Morgunblaðið - 19.10.1990, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
Sovétríkin:
Skýrt frá tilræði við
Brezhnev árið 1969
Moskvu. Reuter
SOVÉSKA vikuritið Líteratúrnaja Gazeta skýrði frá því í vikunni
að ungur liðsforingi í Rauða hernum hefði reynt að ráða Leoníd
Brezhnev, þáverandi leiðtoga sovéska kommúistaflokksins, af
dögum í janúarmánuði árið 1969. Er þetta í fyrsta skipti sem skýrt
er frá tilræðinu í Sovétríkjunum en fréttir af morðtilrauninni bár-
ust á sinum tíma til Vesturlanda.
í grein tímaritsins sagði að liðs-
foringinn, Víktor Íljín, sem þá var
22 ára gamall, hefði 22. janúar
1969 tekið sér stöðu við Kremlar-
múra, dulbúinn sem lögregluþjónn
og skotið 16 skotum að bifreið sem
hann taldi vera bíl Sovétleiðtog-
ans. Bílstjóri Brezhnevs sem var
liðsmaður sovésku öryggislögregl-
Bretland:
Skáldkonan
A.S. Byatt
hlýtur Book-
er-verðlaunin
unnar, KGB, varð þess hins vegar
var að ekki væri allt með felldu
og ók inn fyrir múra Kremlar í
gegnum annað hlið en aðrir þeir
sem voru í bílalest Sovétleiðtog-
ans. í bifreiðinni sem Íljín skaut á
voru hins vegar tveir geimfarar
sem heiðra átti eftir árangursríka
för og særðust þeir báðir lítilllega.
Bifreiðarstjórinn beið bana.
Erlendir blaðamenn sem biðu
við hlið Kremlar urðu einskis varir
en strax næsta dag komust sögu-
sagnir um banatilræðið á kreik.
Málið var hins vegar þagað í hel
í Sovétríkjunum og var aðeins
skýrt frá því að „Íljín nokkur“
hefði verið handtekinn.
Auk Íljíns voru tveir félagar
hans handteknir og voru þeir
dæmdir í fimm ára fangelsi. Sagði
í greininni að Íljín hefði í samtölum
við félaga sína efast um réttmæti
innrásar Rauða hersins í Tékkósló-
vakíu árið 1968 og furðað sig á
því hvers vegna sovésk stjórnvöld
væru því andvíg að fjölflokkakerfi
yrði innleitt þar í landi.
Íljín var úrskurðaður geðveikur,
var sagður þjást af kleyfhugasýki
líkt og oftlega var gert á þessum
árum þegar stjórnvöld reyndu að
hefta starfsemi andófsmanna. Íljín
var stungið í fangelsi fyrir geð-
sjúka glæpamenn í borginni Kaz-
an. Hann mátti þola einangruna-
rvist í heil 19 ár eða allt til ársins
1988 er hann var fluttir í sjúkra-
hús'í Leníngrad. Þar komst hann
í kynni við blaðamann einn og rót-
tækan stjórnmálamann, sem komu
þessum upplýsingum á framfæri.
Kvaðst hann í samtölum við þá
harma að ökumaður bifreiðarinnar
sem hann skaut á skyldi hafa lát-
ist en lét að því liggja að hann
iðraðist þess ekki að hafa freistað
þess að koma Leoníd Brezhnev
fyrir kattarnef.
Prófkjör
Sjólfstæðisflokksins í Reykjovík
Rannveiqu
V
Tryggvadóttur
í öruggt sæti
Kosningaskrifstofan er í Adalstræti 4 (gengið inn
frá Fischersundi). Símar 11041 og 25757.
Opið frá kl. 16-19 virka daga en 14-18
laugardag og sunnudag.
Lítið inn - kaffi á könnunni.
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns-
syni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Skáldkonunni A.S. Byatt voru
veitt Booker-bókmenntaverðlaun-
in sl. mánudagskvöld fyrir skáld-
söguna „Possession".
Booker-verðlaunin eru helstu bók-
menntaverðlaun Bretlands og veitt
einu sinni á ári. Dómnefnd velur úr
framlögðum skáldverkum, sem lo-
suðu 130 í ár, sex þækur, sem keppa
til úrslita. Verðlaunin nema rúmum
tveimur milljónum ÍSK.
I ár varð ekki eining í nefndinni
um val á verðlaunabókinni, heldur
réð meirihluti, að A.S. Byatt hlaut
verðlaunin. Verðlaunin eru umdeild
og margir bókmenntamenn líta svo
á, að þau niðurlægi bókmenntirnar.
A.S. Byatt, sem er systir skáldkon-
unnar Margaret Drabble, hefur skrif-
að sex skáldsögur og verið í hópi
fremstu rithöfunda í Bretlandi nú
um nokkurt skeið. Sagan „Possessi-
on“, sem þýða mætti sem „Andset-
inn“, segir frá tveimur háskólastúd-
entum, sem stunda framhaldsnám í
bókmenntarannsóknum. Þeir eru að
rannsaka bókmenntafrömuð frá mið-
biki síðustu aldar og unga samtíma-
konu hans. Þeir uppgötva ýmislegt
um samband þeirra og framlag til
bókmennta þeirra tíma.
Bókin þykir fyndin og mjög hag-
lega skrifuð, þar sem blandast saman
nútímafrásögn af stúdentunum og
rannsóknum þeirra og frásagnir af
atburðum á Viktoríutímanum.
KAVIAP
KORNI
HRÖKKBRAUÐ
^NVERSLUNARDEILD
^SAMBANDSINS
M
M
M
M
►4
M
M
M
►4
STORSYNINGIN DYRID GENGIIR UUST
RÍÓ TRÍÓ í 25 ÁR
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
M
►4
►4
M
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
M
►4
►4
►4
►4
M
►4
►4
►4
►4
►4
►4
M
►4
M
►4
►4
►4
►4
►W,
ásamt stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar
Stórkostleg 18 manna sýning - Glæsilegur matseðill
- Skemmtistaðurá heimsmælikvarða -
Gestir á laugardaginn varsögðu:
„Þvílík skemmtun. “„ Við höfum ekki skemmt okkur eins vel ífleiri ár. “
„Stemningin varrosaleg. “
Borðapantanir í símum 77500 og 78900
Miðaverð kr. 3.900,-. Eftir kl. 23.30 kr. 700.-
Snyrtilegur klæðnaður
Hljómsveit Gunnars Þórdarsonar leikur fyrir dansi
ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Krlstjánssyni
SÍMI77500 í yViJCDD ©