Morgunblaðið - 03.10.1990, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990
Fimm dægiir í fönn
á miðju sumri
eftirMichael
Guilfoyle
Á hveiju ári kemur hingað til lands
fjöldi útlendinga til að kynnast
breytileika og því óvænta, sem
íslensk náttúra býður upp á. Víða
geta leynst hættur sem menn gera
rsér ekki alltaf grein fyrir þótt á þær
hafi verið bent. Fyrstu tvær vikur
júlímánaðar sl. voru hér á landi tveir
írar og Englendingur sem hugðust
ganga þvert yfir Vatnajökul frá
Kverkfjöllum til Skaftafells en urðu
frá að hverfa norður af Grímsfjalli
og snúa við til Kverkfjalla, að nokkru
vegna tímaskorts. Allir höfðu þeir
komið til íslands áður og reikað um
fjöll og firnindi en ekki komist í hann
krappann fyrr en nú. Þeir félagar
eru Euguen O’Sullivan byggingar-
verktaki, Mike Dagle landafræðingur
og Michael Guilfoyel starfsmaður
írska fjármálaráðuneytsins en hann
segir svo frá:
Fyrri reynsla mín af snjómokstri
var mokstur úr innkeyrslu eftir mik-
in byl í janúar árið 1982. Endahnút-
urinn var rekinn á verkið með heitu
tei, aðdáun yfir vel unnu verki og
fallegu veðri eftir snjókomuna. Þetta
skipti var öðruvísi að öllu leyti. Nú
var um að ræða snjómokstur upp á
líf og dauða meðan við reyndum í
örvæntingu að muna allt sem við
höfðum heyrt og lesið um gröft í
fönn við þægilegri aðstæður. Við
höfðum vonað að til þess þyrfti ekki
að koma en gátum ekki neitað að
við höfðum verið aðvaraðir. Klukkan
var núna 4 e.h. laugardaginn 7. júlí
og við höfðum horft á tjöidin okkar
. grafast hægt og rólega í fönn undan-
farnar 10 klst. og slást til í skafrenn-
ingi sem var óendanlega miklu meiri
en við höfðum áður kynnst.
Við vorum komnir um 40 km inn
á Vatnajökul eftir tveggja daga
skínandi vel heppnaða ferð frá efri
skálanum í Kverkijöllum. Við vonuð-
umst til að ná auðveldlega til
Grímsvatna á þriðja degi. Eftir það
var eftirleikurinn auðveld tveggja
daga ferð á skíðum að Skaftafeili
og þaðan til Reykjavíkur. Þegar við
tjölduðum í hinni furðulegu miðnæt-
urbirtu og í enn undarlegra landslagi
töldum við okkur hafa það í hendi
okkar að verða fyrstir íra til að fara
yfir stærsta jökul utan heimskauta-
svæðanna. Við vorum okkur alitaf
meðvitaðir um þá áherslu sem vinir
okkar í íslenska alpaklúbbnum lögðu
á að þetta yrði ekki neitt vandamál
meðan veðrið héldist gott. Þetta
hljómaði óljóst líkt einhveiju sem ég
hafði lesið einhvers stðar um Maumt-
urk-gönguna.
Bylurinn skall á á sjötta tímanum
á laugardagsmorgni. Hann rauf á
ruddalegan hátt hina allt að því sárs-
aukafullu kyrrð næturinnar með
æðislegum óhljóðum nokkurra ná-
unga og lágarenningi sem buldi á
næloninu í tjöldunum. Brátt vorum
við farnir að moka burtu mjöllinni
sem hafði hlaðist upp við innganginn
í tjöldin og að fjarlægja vegginn sem
við höfðum hiaðið til að veija tjöldin
austan megin. Áttin var austlæg en
skjólgarðurinn stuðlaði að því að
snjórinn hlóðst upp hlémegin og á
tjöldin. Veðrið versnaði eftir því sem
leið á daginn. í raun býst ég við að
snemma á laugardegi hafi verið
hætt að snjóa, aðeins verið skafrenn-
ingur undir heiðum himni. Spennandi
og ánægjulegt ef hægt hefði verið
að hugga sig við að geta skroppið á
krána þegar þetta væri afstaðið. Um
miðjan dag hafði þykknað upp og
mikil snjókoma byrgði okkur alla sýn
þannig að skyggni var vart meira
en fjórir og hálfur metri. Himinn og
jörð runnu saman í ólgandi grá og
hvít tjöld og stormurinn gnauðaði
og söng í útbúnaðinum sem átti að
veija tjöldin eins og skíðum, skíða-
stöfum og sleðum. Samræður byggð-
ust á eins atkvæða orðum og öskri.
