frá Örvtrn. Námskeiðið er 24. klst. kaupa hús á einum gólffleti í Vest- urbergi 12. Finnur og Stella áttu miklu barnaláni að fagna, þau eignuðust 5 mannvænleg börn. Þau eru: Ágúst Þór, kvæntur Svandísi El- ínu Eyjólfsdóttur. Einar, kvæntur Áslaugu Guðmundsdóttur. Ásdís, kvænt Kjartani Jóni Kjartanssyni. Gunnar, sambýliskona Helga Bjarnadóttir. Bjarghildur, sambýl- ismaður Skúli Bjarnason. En þau Helga og Skúli eru systkini. Barnabörnin eru 8. Systkini Finns eru: Sólveig, Stella, Óskar, Björgvin og Kristján en hann er dáinn fyrir tveimur árum. Öllum þessum börnum, tengdabörnum og systkinum og öðrum aðstend- endum Finns Hermannssonar votta ég mína innilegustu samúð, og bið almáttugan guð að vera með ykkur öllum. Við hjónin áttum margar ánægjustundir með Finni og Stellu sem við þökkum af alhug fyrir. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Davíð Kr. Jensson Fyrir fundinn, ráðstefnuna eða kaffistofu fyrirtækisins. Sparaðu tíma og fyrirhöfn notaðu Duni kaffibarinn! Handhægur og þægilegur; ekkert umstang, -ekkert uppvask. Fannir hf. - Krókhálsi 3 Sími 672511 * Beinn saumur * zig-zag * Blindfalds saumur * Fjölspora zig-zag * M-saumur * Hálfmáni * Loksaumur * Fuglaspor * Styrktur beinn saumur * Tvöfalt zig-zag ShJBíÍB S SAMBANDSINS VIÐ MIKLAGARÐ SÍM AR 68 55 50 - 6812 66 CIMPCD 3I irff Melodie 100 saumavélarnar hafa upp á að bjóða 10 gerðir af fallegum nytjasaumum og teygjusaumum auk nokkurra skrautsauma og svo auðvitað loksaum. Pær eru með sjálfvirkan hnappagatasaum sem saumar hnappagöt af öllum stærðum. Þú hefur e.t.v. gaman af að ’vita aö rúmlega 2,5 miiljón SINGER saumavélar eru nú framleiddar ár hvert - hinar fyrstu fyrir rúmum 135 árum. I þessu liggur skýringin á gæðum véianna og sanngjörnu verði. Melodie 100 Módel 5910

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.