Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
Af ríkisums vif-
um og skattaoki
eftirHarald
Johannessen
Skattar og skattheimta hafa
verið mikið til umræðu manna á
meðal síðustu misseri og þá sér-
staklega eftir að hin skattglaða
ríkisstjóm sem nú situr komst í
þá aðstöðu að fara í vasana okk-
ar. Þá blöskraði mönnum óhófið
og fleiri en áður fóru að ræða um
hina óþolandi skatta. En hvað er
hófleg skattheimta? Til þess að
komast að niðurstöðu um það er
nauðsynlegt að velta fyrir sér
grundvallaratriðum varðandi
skattheimtu, svo sem réttlæti eða
ranglæti því sem henni fylgir og
afleiðingum hennar. Meginsjónar-
miðin verða að vera eins skýr og
kostur er, því að engar líkur eru
til þess að betri niðurstaða fáist
en hugmyndirnar era, sem eru
lagðar til grandvallar.
Skattheimtan er rán
Ef einhver maður tekur af þér
eitthvað sem þú átt án vilja þíns
er maðurinn að sjálfsögðu ræningi
og verknaðurinn er rán. Sama
gildir um hóp manna. Samkvæmt
þessari almennu skilgreiningu er
skattheimta ekkert annað en rán
og ríkið þannig ræningjahópur.
Ýmsir reyna ef til vill að mótmæla
þessu og tala þá gjarnan um að
skattheimtan sé nokkurs konar
gjöf, enda kalla stjórnmálamenn
ákveðna skatta stundum „þjóðar-
gjöf“. Það ætti þó að vera Ijóst
hvílík fásinna þetta er því allir
vita jú hvað gerist ef menn neita
að borga skattinn! Skattheimtu
fylgir því alltaf nauðung og hótun
um uppboð og gjaldþrot.
Þrátt fyrir- þennan skyldleika
sem er með ráni og skattheimtu
kann að vera að full djúpt sé í
árinni tekið að afneita sköttum
með öllu af þeim sökum. Sum
verkefni sem ríkið hefur með
höndum era ef til vill svo brýn að
einhveija skattheimtu megi rétt-
læta með vísun til þess. Menn
ættu þó að sjá að þegar af þessum
sökum orkar skattheimtan svo
tvímælis að seint verður of varlega
farið í beitingu hennar.
Skattheimtan dregur
úr hagsæld
Auk þess sem skattheimtan
verður þannig að vera í lágmarki
réttlætisins vegna, verður hún að
vera í lágmarki vegna hagsældar
allra einstaklinga þjóðféiagsins.
Þetta er sú röksemdafærsla sem
algengust er gegn ofsköttun og
byggist einfaldlega á því, að menn
fara betur með eigið fé en ann-
arra, og auk þess draga beinir
skattar úr vinnugleði manna. Þeir
peningar sem ríkið tekur í skatta
lenda því ekki í jafn arðbæram
verkefnum og þeir gerðu ef ein-
staklingarnir fengju að ráðstafa
þeim sjálfir. Þetta stafar bæði af
því að hagsmunir stjórnmála-
manna era oft og tíðum aðrir en
hagsmunir almennings og því að
stjórnmálamenn geta aldrei haft
þá yfirsýn yfir alia afkima þjóðfé-
lagsins sem nauðsynleg er til að
taka réttar ákvarðanir á réttum
tíma.
Við aukna skattheimtu minnkar
því vöxturinn í þjóðfélaginu og
kjör fólks taka ekki þeim framför-
um sem þau annars gerðu. Þannig
er ekki einungis um það að ræða
að verið sé að skerða lífskjör fólks
í dag með aukinni skattheimtu,
heldur má einnig líta svo á að
verið sé að skerða lífskjör kom-
andi kynslóða.
Menn eiga stundum erfitt með
að sætta sig við réttmæti þessarar
skoðunar, og benda máli sínu til
stuðnings á ýmsar framkvæmdir
á vegum ríkisins sem virðast skila
arði í þjóðarbúið, svo sem jarð-
gangagerð. Það sem menn átta
sig aftur á móti ekki á er það, að
tii þess að gera göngin þurfti að
taka af einstaklingunum fé, sem
þeir hefðu að öilum líkindum getað
varið á mun skynsamlegri hátt.
Þetta er það, sem kalla má hinar
ósýnilegu afleiðingar ríkisafskip-
tanna, en þær era einmitt svo erf-
iðar viðureignar vegna þess hversu
erfítt getur verið að koma auga á
þær og átta sig á skaðsemi þeirra.
