Morgunblaðið - 29.09.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990
17
Séra Bjartmar Kristjánsson, fyrr-
verandi prófastur Eyfirðinga, hefir
nú kvatt þennan heim og horfið til
enn fegurri veraldar, ef trú okkar
er rétt. Hann hafði dvalist lengi
sumars á sjúkrastofnunum, lengst
af sunnanlands, og gengist þar
undir hættulega skurðaðgerð, sem
lánaðist þó mæta vel. Hann var
fyrir fám dögum kominn norður til
átthaganna aftur, þegar kallið kom.
Og það kom nokkuð óvænt, því að
hann virtist hafa náð sér nokkuð
þrátt fyrir „illyrmislegan sjúkdóm",
eins og hann komst sjálfur að orði,
sem hann bar og þoldi með stillingu
og hetjulund þess, sem á vonina og
trúna.
Séra Bjartmar fæddist á Ytri-
Tjörnum í Öngulsstaðahreppi 14.
apríl 1915, sonur hjónanna Fann-
eyjar Friðriksdóttur og Kristjáns
H. Benjamínssonar bónda þar. Þau
hjón eignuðust 6 syni og 6 dætur,
og varð allur sá stóri systkinahópur
merkis- og myndarfólk. Þeir fylgd-
ust að, bræðurnir, Bjartmar og
Valgarður, í Menntaskólann á Ak-
ureyri og íuku þaðan stúdentsprófi
1941, Valgarður úr máladeild, en
Bjartmar úr stærðfræðideild. Hann
lét það þó ekki aftra sér frá að inn-
ritast í guðfræðideild Háskóla ís-
lands, og þaðan lauk hann embætt-
isprófi með glæsibrag vorið 1946.
Þá um sumarið vígðist hann til
Mælifellsprestakalls í Skagafirði og
þjónaði því, þangað til hann fékk
veitingu fyrir Laugalandspresta-
kalli í Eyjafirði vorið 1968 og gerð-
ist þar eftirmaður séra Benjamíns
prófasts bróður síns. Séra Bjartmar
varð prófastur í Eyjafjarðarpróf-
astsdæmi 1984, en lét af prestskap
fyrir aldurs sakir vorið 1986.
Hann kvæntist 9. október 1943
Hrefnu Magnúsdóttur jámsmiðs á
Akureyri Arnasonar og Snæbjargar
Aðalmundardóttur. Þau eignuðust
6 böm, Snæbjörgu Rósu, Kristján
Helga, Jónínu Þórdísi, Benjamín
Garðar, Fanneyju Hildi og Hrefnu
Sigríði, og komu þeim öllum vel til
manns. Þegar séra Bjartmar lét af
embætti reistu þau Hrefna í félagi
við Jónínu dóttur sína hús, sem þau
nefndu Álfabrekku og stendur á
fögmm stað í grennd við æsku-
stöðvar húsbóndans. Þar er útsýni
geysifagurt, og þaðan sér að heita
má um allt Eyjafjarðarhérað. Þar
hafa þau hjónin unað sér vel síðan,
þrátt fyrir allþungan heilsubrest
beggja hin síðari ár, og stutt hvort
annað á fagran hátt.
Þó að við vissum vel hvorir af
öðrum á menntaskólaárunum,
Ytri-Tjarnabræður og undirritaður,
tókust ekki með okkur veruleg
kynni, fyrr en við vomm komnir í
Háskólann og urðum nágrannar á
Garði. Séra Bjartmar bjó í næsta
herbergi við mig sömu megin
gangs, en Valgarður, sem las lög-
fræði, var andbýlingur minn. Þó að
við værum þannig hver í sinni há-
skóladeild, tókum við oft tal saman
og urðum brátt miklir mátar, svo
að af varð ævilöng vinátta. Mörg
voru þau kvöld, sem við sátum inni
á herbergi annars hvors þeirra
bræðra og ræddum þá margt yfir
svörtum kaffibollum, því að þeir
áttu merkilega kaffikönnu, sem
gekk fyrir rafmagni og hellti upp
á sig sjálf. Slíkar kostakýr vom
ekki á hveijum bæ á þeim áram.
