Morgunblaðið - 29.09.1990, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990
l/íÁ þur-fum a/feins. taemc*- hann
eina sinni i MtStMuÍc."
Með
morgunkaffinu
Vildi óska þú hefðir hringt
fyrr. — Eg get ekki af-
þakkað smávegis gleðskap
úr þessu . ..
Hugsum um heilsuna
- hættum að reykja!
Til Velvakanda.
Nú er sumarið liðið og haustið
komið. Þá er kjörið að fara að hugsa
dálítið um heilsuna og hvað menn
geti gert í því efni. Margir fara út
að ganga eða skokka. Menn þurfa
bara að fá sér hentug föt, sem kosta
ekki mikið. Margir segja, að svo
virðist sem streita og þreyta hverfi
við þessa iðkun. — Þá er og einkar
þægilegt að sækja sundstaðina, sem
eru hér í Reykjavík og víða um land.
Við erum heppin að hafa þessa
sundstaði. Þetta er ótrúlegur mun-
aður, sem veitist okkur íslendingum
á mjög vægu verði.
Og nú, gott reykingafólk, er al-
veg rakið að hætta að reykja. Góð-
ir menn halda námskeið fyrir þá
sem vilja fá aðstoð, en sumir hætta
sjálfír. Það skiptir miklu máli, að
menn hætti þessari lífshættulegu
vitleysu. Þá auka menn líkur á
löngu og fögru lífi og draga mjög
úr líkum á alvarlegum áföllum eða
dauða langt fyrir aldur fram. —
Og menn ættu að hugleiða hinn
hrikalega kostnað, sem reykingum
eru samfara. Hjón, sem reykja hvort
um sig pakka á dag, þurfa að
greiða á hveijum degi um 420 kr.
Prófíð bara að margfalda þetta með
365,25 og þá kemur út beinn út-
lagður kostnaður þeirra á ári. Og
sé niðurstaðan margfölduð með 10,
kemur út beinn kostnaður á áratug.
Þetta þurfa menn að greiða með
launum, þegar búið er að taka af
þeim skatta og álögur. Það að hætta
að reykja er því sem veruleg og
varanleg launahækkun. Ekki myndi
ýmsum af veita. Og þó er kostnað-
urinn ekki aðalatriði málsins. Mestu
máli skipta þær hörmulegu afleið-
ingar, sem reykingarnar hafa í för
með sér.
Maður undrast oft, hversu hirðu-
lausir sumir menn eru um líkama
sinn. Ég las nýlega bók um tölvur.
Þar var sagt, að mjög óráðlegt
væri að reykja nálægt tölvu. Alls
kyns efni úr reyk og ösku gætu
komist inn í tölvuna og valdið þar
tjóni. Þetta er eflaust hárrétt. En
guð minn góður! Tölva er bara tæki,
og það hægt að kaupa nýtt tæki,
ef hið gamla er ónýtt, en menn
kaupa ekki nýjan líkama, skaðinn
er oft óbætanlegur. Samt er eins
og sumir menn hugsi meira um
tölvur sínar eða bíla en eigin skrokk.
Sumir menn láta rannsaka bíla sína
reglulega, en ekki líkama sinn. Það
er eins og þeir hafi meiri áhuga á
ýmsum dælum bflsins en hjartanu
í eigin brjósti!
Nýlega ræddi við mig ung og
efnileg kona. Hún sýndi mér korn-
ungan son sinn í barnavagni, efni-
legan og fallegan dreng. En mér
brá, er konan tók upp sígarettu og
kveikti sér í. Mikið skelfing varð
ég dapur og sagði þá: „Veistu ekki
að hin hræðilegu efni í sígarettunni
fara í barnið?“ Hún kvaðst vita það
og vilja hætta að reykja. Við dæm-
um engann, en vonum að henni
takist að hætta, svo og öðrum í
sömu sporum.
Þeir sem hætta að reykja fá brátt
miklu rýmri fjárráð. Þeim fer sjálf-
um að líða milku betur. Þeir draga
úr hættu á ægilegum áföllum og
seinka komu ellinnar. Sjálfstraust
þeirra og lífsvilji eykst, en það er
niðurlægjandi að vera á valdi tó-
baksins. Að sögn þeirra íslensku
sérfræðinga, sem best þekkja til,
deyja hér á landi um 300 menn
árlega af völdum reykinga! Þetta
er nánast einn maður á degi hveij-
um. Mikið hefur dregið úr reyking-
um, en sumir halda áfram þessu
tilræði við eigin líkama. Sjálfur
þekki ég ýmsa góða menn, sem
hafa dáið allt of snemma vegna
þessa ömurlega bölvalds.
Við viljum halda hér uppi velferð-
arþjóðfélagi. En þetta kostar mikið
fé. Við getum hvert og eitt reynt
að efia eigið heilbrigði og farsæld,
en um leið leggjum við þá mikið
af mörkum til að efla sameiginlega
hagsmuni, heilbrigði þjóðarinnar í
heild. Þetta getum við gert með því
að temja okkur holla og ánægjulega
lífshætti, — og þeir sem reykja
ættu að íhuga alvarlega sín mál.
