Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. íslensk dæmisaga um ferðamál ótt við íslendingar séum fámenn þjóð eigum við oft í furðulegum vandræðum með að koma okkur saman um hluti. Sumir segja raunar að fámenni kalli frekar á ríg og flokkadrætti en marg- menni, þar sem allir þekki alla sé erfíðara að ná sam- stöðu heldur en þar sem kýnnin eru minni. Þetta kem- ur í hugann, þegar lesin er frásögn sem birtist hér í blað- inu á miðvikudag, þar sem sagt er frá ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um það, hvernig best væri að standa að ráð- stefnu- og hvataferðum til íslands. Rætt er við Geoffrey Gray-Forton, sem er sérfræð- ingur í alþjóðlégu ráðstefnu- haldi o g hefur tekið þátt í 550 slíkum ráðstefnum í 77 ólík- um löndum. Hann sagði að lokinni ráðstefnunni hér: „Ráðstefnan var- ekki ár- angursrík og mun ekki bera árangur. Hér er hver höndin upp á móti annarri í ferða- málum. íslenskt ferðamála- fólk er mjög hæft, en getur aðeins unnið einangrað. Sam- vinna er ekki til á íslandi og ég efast um að það orð sé til á íslensku. Ef ég væri for- maður Ferðamálaráðs eða samgönguráðherra, þá væri það fyrsta sem ég gerði að stefna saman fulltrúum frá viðskipta- og samgönguráðu- neyti, samtökum hótela og veitingahúsa, flugfélögum, íslenskum ferðaskrifstofum eða frá öllum þeim sem hafa fjárhagslegan __ ávinning af ferðamálum. Ég myndi gera það innan viku þvi málið er svo brýnt. Ég efast um að þetta fólk hafi nokkru sinni verið í sama herbergi. Ég myndi jafnvel setja fulltrúana í einangrað herbergi og loka þá af þangað til þeir hafa komið sér saman um að setja upp ráðstefnumiðstöð íslands . . í svona fámennu landi eig- ið þið að vinna saman sem einn maður, öðruvisi gengur þetta alls ekki... Þið kunnið bara ekki að nýta ykkur möguleikana, af því þið kunn- ið ekki að vinna saman. Og þið talið um að gera hlutina en þið gerið þá ekki - af sömu ástæðu.“ Mörgum bregður í brún þegar þeir lesa þessi orð. Þau eru ekki mælt af illvilja held- ur til þess að benda á veik- leika, sem einkennir ekki að- eins störf og stefnumótun í ferðamálum heldur á fjöl- mörgum sviðum. Hveijum hefur ekki dottið í hug, að heppilegt gæti verið fyrir þá ríkisstjórn sem nú situr að fara í einskonar stofufangelsi til að komast að samkomulagi um mikilvæg mál, er varða þjóðina alla? Smákóngaveldi á oft rétt á sér. Það getur hins vegar einnig spillt fyrir öllum og komið í veg fyrir að leitað sé hagkvæmra lausna, sem ýta undir heilbrigða samkeppni þótt sameiginlega sé að þeim staðið. Hinn erlendi ráðgjafi er ekki að mæla með því að ríkið taki forystuna í ferða- málum, enda samrýmist það ekki hugmyndum þeirra er starfa í opnum vestrænum þjóðfélögum. Hann vill að ríkið hafi frumkvæði að því að þeir, sem að íslenskum ferðamálum starfa, líti í eigin barm og átti sig á nauðsyn sameiginlegra aðgerða. Morgunblaðið varar ein- dregið við því að treyst sé um of forsjá á forystu ríkis- valdsins í ferðamálum. Reynslan sýnir að slíkt leiðir hvorki sjálfkrafa til réttra fjárfestinga né úrræða til að fá hingað sem flesta ferða- menn. Hér hafa ýmsir forystu- menn í atvinnurekstri bent á mikilvægi ferðamála í at- vinnulífi þjóðarinnr og spáð því að það ykist, er fram líða stundir. Þessir forystumenn með öflug einkafyrirtæki á bak við sig eru betur til þess fallnir en