Fá málefni létum við okkur óvið-
komandi, en mér er enn ofarlega í
minni, að guðfræðistúdentinn
kynnti okkur hinum mörg áleitin
umhugsunar- og umræðuefni úr
fræðigrein sinni af lærdómi og yfir-
gripsmikilli þekkingu, og hann fjall-
aði um þau af skarpleik og rök-
festu. Samtöl okkar og kappræður
þessar kvöldstundir á Garði urðu
mjög til að móta viðhorf og skoðan-
ir okkar leikmanna í trúmálum og
urðu til þess, að við gerðumst félag-
ar í Bræðralagi, kristilegu félagi
stúdenta, og sóttum þar fundi, þó
að það væri einkum skipað guð-
fræðingum og guðfræðistúdentum.
Þetta var frjálslyndur og fordóma-
laus félagsskapur, sem studdur var
af mörgum kirkjunnar mönnum í
höfuðborginni og víðar og aðhylltist
það sjónarmið, að bókstafurinn
deyadi, en andinn lífgaði.
En svo kom að því, að við félag-
arnir héldum hver til sinna starfa
og hver í sína áttina að námi loknu.
Þó höfum við alltaf haldið sam-
bandi og félagsskap hver við annan
eftir föngum, og ekki lét séra
Bjartmar sig muna um að skreppa
í annan landsfjórðung til að gefa
okkur hjónin saman fyrir hartnær
43 ámm. Eftir að hann gerðist sálu-
sorgari Eyfírðinga höfum við Ellen
oft heimsótt þau Hrefnu, bæði að
Syðra-Laugalandi og Álfabrekku.
Okkur hefír alltaf verið fagnað vel,
og við höfum átt með þeim hjónum
margar góðar stundir. Húsfreyjan
ljúfmannleg og rausnarleg og hús-
þóndinn gerhugall, fróður, skemmt-
inn og gamansamur.
Séra Bjartmar átti sér ýmis
áhugamál utan sérsviðs síns. Hann
var vel að sér í stjörnufræði, mál-
fræði, íslenskum bókmenntum forn-
um og nýjum, sögu lands og héraðs
og þá ekki síst kirkjusögu. Hann
var jafnframt mikill smekkmaður á
málfar, og ræður hans vom allar á
vönduðu máli, fögm og kjammiklu,
en þó með öllu lausar við orðskrúð
og tilgerð. Þegar hann talaði var
sem tært lindarvatn sprytti fram
úr hreinu bergi. Hann velti fyrir sér
og hugleiddi orðaval og stílblæ
þeirra texta, sem hann notáði, svo
sem Biblíuþýðinga, hafði á þeim
ákveðnar skoðanir og valdi þá, sem
honum vom helst að skapi, þó að
þeir væru ekki alltaf þeir nýjustu.
Hann hélt tryggð við fastmótaða
og venjubundna beygingu á nafni
lausnarans og barðist í ræðu og
riti gegn allri nýbreytni þeirrar
beygingar. Þá taldi hann smekk-
laust og óheimilt með öllu að breyta
sálmum fyrri tíðar skálda til að
þjóna undir hina nýju beygingu
nafnsins. Barátta hans, þung, en
stillilega háð, til varnar löngu liðn-
um og varnarlausum sálmaskáldum
og alkunnum textum, sem hvert
bam hafði lært, hlaut stuðning
margra mætra skálda og fræði-
manna.
Þetta atriði skal nefnt sem dæmi
um almenna afstöðu séra Bjartmars
til margra málefna. Hann var ekki
uppnæmur fyrir öllum nýjungum,
vildi meta þær eftir eðli þeirra og
gildi, velja úr þeim og viðurkenna,
ef honum þótti þær horfa til bóta,
en hafna þeim ella. í afstöðu sinni
fór hann eftir sannfæringu sinni
og samvisku og lét ekkert annað
segja sér fyrir verkum. Sumir
kunna að kalla það íhaldssemi, en
aðrir telja litla skynsemi í að varpa
því fyrir borð, sem vel hefir gefist,
en gleypa óhugsað við hverri nýj-
ungarbólu. Slíkt mætti þá eins kalla
fljótfærni og vanhyggju. En trú-
mennska og vöndugleiki í orðum
og athöfnum, smáu og stóm, voru
mnnin sér Bjartmari í merg og
bein, jafnt í embættisfærslu, skoð-
unum og dagfari.