Sönnunarbyrðin er
ríkisafskiptanna
Af því sem hér að framan er
sagt, má ráða að sönnunarbyrðin
er þeirra sem vUja leggja á skatta,
en ekki hinna sem ekki vilja skatt-
ana. Það er, vegna ósýnilegu af-
leiðinga ríkisafskiptanna, aldrei
nóg að athuga hvort ríkið geti
gert eitthvað gott og ráðast í verk-
ið ef svo er talið vera. Áður en
skattar era lagðir á þurfa menn
að hafa fullvissað sig um að fram-
kvæmdin sem á að fjármagna sé
algerlega nauðsynleg, auk þess
sem fullvíst þarf að vera að enginn
annar en ríkið muni taka fram-
kvæmdina að sér. Einungis að
þessum tveimur skilyrðum upp-
fylltum getur verið réttlætanlegt
að leggja á skatta.
Það verður að teljast í meira
lagi vafasamt að þessar tvær meg-
Haraldur Johannessen
„Þetta hlýtur svo að
enda á þann veg, að
fólk verður háð ríkinu
um alla hluti bæði
vinnu, mat og aðrar
nauðsynjar.“
inreglur _séu í heiðri hafðar þegar
löggjafi íslendinga ákveður álögur
sínar. Þá er líklegra að notuð sé
aðferðin, sem svo oft kemur fram
í máli þeirra sem mest hafa um
skattana að segja, að líta á það
hversu mikið heimilin og fyrirtæk-
in í landinu mögulega þola og
herða svo álögurnar eftir því.
Núverandi menntamálaráðherra
gengur meira að segja svo langt,
að_ fullyrða það í viðtali að skattar
á Islandi séu ekki nógu háir. Þéir
þurfa að hækka til að halda uppi
því velferðarkerfi sem félags-
hyggjuhugsunarhátturinn gerir
ráð fyrir. Aðrir ráðamenn hafa
verið með yfirlýsingar og hótanir
af sama taginu.
Það er auðvitað alger óhæfa að
láta sverfa að fólki með ofan-
greindum hugsunarhætti, enda sjá
menn afleiðingarnar. Þær geta
engar aðrar orðið en æ meiri skatt-
heimta, sem leiðir til þess að ríkis-
báknið vex og vex, en svigrúm
almennings minnkar að sama
skapi. Þetta ættu menn einmitt
að kannast við af því sem verið
hefur að gerast á íslandi á undanf-
ömum áram. Þetta hlýtur svo að
enda á þann veg, að fólk verður
háð ríkinu um alla hluti bæði
vinnu, mat og aðrar nauðsynjar,
og þá er orðið stutt í alræði ríkis-
ins með þeim afleiðingum sem all-
ir þekkja.
Réttmæt ríkisafskipti
Með þessi sjónarmið í huga er
rétt að átta sig á því hvaða verk-
efnum ríkið ætti að sinna. Þetta
er auðvitað flókið viðfangsefni og
ekki hægt að íjalla um það með
þeim hætti sem þörf er á í blaða-
grein, en þó er rétt að skilja ekki
við efnið án þess að minnast á
þetta atriði.
Það er nauðsynlegt að ríkið taki
að sér að vernda menn gegn of-
beldi, bæði af hálfu erlendra og
innlendra aðila, vernda eigur
manna, sjá til þess að samningar
séu ekki brotnir og annað í þeim
dúr. Einnig virðist nauðsynlegt að
sjá til þess að allir njóti öryggis
varðandi brýna læknisaðstoð og
grundvallarmenntun.
Ef til vill getur nokkru meiri
eða minni íhlutun ríkisins átt rétt
á sér, en það er alveg fullljóst að
samkvæmt þeim sjónarmiðum sem
hér hafa komið fram er til að
mynda ekki hægt að réttlæta ríkis-
aðstoð við fólk til að búa á ákveðn-
um stöðum eða starfa rákveðnum
atvinnugreinum. Það sama á við
um fréttaflutning ríkisins, rekstur
fyrirtækja og þess háttar.
Til að ná árangri í þeim niður-
skurði ríkisútgjaldanna sem lang-
fiestir virðast orðnir sammála um
að sé nauðsynlegur, þarf breyttan
hugsunarhátt í þá veru, sem hér
hefur verið lýst. Menn þurfa að
velta meira fyrir sér þessum
grundvallaratriðum og taka
ákvarðanir i ljósi þeirra. Ef það
gengur eftir er ekki langt í að
árangur náist.
