Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 Anna K. Vilhjáhns- dóttír — Minning Fædd 10. september 1918 Dáin 11. október 1990 Mæt kona hefur kvatt þennan heim, kona sem átti að baki óvenju- lega ævi að mörgu leyti. Hún hét Anna Kristjana Vil- hjálmsdóttir og leit fyrst dagsins ljós í Skáholti í Reykjavík. Moður sína missti hún ung og tvö systkini sömuleiðis. Ólst hún upp hjá móð- urömmu og afa heima í Skáholti. Föður sínum sem var sjómaður kynntist hún lítið fyrr en á fullorð- insárum. Anna giftist Kristjáni Þórðarsyni ættuðum frá Brunná í Saurbæ í Dölum og eignaðist með honum fjögur mannvænleg börn, þau Gunnar Þór, Þórð, Margréti og Vilhjálm. Kristján lést 48 ára að aldri og stóð Anna þá ein uppi með bömin. Það má nærri geta að það hefur verið allt annað en auðvelt fyrir Önnu að fara frá bömunum út á vinnumarkaðinn við þessar aðstæður. En það gerði hún, kom þeim öllum til mennta og tókst að eignast eigin íbúð. Mörg eru lífsins boðaföll og finnst sumum nóg um. Það átti ekki fyrir Önnu minni að liggja að geta notið ævikvöldsins sem skyldi sökum heilsubrests. Þó má með sanni segja að hún gerði gott úr öllu og stóð sig eins og hetja þó sjaldan væri ein báran stök. Það var snemma árs 1979 sem leiðir okkar Villa lágu saman og kynnti hann mig fljótlega fyrir móður sinni. Man ég vel eftir þessu fyrsta sunnudagskaffi mínu í Alfta- mýrinni og þeirri reisn og hlýju sem ávallt einkenndi tengdamóður mína. Fann ég strax að þama var heiðurs- kona. Hefur hún alltaf reynst mér vel og gefið mér mörg góð ráð varð- andi húsmóðurstarfíð og umönnun barnanna. Anna var einstaklega myndarleg í höndunum, pijónaði, heklaði og saumaði út. Naut hún þessara hæfi- leika sinna vel, ekki síst á seinni árum. Hún hafði fallega rithönd og átti auðvelt með að setja saman góðan texta. A yngri árum lauk hún prófi úr Verslunarskóla íslands og þótti það ekki svo lítið í þá daga. Anna var bókelsk og tónelsk, las mikið og gaman var að hlusta á hana spila á orgelið sitt. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni samfylgdina og bið henni guðsblessunar í nýjum heimkynnum. Asta Kristín Siggadóttir í dag verður til moldar borin vin- kona mín Anna Vilhjálmsdóttir. Onnu hef ég þekkt svo lengi sem ég man eftir mér. Hún var góð vin- kona móður minnar og síðar þegar ég komst á fullorðinsár var ég svo gæfusöm að eignast einnig vináttu hennar. Það jók enn tengsl okkar Önnu að Margrét einkadóttir henn- ar er afskaplega góð vinkona mín. Anna var hin dæmigerða alþýðu- hetja. Hún vann mörg afrek — af- rek sem ekki verða skráð á blöð sögunnar — en eru ekki ómerkari fyrir það. Ung missti Anna eigin- mann sinn Kristján Þórðarson og stóð þá uppi ein með fjögur böm á aldrinum 3-17 ára. Þau eru Gunn- ar, Þórður, Margrét og Vilhjálmur. Anna barðist hetjulegri baráttu við að koma börnum sínum til manns. Það tókst henni mjög vel því öll eru þau hið mesta sómafólk og bera móður sinni gott vitni. Fyrir allmörgum árum varð Anna fyrir því að fatlast það illa að hún þurfti að ganga við hækjur það sem eftir var. Hafði hún af þessu miklar þrautir og óþægindi en það var oft- ast ekki hægt að merkja það á henni. Hún bar sig ævinlega vel og kvartaði ekki. Þegar ég hugsa um Önnu kemur fyrst upp í hugann hlýjan sem streymdi frá henni, hlýlegu augun hennar, brosið hennar og hvað hún var falleg og myndarleg. Ég hugsa um hvað það var gaman að tala við hana, hún fylgdist svo vel með, var svo skemmtileg og hvað hún hafði mikla kímnigáfu. Engin furða þó allir löðuðust að henni jafnt böm sem fullorðnir. Anna hafði mjög gott samband við börnin sín og fjölskyldur þeirra og kom