Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 2
OCfíI HaaÓTMO .01 HUOACIUTBÖ'í 0I0AJHI4UOÍIOWI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 Samband veitinga- og gistihúsa: Þjónustan hækkar um 9,5% innanlands MEIRIHLUTI 19% hækkunar „veitingahúsa- og hótelþjónustu" í framfærsluvísitölunni frá jan- úar til október er vegna ferða- laga erlendis. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Sambands veitinga- og gistihúsa, Kelduhverfi: Fór hálfa aðra veltu Hraunbrún, Kelduhverfi. ENGINN slys urðu á fólki þegar bifreið valt skammt frá bænum Garði í Kelduhverfi síðdegis í gær. Fjórir voru í bílnum sem var á leið frá Kópaskeri. Bíllinn fór eina og hálfa veltu og hafnaði utan vegar á hvolfi. Það má teljast mesta mildi að enginn skyldi slasast því bíllinn er mikið skemmdur. Töluvert var af farangri aftur í bflnum og mun það hafa bjargað farþegunum sem voru belt- islausir í aftursæti. Inga hefur sá þáttur hækkað um 26% og vegur hann 53,8% í vísi- tölunni. Þjónusta innlendra veit- inga- og kaffihúsa hefur hækkað um 9,5% á þessu tímabili og veg- ur sá þáttur 39,5%. Þriðji þáttur- inn, verð á Eddu-hótelum og hópferðir innanlands, hækkaði um 24% og vegur 6,7% í þessum lið vísitölunnar, að sögn Ernu. Erna sagði að innifalið í verðút- reikningi á þjónustu innlendra veit- ingahúsa væri matur, vín, gos og dans. Segir hún að þó meðalhækkun innkaupsverðs áfengis í ár hafi ver- ið tæp 6% þá hafi hækkunin verið almennt miklu meiri á þeim tegund- um sem helst eru keyptar, en minni hækkun og jafnvel lækkun á teg- undum sem nánast ekkert seljast, Hækkun áfengis hefði því mun meiri verðhækkunaráhrif en meðal- talshækkunin gæfi til kynna. Erna vildi einnig láta þess getið að inni- falið í hækkun hjá Eddu-hótelum og á hópferðum innanlands væri 18% hækkun Eddu-hótelanna á heilu ári, frá ágúst 1989 til sama tíma í ár. „Flest hótel og veitingahús hafa eins og fjölmörg önnur fyrirtæki reynt að gera sitt besta á þessum tímum þjóðarsáttar og haldið verð- hækkunum í lágmarki," sagði Erna. Hæstiréttur: Sýknuð af ákæru um tilraun til manndráps HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Rósu Dröfn Sigurðardóttur af ákæru um tilraun til manndráps, en hún var í janúar síðastliðnum dæmd til sex ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar í sakadómi Reykjavík- ur fyrir tilraun til manndráps, rán, þjófnaði og skjalafals. Hæstirétt- ur staðfesti dóm undirréttar varðandi önnur ákæruatriði og dæmdi ákærðu til að sæta fangelsi í tvö ár, en frá refsingunni dregst gæslu- varðhaldsvist ákærðu í 381 dag. Rósa Dröfn Sigurðardóttir var sakfelld í sakadómi Reykjavíkur fyrir að hafa stungið mann með hnífi í veitingahúsinu Gullíð í Aust- urstræti aðfaranótt 26. ágúst 1989. í dómi Hæstaréttar kemur fram að vettvangsrannsókn hófst ekki fyrr en 14 klukkustundum eftir að atvik gerðust, og að framburður vitna um atvikið sé mjög á reiki. Áður en maðurinn fékk hnífsstunguna hafi hann blandast í stympingar eða átök sem urðu í veitingahúsinu, og hafi hann kvaðst viljað stilla til frið- ar. Ósannað sé að ákærða hafi átt þátt í átökunum áður en til stung- unnar