Höfundur stundar nám í hagfræði
við Háskóla íslands.
Afmæliskveðja:
Benjamín Eiríks-
son hagfræðingur
Dr. Benjamín Eiríksson, hag-
fræðingur og fyrrverandi banka-
stjóri, sem er áttræður í dag, hef-
ur flestum íslendingum fremur
fundið til í stormum sinnar tíðar.
Ævi hans spannar stærstu við-
burði tuttugustu aldar, tvær
heimsstyijaldir, kreppu og kalt
stríð. Ungur að árum gekk hann
sósíalismanum á hönd og dvaldi í
hálft annað ár í hinu fyrirheitna
landi hans, Rússlandi. Hann skipti
þó fljótlega um skoðun, aflaði sér
traustrar hagfræðimenntunar í
Bandaríkjunum og gerðist einn
helsti talsmaður atvinnufrelsis og
einkaframtaks á íslandi, banka-
stjóri og efnahagsráðunautur
ríkisstjórna og höfundar margra
mergjaðra ádeilna á sósíalisma.
Hann dró sig hins vegar í hlé á
miðjum sjöunda áratug og varð
hálfgerður einsetumaður að forn-
um sið.
Benjamín Hafsteinn Jón Eiríks-
son fæddist í Hafnarfírði 19. októ-
ber 1910, sonur fátæks sjómanns,
Eiríks Jónssonar, sem drukknaði
frá mörgum börnum, og konu
hans, Sólveigar Benjamínsdóttur.
Vann Benjamín fyrir sér á ungl-
ingsáram sem sjómaður og verka-
maður. Snemma kom í ljós, að hér
var afburðanámsmaður á ferð,
skóladúx í Menntaskólanum í
Reykjavík og forseti Framtíðar-
innar. Eftir stúdentspróf hélt
Benjamín til Beriínar og síðar
Stokkhólms í Svíþjóð hinni köldu,
þar sem hann lauk prófum í hag-
fræði og slavneskum málum. Árin
1935-1936 dvaldi hann við hag-
fræðinám í Moskvu og eignaðist
þar barn með Elvira (Vera)
Hertzsch, þýskri konu, landflótta.
Er eftirminnilegur kafli um það í
Skáldatíma, þegar Halldór Lax-
ness var vitni að handtöku Veru
í hinum miklu hreinsunum Stalíns.
Ekki varð þetta atvik þó til þess
að draga úr ákafa Haildórs í að
boða stalínisma á íslandi.
Benjamín var sannfærður só-
síalisti fram að síðari heimsstyij-
öld. En hann var um leið menntað-
ur hagfræðingur og árið 1938 gaf
hann út fróðlegt rit, Orsakir erfið-
leikanna í atvinnu- og gjaldeyris-
málunum. Þar sýndi hann fram á
innri mótsögn í stefnu íslenskra
stjórnvalda í peningamálum. Óhóf-
leg útlán bankanna yllu peninga-
þenslu, sem lýsti sér í óraunhæfri
eftirspum, en stjórnvöld reyndu
síðan að hafa taumhald á henni
með innflutningshöftum. Rakti
Benjamín óhófleg útlán bankanna
til hinna miklu áhrifa, sem helstu
skuldunautar bankanna hefðu á
stjórn þeirra. Flestir helstu hag-
fræðingar landsins og aðrir, sem
málið hafa skoðað, eru sammála
Benjamín um það, að eitt helsta
mein okkar er, hversu lítt mark-
aðsöflin hafa verið virkjuð í pen-
ingamálum. Stjórnmálasjónarmið
fremur en arðsemi ráða mestöllum
fjárfestingum og stjórn peninga-
mála hefur jafnan verið miklu
óstyrkari en með grannþjóðunum.
Eftir griðasáttmála Hitlers og
Stalíns, sem hleypti síðari heims-
styijöldinni af stað, snerist Benj-
amín gegn Ráðstjórnarríkjunum,
og risu miklar deilur innan Sósíali-
staflokksins, vegna þess að Brynj-
ólfur Bjarnason beitti sér fyrir
því, að Þjóðviljinn neitaði að birta
greinar Benjamíns. Á þessu tíma-
bili hafði Benjamín mikið samband
við Héðin Valdimarsson, en hélt í
ársbyijun 1942 út til Banda-
ríkjanna. Fyrst stundaði hann nám
í Minnesota-háskóla, og'var einn
kennari hans enginn annar en
George Stigler, sem hlaut nóbels-
verðlaun í hagfræði 1982. Dokt-
orsprófi iauk Benjamín hins vegar
frá Harvard-háskóla, þar sem
hann starfaði undir leiðsögn Jós-
eps Schumpeters, eins merkasta
hagfræðings tuttugustu aldar.
