Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
Erling Blöndal Bengtsson
Kammertónleikar
_________Tónlist____________
JónÁsgeirsson
Meistarinn Erling Blöndal
Bengtsson lék sl. miðvikudag á
vegum Kammermúsíkklúbbsins,
tvær svítur eftir Johann Sebast-
ian Bach og frumflutti auk þess
einleiksverk eftir Atla Heimi
Sveinsson, sem höfundurinn
nefnir „Ur þagnarheimi“. Það
þarf ekki að tíunda eitt eða neitt
um snilld flytjandans, því celló-
snillingurinn Erling Blöndal
Bengtsson er einn mesti Bach-
túlkandi heimsins í dag.
Fyrsta viðfangsefnið er einn
var flmmta svítan eftir Bach. Þar
leikur Bach sér að því að breyta
dansgerðum svítunnar, sérstak-
lega í „saraböndunni" og síðasta
kaflanum „gikknum". í þriðju
svítunni, sem var síðasta verkef-
nið á þessum tónleikum, fer Bach
eftir svítuforskriftinni. Sérfræð-
ingar hafa velt því fyrir sér hvers
vegna innskotskaflamir í svítun-
um, t.d. Gavottan í fimmtu
svítunni og Bourrée-kaflinn í
þeirri þriðju, séu lagrænastir og
oftar notaðir sem aukalög en
aðrir þættir þessara verka. Eng-
inn kann þar á viðhlítandi skýr-
ingu en svona er það nú samt.
Eins og fyrr segir þarf í raun-
inni fá orð um snilld einleikarans
og fyrir undirritaðan var leikur
hans í Sarabande- og Gavotte-
köflunum í fímmtu svítunni stór-
kostlegur, svo og öll þriðja svítan,
sem var ótrúlega fallega leikin
og þmngin sterkri tilfínningu
fyrir stórkostiegum tónleikum
Bachs.
Á milli meistaraverka Bachs
lék Bengtsson nýtt verk eftir
Atla Heimi Sveinsson. Verkið
heitir „Úr þagnarheimi" og þar
leikur Atli með undur veikar
tónlínur og blæbrigði sem
Bengtsson lék af ótrúlegri snilld.
Þrátt fyrir að verkið sé nútíma-
legt í gerð er það tónalt, sérlega
langrænt og fínlega unnið. Vel
hefði meistarinn mátt leika þetta
fallega verk eftir Atla aftur á
tónleikunum, því svo óhöndug-
lega tókst til, að „í því neðra“
kirkjunnar, var æskufólk að
flytja sinn „poppóð" og dró þaðan
að heyra dómsdagsbumbur og
djúpbassaslátt, sem var í fyrstu
í sömu tóntegund og verk Atla
en tmflaði auðvitað tónleika-
gesti.
Slíkt samspil, sem hér átti sér
stað, er auðvitað óafsakanlegt
af hálfu þeirra sem stjóma dag-
legum rekstri Bústaðakirkju, en
þessi fallega og hljómgóða kirkja
hefur um árabil verið einn besti
staðurinn hér í bæ til músíkal-
skrar íhugunar og þar af leiðandi
eins konar samastaður Kammer-
músíkklúbbsins. Nú er þar verið
að setja upp nýtt og vandað org-
el, sem vonandi þarf ekki að
þola samspil við tröllriðna fjöl-
miðlatónlist, eins og átti sér stað
á þessum snilldartónleikum.
Skýrleiki myndefnisins
_________Myndlist_______________
BragiÁsgeirsson
Um hinn mikla ameríska ljós-
myndara Imogen Cunningham
(1883—1976) má segja, að ljós-
myndir hennar hafí fyrst og fremst
einkennst af hreinleika og skýrleika
myndefnisins.
Þá er í raun heilmikið sagt, því
að það afhjúpar listrænan persónu-
leika hennar og óvægar kröfur til
sjálfrar sín.
Imogen Cunningham var ein af
nafnkenndustu ljósmyndurum
vestra um sína daga og gegndi svip-
uðu hlutverki í list ljósmyndunar-
innar og Georgia O’Keeffe í mál-
verkinu, en þær voru af sömu kyn-
slóð, þótt Imogen væri 5 árum eldri.