það ekki síst í ljós í veikind- um hennar þar sem hún uppskar það góða atlæti sem hún hafði gef- ið þeim í uppvexti þeirra. Fyrstu minningar mínar um Önnu eru þegar ég var krakki og fór í heimsókn með mömmu í Skipa- sundið þar sem Anna bjó með börn- um sínum. Þar var vel tekið á móti okkur og ég man að mér fannst gaman að heimsækja þessa góðu konu og leika mér við hana Möggu, stelpuna hennar. Síðan eru liðin mörg ár og margar heimsóknir og þeirra minnist ég með gleði. Lengi bjó Anna í Alftamýrinni og þangað kom ég oft. Nú síðast bjó hún í Hvassaleiti þar sem hún hafði búið sér einstaklega fallegt og notalegt heimili. Það var alltaf svo gott að koma til Önnu. Mér eru minnisstæðar heimsóknir á dimmum vetrardögum þar sem við sátum í bjarmanum af kertaljósi, drukkum kaffi og með því og þá var nú margt spjallað. Stundum tók ég með mér hálfpijón- aða peysu eða aðra handavinnu sem ég var komin í þrot með og Anna leiðbeindi mér og hjálpaði mér svo flíkin yrði kláruð. Anna var nefni- lega mikil handavinnukona, sífellt pijónandi og heklandi. Bömin mín nutu eins og fleiri góðs af því. Hún gaf þeim ófáa vettlinga, húfur og sokka sem sannarlega hafa komið sér vel í gegnum árin. Ég minnist þess þegar ég kom með börnin mín til Önnu. Hún tók okkur alltaf svo elskulega og börnunum fannst svo gaman að koma til hennar. Þá var dreginn fram dótakassi og Anna talaði vð þau um alla heima og geima. Þau fundu strax að þau voru velkomin og undu sér hið besta. Þá gat oft verið erfiðleikum bundið að fá þau með sér heim aft- ur. Anna átti stóran hóp bamabama sem hún sinnti af mikilli ástúð. Hún naut þess greinilega að vera með bömunum, hún gat séð spaugilegar hliðar á ýmsum uppátækjum þeirra og gert gott úr öllu ef eitthvað kom upp á. Oft hef ég verið með henni í barnaafmælum hjá Möggu vin- konu minni þar sem hún naut sín vel með öllum hópnum sínum og lét ekkert á sig fá háreysti þá sem til- heyrir slíkum samkomum. Síðast var haldið afmæli í september og þá var Anna ekki með sökum veik- inda. Ég saknaði hennar sárt. Undanfama 3 mánuði hefur Anna legið mjög alvarlega veik á sjúkrahúsi. Það stríð var erfitt en nú er því lokið og Anna hefur feng- ið hvfld. Við sem eftir emm fáum ekki að njóta samvistanna við hana framar. Við erum hnípin og full af söknuði þegar við kveðjum þessa góðu konu. Sárastur er söknuður bama hennar, tengdabarna og barnabama. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Minning um einstaka konu mun lifa. Hvíli hún í friði. Bimba Hjörtur L. Jónsson verkstjóri - Minning Fæddur 29. júní 1904 Dáinn 12. október 1990 Þó að síst sé gatan greið, gjaman fótur lúinn, ber mann vonin langa leið, Ijósið gefur trúin. (R.G.) Einlægur vinur minn og tengda- faðir, Hjörtur L. Jónsson, andaðist f hjúkmnarheimilinu Skjóli að kvöldi föstudagsins 12. október. Hann var búinn að beijast við mik- il veikindi og fötlun um nokkurra ára skeið, en nú var þessu lokið. Hjörtur fæddist á Arney á Breiðafirði 29. júní 1904. Faðir hans var Jón Kr. Lámsson, fæddur 6. nóvember 1878. Móðir hans var Ingibjörg Sigurðardóttir, fædd 27. nóvember 1867. Hjörtur átti átta hálfsystkin, sem öll em nú látin, nema Friðrik Jónsson. Hjörtur var alinn upp hjá afa sínum, Lámsi Loftssyni á Arney, til sjö ára aldurs. Eftir það var hann með móður sinni í hús- mennsku á ýmsum bæjum þar vestra. Ungur fór Hjörtur til sjós, og lá leið hans vestur á firði. Þar var hann á kútternum, meðal annars Lovísu frá ísafirði og Kristjáni frá Flateyri. Hjörtur var stór og þrek- inn maður. Hann var mikill að burð- um og kappsfullur mjög. Á kúttern- um varð hann frægur fyrir hve mikinn