Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 237. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ukraína: Gengið að sjálfstæð- iskröfum námsmanna Kiev. Reuter. RÓTTÆKIR umbótasinnar í Úkraínu fögnuðu sigri í gær er þing Sovétlýðveldisins ákvað að ganga að nánast öllum kröfum náms- manna, sem efnt höfðu til fjölmennra mótmæla þrjá daga í röð tii að krefjast þess að lýðveldið öðlaðist aukið sjálfstæði frá Moskvu. Námsmennirnir höfðu komið upp tjaldbprgum í miðborg Kiev, höfuð- borg Úkraínu, efnt til mótmælasvelt- is og gengið með kröfuspjöld um götur borgarinnar. „Námsmenn Úkraínu og annarra landa Austur- Evrópu hafa nú loksins sýnt styrk sinn,“ sagði Míkhaíl Horyn, róttækur þingmaður, er námsmennirnir fögn- uðu tilslökunum þingsins. Hann sagði ákvarðanir þingsins mikilvæg- an áfanga í baráttunni fyrir því að fullveldisyfirlýsingu þingsins frá því í júlí yrði komið í framkvæmd. Þar EFTA-EB: Erfiðar samn- ingaviðræð- ur framundan Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. er m.a. gert ráð fyrir því að Úkraínu- menn stofni eigin her og taki upp eigin mynt. Þingið samþykkti að setja lög þar sem bannað verður að senda Úkra- ínumenn, sem kvaddir eru til að gegna herskyldu, út fyrir lýðveldið. Þá verður efnt til þjóðaratkvæða- greiðslu um vantraust á þingið sem gæti leitt til nýrra kosninga. Komm- únistaf eru í meirihluta á þinginu, sem sætti harðri gagnrýni náms- mannanna fyrir að beita sér ekki nóg fyrir sjálfstæði lýðveldisins. Þingið skipaði einnig nefnd til að kanna hvort ganga ætti að kröfum námsmannanna um að eignir komm- únistaflokksins yrðu þjóðnýttar. Úkraína er næstljölmennasta lýð- veldi Sovétríkjanna og eru íbúar þess tæpar 52 milljónir. í lýðveldinu eru mikilvæg landbúnaðarhéruð, auk þess sem það er auðugt af kola- námum og olíulindum. Þingnefndir veita efnahagstillögum Gorbatsjovs brautargengi: Reuter Námsmenn taka niður tjöld sín í miðborg Kiev, höfuðborg Úkraínu, eftir að þing lýðveldisins hafði gengið að nánast öllum kröfum þeirra um aukið sjálfstæði frá Moskvu. Á borðanum stendur: „Kommún- ismi er fyrir kommúnista; frelsi til handa Úkraínumönnum!“ Lýðveldin ráða sjálf miklu um útfærslu áætlunarinnar - segir Abel Aganbegjan, ráðgjafi forsetans, er hann svarar gagnrýni Jeltsíns Moskvu. Reuter. ÞINGNEFNDIR Æðsta ráðs Sovétríkjanna veittu efnahagsáætlun Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta brautargengi í gær. Áætlunin hefur verið harðlega gagnrýnd og sagði Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, að hún væri dæmd til að mistakast. I dag flytur forsetinn ræðu um áætlunina við upphaf umræðna um hana á þingi. Abel Aganbegjan, helsti ráðgjafi Gorbatsjovs, segir að líta megi á áætlun- ina sem ramma. Hvert lýðveldi Sovétríkjanna um sig geti útfært hana á sinn hátt. Til dæmis komi til greina að Rússar hrindi áætl- un, sem kennd er við hagfræðinginn Staníslav Sjatalín, lítið breyttri í framkvæmd. LJÓST þykir að erfiður tími fer nú í hönd í samningaviðræðum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) við Evrópubandalagið (EB) um sameiginlegt efnahags- svæði þessara bandalaga. Franz Blankart, aðalsamningamaður Svisslendinga og oddamaður yfirsamninganefndar EFTA, sagði við blaðamenn í Brussel í gær að búið væri að leggja öll spil á borðið og nú reyndi á hvort hægft væri að ná samkomulagi. Hann taldi engan vafa leika á því að báðir aðilar hefðu fullan hug á að samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) liti dagsins ljós, hins vegar væru umtalsverðir þröskuldar í vegin- um. Evrópubandalagið hefur lítt tekið undir hugmyndir EFTA um sameig- inlegar ákvarðanir sem varða EES og talsmaður framkvæmdastjómar- innar sagði í Brussel í gær að EB væri ekki til viðræðu um neitt sem takmarkaði sjálfsákvörðunarrétt bandalagsins. Hann sagði jafnframt að fyrirvarar EFTA-ríkjanna væru alltof margir og ekki kæmi til greina