Morgunblaðið - 03.10.1990, Page 25

Morgunblaðið - 03.10.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 25 Boeing 737 fórst í lendingu í Canton í Kína: Sprenging í stjórnklefa eftir átök við ræningja Peking. Reuter. SPRENGING varð í kínverskri farþegaþotu af gerðinni Boeing 737 í lendingu á flugvellinum í Canton í Kína í gærmorgun með þeim afleiðingum að hún enda- sentist eftir flugbrautinni og rakst á tvær kyrrstæðar þotur. Þegar síðast var vitað var tala látinna komin í 127 menn. Sprengingin varð í flugstjórnar- klefa þotunnar eftir átök a.m.k. annars af tveimur flugræningjum við flugliða í þann mund sem hún Norðurlandaráð: Sendinefnd til Eystrasalts- ríkjanna ÁKVEÐIÐ hefur verið að sjö manna sendinefnd Norðurlanda- ráðs haldi til Eystrasaltsríkjanna þriggja og Moskvu 14. til 20. október næstkomandi. Nefndin mun eiga viðræður við embættismenn og þingleiðtoga í Eystrasaltsríkjunum, í Vilnius í Lit- háen 17. október, Riga í Lettlandi 18. október og Tallinn í Eistlandi 19. október. Aður mun hún eiga viðræður við fulltrúa beggja deilda Æðsta ráðs Sovétríkjanna í Moskvu 15. og 16. október. Páll Pétursson, forseti Norður- landaráðs, verður formaður.sendi- nefndarinnar. var að lenda í Canton. Vélin var á leið þangað frá Xiamen með 93 farþega og 10 manna áhöfn er henni var rænt. Flugræningjarnir, sem taldir eru hafa verið kín- verskir, kröfðust þess að þotunni yrði flogið til Tævans. Þegar ræn- ingjamir hafi áttað sig á því að flug- mennirnir höfðu ekki orðið við þeirri kröfu og voru í þann mund að lenda í Canton, hafi annar þeirra ruðst fram í stjórnklefann með fyrr- greindum afleiðingum. Sjónarvottar sögðu að þotan hefði brotnað í tvennt í lendingunni og hlutar hennar skoppað inn á hlað flugstöðvarinnar þar sem ann- ar þeirra hefði hafnað á tómri Bo- eing-707 þotu og hinn á Boeing-757 þotu. Sú síðarnefnda var á leið í áætlunarflug til Sjanghæ og voru farþegar komnir um borð. Einhveijir útlendingar munu hafa verið í tveimur af þotunum þremur sem við sögu komu en ná- kvæmar upplýsingar um slysið hafa verið af skornum skammti og emb- ættismenn neituðu að ræða við er- lenda fréttamenn um það. Hermt er að einhveijir þeirra sem voru um borð í 737-þotunni hafi komist lifs af. Vestrænir stjórnarerindrekar létu í ljós áhyggjur annars vegar yfir ruglingslegum upplýsingum af atburðinum og hins vegar mikilli leynd sem þeim virtist hvíla yfir atburðinum. Tók það kínversk yfir- völd 12 stundir að senda frá sér yfirlýsingu á ensku sem var bæði stutt og ónákvæm. Kínverska þjóð- in, rúmur 1,1 milljarður manna, hafði ekkert fengið að vita um at- burðinn rúmum hálfum sólarhring eftir slysið þar sem kínverskir fjöl- miðlar fluttu engar fréttir af því. Kínverska flugmálastjórnin kvaðst ekki hafa skrá yfir farþega flugvél- anna og því gátu erlendir stjórnar- erindrekar ekki fengið staðfestan fjölda eða af hvaða þjóðerni útlend- ingar um borð hefðu verið. Reuter Brak Boeing-757 farþegaþotu kínverska ríkisflugfélagsins á flugvell- inum í Canton. Eyðilagðist hún er Boeing-737 þota sem sprenging varð í við lendingu endasentist eftir flugbrautum og hafnaði á henni. Varað við hættulegnm moskítóflugum í Flórída Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Heilbrigðisyfirvöld ýmissa byggðarlaga í Flórída hafa nú varað fólk við því að vera klæðalítið utandyra eftir sólsetur Hefur fólki verið ráðlagt að vera í síðbuxum og skyrtum með löngum ermum - og úða sig með vökva sem fælir burtu moskítóflugur. Vökvi þessi fæst í úðabrúsum í ýmsum stórmörkuðum og lyfjabúðum og heitir „OFF“. is) gekk síðast yfir Flórída 1975. Þá létust á þriðja hundrað sjúkling- ar. Vírusinn veldur bólgu í heila og sjúkdómseinkennin eru höfuðverkur, hiti, ógleði og hálsrígur. Ástæða varúðarráðstafananna er að sjúklingum með heilahimnubólgu hefur fjölgað. Smitberinn er moskítóflugan, sem þrífst best í veð- urfari eins og verið hefur. í Flórída að undanförnu, þegar skiptist á helli- rigning og þurrt veður. 