Svefn sem náðist á milli verka var
fullur af furðulega eðlilegum draum-
um miðað við aðstæður. Þeir voru
andhverfa martraða.
Það fyrsta sem gaf sig var tjaldið
hans Eugenes. Ein af treijaglerssúl-
unum í afturhlutanum brotnaði ein-
faldlega undan þunga snævar og
vinds. Eugene fann að neðri hluti
líkamans var fastur á sama tíma og
skafrenningurinn var að sliga fremri
hluta tjaldsins líka. Fjallatjaldið okk-
ar dugði betur uns of harkaleg til-
raun til að moka út úr því snjó end-
aði með því að gat kom á ytra byrð-
ið. Afleiðingin varð strax sú að for-
stofan, þar sem við geymdum föt,
skó, mannbrodda, eldunaráhöld og
fleira, fylltist af snjó. Á meðan ákvað
Eugene að það væri tímabært fyrir
hann að grafa sig í fönn. Okkur
Mike fannst vit í þessu líka þar sem
rifan á tjaldinu okkar lengdist eftir
því endilöngu.
Mike fékk þann starfa að rýma
tjöldin á meðan við Eugene reyndum
að ljúka byggingu snjóhússins sem
Eugene hafði byijað á. Skyggni var
svo slæmt að við sáum ekki hvert
við mokuðum og ég átti fullt í fangi
með að rata til baka úr snjókögglaná-
munni. Skynvillur voru svo margar
að við sáum allskonar myndir, hæðir
og útlínur við jaðar búðanna okkar.
Hugur okkar leitaðist við að fram-
kalla ímyndanir til að koma skipulagi
á hverfult kófið.
Michael Guilfoyle
Þegar snjóhúsið var fullfrágengið
var það bæði léttir og skemmtistað-
ur. Ekki heyrðist lengur í veðrinu
og brátt skóf í allar rifur. Við sátum
alla nóttina í svefnpokunum og
göngugöllunum. Okkur varð jafnvel
á sú skyssa að fara í neyðarpokana.
Sumir læra aldrei. Um miðjan dag á
sunnudegi stytti aðeins upp og við
ákváðum að nýta okkur það og snúa
við til Kverkijalla. Aftur skall þó
hríðin á um það leyti sem við vorum
að yfirgefa skýlið. Við hugsum enn
um það hvað eða hver stjórnaði því
að bylurinn skali á rétt fyrir brottför
okkar. Vart hefðum við komist meira
en þijá kílómetra áður en við hefðum
orðið að grafa okkur aftur í fönn
með mikilli fyrirhöfn. Nú þegar snjó-
húsið var orðið tómt undirbjuggum
við lengri dvöl. Eldhúsi og snyrtingu
var bætt við. Gólfið var lengt þannig
að hægt yt'ði að leggjast niður, nýr
inngangur gerður auk ýmissa út-
skota fyrir bakpoka, búnað o.þ.h.
Kátt var á hjalla, einkum þegar
umræður hófust um það hveiju við
ættum að hætta ef alfaðir leysti okk-
ur að lokum úr holunni.
Eftir 15 klukkustunda leiðindi fyr-
ir suma en óþægindi fyrir aðra tók
ég þá áhættu að reka höfuðið út kl.
9 f-.h. á mánudegi. Fyrstu áhrifin
voru skínandi birta og síðan hiti.
Fyrstu viðbrögðin voru ací ná í sól-
gleraugun og klifra út. Ég held ég
gleymi aldrei þeirri sjón sem við mér
þlasti.jíins langt og augað eygði var
skínandi landslag ósnortins snævar.