kom, og óljóst sé hvað henni hafi getað gengið til þess verks sem hún var ákærð fyrir. Segir í dómi Hæstaréttar að svo mikill vafí sé um sekt ákærðu að sýkna beri hana af þessum ákærulið. I sakadómi var ákærða sakfelld fyrir að hafa ásamt öðrum rænt tveimur áfengisflöskum af manni í húsi við Laugaveg og barið hann í höfuðið með steini. Einnig var hún sakfelld fyrir þjófnaði og marg- víslegt skjalafals, svo sem tékkafals og misnotkun greiðslukorta. Stað- festi Hæstiréttur dóm undirréttar varðandi þessar ákærur, bg í dóms- orði segir að hún skuli sæta fang- elsi í tvö ár, en frá refsingunni dregst gæsluvarðhaidsvist ákærðu, 381 dagur. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Guðmundur Jónsson, Bjami K. Bjarnason, Guðrún Erlendsdótt- ir, Hjörtur Torfason og Þór Vil- hjálmsson. Morgublaðið/RAX Umsvif við Sundahöfn Umsvifin við Sundahöfn snúast ekki eingöngu í kring um skipin. Kranar Hringrásar hf. róta í brotajáminu og ET dráttarbflar em að byggja stórhýsi í nágrenninu. Smiðirnir á þakinu hafa glæsilegt út- sýni yfir Sundin; Esjan grásprengd og mikilúðleg og glampar á gamla hvítkalkaða veggi í Viðey. Salan Hafþóri RE: Vilyrði fyrir bankaábyrgð VIÐRÆÐUR sjávarútvegsráðu- neytisins við Togaraútgerð Vestfjarða hf. um kaup á togar- anum Hafþóri RE hafa gengið nyög vel og fyrirtækið hefur fengið vilyrði fyrir 50 milljóna króna bankaábyrgð, að sögn Gylfa Gauts Péturssonar lög- fræðings sjávarútvegsráðuneyt- isins. Þar sem Togaraútgerð Vest- fjarða hefur fengi vilyrði fyrir þess- ari bankaábyrgð em allar líkur á því að fyrirtækið kaupi Hafþór RE en það bauð 200 milljónir króna í skipið og 50 milljóna króna útborg- un. Sjávarútvegsráðuneytið sam- þykkir 100 milljóna veð í skipinu sjálfu en vill fá bankaábyrgð fyrir mismuninum, 50 milljónum. Síldarsölt- un hafin á 13 stöðum GÓÐ síldveiði hefur verið í Hornafjarðardýpi undanfarið en síldin er blönduð og fer bæði í frystingu og söltun. Búið var að salta í 4.700 tunnur í gærmorgun en 22.400 tunnur á sama tíma í fyrra. I gær var söltun hafin á 13 stöðum, Vopnafirði, Seyðis- .firði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Höfn i Hornafirði, Vestmannaeyjum, Grindavík, Keflavík, Vogum og Akranesi. í gær fóru Glófaxi VE og Guðrún GK með afla til Vestmannaeyja. Á miðvikudag fór Sigþór ÞH með afla til Vopnafjarðar, Barðinn GK, Hamar SH og Árnþór EA til Seyðis- fjarðar, Halldóra HF og Vonin KE til Neskaupstaðar, Sæljón SU, Hringur GK og Keflvíkingur KE til Eskifjarðar, Sæborg RE og Ágúst Guðmundsson GK til Reyðarfjarðar, Guðmundur Kristinn SU til Fá- skrúðsfjarðar, Stjörnutindur SU til Djúpavogs, Hvanney SF, Sigurður Óiafsson SF, Skógey SF og Stein- unn SF til Hafnar í Hornafirði og Rauðsey AK til Akraness. Siguijón Skúlason hjá Skaga hf. Dancod greiðir 47 króna „ hærra verð fyrir kílóið en SIF Þurrfiskframleiðendur greiddu skaðabætur vegna lélegs fisks í fyrra „SÖLUSAMBAND íslenskra fisk- framleiðenda vissi fyrir nokkr- um dögum að við ætluðum að flytja út óhimnudreginn þurrk- Áfengisneysla fyrstu níu mánuði ársins: Drykkjan 300 þúsund lítrum minni en í fyrra HEILDARSALA áfengis í landinu