Síðustu árin fór heilsu hans
hnignandi. í vor heimsótti ég hann,
þar sem hann lá rúmfastur í sjúkra-
húsi. Honum var ljóst, að óvænlega
horfði um bata, en kjarkur hans
var óbilaður, og bjartsýnin ríkti í
huga hans, þrátt fyrir allt. Hann
gladdist yfir því, að Hrefna var þá
að koma frá útlöndum eftir vel
heppnaða læknisaðgerð þar, og
hann hlakkaði til að hitta hana í
Reykjavík, þegar hann færi þangað
sjálfur fám dögum seinna svipaðra
erinda. — „Ég treysti læknunum
fullkomlega," sagði hann, „þetta
eru vandvirkir snillingar og heiðurs-
menn. Nú, ef snilli þeirra hrekkur
ekki til, þá er ég þakklátur fyrir
að hafa fengið að lifa þrjá aldar-
fjórðunga, það er lengri ævi en
margur verður að láta sér nægja,
og mér finnst allt að því frekja að
heimta meira. Ekki þar fyrir, ég
gæti alveg þegið lengra líf, og mér
þætti sárt að kveðja ástvini mína,
en mér er nú samt ýmislegt meira
kvíðaefni en það að fara til himna-
ríkis. Allt mitt ráð, líf eða dauði, er
í hendi drottins, og hann mun vel
fyrir sjá. Verði hans vilji, þeirrar
bænar hefi ég beðið langa ævi, og
svo geri ég enn. Ég þarf engu að
kvíða.“
Svo mælir sá einn, sem trúna
hefir. Verði honum nú að trú sinni.
Ég þakka honum trausta vináttu
allt frá fyrstu kynnum.
Við Ellen sendum Hrefnu, börn-
um þeirra hjóna og fjölskyldum
þeirra svo og systkinum séra
Bjartmars einlægar samúðarkveðj-
ur á saknaðarstund. Blessuð sé
minning góðs vinar.
Sverrir Pálsson
I dag, 29. september, verður afi
okkar borinn til hinstu hvíldar. Það
er skrítið að hugsa til þess að við
munum aldrei framar sjá hann né
heyra í þessu lífi.
Við barnabörnin dvöldum oft hjá
afa og ömmu, bæði á Syðra-Lauga-
landi og í Álfabrekku, okkur til
mikillar ánægju og vonandi var það
gagnkvæmt. Þegar við vorum yngri
voru þau ófá skiptin sem farið var
til afa og beðið um blað til að teikna
á. Fórum við jafnan nokkrum blöð-
um ríkari og fylgdi gjarnan líflegt
klapp á kollinn. Það var jafnan stutt
í góða skapið hjá afa og lét hann
sér detta ýmislegt í hug. Hann fann
til dæmis hin ýmsu nöfn á okkur
barnabörnin. Mig kallaði hann Full-
veldínu, því ég er fædd á fullveldis-
daginn. Svo voru fleiri nöfn eins
og til dæmis Lilleman, Drumbur,
Nafni, Fröken Fix, Landaskelfir og
Nóvemberína.
Afa var margt til lista lagt. Hann
var góður smiður og eiga sum okk-
ar húsgögn eftir hann. Einnig
fékkst hann við skriftir og hafði
gaman af því að yrkja um hitt og
þetta og m.a. um okkur barnabörn-
in.
Við þökkum elsku afa fyrir allt
sem hann gerði fyrir okkur og
kveðjum hann með þessu versi:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Fyrir hönd barnabarna,
Sigríður Perla
TILBODSDAGAR
TIL MÁNAÐAMÓTA
POTTAPLONTUR
Blómstrandi ERIKA (Stofulyng) í leirpotti.
Verð aðeins 495.-
Blómstrandi BEGÓNÍA, aðeins 296.-
HAUSTLAtfKAR
50 TÚLÍPANAR, aðeins 699.-
KlRAMiK
20-50% afsláttur af keramikpottum í
tilefni tilboðsdaga.
Á¥IKTIR
Úrvals, steinlausar APPELSÍNLR.
Verð pr. kg. aðeins 119.-
KIWI, mjög gott frá Nýja Sjálandi, 5 stk. í poka.
Verð aðeins 109.-
Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070.