ráðherrar og emb- ættismenn að hafa forystu um aukna samvinnu í ferð- málum. Undir forystu einka- framtaks en án einangrunar- stefnu gagnvart samstarfs- og samkeppnisaðilum er unnt að stórauka umsvif í íslensk- um ferðamálum. Vonandi verða orð hins erlenda sér- fræðings til þess að menn átti sig á því, hvar pottur er brotinn og geri ráðstafanir í samræmi við það. Útfariroer tónlist eftir Ólaf Skúlason Sumt þykir okkur skipta litlu máli. Þá líður allt hjá svo hvorki finn- um við áhrif ágjafar né yndis. Ann- að skiptir okkur svo miklu, að það ýtir öðru frá. Ég held, að útfarir og allt, sem viðkemur dauða ástvina, falli undir þann síðari flokk. Það er allt við- kvæmt, af því að und hjartans er opin. Orð án aðgæslu getur sært. Klaufaleg framkoma skilur eftir ör. Þegar allt er aftur á móti vandað svo, að vart verður á betra kosið, léttir það þunga sorgar og auðveldar að bera höfuð nokkuð hærra en annars væri. Þetta kom í huga mér, þegar ég vissi, að tímarit ætlaði að fara að fjalla um útfarir með sérstöku tilliti til þeirrar þjónustu, sem Reykjavík- urprófastsdæmi veitir gegnum sjálfseignarstofnun sína, sem nefnist Kirkjugarðar Reykjavíkurprófasts- dæmis. Ekki þótti mér öruggt, að þar yrði varlega og af varkámi fjall- að um þessi viðkvæmu mál. Ékki má misskilja orð mín svo, að þetta starf sé hafið yfir gagnrýni. Langt frá því. Og fáir vita betur en þeir, sem veita þessa þjónustu og stýra starfinu, hversu vandlega þarf að huga að öllum þáttum. Þar er fátt svo smátt, að ekki skipti máli, miklu frekar allt, sem getur ráðið úrslitum um áhrif. Tvennt veldur því, að ég bið fýrir þennan greinarstúf. Annars vegar sú staðreynd, að meðan ég var dóm- prófastur kom ég nærri þessu starfi, sat fundi með stjóm oft og tíðum og lagði á ráðin þegar það var borið undir mig, sem sérstaklega sneri að hinni prestlegu þjónustu og öðm því sem snerti kistulagningu og útförina sjálfa. Sat ég þannig títt fundi með starfsmönnum útfararþjónustunnar, sem mest mæðir á og eru mest áber- andi, þar sem við ræddum það, sem betur mætti fara og fjölluðum um það, ef eitthvað hafði verið öðruvísi en æskilegt var. Eitt af því, sem oft var til um- ræðu á slíkum fundum, snerti söng- málin og tónlistarflutninginn. Þegar athöfnum fjölgaði, varð ljóst, að út- fararstjórinn hafði ekki aðstöðu til þess að annast þá þjónustu, sem fyrr hafði heyrt undir hann. Éitt af því, sem þar var efst á blaði, snerti söng og hljóðfæraleik. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hversu snar þáttur hverrar athafnar tónlistin er og hvílík vonbrigði og sárindi fylgdu, ef þar fór eitthvað úrskeiðis. Það var því lengi rætt og ítarlega á þessum fundum, sem ég sat með stjóm garðanna og starfsfólki, hvernig best mundi að taka á þessum þætti þjónustunnar. Og ég studdi það svo sem ég gat, að ráðinn yrði sérstakur starfsmaður, sem bæri ábyrgð á þessum þýðingarmiklu málum. Og af reynslu minni réði ég þáð, að það yrði að vera einhver, sem þegar þekkti þessi mál og hafði góða yfirsýn yfir þau. Og þá kemur hinn þátturinn, sem knýr mig til andsvara, en það er óvægin árás á þennan starfsmann Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis, frú Margréti Eggertsdóttur. Engum var ljósara en henni, af ára- tuga starfi á þessu sviði, hversu mikinn vanda hún tók á sig. En hún réðst til þjónustunnar