Báðar voru stórhuga og jafnokar
karlmanna í listgreinum sínum og
þeim flestum fremri, þótt þær lifðu
á erfiðum tímum fyrir konur.
Og eftirtektarvert er, að þær
notuðu mikið blóm fyrir myndefni
og segja margir það hafa haft sterk-
an tilfínningalegan bakgrunn
tengdan kynlífi og æxlun.
Cunningham gerði fyrst ýmsar
tilraunir í anda djarfhuga ljósmynd-
ara eins og t.d. Alfred Stieglitz og
vann þá mjúkar móðurmyndir
myndrænnar uppbyggingar í anda
Gertrude Kasebiers. En hún hneigð-
ist eins og Stieglitz til hefðbundinn-
ar ljósmyndunar og var það eftir
kynni við Edward Weston, sem
gerði henni grein fyrir mikilvægi
ljósmyndarinnar sem beins miðils.
Ur því urðu flokkar af biómaverk-
efnum, þar sem stækkanir á smáat-
riðum og óaðfinnanleg lýsing eru
hliðstæða óhlutlægri blómamynd
eftir O’Keeffe.
Þessar ljósmyndir voru óháðar
handleikni með linsum og vinnu í
framköllunarherberginu í þeim til-
gangi að fá þær til að fá svip af
málverkum og helst yfírganga þau.
Hér var einfaldlega beðið eftir
réttri náttúrubirtu og treyst á
skarpskyggni augans, innsýn og
þroskaða kepnd fyrir myndefninu.
Þessir miklu Ijósmyndarar kusu
þannig að vinna með náttúrunni og
vera eitt með sköpunarkrafti henn-
ar, líkt og svo margir málarar, og
höfnuðu öllum hjáleitum tækni-
göldrum — upprunalegur hreinleik-
inn og skýrléiki myndefnisins var
þeim allt.
Og eins og segir í ritgerð Rich-
ard Lorenz í sýningarskrá, þá bað
Richard Neutra Edward Weston um
að skipuleggja framlag ljósmyndara
á vesturströndinni á hina sögulegu
sýningu „Film und Foto“ í Stutt-
gart í Þýskalandi árið 1929 og ósk-
aði hann eftir nokkrum blóma-
myndum Imogen Cunninghams.
Hann hafði orðið frá sér numinn
af mynd hennar af jökul-lilju sem
hann sá á sýningu í Los Angeles
Country Museum árið áður, og
skrifaði eftirfarandi um sýningu á
verkum hennar í sýningarsal í
Carmel:
Penelope Duncan, 1910-1915.
„Hún notar miðil sinn, ljósmynd-
ina, af heiðarleika, engar brellur,
engar undanfærslur, hrein og bein
mynd af hlutunum sjálfum, lífí þess
sem ber fyrir augu í gegnum ljósop
hennar, lífið innan hins augljósa
ytra forms.
Með óumdeilanlega starfsgleði,
með ótruflaða sýn hins sanna ljós-
myndara, þekkingu á hvað hægt
er að gera og hvað ekki með þessum
miðli, leitar hún aldrei tæknilegra
klækja eða lítur á sig sem efni í
þriðja flokks málara.
Imogen Cunningham er ljós-
myndari! Ogóvenjugóð sem slíkur.
Það er mikill viðburður að fá
sýningu'lífsverks Imogen Cunning-
ham til íslands og verður ótvírætt
að teljast með mestu listviðburðum
ársins en um þessar mundir getur
að líta mikinn földa mynda hennar
í austursal Kjarvalsstaða og ber
sýningin nafnið „Frontier" — ljós-
myndir 1906-1976.
Getur þetta yfírlit góða hugmynd
um þróunarferil listakonunnar og
kaflaskil frá fyrstu tíð til síðustu
ára en hún var virk fram í háa elli.
Með því að vera með báða fætur
í nútíðinni og miðla henni nær lista-
maðurinn lengst í listsköpun sinni.
Þetta skynjaði Imogen Cunningham
og því var henni þessi tilvitnun í
skáldskap Walt Whitmans svo kær:
„Samt mun koma sá tími þegar
ekkert verður eins áhugavert og
áreiðanlegar endurminningar um
fortíðina."