Fyrir ofan skein heit sól á blárri
himni en ég hef áður séð. Þrátt fyr-
ir að vera ekki vanur að láta fögnuð
minn í ljós með stjórnlausum lima-
burði sýndu fótspor mín stefnulausa
för sem ég minnist ógjörla. Þegar
ég tilkynnti félögunum ástandið á
yfirborðinu varpaði Mike þeirri
spurningu til Eugenes hvort hægt
væri að hafa svona nokkuð í flimting-
um.
Þrigga daga undanhald okkar af
jöklinum var atburðasnautt og hratt.
Fyrsti dagurinn var kallaður „dagur
brenndu kattanna“ vegna ákafa okk-
ar og stefnufestu. íslendingar voru
hissa á að við skyldum furða okkur
á storminum og að við skyldum hálft
í hvoru bugast í skaflinum og verða
að hætta við ferðina út af svona
óverulegum truflunum. í minning-
unni geri ég ráð fyrir að við hefðum
átt von á en bjuggumst ekki alveg
við því sem að hörfdum bar. Fræði-
lega höfðum við búið okkur undir
þetta með því að hafa með okkur
skóflur, fá ráðleggingar um bygg-
ingu snjóhúsa og veðurhorfur. Þó
geta engar væntingar eða andlegur
undirbúningur í hlýju og notalegu
umhverfi komist í hálfkvisti við eigin-
lega reynslu og raunveruleika fimm
dægra stórhríðar í 1800 metra hæð
á íslenskum jökli. Reynslan hafði
skotið okkur skelk í bringu. Jafnvel
núna, aðeins tveimur vikum eftir
atburðinn, erum við samt sem áður
farnir að furða okkur á því hvers
vegna við fórum ekki í suður úr
híðinu. Sem þýðir aðeins að við verð-
um að koma aftur.
Það sem okkur sámaði helst er
að hafa orðið að skilja hluta af sorp-
inu eftir, þar með talið tjald, sem
grófst algerlega í kaf í fárviðrinu.
Þegar hin viðkvæma fegurð staðar-
ins er höfð í huga er þetta óafsakan-
legt.
Höfundur er starfsmaður írska
fjármálaráðuneytisins. Þýðandi er
Kristjón Kolbeins vistfræðingur.
^Bauknecht
ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI
©
©
a
mmm
© SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VIÐ MIKLAGARÐ
& KAUPFÉLÖGIN
ÞIINIGBRÉF
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Yiðreisn tíunda áratugarins
Hvers konar ríkisstjórn situr komandi kjörtímabil?
Stjórnarráð íslands hefur
hýst margs konar ríkisstjórnir
frá því fyrsti ráðherra landsins,
Hannes Hafstein, settist á valda-
stól 1. febrúar 1904. Nú situr
dæmigerð vinstri sjórn — við
lyktir kjörtímabils. Ekki er úr
vegi að velta fyrir sér, hvers
konar ríkisstjórn siglir inn í
Stjórnarráðið í kjölfar komandi
kosninga, sem fram fara í
síðasta lagi næsta vor. Framt-
íðin ein kann hið rétta svar. Við
getum hins vegar liugleitt þau
stjórnarmunstur, sem fortíðin
hefur fært okkur upp í hendur,
og þá möguleika, sem sem í sjón-
máli eru.
I
Forvígismenn Alþýðubandalagsins ganga til komandi kosninga
með núverandi stjórnarsamstarf (A-flokkar undir forsæti Fram-
sóknar) að leiðarljósi og framtíðarmarkmiði, samanber viðtal
Alþýðublaðsins við Svavar Gestsson, menntamálaráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur háft
óskabyr í skoðanakönnunum und-
anfarið.. Það er ekki sízt stjórnaf-
liðið, sem gerir það góða, sem það
ekki vill, að þessu leyti. Flest þess
verk og verkleysur hafa breytzt í
byr í segl Sjálfstæðisflokksins. A
stundum kemur manni í hug að
það séu örlög stjórnarliðsins að
draga einn flokk til ábyrgðar við
stjórnvölinn á þjóðarskútunni.