og fagnaði því að geta nýtt sér reynslu sína og þannig aðstoðað aðstandendur sem presta. Vandinn var vitanlega sá, að ekki var alltaf tekið fram, hveija aðstandendur vildu fá til þessarar þjónustu. Hópurinn var miklu stærri en svo, að allir kæmust að. Hvað söng í kórnum áhrærði var vandinn meiri, heldur en þegar kom að ein- söngvurum og einleikurum, af því að þá höfðu aðstandendur ákveðnar skoðanir og þekktu til þessara lista- manna. Og þá hefur komið greini- lega fram, að ekki eru allir kórar jafnþekktir og njóta heldur ekki sömu vinsælda. Frú Margrét getur ekki gert að því, þótt sá kór, sem hún söng í fyrr á árum, hafi notið Sr. Ólafur Skúlason ríkulegrar hylli en aðrir. Og get ég borið um það frá prestsskaparárum mínum, hversu oft var minnst á þennan sérstaka kór, ef kór sóknar- kirkjunnar var ekki valinn. Og ég held, að allir prestar geti tekið und- ir það með mér, að Ljóðakórinn var einn nefndur, þegar leitað var utan viðkomandi kirkjukórs. Og þá hef ég sagt það, sem ég þurfti að segja, og hef þó notað til þess of mörg orð. En ég vil þakka Margréti Eggertsdóttur samstarfið, þegar leiðir liggja sjaldnar saman og skýra hiklaust frá því, að hún hefur valdið erfiðu hlutverki sínu með sóma og situr ekki með réttu undir ágjöf þeirra, sem láta einhveij- ar aðrar hvatir en réttsýnina ráða orðavali. Og vil ég einnig að það komi skýrt fram, að hún hefur að- stoðað alla, sem hafa leitað til henn- ar, án tillits til þess hveijir sjá um útförina. Hún hefur leiðbeint að- standendum, þegar eftir hefur verið leitað og þá ekkert síður með sálma en söngvara. Er líka þakklæti fólks skráð í bréfum til forstjóra kirkju- garðanna auk símhringinga, þar sem hið sama er tjáð. Ég minni því aftur á nauðsyn aðgæslu í þessum málum og hve brýn nauðsyn er á því að sá ekki tortryggni, sem getur gert þung- bæra stund erfiðari. Þeir sem ganga til þjónustu á þessu sviði þurfa stuðning, en steinkast úr brothætt- um húsum á ekki erindi við þá, sem stíga þung spor eftir kistu úr kirkju. Höfundur er biskup íslands. „Þeir tóku áhættuna...“ - segir Lena Biörck Kaplan, forseti sjóðsstofnunar, sem veltir 600 milljónum króna árlega „ AMERIC AN-SC ANDIN AVIAN FOUNDATION“ - hvað er það? I ársriti stofnunarinnar er verk- sviðið skilgreint þannig í laus- legri þýðingu: ASF er stofnun sera fær fjármagn af frjálsum framlögum styrktaraðila. Þessi stofnun er ekki rekin með hagn- aðarsjónarmiði en hún hefur það markmið að efla samskipti milli Bandaríkjanna og Norður- landa á sviði mennta og menn- ingar. Aðsetur stofnunarinnar er í New York en styrktaraðilar koma víða að. Styrkþegar eru hins vegar eingöngu frá Bandaríkjunum eða Norðurlöndunum. Þeir eru frá upphafi stofnunarinnar rúmlega 20 þúsund talsins. Í tilefni afmælis íslensk- ameríska-félagsins á dögunum var forseti stofnunarinnar hér á ferð en Íslensk-ameríska-félagið er tengiliður á íslandi við stofnunina. Forsetinn er ung sænsk kona, Lena Biörck Kaplan að nafni. Hún var kjörin í það embætti í upphafi árs 1989 en þá voru 80 ár liðin frá því að danskur innflytjandi til Bandaríkjanna, Niels Poulson að nafni, stofnaði þennan sjóð með ríflegu fjárframlagi og markaði honum hlutverkið. Aðildarríkin voru í upphafi Danmörk, Noregur og Svíþjóð ásamt Bandaríkjunum en síðan bættust ísland og Finn- land við. Hlutverkið er