Þetta mættu vera einkunnarorð
sýningarinnar, því að ýmsar myndir
á henni eru þesslegar í skarpri sjón-
rænni byggingu, að manni kæmi
jafnvel ekki á óvart að rekast á
hliðstæður í sambandi við sýningar
núlistamanna í dag og þá kannski
undir hugtakinu rýmisverk —
skúlptúr...
Háskólatónleikar - þeir
fyrstu á starfsárinii
Tónlist
Ragnar Björnsson
Þessi fyrstu háskólatónleikar í
ár voru helgaðir Jóni Ásgeirssyni
tónskáldi og tveim ungum tónlist-
arkonum. Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir, mezzo, ásamt Guðríði St.
Sigurðardóttur píanóleikara fluttu
sönglög eftir Jón. Sjö fyrstu lögin
voru valin úr leikhústónlist Jóns,
nánar tiltekið úr leikgerðum af
skáldverkum Halldórs Laxness.
Það er því eðlilegt að lögin beri
keim leikhústónlistar og þetta er
ekki sagt vegna þes að sé veikleiki
laganna. Hins vegar eru lögin ekki
skrifuð við píanóundirleik uppr-
unalega heldur skrifar Jón píanó-
hlutann síðar en slíkt hlýtur að
vera vandaverk sem Jón sleppur
vel frá. Ekki brýtur Jón blað í tón-
listarsögunni með lögum þessum
og spuming er hvort rétt er að
flytja þau eins og nú var gert, í
samhengi, eins og um ljóðaflokk
væri að ræða. En hvað um það,
lögin eru einföld en falleg og vís
til að ná vinsældum. Best heppn-
aða lagið þótti mér þó „Þótt form
þín hjúpi graflín" en það er mjög
vel uppbyggt lag, að ógleymdu
síðasta Iaginu „Maístjörnunni"
sem er hrein perla. Hins vegar er
ég engan veginn sammála Jóni um
réttmæti píanóhlutans, og síðar
tilkomins endis. Þessi einfalda
tónsmið er sungin af háum og lág-
Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir
Jón Ásgeirsson
Guðríður St. Sigurðar-
dóttir
um frá fjöru til fjalls og það er á
mörkunum að höfundur hafí leng-
ur rétt til að breyta einni einustu
nótu í laginu svo sterk ítök á það
í sinni upprunalegu mynd meðal
þjóðarinnar.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir er
mjög efnileg söngkona, hún hefur
þann málm í raddböndum, og þær
gáfur aðrar sem til þarf til þess
að ná markinu sem margir keppa
að. Þetta gerist þó ekki nema að
hægt sé -að fóma listinni öllu og
síðan að vera á réttum stað á réttu
augnabliki. í biðstöðunni ætti
Hrafnhildur að leggja sérlega rækt
við textaframburð og stuðning í
mezzo- forte- og mezzopiano-söng.
Sönglögin þijú við ljóð Matthíasar
Johannessen hefði Hrafnhildur
þurft að syngja án bókar, en lögin,
sem eru erfíð í flutningi, Íiðu nokk-
uð við hversu hún var bundin bók-
inni. Píanóleikur Guðrúnar St. Sig-
urðardóttur var smekklegur og í
góðu jafnvægi við Hrafnhildi.
★
Þakkir til menntamáiaráðherra.
Eg ætla að leyfa mér að nota tæki-
færið hér og þakka mennatmála-
ráðherra, Svavari Gestssyni, skýr-
ingar fram settar í Morgunblaðinu
17. þ.m. í sambandi við ritdóm
minn um Sinfóníuhljómsveit ís-
lands og framkvæmdastjóra henn-
ar Sigurð Bjömsson. Líklegt er að
sumir forverar ráðherrans hefðu
ekki látið svo lítið að gefa sér tíma
til þess að svara spurningum sem
vel var hægt að leiða hjá sér, og
eykst við virðing mín fyrir ráðher-
ranum. Lesendur verða síðan að
svara hver fyrir sig, hvort þeir láti
sér svarið nægja. Að ávarpa mig
sem tónskáld verður að vera á
ábyrgð Svavars sjálfs, en fyrir þá
hlið hef ég litla viðurkenningu hlot-
ið. Meira gert að því að reyna að
túlka skrif annarra, sem í sumum
tilfellum a.m.k. má reyndar kalla
tónsköpun.