Morgunblaðið - 03.10.1990, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
ÞORBERGUR MAGNÚSSON,
Melabraut 24,
andaðist að morgni 2. október á Landakotsspítala.
Laufey Sigurðardóttir,
Sigurður Jónas Þorbergsson, Hafdís Þorgeirsdóttir.
Elskulegur maðurinn minn og faðir okkar,
JOHN HARMON GRANT,
Faxabraut 2a,
Keflavík,
andaðist á heimili okkar sunnudaginn 30. september sl.
Ingibjörg Benediktsdóttir Grant,
John H. Grant,
Benedikt Grant.
Faðir okkar, + ALBERT ERLINGSSON kaupmaður, Grenimel 2, Reykjavík,
lést mánudaginn 1 október.
Auður Albertsdóttir, Kristín Erla Albertsdóttir, Erna Albertsdóttir.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR BOGASON,
Rauðalæk18,
Reykjavík,
lést aðfaranótt 2. október á Landakotsspítala.
Ólöf Guðbrandsdóttir,
Bogi Þórðarson, Ólöf Einarsdóttir,
Bryndi's Þórðardóttir, Einar Stefánsson,
Grétar Þórðarson, Katrin Jónsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir,
dóttir og stjúpdóttir,
Ó. P. ANNA HALLGRÍMSDÓTTIR,
Erluhólum 5, Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum hinn 1. október síðastliðinn.
Hreinn Sumarliðason,
Sigurlina Hreinsdóttir, Reynir Hilmarsson,
Ágústa Hreinsdóttir, Sigurður Ómar Sígurðsson,
Jóna Margrét Hreinsdóttir, Sigurður Baldvin Sigurðsson,
Hallgrímur G. Björnsson, Margrét Þorvaldsdóttir
og barnabörn, v
svo og fyrir hönd systkina og fóstursystkina.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RUNÓLFUR GUÐMUNDSSON
bóndi,
Ölvisholti,
Hraungerðishreppi,
sem lést þann 27. september, verður jarðsunginn frá Hraungerðis-
kirkju laugardaginn 6. október kl. 13.30.
Sætaferð verður frá B.S.Í. kl. 12.00.
Ögmundur Runólfsson, Heidi Runólfsson,
Kjartan Runólfsson, Margrét Kristinsdóttir,
Sveinbjörn Runólfsson, Lilja Júlíusdóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma, og langa-
langamma,
MARGRÉT BJARNADÓTTIR
frá Látrum, Aðalvík,
Akurgerði 8,
Reykjavík,
sem lést á Borgarspítalanum 26. september sl., verður jarðsung-
in frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 4. október kl. 13.30.
Laufey Guðmundsdóttir, Sölvi Jónsson,
Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Magnússon,
Halldór Guðmundsson, Anna Jónsdóttir,
Bjarnveig Guðmundsdóttir, Agnar Áskelsson,
Kristján Guðmundsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Oddgeir Steinþórsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Stefán Jónsson rit-
höfundur - Minning
Þegar hann féll eftir harða bar-
áttu við illvígan vágest - féll snjór
í fjöll — það kólnaði í veðri og einn-
ig fannst mér kaldara í heimi hér
eftir fráfall hans, og það er að von-
um, því hans hlýja viðmót og glettni
í bundnu og óbundnu máli var þess
eðlis að það heillaði alla.
Um nokkurra ára skeið höfum
við hjónin átt því láni að fagna að
hafa búið undir sama þaki og Stef-
án Jónsson fyrrum fréttamaður og
hans góða kona Kristjana Sigurðar-
dóttir, er stóð við hlið hans í gleði
og þraut þar til yfir lauk.
Þau eru ótalin, en því miður allt-
of fá, þau skipti sem við höfum
rætt hins ýmsu málefni og það var
ákaflega gaman og fróðiegt. Þekk-
ing Stefáns á öllum mögulegum
hlutum var með ólíkindum, frásagn-
arlistin og gleðin óþijótandi. Það
er því ekki að undra, að hann varð
einn allra vinsælasti útvarpsmaður
okkar og bera viðtöl hans við hina
og þessa þess ljóst vitni. Það má
enginn halda það, að hans frábæru
viðtöl hafi verið unnin án fyrirhafn-
ar, því að fötlun hans hindraði hann
að nokkru, en þó ekki öllu, því að
+
Ástkær eiginkona mín,
GUÐBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR
frá Gröf,
til heimilis f Hvassaleiti 56,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum að kvöldi 1. október.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Kristinn Jónsson.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRMANN JÓNSSON,
Hraunbæ 124,
verður jarðsunginn fimmtudaginn 4. október kl. 15.00 frá Foss-
vogskirkju.
Anna Benediktsdóttir,
Díana Ármannsdóttir,
Anna Dóra Ármannsdóttir,
Brynjar Ármannsson,
tengdabörn og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HARALDURKARLSSON,
Látraströnd 50,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. október
kl. 15.00.