eins og áður sagði að efla samskipti milli Banda- ríkjanna og Norðurlanda á sviði mennta, menningar og lista, veita námsstyrki og stuðla að hvers kyns samskiptum á þessum svið- um. Jafnframt þessu aðalhlutverki stendur stofnunin að listsýningum, margvíslegri kynningarstarfsemi, útgáfu tímarits og fréttabréfs svo nokkuð sé nefnt. Þessi stofnun var reyndar ein- stæður atburður á sínum tíma. Með henni var hleypt af stokkun- um nýrri hugmynd um hvernig væri hægt með aðstoð almennings og áhugafólks að styðja menningu og listir. Stofnunin byggist að sjálfsögðu enn á hinum uppruna- lega sjóði en starfið er líka fólgið í styrktarkerfi fijálsra félaga, samtaka, fyrirtækja í einkarekstri og einstaklinga. Góðan árangur má ekki hvað síst rekja til þeirrar hvatningar sem styrktaraðilar fá í gegnum skattakerfið, en í Banda- ríkjunum eru framlög til menning- armála af þessu tagi frádráttar- bær til skatts og gefendum er það metnaðarmál að leggja sitt af mörkum. Þetta er í raun nútímaleg aðferð til að auðvelda almenningi að eiga virka aðild að menningar- starfsemi sem kemur öllum til góða. Styrkir til menntunar eru veittir af föstu fjárframlagi sjóðsins og eru bundnir við framhaldsmenntun á háskólastigi. Styrkja til menn- ingarmála og lista er aflað með styrktarmannakerfi eða beinni fjáröflun utan þess. Vemdarar stofnunarinnar eru skráðir sérstaklega en þeir eru: Margrét II Danadrottning, Mauro Koivisto Finnlandsforseti, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Ólafur V. Noregskonungur og Karl Gústaf XVI. Svíakonungur. í sérstöku heiðursráði eiga sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndun- um og þar er nú Gylfi Þ. Gíslason fyrrv. ráðherra sem tók við að Geir Hallgrímssyni látnum. íslenskir styrktaraðilar era nokkrir, þó hvergi nærri eins margir og frá hinum Norðurlönd- unum og má þar nefna: Flugleiðir, Coldwater Seafood Corporation, IBM á íslandi, Seafood Corporati- on o.fl. í vörslu stofnunarinnar er minningarsjóður Thor Thors fyrrv. sendiherra í Bandaríkjunum en úr honum er veittur árlega styrkur til háskólamenntaðra íslendinga sem hyggja á framhaldsnám í Bandaríkjunum. Á árinu 1989 fengu 25 íslendingar námsstyrk frá stofnuninni til 18-3 mánaða námsdvalar þar í landi. Stofnunin á sérstakan sam- starfsaðila í hveiju Norðurland- anna en tengiliðurinn hér á landi er Islensk-ameríska-félagið sem tekur við umsóknum um styrkina. Sjóðurinn hefur árlega til ráðstöf- unar 12 milljónir dollara, semjafn- gilda um 600 milljónum íslenskra króna og er þá bæði um að ræða föst framlög og sérframlög frá styrktaraðilum. Sum framlögin eru „eyrnamerkt“ annað hvort til dvalar í ákveðnu aðildarlandi eða til sérverkefnis að ósk gefenda. Styrkþegar á vegum stofnunar- innar frá Norðurlöndum til Banda- ríkjanna voru alls 476 á árinu 1989 en á árunum 1912-1989 hafa þeir verið 17.665. Styrkþegar frá Bandaríkjunum til Norður- landa voru hins vegar aðeins 131 á árinu 1989 og á árunum 1912- 1989 hafa þeir verið alls 3.706. Starfsmenn í höfuðstöðvunum í New York eru 12 talsins. „allt Bandaríkjamenn, áhugasamt fólk sem gaman er að vinna með,“ sagði Lena Biörck Kaplan í stuttu spjalli. Hún sagði að allir væru samtaka um að efla þetta starf í hvívetna á sem flestum sviðum. Þátttaka íslendinga hefði aukist síðastliðin ár og það væri sér gleði- efni. Dijúgur