fisk hann dró úr sjó. Árið 1924 fluttist hann til Reykjavíkur og varð háseti á ýms- um togurum svo sem „Skalla- grími“, „Garðari“, „Seagull“ og fleiri skipum. Árið 1928 gekk Hjörtur að eiga Jakobínu Jakobsdóttur frá Ljár- skógarseli í Laxárdal. Hún er fædd 29. júh' árið 1900. Hún er núna, nær alveg blind, á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Þau eignuðust fjögur böm, sem em: Ólafur Gísli, ókvæntur. Jón Bergmann, sem dó þriggja mánaða gamall. Ingibjörg Kristín, gift undirrituðum, og Jón Láurs, ókvæntur. Hjörtur og Jakob- ína slitu seinna samvistir. Um 1930 fékk Hjörtur starf sem bflstjóri hjá Garðari Gíslasyni hf. ERFISDRYKKJUR Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Ásbyrgi. Upplýsingar í síma 91 -687111. OOTEL jj'IAND Fljótlega hafði hann með yfírstjórn á pakkhúsum og vömdreifíngu að gera hjá því fyrirtæki. Þar vann hann alla tíð síðan, og það vom margir sem þekktu „Hjört hjá Garð- ari“. Síðustu árin, vel á áttræðis- aldri, sat hann og flokkaði ull í Skjaldborg, þar sem Garðar Gísla- son hf. var með ullarþvott. Undirritaður var um tólf ára skeið við útkeyrslu á vörum hjá Garðar Gíslasyni hf. undir stjóm Hjartar, og því varð vináttan ef til vill meiri en gengur og gerist með tengdafeður og syni. Einnig voram við saman með sumarbústað í ná- grenni Reykjavíkur. Þar áttum við margar ánægjustundir, og þar undi Hjörtur sér vel við garðrækt og útiveru með okkur, börnum okkar og barnabörnum. Þrátt fyrir litla skólagöngu var Hjörtur mjög vel lesinn maður. Al- veg sérstaklega hafði hann mætur á Islendingasögunum, og vitnaði hann oft í þær sögur. Einkum þótti honum vænt um Njálu. Hann kunni hana, að ég held, nær því utanbók- ar. Svo var hann líka vel hagmælt- ur, og gerði margar snjallar vísur um menn og málefni. Því miður var ekki sinnt um að halda því saman, nema að litlu leyti. Hjörtur var á seinni ámm slæm- ur í fótum. Laust eftir að hann varð áttræður, var hann svo slæm- ur, að taka þurfti af honum báða fætuma, með stuttu millibili. Það var mikið erfiður tími fyrir hann. Fyrst, eftir að sjúkrahúsdvöl lauk, var hann í Hafnarbúðum hjúkrunarheimilinu við höfnina. Þar undi hann sér vel. Flesta daga, þegar veður lejrfði, var hann útivið í hjólastól sínum og fylgdist með athafnalífínu við höfnina. Það var aðdáunarvert að fylgjast með eldmóði og dugnaði hans við að geta gengið á gervifótunum. Allir sáu að það virtist vera von- laust. Þó tókst honum, í göngu- grind, að standa uppréttur og ganga svolítið. Þá var hann kátur, og vonin um að geta gengið var allsráðandi. Fyrir rúmu ári fluttist Hjörtur að Skjóli, hjúkrunarheimili við Kleppsveg. Þar fékk hann sitt eigið herbergi, og gat verið útaf fyrir sig. Þar sat hann oft á svölum, og horfði yfir sundin blá, og fylgdist með ferðum skipa til og frá Reykjavík. Heilsu hans hrakaði hægt og hægt. Þó reyndi hann ákaft að stunda æfingar, jafnvel nota gervi- fæturna, meðan nokkur kraftur var eftir. Síðustu vikumar má heita að hann hafi verið alveg rúmliggjandi. Við, ættingjar og venslafólk Hjartar, viljum þakka starfsfólki Hafnarbúða og Skjóls fyrir frábæra umönnun, þolinmæði og hlýju sem honum var sýnd, meðan hann dvaldi á þessum stöðum. Þá viljum við einnig þakka öllum þeim sem heim- sóttu hann, ekki sist Bergi G. Gísla- syni, sem reglulega kom og heim- sótti sinn gamla dygga starfsmann, uns yfir lauk. Guð blessi minn einlæga vin og tengdaföður, Hjört L. Jónsson. Ragnar S. Gröndal Nú þegar haustið er að kveðja og náttúran hefur skartað öllum sínum fegurstu litum, andaðist í Landspítalanum tengdamóðir mín, Anna Kristjana Vilhjálmsdóttir. Anna var fædd 