Hér verður samt sem áður horft
fram hjá þeim möguleika að einn
flokkur hljóti þingmeirihluta í
komandi kosningum og gert ráð
fyrir tveggja- eða fleirflokka stjórn
á næsta kjörtímabili, eins og verið
hefur allar götur frá lýðveldis-
stofnun.
II
Mennntamálaráðherra úr Al-
þýðubandalagi brýnir í nýlegu við-
tali við Alþýðublaðið núverandi
stjórnarflokka til baráttu fyrir
„framhaldslífi“ núverandi ríkis-
stjórnar út næsta kjörtímabil.
Hans kappsmál er að negla niður
vinstrí stjórn, eins og þá sem nú
situr, þ.e. A-flokka-stjórn undir
forsæti Framsóknar, hugsanlega
með aðild Kvennalista í stað Borg-
araflokks.
Slíkar eða líkar stjórnir vóru
myndaðar 1956, 1971, 1978 og
1988. Allar vóru þær sjálfum sér
verstar, sem dæmin sanna, og
orktu sitt endadægur með stuðlum
og höfuðstöfum hægri sveiflu í
eftirfarandi kosningum.
Það verður að telja í meira lagi
ólíklegt að slíkt stjórnarmunstur
hljóti kjörfylgi til framhaldslífs nú.
III
Framsóknarflokkurinn hefur
setið nær samfellt. í ríkisstjórnum
í tvo áratugi. Ýmsum þykir tíma-
bært að hann hverfi úr Stjórnar-
ráðinu, um sinn a.m.k., í eins kon-
ar pólitískt orlof, enda hvíldar og
endurhæfingar þurfi.
Það er og trúlega ekki efst á
óskalista stjórnarandstæðinga nú,
að Sjálfstæðisflokkurinn myndi
ríkisstjórn með Frámsóknarflokki,
þrátt fyrir nokkrar sögulegar fyrir-
myndir. Sama má raunar segja um
samstjórn Sjálfstæðisflokks,
Framsóknai'flokks og Alþýðu-
flokks, sem einnig eru dæmin um.
Framsóknarflokkurinn hefur að
vísu reynzt laginn við lauma sér
inn í Stjórnarráðið, hvort sem hann
hefur sopið súrt eða sætt í kosning-
um. En fyrr má nú rota en dauð-
rota, eins og þar stendur.
IV
Þeir eru ófáir sem gera ráð fyr-
ir þeim möguleika að Sjáífstæðis-
flokkurinn myndi ríkisstjórn, að
kosningum loknum, með Alþýðu-
flokknum. Þá er gjarnan horft til
viðreisnarstjórnarinnar (1959-71),
sem sat í rúman áratug og margir
telja farsælustu ríkisstjórn lýðveld-
isins. En farsæld hennar fólst fyrst
og fremst í þeim mönnum, sem
þá unnu saman.
Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn áttu þá — og eiga
trúlega enn — sitt hvað sameigin-
legt. Og þótt margt hafi breytzt
síðan á sjöunda áratugnum — og
nýir siðir komið með nýjum herrum
— er viðreisn tíunda áratugarins
tilraunarinnar virði. En það þarf
vel að vanda sem lengi á að standa.
V
Til eru þeir sem útiloka ekki
möguleika á nýsköpunarstjórn,
þ.e. samstjórn Sjálfstæðisflokks og
A-flokka. Þá ec horft til þess að
hægara sé fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn að byggja ekki alfarið á einum
samstarfsaðila. Sem og til þess að
slíkt stjórnarform kunni að stuðla
að meiri samstöðu og friði í þjóðfé-
laginu.
Aðrir setja Samtök um kvenna-
lista inn í þennan möguleika í stað
Alþýðubandalags. Þeim hinum
sömu þykir samstarfshæfni Al-
þýðubandalagsins í slakara lagi,
vegna innanflokksátaka og sér-
vizkusjónarmiða, sem dæmin sanni
í enn sitjandi stjórn. Þeir segja og
að Alþýðubandalagið hafi glatað
fyrri stöðu sinni innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og ráði litlu sem
engu um frið eða ófrið á vinnu-
markaði. Orka þess fari öll í inn-
byrðis átök. Það sé ekki á vetur
setjandi.