tími sagði hún að færi í að afla fjár til hins menningar- lega þáttar og starfa á listasvið- inu. Hún hefði hins vegar hug á að koma þeim þætti á fastari grundvöll eins og þeim sem að menntamálunum snýr. Hún sagði að menningarstofnanir í Banda- ríkjunum byggðust að meira eða minná leyti á fijálsum framlögum. Sá háttur væri raunverulega inn- byggður í skattakerfíð með hvetj- andi ívilnunum og mönnum fyndist slíkt sjálfsagður hlutur. Enda reynst vel. „The American-Scandinavian Foundation" hefur á sér gott orð, sagði Lena Biörck, og þess vegna er ekki erfitt að standa að fjársöfn- un á vegum sjóðsins. Og þetta er skemmtilegt starf. Það er gaman að vera fulltrúi fyrir löndin fimm. Ég starfa í nánum tengslum við sendiráð þessara landa og for- svarsmenn á ýmsum sviðum þjóð- lífsins, en stofnunin sjálf er alveg óháð stjómvöldum og opinberum stofnunum í þessum löndum. Einhveijum kann að fínnast skrítið að í nafni stofnunarinnar skuli vera notað heitið „Skand- inavía" en sjóðurinn ekki kenndur við Norðurlönd. Ástæðan er sú að hugtakið „Norðurlönd“ er mikið á reiki í Bandaríkjunum. Fólki finnst hinsvegar öll þessi lönd vera Skandinavía og það hugtak hefur mjög jákvæða ímynd í Banda- ríkjunum. Ég legg höfuðáherslu á samstöðu þessara landa og finnst æskilegt að geta talað um þau sem eina heild, þótt hvert eitt þeirra hafí að sjálfsögðu sín sérkenni. Það má vera að einhveijir í Banda- ríkjunum hafi dálítið óljósar hug- myndir um hvað tilheyri hveiju landi — vita t.d. ekki hvort Kaup- mannahöfn er höfuðborgin í Svíþjóð eða halda að Reykjavík sé í Finnlandi. Það skiptir ekki höfuð- máli í mínum huga.“ Hún er spurð hvað sé efst á baugi núna á þessum haustmánuð- um hjá stofnuninni. „Það sem er næst á dagskrá hjá okkur er svo- kallað „ljáröflunarsamkvæmi". Það verður 18. október með sér- stakri kvölddagskrá. Tilefnið er að uppboðsfyrirtækið Sotheby’s í London ætlar að halda uppboð í New York á listaverkum eftir lista- menn frá Norðurlöndum eingöngu. Okkar gestir fá að skoða listaverk- in áður en uppboðið fer fram og þykir það forréttindi. Gestirnir verða 350-400 talsins og við reikn- um með að fá 30-40 þúsund doll- ara í aðgangseyri. Það fé rennur til stofnunarinnar. Slíkir mann- Morgunblaðið/Sverrir ^ Lena Biörck Kaplan, forseti „American-Scandinavian Fo- undation“. fagnaðir eru haldnir annað slagið og gefa góða raun. Annað verk- efni á næstunni er listsýning í New York City Gallery þar sem sýnd eru verk eftir tvo myndlistamenn frá hverju Norðurlandanna, en dómnefndin sem skipuð er list- fræðingum frá þessu galleríi fékk hátt á annað hundrað verk til umsagnar.“ í spjallinu kom fram að Lena Biörck Kaplan er af.. sænskum ættum, hefur búið jafn- lengi ævi sinnar í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Hún hefur BA- próf frá Columbia-háskólanum I New York og phil.cand.