Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 39 lands og lauk þaðan verzlunarprófi árið 1935. Ekki áttu allir kost á að ganga menntaveginn í þann tíð. Minntist hún ætíð skólaáranna og skólafélaganna með mikilli hlýju. Var þessi hópur alla tíð mjög sam- heldinn og hittust þau sl. vor til þess að halda upp á 55 ára útskrift- arafmæli sitt. Þann 22. nóvember 1941 giftist hún Kristjáni Þórðarsyni bifreiða- stjóra, en foreldrar hans voru hjón- in Sigurlaug Sigvaldadóttir og Þórður Hjartarson. Eignuðust þau 4 börn. Þau eru: Gunnar f. 1942, vélstjóri, kvæntur Ingunni Jóns- dóttur íþróttakennara, Þórður f. 1944, rannsóknarmaður, kvæntur undirritaðri, Margrét f. 1949, þroskaþjálfi, gift Claus Ballzus vélaverkfræðingi, og Vilhjálmur vélvirki f. 1956, kvæntur Ástu Siggadóttur handmenntakennara. Barnabörnin eru 11. Helgaði hún heimiiinu krafta sína síðan. Þann 27. desember 1959 verður fjölskyldan fyrir þeirri sáru sorg að Kristján verður bráðkvaddur á heimili þeirra og stendur Anna þá ein uppi með bömin 4 á aldrinum 3ja til 17 ára. Ekki hafa það verið auðveldir tímar þá fyrir ekkju að standa uppi með 4 börn og í leigu- húsnæði að auki. En hún sýndi þá eins og ætíð síðan að hún var stærst þegar mest á reyndi. Aldrei var til uppgjöf í hennar huga. Með góðra manna hjálp gekk þetta allt og nú kom sér vel að hafa mennt- un. Hún vann síðan við verzlunar- og skrifstofustörf þar sem hún gat sér góðan orðstír sem og alls staðar annars staðar. Með hjálp barna sinna ræðst hún síðan í það árið 1963 að kaupa íbúð tilbúna undir tréverk í Álftamýri 20. Unnu eldri synirnir mikið og þau síðan öll við að innrétta hana og koma sér fyrir. Þarna bjó hún til ársins 1986 en þá seldi hún íbúðina og festi kaup á íbúð hjá eldri borgurum í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur í Hvassaleiti 58. Þama leið henni mjög vel og tók mikinn þátt í því félagsstarfi sem þar var þoðið upp á jafnframt því sem endurnýjuð vora kynni við gamla kunningja. Anna var mjög félagslynd en sakir fötlunar eftir skurðaðgerð árið 1976 átti hún erfítt með gang það- an af. í Hvassaleitinu blómstraði hún bókstaflega og vonuðu allir að þar mætti hún eiga nokkur góð ár í viðbót en það fór á annan veg. Anna var einstök kona, vönduð til orðs og æðis en jafnframt sér- lega hlý og gefandi. Hún var hefð- arkona í orðsins sönnustu merk- ingu. Hún var vinamörg og vina- trygg eins og sjá mátti á 70 ára afmælinu hennar þann 10. septem- ber 1988 en þar var fjöldi fólks samankominn til þess að fagna deginum með henni. Án þess að á aðra sé hallað má geta þess að hún hefur verið í sama saumaklúbbnum yfir 50 ár. Ættrækin var hún með afbrigðum og alltaf fremur veitandi en þiggjandi enda virt og elskuð af öllum sínum. Bamabörnin nutu góðs af ástúð hennar og aldrei þurfti hún að hækka róminn þó litl- ir fjörkálfar gleymdu sér í æsingi augnabliksins. Þeim var á hógvær- an hátt leiðbeint og athyglinni beint að öðru sem þau gætu tekið sér fýrir hendur. Börnin hennar öll nutu elsku hennar og vildi hún þeim allt hið besta enda bera þau öll því vitni að hafa fengið kærleiksríkt og vandað uppeldi. Sérlega náið var samband þeirra mæðgna, Margrét- ar og hennar, og var Margrét alla tíð vakandi yfir velferð móður sinnar. Naut hún þar dyggilega stuðnings mannsins síns, Claus, en samband Önnu og hans einkenndist alla tíð af gagnkvæmri væntum- þykju og virðingu. Þið börnin hennar hafið mikið átt og mikið misst. Mikið þegið en líka gefið og er það ekki hið dýr- mætasta í samskiptum móður og barna eða eins og skrifað stendur: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ I byijun júlí á þessu ári veiktist Anna alvarlega og eftir það var róðurinn þungur. Viljastyrkurinn var þó alltaf sá sami og hetjulega barðist hún þar til yfir lauk og hvíldin var kærkomin eftir þungt sjúkdómsstríð undanfarna 3 mán- uði. Anna hafði yndi af fallegri tón- list og lestri góðra bóka. Nú að leið- arlokum langar mig að setja hér síðasta erindið úr undurfallegum sálmi sem hún hélt mikið upp á og sunginn verður í kirkjunni í dag. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hveija rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Davið Stefánsson) Með virðingu og þökk kveð ég tengdamóður mína. Megi mæt kona hvíla í friði. Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir Þegar Þórður frændi minn hringdi í mig og sagði mér lát móður sinnar, Önnu Vilhjálmsdótt- ur, get ég ekki sagt að það hafi komið mér á óvart. Eg vissi að hún hafði verið rúmliggjandi um nokk- urt skeið, og ég efaðist ekki um að hún hafi verið tilbúin að hefja ferðina yfir landamærin miklu. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum því mér var alltaf svo hlýtt til hennar. í minninga- banka mínum mun hún alla tíð eiga stóra inneign. Það er nú svo að sumar mann- eskjur era manni eftirminnilegri en aðrar. Svo var um Önnu Vilhjálms- dóttur. Hún verður mér eftirminni- leg sökum ljúfmennsku sinnar og notalegrar framkomu við alla sem hún umgekkst, og var þá sama hvort viðkomandi var barn eða full- orðinn. Konan mín sagði þegar ég tjáði henni lát Önnu að sér hefði þótt svo vænt um hana því hún hefði verið svo góð kona. Anna var fædd og uppalin hér í Reykjavík. Ung að árum giftist hún móðurbróður mínum, Kristjáni Þórðarsyni. Þau eignuðsut 4 mann- vænleg böm sem öll eru á lífi, en þau era: Gunnar sem er vélstjóri hjá Áburðarverksmiðjunni, Þórður sem er rannsóknarmaður hjá Vega- gerðinni, Margrét sem er þroska- þjálfi og Vilhjálmur sem er vélvirki hjá Áburðarverksmiðjunni. Kristján lést langt um aldur fram í desember 1959, 48 ára að aldri, og var öllum sem hann þekktu mik- ill harmdauði. Mikill var missir bamanna, en mestur þó Önnu sem unni manni sínum mjög. Börnin voru öll ung og því varð róðurinn í gegnum lífsins ólgusjó oft erfiður. Anna gekk ekki heil til skógar, mörg hin síðari ár, en ekki kvartaði hún. Alltaf sama ljúfmennskan og elskulegheitin í umgengni sinni við aðra og stutt var í brosið, þó svo áð hún þyrfti að bera sinn kross. Nú er hún horfin okkur hér. Hún er komin á annað tilverustig, þar sem hún er frjáls og ég er viss um að þar verður henni vel tekið. Minn- ingin um hana mun lifa meðal okk- ar sem þekktum hana. Við vitum að þar fór góð kona og heimurinn væri betri ef fleiri líktust henni. Við sem eftir stöndum þökkum fyr- ir að hafa fengið að kynnast henni, og ég er ekki í vafa um að það hefur gert okkur að betri manneskj- um. Við hjónin sendum börnum henn- ai' og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur, sem og öðrum vinum og vandamönnum. Við þökkum Önnu fyrir sam- fylgdina. Bessuð sé minning henn- ar. Jóhannes Sverrisson Kær æskuvinkona og skólasystir er kvödd. Kynni okkar hófust haustið 1932 er við settumst í 1. bekk Verslunar- skóla Islands og iukum burtfarar- prófi vorið 1935. Æ síðan hafa kynni okkar staðið. Við stofnuðum saumaklúbb haustið 1935 og er hann enn starfandi. Þetta hafa því verið löng og góð kynni og því margs að minnast og margs að sakna. Anna fæddist í Reykjavík 10. september 1918 og var því nýorðin 72 ára er hún lézt. Foreldrar henn- ar voru hjónin Margrét Guðmunds- dóttir og Vilhjálmur Kristjánsson, hér í bæ, byggði hann hús við Bræðraborgarstíg, sem nefnt var Skáholt. Anna missti móður sína í bernsku og ólst upp eftir það hjá afa sínum og ömmu, Sigurveigu Einarsdóttur og Guðmundi Guð- mundssyni. Anna fór að vinna á skrifstofu Bifreiðastöðvar Steindórs og þar kynntist hún Kristjáni Þórðarsyni, bifreiðastjóra, eiginmanni sínum og þau.giftust 22. nóvember 1941 en hann lézt langt um aldur fram 27. desember 1959. Var það Önnu mik- ið áfall. Þau eignuðust 4 mannvæn- leg börn, sem nú kveðja móður sína. Eftir fráfall Kristjáns var þungur róður hjá Önnu, fyrirvinnan fallin frá, og hún ein með 4 börn, það yngsta 3ja ára. En Anna lét ekki deigan síga og fór að vinna úti, lengst af hjá Eldhúsbókinni í Set- bergsútgáfunni. Hún kom bömum sínum til mennta, og réðst í þáð ása,mt þeim að koma sér upp íbúð á Álftamýri 20. Hún átti því láni að fagna að eiga góð börn og tengdabörn, sem hafa stutt hana í gegnum árin og var samband þeirra og barnabarnanna mjög náið og fallegt. Síðustu árin bjó Anna í fallegri íbúð sinni í Hvassaleiti 58 og undi