10. september 1918 í Skáholti í Reykjavík, dóttir hjónanna Margrétar Guðmunds- dóttur og Vilhjálms Kristjánssonar. Þegar hún var aðeins 4 ára gömul dó móðir hennar og ólst hún síðan upp hjá ömmu sinni, Sigurveigu Einarsdóttur, og afa, Guðmundi Guðmundssyni, í Skáholti við mikið ástríki þeirra og móðurbræðra sinna sem þá bjuggu á heimilinu. Anna var borin og barnfædd í Reykjavík og tilheyrir þeirri kynslóð sem núna má muna tímana tvenna. Hún unni borginni sinni sem hún hafði séð vaxa úr litlum bæ í fal- lega borg. Það vill svo oft gleymast okkur og niðjum okkar hve mikla þjóðfélagsbreytingu þessi kynslóð er búin að upplifa. í minningarbroti sem hún skrifaði á 200 ára afmæli Reykjavíkur að beiðni frænda síns kemur fram í hnotskurn hve miklar breytingar hafa orðið á þó ekki lengri tíma. „Hún Reykjavík er 200 ára í dag og þess vegna opnaði ég þessa bók sem nokkuð lengi hefur beðið eftir að ég skrifaði einhveijar bernsku- minningar mínar. Eiginlega finnst mér ég ekki vita hvað skal segja, en er ekki bezt að byija á upphaf- inu í Skáholti við Bræðraborgarstíg númer 10B, sem þá var en stendur nú við Drafnarstíg. Þar fæddist ég 10. september 1918. En þessi afmælisdagur varð til- efni þess að leita til baka. Það vom ekki glæstir dagar um þær mundir, því spænska veikin geisaði og ég var aðeins 5 vikna þegar foreldrar mínir veiktust af henni og móðir mín varð aldrei heil heilsu eftir það. Hún veiktist af berklum og varð að dveljast á Vífílsstaðahæli um lengri tíma, þó komst hún til nokkurrar heilsu og gat sinnt bróð- ur mínum og mér um stuttan tíma. Árið 1922 eignuðust foreldrar mínir aðra litla stúlku en hún lifði aðeins eitt misseri. Þá var mamma mín orðin alvarlega veik aftur. í janúar 1923 fékk Aðalsteinn bróðir minn lungnabólgu og lézt eftir stuttan tíma 8 ára gamall. Hann var að sögn efnisbarn og var sárt syrgður. Mamma mín var þá búin að missa 2 börn meðan hún sjálf var fárveik. Að lokum kvaddi hún þetta líf 1. maí 1923 aðeins 27 ára gömul. Pabbi minn var sjómaður og þess vegna tóku afi og amma mig til sín og hjá þeim ólst ég upp við gott atlæti og mikið dálæti móðursystk- ina minna. Afí minn og amma, Guðmundur og Sigurveig, gengu í hjónaband 1893. Amma mín var þá 20 ára en afi stóð á þrítugu. Áfi hefur þá þegar verið mjög ráðdeildarsamur því þau byijuðu búskapinn í ný- byggðu húsi fyrir fé sem hann hafði sparað saman við vinnu sína til sjós og lands. Húsið kostaði að mig minnir annaðhvort 600 eða 800 krónur uppkomið og ég held skuld- laust. Það var í fyrstu ein hæð og geymslukjallari hlaðinn. Seinna var byggð hæð ofan á. Hvor hæð var þijú herbergi og eldhús og oftast var efri hæðin leigð. Það hefur því verið búið þröngt, þar sem systkin- in urðu átta og öll voru herbergin lítil, ég gæti ímyndað mér að öll herbergin ásamt eldhúsi hafi varla verið meira en e.t.v. 40 fermetrar. Það þætti ekki stórt núna. Áfast húsinu var hjallur og var þar góð geymsla og þvottur þurrkaður á vetrum. Við vinkonurnar máttum oft leika okkur þar og þótti okkur það mjög skemmtilegt. Þótt húsið væri ekki stórt, þá var ágætis lóð sem fylgdi því. Áustan og vestan við það voru kartöflugarðar, tals- vert af rófum og rabarbari. En fyr- ir framan húsið kom Siggi frændi upp yndislegum blómagarði. Um-. hverfis á þijár hliðr var rifs en fyr- ir framan húsið setti hann tvær norskar silfur-reyniviðarhríslur sem enn standa, hærri en húsið. Það staðnæmdust margir við garðinn á sumrin og var þá ekki sjaldgæft að stungið væri snotrum blóma- vendi í hendi af ýmsum tegundum blóma.“ Anna gekk í Vejrzlunarskóla ís-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.