-gráðu frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð. Henni finnst það styrkur í starfinu að vera frá Skandinavíu, hún get- ur notað sænskuna á öllum Norð- urlöndunum, þekkir löndin og skil- ur menningu þeirra. Fram til síðustu áramóta höfðu aðeins ráðsettir Bandaríkjamenn A skipað embætti forseta stofnunar- innar, svo segja má að nokkur þáttaskil hafi orðið þegar kosin var forseti frá Skandinavíu til þessarar ábyrgðar og meira að segja ung kona . .. „Þeir tóku áhættuna,“ segir hún og brosir sínu sænska brosi. HV. Álsamningarnir og Sjálfstæðisflokkunnn eftirFriðrik Sophusson Þegar núverandi ríkisstjóm var mynduð varð ekkert samkomulag um framgang álmálsins milli stjórn- arflokkanna. Til að friða stóriðju- andstæðinga í stjórnarliðinu sagði forsætisráðherrann að stjórnarfrum- varp um byggingu álvers yrði ekki flutt nema stjómarflokkamir allir samþykktu það. Ef framvarpið yrði samþykkt án þess, hefði myndast nýr meirihluti á Alþingi. Þannig hef- ur álmálið verið eins og tíma- sprengja, sem enginn veit hvort sprengir stjórnarsamstarfið eða verður aftengd með samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur ekkert afgreitt Iðnaðarráðherra hefur ásett sér að leggja fram stjómarfrumvarp til heimildarlaga fyrir næstu mánaða- mót og fá framvarpið afgreitt fyrir jól. Forsætisráðherra hefur tekið undir það, en hann og ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa lagt áherslu á, að enginn þáttur málsins sé enn afgreiddur í ríkisstjóm. Þrátt fyrir sífelldar yfirlýsingar iðnaðarráðherra og undirskriftir hans undir ýmis viðræðuskjöl, er enn ósamið um marga stóra þætti máls- ins, einkum þá sem varða orkukaup- in, en þau hafa langmesta þýðingu enda verða þau að standa undir virkjunarkostnaðinum. Óleyst ágreiningsefni Stjórn Landsvirkjunar hefur sam- hljóða gagnrýnt iðnaðarráðherra fyrir tök hans á málinu og telur að hann hafi þrengt samningsstöðu fyr- irtækisins. Á næstunni mun stjórnin freista þess að reyna að knýja fram lausn á mikilvægum, óleystum ágreiningsmálum, sem varða orku- kaupin. Áður en Landsvirkjun geng- ur endanlega frá samningi um orku- kaupin verður ríkisstjórnin og stjórn- arflokkamir að lýsa stuðningi við alla þætti málsins, enda er um 50 milljarða fjárfestingu að ræða og eðlilegt að Landsvirkjunarstjóm fái fyrirfram að vita hvort ríkisstjórnin standi einhuga að baki slíkrar ákvörðunar. Sjálfstæðisflokkurinn bjargar ekki ríkisstjórninni Verði ekki samkomulag milli stjórnarflokkanna um málið leiðir það af yfírlýsingu forsætisráðherra að ríkisstjórnin verður að segja af sér eða falla frá samningum um nýtt álver. Sjálfstæðisflokkurinn hvorki vill né getur því bjargað ríkis- stjórninni úr þeirri stöðu sem hún sjálf kom sér í. Friðrik Sophusson „Sjálfstæðisflokkurinn hvorki vill né getur því bjargað ríkisstjórninni úr þeirri stöðu sem hún sjálf kom sér í.“ Hrökklist ríkisstjórnin frá kemur til kasta Sjálfstæðisflokksins. Ráð- herrar flokksins lögðu grann að Atlantsálsamstarfinu. Þingmenn hans hafa greitt götu málsins á þingi enda er flokkurinn eindregið fylgj- andi því að íslendingar eigi sam- starf við erlenda aðila um orkufrek- an iðnað til að bæta lífskjör þjóðar- innar. Tryggja þarf fram- gang málsins Þrátt fyrir að ríkisstjómin beri ein ábyrgð á viðræðunum við Atlantsál- hópinn og núverandi stöðu málsins, hljóta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að leggja sitt af mörkum til að ná viðunandi samningi, þótt staðan sé þröng. Hlaupi ríkisstjórnin frá hálfkör- uðu verki vegna innbyrðis ágreinings um þetta mikilvæga mál hlýtur það að vera skylda Sjálfstæðisflokksins að mynda meirihluta á Alþingi til að tryggja framgang þess. Þar sem staða Sjálfstæðisflokksins á Alþingi er mun veikari en meðal þjóðarinnar verður hins vegar ekki séð að það