að fallast á undanþágur nema til aðlögunar. Um greiðari aðgang að mörkuðum EB fyrir sjáv- arafurðir sagði talsmaðurinn að EFTA-ríkin gætu að sjálfsögðu sett fram kröfur þess efnis að EB léti þeim slíkt í té án þess að fá nokkuð í staðinn. Að sama skapi gæti EB alltaf sagt nei við slíkum kröfum. Hannes Hafstein, aðalsamninga- maður íslendinga, sagði að af hálfu EFTA'væri það skilyrði að viðun- andi lausn fyndist á grundvallar- hagsmunum EFTA-ríkja á þessu sviði. Á mánudag og þriðjudag munu ráðherrar EB fjalla um samninga- viðræðurnar á fundi í Lúxemborg og sömu daga halda EFTA-ráðherr- ar fund í Genf. Stuðningur þingnefndanna ijög- urra við áætlun Gorbatsjovs er túlk- aður sem mikill sigur fyrir forset- ann. Þó á eftir að koma í ljós hveij- ar viðtökurnar verða í þingumræð- um í dag. Áætluninni, sem lögð var fram síðastliðinn þriðjudag, er lýst samsuða úr rót- tækum tillögum Sjatalíns og hóf- samari hug- myndum Níkolajs Ryzhk- ovs forsætisráð- herra. Gert er ráð fyrir að kom- ið verði á mark- aðskerfi í ijórum áföngum innan eins og hálfs árs til tveggja ára. Vafi leikur á því hvert verður sam- band lýðveldanna og miðstjórnar- valdsins í efnahagslegu tilliti en þó er ljóst að Moskvustjórnin áskilur sér rétt til að hafa yfirumsjón með útflutningi olíu, jarðgass og gulls. Jeltsín fór miður fögrum orðum um áætlun Gorbatsjovs á þriðjudag og sagði að yrði hún samþykkt þá myndu Rússar hrinda tillögum Sjat- alíns í framkvæmd frá og með 1. nóvember. Þar er gert ráð fyrir að koma á markaðsbúskap á 500 dög- um. Varaforsætisráðherra Rúss- lands, Grígoríj Javlínskíj, sagði af sér á miðvikudag til að mótmæla áætlun Gorbatsjovs. Aganbegjan, ráðgjafi Gor- batsjovs, reyndi í gær að vinna áætlun forsetans fylgi. „Hún gefur fyrirmæli um útlínur umbótanna en ekki er gengið á rétt einstakra lýð- velda til að ráða útfærslunni," sagði hann á sameiginlegum fundi þing- nefndanna fjögurra. Lýðveldunum yrði til dæmis að nokkru leyti í sjálfsvald sett hversu hratt umbæt- urnar gengju fyrir sig og með hvaða hætti einkaeignarréttur á jarðnæði yrði innleiddur. Þetta þýddi líka að ef umbæturnar færu út um þúfur þá væri við lýðveldin að sakast en ekki miðstjórnarvaldið í Moskvu. Aganbegjan gagnrýndi Jeltsín fyrir unnnælin um áætlunina. „Við hveija slíka ræðu rýrnar lánstraust- ið erlendis um milljarða dala,“ sagði hann. Stríðsótti magnast í Jemen Sanaa í Jemen. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. STRÍÐSÓTTI virðist mag*nast hér í Jemen og andstætt því sem við á um Jórdaníu virðist það almennt álit manna hér að átök blossi upp í þessum heimshluta innan tíðar. Viðmælendur eru flestir þeirrar skoðunar að Bandaríkjamenn muni hleypa af fyrstu skotunum og virðast í engum vafa um hvernig þeim hildarleik komi til með að lykta. „írakar mala þá mélinu smærra," sagði háttsettur embættis- maður í innanríkisráðuneyti Jemens í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Mikil reiði blossaði upp hér í landi þegar sögusagnir komust á kreik um að egypskir hermenn hefðu verið sendir til landamæra Saudi-Arabíu og Jemens. Þessi frétt hefur enn ekki verið staðfest. Hún telst þó tæpast ótrúlegri en annað sem er að gerast í þessum heimshluta um þessar mundir. Sagt er að Egyptar búsettir í Jem- en verði fyrir aðkasti en eftir því sem næst verður komist er. enn ekki um neinn fjöldaflótta þeirra héðan að ræða. Þó forseti landsins, Ali Saleh, hafi nú tvöföldum her á að skipa eftir sameiningu Jemenlandanna eru uppi efasemdir um að hann geti treyst á holiustu hersveita sinna. Ættbálkadeilur hafa ævin- lega verið miklar hér og hefur ekki dregið úr þeim við sameining- una. Gæti því farið svo að sundr- ung kæmi upp innan hersins og er á allra vitorði að forsetinn ótt- ast það ekki síður en beina árás á landið eða stríð í nágrenni þess. jannig að hun Aganbegjan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.