Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBUADIÐ FÖSTUDAGUR 19. QKTÓBER 1990 félk í fréttum LEIKLIST Skítt með’a Bragi Þór Hinriksson, Valgeir Skagfjörð og Ólöf Ýr Atladóttir. Morgunblaðið/Sverrir Vá, hver á lummur?" heyrist ein- hver kalla aksviðs um leið og kjallarahurðin í Félagsheimili Kópavogs skellur á eftir blaða- manni sem kemur kaldur inn í hlýj- una. „Eg,“ heyrist annar segja, „en fáðu þér endilega!" Hikandi gengur blaðamaður á hljóðið sem berst frá eldhúsinu á næstu hæð. í eldhú- skróknum er bekkurinn þéttsetinn en þrátt fyrir það er tekið vel á móti gestinum, leikararnir finna handa honum stól, og formaður Leikfélags Kópavogs, Olöf Ýr Atla- dóttir, kallar á tvo viðmælendur, leikara, höfund og leikstjóra, söng- ieiksins Skítt með’a sem krakkamir í leikfélaginu ætla að frumsýna 26. október. Langur aðdragandi Valgeir Skagfjörð, höfundur og leikstjóri, kemur inn úr dyrunum. Hann fær sér kaffí og rifjar upp aðdragandann að sýningunni, sem fólkið, allt í kringum, hann er að leggja síðustu hönd á. „Mig minnir að hugmyndin hafi orðið til síðasta haust þegar ég frétti að leikfélagið ætlaði að taka til sýningar verk eftir Ole Lund Kirkegaard. Ég stakk því að krökkunum að gaman væri að sýna verk eftir íslenskan höfund og núna í vor, í apríl minnir mig, var ég formlega beðinn að skrifa verkið,“ segir Valgeir. „Stuttu seinna hófst ég svo handa við undirbúninginn. Ég las bækur um krakka á aldur við þá sem sagt er frá í verkinu (13-20 ára), talaði við fólk sem unnið hefur með ungl- ingum og talaði við krakka sem ég hitti á félagsmiðstöðvum, niðri í bæ og á fleiri stöðum þar sem ungling- ar koma saman. Ekki siðapredikun í Skitt með’a segir frá íslenskum unglinum en þeir eru að mínum dómi nokkuð sér á parti ef miðað er við unglinga annars staðar í heiminum því þeir hafa nær ótak- markað frelsi til að valsa um og gera það sem þeim sýnist. VISA Dags. 19.10 1990 NR.176 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 0000 8391 4507 4300 0003 4784 í sýningunni segir frá sex krökk- um, frá fjórtán ára aldri til tvítugs. Krakkarnir hafa flestir lent í ein- hvers konar hremmingu og komist upp á kant við þá sem vilja ráðsk- ast með þá. Sagan er raunverulega . atburði og kannski verður hún ein- hveijum víti til varnaðar. Samt ætla ég að taka fram að hún er ekki siðapredikun enda leiðast mér siðapredikanir," segir Valgeir og grettir sig. Ljúfur og góður Bragi Þór Hinrikssson, nemi í Menntaskólanum í Kópavogi, leikur eitt ungmennanna í sýningunni. „Hann heitir Halli,“ segir Bragi þegar hann er spurður út í hlutverk- ið. „í félagahópi rembist hann við að vera töffari en inn við beinið er hann ljúfur og góður. í sýningunni fylgjumst við svo með því hvemig hann sveiflast þarna á milli. Við fylgjumst líka með sambandi hans við Stellu, aðalpíuna í klíkunni, en hún vill ekkert með hann hafa, finnst hann barnalegur, og velur Júlla og verður ólétt eftir hann. í lokin er þó ekki laust við að hún fái bakþanka en hún stendur við sambandið við Júlla,“ segir Bragi og talið berst að foreldrum Halla. „Þau eru neysluþjóðfélagslegt fólk,“ segir Ólöf Ýr . „Þeim þykir vænt um Halla en fara út að borða þó þeir hafi ekki heyrt frá honum í heilan sólarhring. Þeir setja bara símsvarann á og skilja eftir mat sem hann getur hitað í örbylgjuofninum Stella, aðalpían í Skítt með’a, er sannkallað hörkutól. ef hann kemur heim, hann er vanur því.“ Ekki síst fyrir foreldra í þessari svipan opnast dymar að skrifstofu leikfélagsins og stúlka gægist inn. Hún er að reka á eftir Braga að koma í klippingu. „Ég kem eins og skot,“ segir Bragi og ekki seinna vænna að koma með síðustu spurninguna. Henni er beint til Valgeirs sem tekur andköf þegar hann er spurður að því hvort sýn- ingin sé aðeins fyrir unglinga. „Nei, nei, það er af og frá. Skítt með’a er bæði fyrir böm og fullorðna. Kannski ekki síst fyrir þá foreldra sem eiga unglinga og gætu upþ- götvað nýjar hliðar á bömunum sínum.“ Um það bil 30 manna hópur tek- ur þátt í uppsetningu sýningarinnar í Félagsheimili Kópavogs. Þar af era sautján leikarar og fjögurra manna hljómsveit, íslandsvinir. Svokallaðir tvígildismiðar era seldir á sýninguna sem þýðir að þeir sem kaupa sig inn á sýninguna eiga frímiða á aðra sýningu ef þeir taka ijóra með sér. 4507 4500 0008 4274 Metsölublað á hverjum degit 4507 4500 0014 4003 4543 3700 0000 2678 4543 3700 0001 5415 4929 541 675 316 Kort frá Kuwait sem byrja á nr.: 4506 13** 4966 66** 4509 02**. 4507 13** 4921 04** 4921 90** 4547 26** 4552 41** 4560 31** 4508 70** 4507 77** 4966 82** Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. vn4 VISA ISLAND 1 . — 1 Lokadagar rýmingarsölunnar Meiri verðlækkun. 15% viðbótarafsláttur á eldri vörum. Gildir á meðan birgðir endast. Gólfflísar 30x30 og 40x40 kr. 1.500,- Vegg-marmari kr. 3.000,- Gólf-marmari kr. 4.000.- T.Ö.: Veggflísar 15x 15 kr. 799,- Aðrar stærðir kr. 1.090,- r P □ □ □ 1 1 1. L1 1 1 L □ □ □ -a á»\isni.- imm'uj n við Gullinbrú, Stórhöfða 17, sími 674844 - Fox 674818

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.