geti gerst án undangenginna kosn- inga. Ilöfundur er þingmaður Sjáifstæðisfiokksins og tekur þátt i prófkjöri í Reykjavík. Brúðuleik- húshátíð og námskeið í brúðugerð DAGAR Brúðunnar, brúðuleik- húshátíð, hefst í menningarmið- stöðinni Gerðubergi á morgun og stendur til 25. nóvember. Jafn- framt verður efnt til brúðuleik- húsnámskeiðs í Austurbæjarskóla og Gerðubergi og verða nám- skeiðin kynnt við opnun hátíðar- innar í Gerðubergi. Það er félagið Unima á íslandi sem stendur að hátíðinni og meðal sýningahópa má nefna Islenska brúðuleikhúsið, Brúðubílinn, Sögu- svuntuna, Embluleikhúsið, Brúðu- leikhúsið á Egilsstöðu, Dúkkukerr- una, Alchemilla og Leikbrúðuland. Kennt verður tvö kvöld í viku frá kl. 8-11 í*sex vikur. Jón E. Guð- mundsson kennir mánudaga og mið- vikudaga í Austurbæjarskóla, Katrín Þorvaldsdóttir, Bernd Ogrodnik og Messíana Tómasdóttir kenna í Gerðubergi þriðjudaga og fimmtu- daga. Messíana kennir óhefðbundna brúðugerð, brúður úr eggjárni, ávöxtum og grænmeti, hlutum úr náttúrunni, húsgögnum og fleiru. Jón kennir gerð strengjabrúða sem skornar eru úr tré. Katrín kenn- ir gerð borðbrúða. Bernd kennir gerð slæðubrúða og annarra brúða. Bryndís Gunnarsdóttir kennir gerð skuggabrúða. Ráðstefna um brunavarnir RÚMLEGA eitt hundrað manns munu sækja ráðstefnu um bruna- varnir og brunamál á Hótel Sögu í Reykjavík á fimmtudag og föstu- dag 18. og 19. október kl. 9.00- 16.30 báða dagana. Sextán fyrir- lestrar, ávörp og erindi verða flutt á ráðstefnunni. í meginatriðum verður á þessari ráðstefnu gerð grein fyrir ástandi branavarna og brunamála almennt í Svíþjóð, jafnframt því sem sagt verður frá evrópskum stöðlum og reglugerðum á þessu sviði. Meðal fyrirlesara má nefna tvo helstu sér- fræðinga Svía á sviði brunavarna og brunamála, Anders Rynderman, forstjóra rannsóknarstofnunar sænska byggingariðnaðarins (Stat- ens Provningsantait) og Sven Erik Magnusson, prófessor í brunavarna- verkfræði við háskólann í Lundi. Einnig flytja fyrirlestra þrír ís- lendingar sem starfa að þeim málum við vísinda- og rannsóknarstofnanir þar í landi, þeir Haukur Ingason, verkfræðingur hjá rannsóknarstofn- un sænska byggingariðnaðarins, Björn Karlsson hjá brunavarnaverk- fræðistofnun háskólans í Lundi og Jón Viðar Matthíasson, verkfræð- ingur hjá Fire Safety Design AB í Lundi. Þá mun Hrólfur Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík, fjalla um afar athyglisverðar nýj- ungar á sviði brunavarna og slökkvi- starfs hérlendis. Á ráðstefnunni verða einnig flutt erindi um menntun branavarnaverk- fræðinga, helstu þætti brunatækni- legrar hönnunar, brunaeðlisfræði, reyklosun, burðarvirki í bruna, hug- myndir um nýjan frágang teikninga og slökkviáætlana byggðar á hönnun hússins, efnahagsíegan ávinning brunavama, notkun tölvuforrita við brunahönnun húsa, vatnsúða- og viðvörunarkerfí, reykútbreiðslu í loftræstikerfum, áhættugreiningu, hættuleg efni og fleira. Einnig verða kynnt tölvuforrit sem notuð era við áhættugreiningu efnaslysa og sýnd dæmi um notkun slíkra forrita við mat á afleiðingum bruna og efna- slysa. I lok ráðstefnunnar verða pall- borðsumræður. Ráðstefnan er haldin af áhugamönnum um brunavarnir og brunamál í félagi við Brunamála- stofnun ríkisins. Frá ráðstefnunni um brunavarnir. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.