19 sjúklingar hafa gi-einst með heilahimnubólgu af þessum sökum í Flórída á skömmum tíma og einn hefur látist. Grunur leikur á að 67 aðrir sjúklingar í Flórída og tveir í Houston í Texas séu auk þess með heilahimnubólgu af völdum moskító- flugubita. Flusurnar bera smitið Léleg kosningaþátttaka í Ungveijalandi: Stj órnarflokkar tapa fylgi í s veitastj órnarkosningnm milli sýktra fugla og manna. Hvorki bóluefni né læknismeðferð er til gegn þessum sjúkdómi. Þess vegna hvetja heilbrigðisyfirvöld til ítrustu varkárni. Moskítóflugan leit- ar sér helst að fæðu að næturlagi og sækir þá mest á bert hörund. Ferðalangar sem koma til Disney World eru nú hvattir til að fara í langerma skyrtur og síðbuxur eftir sólsetur. Yfirvöld í Indian River County á austurströnd Flórída hafa beðið skólayfirvöld að færa alla íþrótta- kappleiki skólafólks í hús og hvatt áhorfendur til að hylja sig sem mest með klæðum. Talið er óráðlagt að hafast við í tjöldum eða húsvögnum. Yfirvöld álíta að hættan hafi ekki enn náð hámarki. Eldra fólk er talið í meiri hættu en fólk á æskuskeiði en enginn er þó óhultur ef sýkt fluga stingur hann. Faraldur heilahimnubólgu af þessum stofni (kenndur við St. Lou- Malasía: Kjúklings sárt saknað Penang, Reuter. TÍU ára Malasíustúlka fyrir- fór sér á sunnudag þegar hún komst að því að eftirlætis kjúkling hennar hafði verið slátrað og hann hafður í helg- armatinn. Móðir stúlkunnar sagði fréttamönnum að stúlkan hefði brostið í óstöðvandi grát er henni var sagt að kjúklingurinn á hádegisverðarborðinu hefði verið sóttur út í hænsnakofa. Hefði hún síðan rokið inn í her- bergi og hengt sig. Búdapest. Reuter. UNGVERSKU stjórnarflokk- arnir guldu afhroð í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í Ungveijalandi á sunnudag, að sögn fulltrúa kjörstjórnar. Flokkar stjórnarandstöðunnar hlutu 72% atkvæða í höfuðborg- inni, Búdapest, og 47% í öðrum helstu borgum landsins. Víða verður að kjósa aftur vegna ónógrar kjörsóknar en um 37% atkvæðisbærra tóku þátt í kosn- ingunum. Úrslitin eru tal- in mikið áfall fyrir Jozsef Antall for- sætisráðherra og samsteypustjórn hans sem lýtur forystu flokks An- talls, Lýðræðis- vettvangs Ung- verjalands. Stjómmálaskýrendur höfðu sagt að kosningarnaryrðu nokkurs kon- ar prófsteinn á stefnu stjórnarinn- ar sem setið hefur að völdum í fjóra mánuði. Engar kosningartölur voru birt- ar en embættismenn sögðu aðeins að flest atkvæði hefði helsti stjórn- arandstöðuflokkurinn, Samband fijálsra demókrata, hlotið og Lýð- ræðisvettvangur Antalls næstflest. Einnig að hinn rótttæki flokkur Band'alag ungdemókrata hafi unn- ið mikið á í Búdapest og öðrum borgum. Að sögn fulltrúa kjör- stjórnar náðu margir . fyrrum kommúnistaleiðtogar, sem boðið höfðu sig fram óháð flokkum, kjöri í dreifbýliskjördæmum þar sem þeir njóta mikillar virðingar. Kosningaþátttaka var öðrum þræði dræm í borgum og sögðu stjómmálaskýrendur að með því hefðu kjósendur viljað mótmæla hinu nýja stjómarfari sem ekki hefði tekist að minnka verðbólgu, sem nú er 31,6%, eða draga úr atvinnuleysi. Verður að efna til annarrar kosningaumferðar í mörgum kjördæmum, m.a. í Búda- pest, 14. október þar eð kosninga- sókn var innan við 40%. Kosn- ingaáhugi Ungveija virðist annar lítill því aðeins 14% þátttaka var í þjóðaratkvæði um forsetakosn- ingar í júlí sl. Joszcf Antall. Irakar sakaðir um aftökur í Kúvæt Nikósíu. London. Reuter. ÍRASKI innrásarherinn hefur tekið af lífi eða pyntað mikinn fjölda manna eftir innrásina í Kúvæt 2. ágúst sl. Hundruð manna hafa verið fangelsuð af handahófi, að sögn mannrétt- indasamtakanna Amnesty International. Talsmaður Amnesty sagði að þær upplýsingar sem samtökin hefðu viðað að sér bentu til þess að hrollvekjandi atburðir hefðu átt sér stað í Kúvæt í kjölfar innrásarinnar. Víðtækar íjölda- handtökur hefðu átt sér stað, fólk hefði sætt pyntingum við yfirheyrslur, og aftökur án und- angenginna réttarhalda farið fram í stórum stíl. Saud Al-Faisal prins, utanrík- isráðherra Saudi-Arabíu, hvatti íraka í ræðu á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær til 1 þess að draga innrásarheri sína frá Kúvæt til þess að menn gætu einbeitt sér að því að leysa mál Palestínumanna. Bandarísíci heraflinn á Persaf- lóasvæðinu efndi til æfinga í gær er réttir tveir mánuðir voru liðn- ir frá innrás íraka í Kúvæt. Sam- dægurs sigldi flugvélamóður- skipið Independence inn á Pers- aflóa, hlaðið 70 bardagaflugvél- um. Hefur bandarískt flugvéla- móðurskip ekki komið á þetta innhaf í 16 ár. Olía lækkaði í gær rétt niður fyrir 36 dollara fatið eða um tvo dollara. Ástæðan mun vera auknar vonir um að deilan um Kúvæt leysist friðsamlega og írakar fari þaðan með innrásar- heri sína án þess að til átaka komi. SIEMENS Mjó en dugleg! Uppþvottavél ?R.ió2.a • Breidd: 45 sm. • 6 þvottakerfi. • Fjórföld vöm gegn vatnsleka. • Hljóðlát og vandvirk. • Hentar vel þar sem • fáir eru í heimili eða þrengsli mikil í eldhúsi. 1 SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.