Sá sem þetta ritar hefur áður
skrifað til Velvakanda nokkrar svip-
aðar hugleiðingar (sbr. Morgun-
blaðið 11.1 og 23.5. ’89, og 28.5.
90.) Markmið þeirra hefur verið það
að hvetja fólk til þess að íhuga
þetta efni, — og hætta að reykja.
Ég reykti sjálfur allmikið um skeið,
fyrir rúmum áratug. Það er mín
reynsla og margra annarra að það
er allt annað og betra líf að vera
laus við reykingarnar.
Foreldrar, afar og ömmur, kenn-
arar, íþróttafrömuðir og aðrir
uppalendur verða að brýna það fyr-
ir börnum og unglíngum að byija
aldrei að reykja. En þeir sem reykja
nú ættu að hugleiða eigin hag, sinna
nánustu og þjóðar sinnar og hætta
sem fyrst, — áður en það er orðið
of seint.
Fyrrv. Reyk-víkingur
HÖGNI HREKKVISI
*
y———^
* C19W TrtbuAO Sotícm. Inc A■ Rlgru* Rnir.nl
„ Be6TINSAKONAN „ Ht/AOA ISætSTIMGA-
pe AO FARA .» kOWA?*
Víkverji skrifar
Norður í Þorvaldsdal sem geng-
ur upp af Árskógsströnd við
Eyjafjörð vestanverðan skoðaði
Víkveiji fyrir nokkru sérkennilega
steina eftir ábendingu heima-
manna. Steinar þessir standa í
bröttum brekkum vestur af Kleif
og einnig er svipaður steinn norð-
ar, fyrir ofan Krossa. Steinarnir eru
nálægt hvor öðrum og er öll suð-
austurhlið þeirra sett skálum og
bollum. Skálarnar eru með áberandi
reglulegu íhvolfu lagi og einnig er
fjöldi smáhola og hringa sem mynda
bein eða bogin mynstur. Af þessari
lýsingu kynni einhver að segja, að
þarna væri greinilega um skessu-
katla að ræða, en þeir myndast eins
og kunnugt er í vatni þar sem sand-
ur eða steinar grafa í steininn vegna
hringiðu. Skessukatlar víkka út eft-
ir því sem neðar dregur, en það er
andstætt bollunum í steinunum í
Þorvaldsdal. Margir hafa lagt Ieið
sína þarna uppeftir til að skoða
þessi fyrirbæri og þar á meðal
nokkrir vísindamenn og eru mjög
skiptar skoðanir um tilurð bollanna.
Skiptast menn þar í tvær andstæð-
ar fylkingar, önnur segir þetta af
mannahöndum gert og hin að nátt-
úran sé að verki. Náttúrufræðingur
sem skoðað hefur steinana, sagði
Víkvetja að eiginlega væru skýring-
arnar jafn langsóttar hvorri fylking-
unni sem maður tilheyrði.
XXX
Svipaðir steinar þeim við Kleif
hafa fundist kringum Eystra-
salt og eru þá kallaðir skálasteinar
eða sólarsteinar. Sammerkt með
öllum þeim steinum er að skálamar
snúa móti sólarupprás eða hádegis-
sól og vilja margir tengja þá við
sóldýrkendur. Slíkur steinn stendur
m.a. í garði Þjóðarsafnsins í Kaup-
mannahöfn. Flestir vísindamenn
sem reynt hafa að spá í tilurð stein-
anna tengja þá fijósemisdýrkun og
skálamar séu fijósemistákn. Einar
Petersen á Kleif telur að nafnið á
fjalhnu sem steinarnir standa í gefí
ákveðna vísbendingu um vitneskju
sem skrásetjari Landnámu hafi haft
um sóldýrkendur á Árskógsströnd,
en fjallið heitir einmitt Sólarfjall.
Helgi magri landnámsmaður í
Eyjafirði gerði sér sérstaka
ferð út á Árskógsströnd til að drepa
gamla konu, að því er Svarfdæla
hermir. Kenning Einars á Kleif er
á þá leið, að Þórkatla í Kálfsskinni
hafi verið blótgyðja sóldýrkenda og
hreinlega hafí skorist í odda milli
tveggja gjörólíkra lífsviðhorfa and-
stæðra hópa. Fyrir landnám nor-
rænna manna hafí búið hér fólk af
allt öðrum toga, sem við komu ása-
trúarmanna hafi verið þröngvað í
þrælastöðu eða út í jaðar hins
byggða lands. Sé þessi kenning rétt
eru 3-4000 ár síðan ísland var num-
ið af t.d. þeim sömu þjóðflokkum
og komu til Bretlandseyja fyrir um
4000 árum. Þetta fólk telja sumir
að hafí haft náin samskipti við há-
menningarríkin fyrir botni Miðjarð-
arhafs og trúað því að sólguðinn
byggi í norðri þar sem sól sígur
aldrei í sjó. Oneitanlega skemmtileg
kenning sem hristir upp í viðteknum
skoðunum okkar á landnámi og
upphafi byggðar í landinu.