Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 ALLT SEM ÞÚ ÞARFT til tölvuvinnslu og þjónusta öflugrar tæknideildar að auki! Tæknival er rótgróið fyrirtæki sem leggur metnað sinn í 1. flokks þjónustu. Þú ert því í öruggum höndum hjá okkur! Ómerkilegt at- hæfi í álmáli eftir Rannveigu Tryggvadóttur Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra gerði sig sekan um ómerkilegt at- hæfí þegar hann lét Félagsmála- stofnun kanna stuðning manna við að risaálver verði reist í landinu — án þess að upplýsa þjóðina fyrst um galla samningsdraganna, eins og honum bar þó skylda til. í krafti 68% stuðnings við fyrirbærið verður svo vaðið áfram og undirrit- aður samningur við útlendinga sem m.a. felur í sér að við borgum með orku til álversins næstu tvo áratug- ina. Ekki virðist heldur tryggilega frá því gengið að mengun frá álver- inu verði haldið í því lágmarki sem nútímatækni leyfir. í álverinu í Straumsvík er þurr- hreinsibúnaður, sem síar út loftinu ein 90-95% af þeim flúorsambönd- um sem losna við álvinnsluna. Um 1 kg af flúor (F) fer þar út í loftið fyrir hveri* framleitt tonn af áli. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir ís- lenskra stjórnvalda hefur ekki tek- ist að fá Alusuisse til að setja þar upp búnað til úðahreinsunar eða vothreinsunar. Með slíkri tækni má halda eftir meiru af flúori en með þurrhreinsun, auk þess sem úðunin bindur oxíð brennisteins og niturs (köfnunarefnis). Af þessum efnum hlýst skaðleg loftmengun. Oxíð brénnisteins breytast í sýru, sem er aðalskaðvaldurinn í súru regni, og víða er skylt að búa bif- reiðar alldýrum hreinsibúnaði til að halda m.a. þessum efnum í lág- marki í útblæstrinum. í útvarpsfréttum var haft eftir Júlíusi Sólnes, umhverfismálaráð- herra, að jafnvel kæmi til greina að semja um byggingu nýs álvers án þess að krafist verði vothreinsi- búnaðar! Ef þetta nær fram að ganga þýðir það a.m.k. þrennt: (1) Loft- mengun yfir íslandi mun stórauk- ast. (2) Aðrir aðilar, sem að loftm- engun standa, einkum eigendur bifreiða, verða fyrr en ella að taka á sig kostnað af hreinsibúnaði til að samanlögð loftmengun keyri ekki úr hófi. (3) Þetta mun um ófyrirsjáanlega framtíð spilla mög- uleikum til útflutnings á heilnæm- um, ómenguðum afurðum. Engin leið er að meta það tjón sem af þv( myndi hljótast. I fréttaauka í Ríkisútvarpinu er greint frá alvarlegri gagnrýni á sænska stórfyrirtækið Gránges, sem rekur stórt álver í Sundsvall Rannveig Tryggvadóttir „Þetta mun um ófyrir- sjáanlega framtíð spilla möguleikum til útflutn- ings á heilnæmum, ómenguðum afurðum.“ sem er litlu minni borg en Reykja- vík, við strönd Helsingjabotns. Starfsmenn þess eru um 700 og framleiðslan um 100.000 tonn af áli á ári. Eiturefni í lofti í kerskál- um hafa mælst þúsund sinnum meiri en í lofti fyrir utan verksmiðj- una. Um 20 ný sjúkdómstilfelli koma upp árlega sem flokkast und- ir atvinnusjúkdóma, þar af nokkur tilfelli þar sem heilsutjón er svo mikið að það hefur leitt til alvar- legrar fötlunar. Yfirleitt er um að ræða astma sem kallst salarastmi og er í formi stöðugra öndunarörð- ugleika. Það er flúor í verksmiðju- loftinu sem skaddar slímhimnuna í hálsi starfsmanna. Mikið af tjöru- efnum hefur mælst í reyk frá álver- inu, m.a. benzpyren, sem veldur krabbameini. Mengunin af þessum efnum frá þessari einu verksmiðju er jafnmikil og mengun frá öllum öðrum verksmiðjum í landinu. Helmingi fleiri vansköpuð börn fæddust í einu hverfí þar en ann- ars stðar í landinu 1975-80. Gráng- es á nú í vök að veijast í heimal- andi sínu, auk þess sem raforku- verð er þar á uppleið. Má því ætla að fyrirtækið líti hýru auga til ís- lands ... Og það gera fleiri. Höfundur er húsmóðir og ITÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665/687175 VZutcuzcv Heílsuvörur nútímafólks óskum eftir- fleiri söluaöilum. K.E.W HOBBY Þessar litlu en kraftmiklu háþrýstidælur fást nú hjá söluaðilum okkar um land allt á ótrúlega hagstæöu veröi. Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi2 - UOR.vík - Simar31956-685554 Reykjavlk: RV-Markaður Réttarhálsi 2, sími: 685554. Gripiö og Greitt Skútuvogi 4. Ferðamarkaöurinn Skeifunni 8. Bæjarnesti vA/esturlandsveg. Kópavogur: BYKÓ Breiddinni Akranes: Trésmiðjan Akur sfmi: 12666. Borgarnes: B.T.B. sími: 71000. Isafjöröur: Hafsteinn Vilhjálmsson sími: 3207. Sauðárkrókur: Röst sími: 36700. Akureyri: Þ. Björgúlfsson hf. Hafnarstræti 19 sími: 25411. Húsavfk: Á. G. Guðmundsson sf. sími: 41580. Egilsstaöir: M. Snædal sími: 11415. Neskaupstaður: Varahlutaverslunin Vík sími: 71776. Höfn: Tindur Dalbraut 6 sími: 81517. Hella Hjólbarðaverkstæði Björns Jóhannssonar sími: 75960. Selfoss: Vörubásinn Gagnheiöi 31 sími; 22590. Vestmannaeyjar: Skipaafgreiðsla Vestmannaeyja sími: 12004. þýðandi. Rynkeby ÁVAXTAGRAUTAR llfnMw Rynfcoby

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.