sér þar vel. Anna lézt eftir strangan biðtíma í Landspítalanum þann 11. október sl., þar sem allt var gert til að létta henni erfiðan viðskilnað úr þessu lífi. Hún vissi margt um veikindin því þeim kynntist hún strax í æsku. En Anna gat samt verið glöð og létt í lund og oft dáðumst við vin- konurnar að hetjulund hennar, þeg- ar á móti blés. Við sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur og biðjum henni og þeim Guðs blessunar. Fyrir hönd vinkvenna og skóla- systra, Kristjana M. Sigurðardóttir, Evelyn Þ. Hobbs. í dag fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík útför frænku okkar Önnu Vilhjálmsdóttur. Hún fæddist í Skáholti í Reykjavík 10. septem- ber 1918. Foreldrar hennar voru Margrét Guðmundsdóttir og eigin- maður hennar, Vilhjálmur Krist- jánsson frá Flateyri við Önundar- ijörð. Anna naut ekki móður sinnar lengi, því hún lést þegar Anna var aðeins 4 ára. Hún fór þá þegar í fóstur til móðurforeldra sinna og ólst þar upp við mikið dálæti þeirra og móðursystkina sinna. Eftir ferm- ingu fór Anna í Verslunarskóla ís- lands og sóttist henni námið þar vel enda átti hún auðvelt með nám og alla sína ævi hafði hún óslökkvandi áhuga fyrir bókmennt- um innlendum sem erlendum. Eftir námið í Verslunarskólanum veiktist Anna og lá í eitt ár á Landakots- spítala. Það var erfitt fyrir ungling að verða dæmd til þess. Hún Jiafði alveg sérstaklega gott skap og átti alla ævi mjög auðvelt með að um- gangast fólk og eignast vini. Stuttu eftir að legu hennar á Landakoti lauk hóf hún störf á skrifstofu Bifreiðastöðvar Steindórs í Hafnarstræti. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Kristjáni Þórðar- syni bifreiðastjóra frá Efri Brunná í Dölum. Þau giftu sig 22. nóvem- ber 1941 og hófu búskap í húsi foreldra okkár á Víðimel 59 hér í bæ. Þau eignuðust fjögur mann- vænleg börn, Gunnar Þór vélstjóra, Þórð húsasmið, Margréti þroska- þjálfa og Vilhjálm vélvirkja. Þau eru öll vel gift og búsett hér í bæ. Eftir 18 ára hjónaband varð Krist- ján bráðkvaddur og stóð þá Anna ein uppi með börnin. Þá sýndi hún hvern mann hún hafði að geyma. Þegar Kristján lést bjuggu þau í leiguhúsnæði, en fljótlega tókst henni að festa kaup á íbúð í Álfta- mýri 20 og kom hún sér þar vel fyrir. Hún fór fljótlega út á vinnu- markaðinn og vann lengst af hjá bókaútgáfu Setbergs. Hún lagði nótt við dag til að koma börnum sínum til mennta. Anna var fátæk alþýðukona en hún var ríkur höfð- ingi sem hafði þann einstaka eigin- leika að öllum leið vel í návist henn- ar og öfund í annarra garð átti hún ekki til. Börn hennar kunnu svo sannarlega að meta þessa einstöku ,■ móður sína og tengdabörnin og barnabörnin þegar þau komu. Við frænkur hennar gátum vart hugsað okkur að hafa mannfagnað á heim- ilum okkar svo hún væri ekki með. Því miður átti Anna við mikið heilsuleysi að stríða á seinni árum, en þá eins og áður var það hennar góða jafnaðargeð sem hélt henni gangandi. Anna var ein af fyrstu íbúum í Hvassaleiti 58 og átti hún þar hlýlegt heimili til hinsta dags. Þar sem annars staðar eignaðist hún vini og undi hag sínum í þessu húsi afar vel. Anna var greind kona og vinaföst, sem þrátt fyrir alla erfiðleikana var alltaf glöð og gef- andi. Hún var alla tíð mikil hann- yrðakona sem aldrei féll verk úr hendi. Við viljum að lokum þakka henni alla hennar góðu vináttu í okkar garð og sendum innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu henn- ar. Blessuð sé minning hennar. Margrét og Sigurveig Þú ert öruggur með Atlas Copco FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR: Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál, borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki, loftstýribúnaður, loftstrokkar og margt fleira. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. ^Hopcc EINKAUMBOÐ AISLANDI: LANDSSMIÐJAN HF. VERSLUN: SÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVÍK SfMI (91) 20680 • TELEFAX (91) 19199 HURÐIR ERU HÚSGÖGN FOSSHÁLSI 9-l! SÍMAR: 39500, 39501 < cn o S. Opið mán.-fös. kl. 9:00-18:00 og lau. kl. 10:00-16:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.