Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
25
Efnahagsvandi Svía eykst stöðugt:
Forvextir hækkaðir og
búist við launafrystingu
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
SÆNSKI seðlabankinn hækkaði
forvexti um þrjú prósent í gær
og hafa þeir þá verið hækkaðir
á einni viku um 5% eða úr 12 í
17%. Þá boðaði ríkisstjórnin i
gær aukið aðhald í peningamál-
um í næstu viku til þess að
stemma stigu við peninga-
straumi úr landi.
í þessari viku en álíka upphæð var
flutt úr landi í síðustu viku.
Verðbólga í Svíþjóð er nú 12%
og er spáð að hún eigi eftir að
aukast fyrir áramót. Samkeppnis-
hæfni sænskra iðnfyrirtækja veikist
Sovétríkin:
með degi hveijum og vart líður sá
dagur að fyrirtæki segi ekki upp
starfsfólki. Atvinnuleysi var löng-
um minnst í Evrópu í Svíþjóð en
um næstu áramót er búist við að
þar ríki 3-4% atvinnuleysi.
Ingvar Carlsson sagði á blaða-
mannafundi í gær að eftir helgi
yrði tilkynnt um nýjar aðgerðir í
peningamálum til þess að slá á
vangaveltur um að gengisfelling
sænsku krónunnar væri yfirvof-
andi.
Heimildir herma að sænska
stjórnin hyggist m.a. frysta laun
og skerða bætur sjúkratrygginga
með því að innleiða ákveðinn lág-
marks fráverutíma frá vinnu áður
en bótagreiðslur hefjast.
Vegna ótta um gengisfellingu
hafa sænsk fyrirtæki flutt ijármagn
úr landi og benda bráðabirgðatölur
til 12 milljörðum sænskra króna
hafi verið ráðstafað með þeim hætti
■ PRAG - Vaclav Havel,
forseti Tékkóslóvakíu, vék á mið-
vikudag Miroslav Vacek úr emb-
ætti varnarmálaráðherra en hrós-
aði honum fyrir að hafa ekki heim-
ilað hernum að brjóta á bak aftur
andóf gegn stjórn kommúnista er
hún var við völd. Vacek varð æðsti
yfirmaður hersins tveimur árum
áður en stjórn kommúnista féll í
nóvember í fyrra.
Cheney sýnd stjóm-
stöð loftvama Moskvu
Moskvu. Reuter.
DICK Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn
í Sovétrikjunum og í gær fékk hann að kynna sér neðanjarðarstöð
við Moskvu þar sem stjórnað er vörnum gegn árás úr lofti. Banda-
rískir embættismenn segja að Cheney og fylgdarlið hans séu fyrstu
Vesturlandabúarnir sem hleypt hafi verið inn í þetta vandlega varða
byrgi sem á að þola kjarnorkuárás, og er 20 metra niðri í jörðinni
í útjaðri borgarinnar.
Umkringdur sovéskum hershöfð-
ingjum gekk bandaríski ráðherrann
um níu rammgerðar stáldyr yfir í
stóran sal þar sem tölvuskjár blikk-
uðu og á veggnum voru ratsjárkort
af Evrópu og Sovétríkjunum. „At-
hyglisvert, magnþrungið,“ sagði
ráðherrann eftir að hafa skoðað
aðstæður ásamt nokkrum embætt-
ismönnum bandarískra varnarmála
og fréttamönnum. Sovéski varnar-
málaráðherrann, Dímítrí Jazov, út-
skýrði það sem fyrir augu bar og
sagði að stjórnstöðin hefði yfirum-
sjón með 300 orrustuþotum auk
loftvamaflauga.
Bandarískur embættismaður,
sem ekki vildi láta nafns síns getið,
sagði stjórnstöðina ekki jafn full-
komna og tilsvarandi stöð sem
Bandaríkjamenn hafa komið upp
inni í fjalli í Colorado-ríki. Á hinn
bóginn ættu Sovétmenn níu stöðvar
á borð við Moskvustöðina og þetta
net væri tilkomumikið.
Cheney var síðar viðstaddur æf-
ingu nokkurra úrvalssveita Sovét-
hersins sem fluttar eru flugleiðis á
vígvelli. Hann heldur til Parísar í
dag eftir sameiginlegan blaða-
mannafund með Jazov.
AGJETISJALFSTÆÐISMAÐUR
Opió hús
veröur á Vatnsholti 10,
kosningaskrifstofu
Þuríóar Pálsdóttur,
símar 33989 - 39980, laugardaginn
20. október milli kl. 16.00-19.00.
ALLIR STUÐNINGSMENN VELKOMNIR
TRYGGJUM ÞURÍÐI 5. SÆTIÐ
Stuðningsmenn.
NÚERAÐ HTTTAÁ RÉTTU KÚLURNAR.
Efþd hittirfœrðu milljónir
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.