Ingibjörg Árnadóttir,
Nanna Haraldsdóttir, Heimir Haraldsson,
Edda Haraldsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Ágúst Fjeldsted, Hermann Sigurðsson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Guðnabæ,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 4. október
kl. 14.00.
Guðríður Jónsdóttir,
Guðmundur Jónsson,
Kristín Jónsdóttir,
Hildur Jónsdóttir,
Valur Jónsson,
Guðrún Jónsdóttir,
Pétur Elísson,
Ingunn ívarsdóttir,
Allan Sveinbjörnsson,
Valmundur Eggertsson
Elín Þóra Geirsdóttir,
Davfð Aðalsteinsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega hlýhug og samúðarkveðjur við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
KARLSJ. EIRÍKS.
Helga Guðmundsdóttir,
Guðmundur V. Karlsson,
Eiríkur Karlsson, Guðborg Þórðardóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför
HELGU SIGURÐARDÓTTUR,
Hraunbæ 68.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sævar Snorrason, _ Unnur Ágústsdóttir,
Þórunn Sævarsdóttir, ’ Sigurður Gestsson,
Anna Kristín Sævarsdóttir, Jón Sigurðsson,
Snorri Sævarsson, Magnhildur Sigurðardóttir,
Sigrún Sævarsdóttir, Ágúst Sigurðsson.
dugnaður hans og harka við sjálfan
sig var með þeim hætti, að það
hefði verið bókfært á skinn ef hann
hefði verið uppi á söguöld.
Það mun flestum kunnugt, að
þessa fötlun hlaut hann á ungl-
ingsárum þar sem fótur var tekinn
af honum vegna misskilnings, hörð
örlög þar, sem hljóta að hafa mótað
hann mjög, en mótlætið mannvitið
skapar segir Einar Benediktsson
og er það svo sannarlega víst, að
það hefur orðið raun á um Stefán
Jónsson, en með hörku og seiglu
vann hann hin ýmsu afrek og ég
held að hann hafi sannað það með
veiðiferðum sínum með byssu eða
stöng og það við hin erfiðustu skil-
yrði. Hann sagði við mig og hló,
að það væri ansi slæmt þegar hann
væri að vaða erfiðar ár að löppin
vill fljóta upp eins og hann orðaði
það. Það var ekki verið að kvarta
um þetta heldur aðeins bent á þetta.
Stefán var einn allra bezti flugu-
veiðimaður hér, og það að veiða
með flugu er toppur á stangveiði
og toppurinn er þurrfluga. Hann
naut veiða og hann kunni með veiði-
tæki að fara og hlýhugur hans var
þar einnig með og þetta varð að list.
Stefán tók frábær viðtöl í útvarp-
inu hér á árum áður og munu þau
geyma nafn hans um aldir og mér
þykir mikill fengur að því að eiga
nokkur þeirra á segulbandi, en það
var einnig annað sem hann gjörði
af sinni alkunnu snilli, bækur hans
um garpa samtímans eru unnar af
snilld og hugur fylgir þar máli, en
svo var einn garpur hversdagsleik-
ans, sem sagði af munni fram sögu
sína í útvarpinu, og það var Stefáni
að þakka að svo varð. Þessi maður
var bróðir meistara Þórbergs, Stein-
þór á Hala. Þessa snilli í frásögn
mun lifa um aldir. Þarna kom fram
tækni þjóðarinnar í munnlegri
geymd, sem ég held að hafí ekki
verið metin sem vert er þegar hug-
ur er leiddur að sagnahefð þjóðar-
innar.
Aðrir mér færari munu rekja
stjórnmálaafskipti Stefáns, en þó
get ég þess að honum rann til rifja
það böl okkar, að hluti okkar góða
lands skyldi hersetið af erlendum
dátum, þar fínnst mér fara saman
skoðun hans og þess manns er á
þessari öld hefur bezt staðið á rétti
okkar, og það þó við útsendara
nazista væri að etja, og þar á ég
við Hermann Jónasson.
Ekki ætla ég að rekja lífshlaup
Stefáns, það gjöra þeir sem gjörr
þekkja til hans, en hann unni lífinu
í þess margbreytilegu myndum og
hann náði mikilli gleði með stöng
og byssu á tréfæti og seinustu bók
hans, sem íjallar um þetta, ættu
menn að lesa, einkum ef þeim fínnst
eitthvað bjáta á, það er ekki -auð-
velt fyrir heilfættan mann að gjöra
sér í hugarlund þjáningu þá sem
fötlun hans hlýtur að hafa valdið.
Nú þegar góður drengur er geng-
inn er þjóðin að miklum mun fátæk-
ari, en bót er að bækur hans og
viðtöl munu lifa og halda á lofti
nafni hans.
Þegar við nú kveðjum okkar góða
vin þökkum við frábæra viðkynn-
ingu, minning hans mun lifa og að
lokum kveðjum við hann með þess-
ari fornu vísu úr Hávamálum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Halldór Ólafsson