Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 10
10 oeei gaaoTHQ .et fluoAauT3Q«i aiOAjaMUOflOM HíOEGUNBLAÐIÐ'FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER1990 MROKKSVEIT Rúnars Júlíus- sonar leikur á efri hæðinni í Þórs- café í Danshöllinni um helgina. í þeirri sveit eru auk Rúnars á bassa, Þórir Baldursson á hljóm- borð, en Þórir er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, Bjöm Thor- oddsen og Tryggvi Hubner á gítara og Júlíus Freyr Guð- mundsson á trommur. Átta manna hópur sem kallar sig World Class troða upp í nákvæm- um gervum helstu leikaranna '\ kvikmyndinni Dick Tracy. Á laugardag mun hljómsveitin Lexía frá-Hvammstanga leika í Vetrar- brautinni. í diskótekinu k neðri hæð Þórscafé verða Darri ólason útvarpsmaður frá Stjörnunni og Sigvaldi Kaldalóns við stjómvöl- inn. Sameiginlegur aðgangseyrir er í alla sali Danshallarinnar. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Skipverjar á Hólmaborgu SU við frystingu. Eskifjörður: Síldin fryst um borð KJAR VALSSTAÐIR eru með tvær sýningar í gangi. í vestursal stendur yfir sýning Olafs Láms- sonar á málverkum og skúlptúr- um. í austursal stendur yfir ljós- myndasýning Bandaríska ljós- myndarans Imogen Cunningham frá árunum 1906-1976. Sýningin er á vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna og Menningar- málanefndar Reykjavíkurborg- ar. Síðasta sýningarhelgi. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00-18.00 og er veitinga- búðin opin á sama tíma. Eskifirði. SÚ nýjung hefur verið tekin upp í togaranum Hólmaborgu SU, sem er í eigu Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, að frysta síld um borð við bryggju. Er þessi vinnuaðferð nýlunda fyrir Eskfirðinga og er unnið allan sólahringinn við frystingu og hafa nú þegar 20 tonn verið afgreidd þ.e á einum sólahring. Þetta er síld sem fer á Japansmarkað. Hraðfrystihús Eskijarðar hefur tekið í notkun nýjan sal þar sem sfld er flökuð. n T Eyjólfur Kon- ráð Jónsson eftir Hans G. Andersen Þegar við Eykon vorum saman í sendinefnd íslands á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, tókst með okkur góð samvinna. Ég kunni vel að meta áhuga hans og sam- starfsvilja og fór vel á með okkur. Hann er mikill áhugamaður og sam- viskusamur með afbrigðum, alltaf í góðu skapi og léttur í lund. Hann var alltaf reiðubúinn til að leggja hart að sér, hafði góða heildarsýn yfir vandamálin og lagði sig allan fram við að vinna að lausn þeirra. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa, enda var samvinnan í sendi- nefndinni mjög góð og heilladrjúg. Eyjólfur Konráð stefnir nú að framhaldi þingmennsku sinnar og munu vinir hans allir styðja hann í því af einlægni. Hans G. Andersen Atvinnuleysi 1,9% fyrstu níu mánuði ársins Heimildaskrá um öldrunarmál á íslandi ÚT ER KOMIÐ nýtt hefti af rit- röðinni Lykill: Rit um bókfræði og ber það nafnið Öldrunarmál á íslandi. Heimildaskrá. Skrá þessi er unnin af Ásgerði Kjartansdótt- ur bókasafnsfræðingi á Vegum Rannsóknastöðvar í bókasafna- og upplýsingamálum við Háskóla Islands að beiðni Öldrunarfræða- félags Islands. Öldrunarráð ís- lands styrkti jafnframt gerð skrárinnar en Þjónustumiðstöð bókasafna gefur hana út. í skránni er vísað til um 1.300 heimilda um málefni aldraðra á ís- landi og hefur þeim verið safnað saman frá bókasöfnum, stofnunum og félagasamtökum sem tengjast öldrunarmálum. Þar er því að fínna tilvísanir í heimildir um bæði heil- brigðismál og félagsmál, þar á með- al tómstundastörf, líkamsrækt, sjúk- dóma, heilsugæslu, hjúkrun, sjúkra- þjálfun, lög og