Schumpeter var Austurríkismaður
að ætt og sammála löndum sínum,
Lúðvík von Mises og Friðrik Ágúst
von Hayek, um það, að kapítalismi
væri hagkvæmasta skipan efna-
hagsmála, sem mannkyn hefði
fundið. Schumpeter hafði hins
vegar áhyggjur af því, að ýmis öfl
innan séreignarskipulagsins ynnu
að tortímingu þess, ekki síst
stjórnlyndir menntamenn.
Eftir doktorspróf hóf Benjamín
störf hjá Alþjóðagjaideyrissjóðn-
um í Washington. En vorið 1949
hitti hann Bjarna Benediktsson,
þáverandi utanríkisráðherra, sem
staddur var þar vestra til að undir-
rita Atlantshafssáttmálann. Var
þá margt skrafað, enda féllu skoð-
anir þeirra mjög saman. Bjarni
hafði eins og aðrir forystumenn
Sjálfstæðisflokksins fengið nóg af
haftabúskapnum og þeirri víðtæku
spillingu, sem honum fylgdi. Benj-
amín talaði við hann í krafti góðr-
ar alþjóðlegrar menntunar og gat
bent honum og öðrum íslenskum
stjómmálamönnum á aðrar leiðir
en leyfisveitingar, höft, boð og
bönn. Þeir Olafur Thors og Bjarni
kölluðu síðan Benjamín heim.
Lagði Benjamín ásamt Óiafi
Björnssyni prófessor á ráðin um
það, hvernig hætta mætti haftabú-
skapnum og nýta, hér krafta
fijálsrar verðmyndunar. Sömdu
þeir mikla greinargerð um viðhorf
og verkefni, og birtist hún með
frumvarpi minnihlutastjórnar
Sjálfstæðisflokksins um stjórn
efnahagsmála árið 1950. Vegna
óhagstæðra skilyrða varð þó ár-
angurinn minni en stefnt hafði
verið að, og lagðist haftabúskapur
ekki niður að fullu fyrr en um
1960.
Benjamín ílentist hins vegar á
íslandi og gerðist 1953 banka-
stjóri nýstofnaðs Framkvæmda-
banka. Hann kvæntist Kristbjörgu
Einarsdóttur ájólum 1942, ogeiga
þau fimm börn, Þórunni kennara,
Eirík Iækni, Einar framkvæmda-
stjóra, Sólveigu lækni og Guð-
björgu Erlu félagsfræðing. Banka-
stjóraár sín skrifaði Benjamín mik-
ið um hagfræði, og má nefna tvær
athyglisverðar ritgerðir, „Um eðli
og hugtak peninga“ og „Kenning:
ar um verðmæti vinnunnar“. í
hinni fyrri lýsir hann því, hvernig
peningar eru eins konar milliliður
eða tengiliður í hagkerfinu, en í
hinni síðari gagnrýnir hann meðal
annars vinnuverðgildiskenningu
Marx með sterkum rökum. Þessi
ár birtust einnig ótal blaðagreinar
eftir Benjamín.
Á miðjum sjötta áratug missti
Benjamín skyndilega áhuga á
efnahagsmálum og stjórnmálum,
sneri sér að trúmálum og lét af
starfí bankastjóra. Hefur hann
síðan setið í helgum steini, ef svo
má að orði komast. Mér er sönn
ánægja að segja frá því hér, að
Stofnun Jóns Þorlákssonar mun í
tilefni áttræðisafmælis Benjamíns
bráðiega gefa út úrval ritverka
hans um efnahagsmál og stjórn-
mál frá 1938 tii 1965, mikla bók,
tæplega 600 blaðsíður. Eru þar
margar merkilegar greinar og rit-
gerðir. Jafnframt því sem Benj-
amín héfur óvenju víða sýn sakir
lífsreynslu sinnar og menntunar,
er hann allra manna ritfærastur,
skrifar létt og skýrt alþýðumál,
talar í líkingum og bregður upp
ljóslifandi myndum af viðfangs-
efnum sínum. Er ekki að efa, að
þetta rit mun þykja ákaflega eigu-
legt.
Ilannes Hólmsteinn Gissurarson