reglugerðir um þjón- ustu við aldraða; í stuttu máli allar ritaðar heimildir sem tengjast þess- um aldurshópi á einhvem hátt. Alls hefur verið skráð efni úr 44 íslenskum og erlendum tímaritum auk þess sem í skránni er að finna tilvísanir í bækur, skýrslur, rann- sóknaniðurstöður og kannanir. Skránni er raðað eftir íslenskum efnisorðum en einnig eru þar efnis- orð á ensku til að auðvelda erlendum aðilum aðgang að þessum heimild- um. í ritinu er höfunda- og nafna- skrá þar sem getið er um höfunda og ritstjóra og nöfn þeirra einstakl- inga og félagasamtaka sem fjallað er um. Einnig er þar að fínna staða- skrá þar sem vísað er í staðaheiti og heiti stofnana. Staðaskránni er raðað eftir Iandshlutum, svo sem Austurland, Norðurland o.s.frv., en Reykjavík og þeir kaupstaðir sem mikið er skrifað um fá þó sérstök efnisorð. í staðaskránni má því sjá hvaða upplýsingar eru til um þjón- ustu og aðbúnað aldraðra í einstök- um landshlutum. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING vegna prófkjörs um skipan á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við næstu alþingiskosningar, fer fram alla virka daga í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 09.00-17.00, laugardaginn 20. október kl. 10.00-12.00. Utankjörstaðakosningunni lýkur fimmtudaginn 25. október. Utankjörstaðakosningin er ætluð þeim, sem fjarverandi verða úr borginni aðalprófkjörsdagana 26. og 27. október eða geta ekki kosið þá af öðrum ástæðum. ATKVÆÐASEÐILL í prófkjöri Sjálfstæöismanna 26. og 27. október 1990. Hreinn Loftssomlögfræðingur, Flókagötu 69 • Ingi Bjöm Albj&rtsjpn^alþingismaður, Brekkubæ 14 a Kristján Guðfm^ssþn, húsasmiður, Holtsgötu 31 Lára Mara/et ©gnersdóttir, hagfræðingur, Bakkaseli 27 Ólafur ísJeif^Bnyhagfræðingur, Bergstaðastræti 86 Rannvdig ^ggvadóttir, húsmóðir, Hávallagötu 7 Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, Brekkugerði 24 Friðrik Sóphusson, alþingismaður, Bjarkargötu 10 j Geir H. Haarde, alþingismaður, Hraunbæ 78 Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, Stigahlíð 87 Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjóm.fél. Rvk., Stuðlaseli 34 Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur, Grænuhlíð 3 ATHUGIÐ: Kjósa skal fæst 8 frambjóöendur og flest 12. Skal það gert meó því að setja tölu- staf fyrir framan nðfn frambjóöenda i þeirri röö sem óskaö er aö þeir skipi endanlegan fram- boðslista. Þanmg aö talan 1 skal sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er aö skipi fyrsta sæti framboösiistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskaö er að skipi annaö sæti framboöslistans, talan 3 fyrir framan nafn þess sem óskað er að skipi þriöja sætí framboðslistans o. s. frv. FÆST 8 - FLEST 12 I TÓLURÖD Sýnishorn af atkvæðaseðli í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík dagana 26. og 27. október 1990. Ráðleggingar til kjósenda í prófkjörinu: Klippið út meðfylgjandi sýnishorn af kjörseðli og merkið þar eins og þér hyggist fylla út atkvæða- seðilinn. Hafið úrklippuna með á kjörstað og stuðlið þannig að greiðri kosningu. Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæðis- menn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana, og þeir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík þann 25. apríl 1991 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. lóttir, lögfræöingur, Bjé ÞuríóurflJÖI^tíóttir, yfirkennacbJ/atfishdlj Birgir ísL'tíunnars^nTa^jr^^iwCr^ölfj Björn Bjarnason, aostWÍamtstjónrRáuhlíö 14 Davíö Oddsson, borgarstjóri, Lynghaga 5 FJÖLDI skráðra atvinnuleysisdaga á landinu öllu fyrstu níu mánuði ársins jafngildir því að 2.400 manns hafi að meðaltali verið á atyinnuleysisskrá, eða sem svarar til 1,9% af mannafla. Þetta kemur fram í yfirliti um atvinnuástandið frá Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Atvinnuleysi minnkaði í septem- bermánuði, miðað við meðaltal mánaðanna á undan og svaraði til 1,0% af mannafla, enda segir í yfirliti Vinnumálakrifstofunnar að atvinnuleysi mælist jafnan minnst í septembermánuði. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs voru skráðir 115 þúsund atvinnu- leysisdagar á landinu öllu og eru þá skráðir atvinnuleysisdagar það sem af er árinu 472 þúsund tals- ins. Á sama tíma í fyrra, það er fyrstu níu mánuðina, voru skráðir 407 þúsund atvinnuleysisdagar og hefur þeim því fjölgað um 16% milli ára. í september síðastliðnum voru skráðir 28 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu, sem jafngild- ir því að 1.300 manns hafí verið á atvinnuleysisskrá að meðaltali. Það er minnsta atvinnuleysi sem hefur verið skráð til þessa í einum mánuði á árinu. Síðastliðin 5 ár hafa að meðaltali verið skráðir tæplega 13 þúsund atvinnuleysis- dagar í septembermánuði. Atvinnuleysi í september var meira meðal kvenna en karla. 1,4% kvenna á landinu öllu voru án at- vinnu að meðaltali, atvinnulausir karlar voru 0,7% af mannafla. Af einstökum landshlutum mældist atvinnuleysi mest, sem hlutfall af mannafla, á Vesturl- andi, 1,8%. Á Norðurlandi eystra mældist það 1,7%, á Austurlandi 1,6%, á Suðurlandi, Suðumesjum og Norðurlandi vestra mældist 1,2% atvinnuleysi, 0,7% á höfuð- borgarsvæðinu og minnst atvinnu- leysi mældist á Vestfjörðum, 0,6%. —^ •• Pétur Ostlund í Púlsinum JAZZ Guðjón Guðmundsson GRÓSKUMIKIÐ starf er fram- undan hjá Tónlistarmiðstöðinni að Vitastíg sem rekur tónlistar- barinn Púlsinn.' Jóhann G. Jó- hannsson er forsvarsmaður Púlsins og segir hann að mikill hugur sé í mönnum að halda uppi lifandi tónlistarflutningi á staðnum. Nú er (jóst að einn af fremstu jazztónlistarmönnum landsins, Pétur Ostlund, heldur þrjá tónleika ásamt hérlendum jazzbræðrum um næstu mánað- amót. Það telst ávallt til stórviðburða þegar Pétur leikur hér á klakanum því maðurinn er bráðsnjall tromm- uleikari og auk þess býr hann yfír þeirri náðargáfu sjénísins að særa fram allt það besta með góðu eða illu í fari meðleikara sinna, hann er músíkalskur brennuvargur. Pét- ur kemur á vegum Heita pottsins sem aðstandendurnir hafa flutt að Vitastíg og þar ætlar hann að krauma sem aldrei fyrr ef marka má ilminn af krásunum sem born- ar verða fram á næstunni. Næsta helgi verður helguð blús- tónlist í Púlsinum og mun Trega- sveitin sem skipuð er meðal ann- ars hinum bráðefnilega gítarleik- ara Guðmundi Péturssyni og pabba hans, Pétri Tyrfingssyni koma fram. Auk þess kemur fram sveit- in Bláu englamir en fyrir henni fer popparinn gamalreyndi Einar Vilberg sem að sögn kunnugra hefur aldrei verið betri en nú. Næstkomandi sunnudagskvöld má ætla að einhveijir hugi gott til glóðarinnar því þá flytur Friðrik Karlsson ásamt hljómsveit sinni lög af nýrri sólóskífu, Point Blanck. Með honum leika Eyþór Gunnarsson, hljómborð, Pétur Grétarsson, slagverk, Gunnlaugur Briem, trommur, og Jóhann As- mundsson, bassi. Seinna sama kvöld leikur og syngur Ellen Kristj- ánsdóttir og flokkur mannsins hennar sem skipaður er félögum úr Mezzoforte og Sigurði FloSasyni saxafónleikara. Þá verður bróðir Ellenar, Kristján, á staðnum og leikur og syngur blús. Sem sagt, veisia framundan í Púlsinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.