fyrstu níu mánuði ársins nam rúm- um 6,7 milljónum lítra að bjór meðtöldum. Sama tímabil í fyrra nam heildarsalan rúmum 7 milljónum lítra. Mismunurinn er um 300 þúsund lítrar, eða 4,3%, sem drykkjan er minni nú en í fyrra. Mælt í lítrum af hreinu alkóhóli í þessum tölum er ekki tekið tillit er samdrátturinn meiri. Fyrstu níu til þess áfengis sem áhafnir flugvéla mánuði þessa árs seldust rúmlega 731 þúsund alkóhóllítrar samanborið við rúmlega 767 þúsund lítra í fyrra. Neyslan hefur því minnkað milli þessara tímabila um 36 þúsund alkó- hóllítra, eða 4,71%. og skipa flytja inn í landið, né held- ur þess magns sem ferðamenn taka með sér frá útlöndum eða kaupa í fríhöfn. Sérpantað áfengi, þar með talinn bjór, er tekið með í þessum tölum. aðan saltfisk en SIF hefur ekki tekist að selja þennan fisk fyrir viðunandi verð frá því í apríl síðastliðnum. Dancod í Dan- mörku kaupir fiskinn af okkur en SÍF segist ekki vilja versla við það fyrirtæki," segir Sigurjón Skúlason hjá Skaga hf. í Garði. Hann segir að Dancod greiði um 47 krónum hærra verð fyrir kíló- ið en SÍF hafi verið tilbúið að greiða. „Þetta eru peningamir sem vantar til að hægt sé að standa í þessu,“ segir Sigurjón. Siguijón Skúlason segir að fimm fyrirtæki í Garði og eitt í Njarðvík hafi flutt út 36 tonn af þurrfiski á miðvikudag en þau séu með um 70% af þurrfiskframleiðslunni í landinu. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi heimilað þennan útflutning með því skilyrði að fiskurinn yrði ekki seldur á mörkuðum SÍF í Evr- ópu. „Það er 13% tollur á þessum fiski en Dancod fær tollinn endur- greiddan með því að selja fiskinn til Brasilíu og eyja í Karabíska haf- inu,“ segir Siguijón. Hann segir að þurrfiskframleið- endur hafi þurft að greiða 23 þús- und Bandaríkjadali, eða um 1,5 milljónir íslenskra króna, í skaða- bætur til portúgals fyrirtækis í fyrra. SÍF hafí selt Slottober í Hol- landi fiskinn, sem síðan hafi selt hann þessu portúgalska fyrirtæki. „Portúgalarnir hirtu besta fiskinn og seldu hann en kröfðust skaða- bóta vegna afgangsins. Hins vegar var tekið fram að gamall fiskur mætti vera með í þessari send- ingu,“ segir Siguijón. Hann segir að Dancod hafi keypt fisk frá SIF í gegnum Slottober og SÍF viti það. SIF bannaði á miðvikudag að þurrkaði saltfiskurinn yrði fluttur út í umbúðum frá SIF. „Þessar umbúðir eru eingöngu ætlaðar und- ir þurrfisk og lögfræðinga greinir á um hvort við megum nota þær, þar sem þessi sex fyrirtæki eru með meirihlutann af þurrfiskframleiðsl- unni,“ segir Siguijón Skúlason. „Við lentum í því að borga skaða- bætur í fyrra vegna mistaka hjá sölumönnum SIF og við vildum ekki lenda í sömu ævintýrunum og þá,“ segir Vilhjámur Einarsson hjá Fiskverkun Karenar og Vilhjálms í Garði. Vilhjálmur segir að Dancod greiði 250-260 krónur fyrir kílóið af þurrfiskinum, sem sé mun hærra verð en SÍF telji sig geta fengið hjá Slottober. Hann segir að Slotto- ber hefði selt Dancod fiskinn og SÍF vissi það. Vilhjálmur fullyrðir að hans fyrirtæki hafi ekki ætlað sér að flytja út fisk í SIF-umbúðum. Siguijón Skúlason segir að þurr- fiskframleiðendurnir hafi engan áhuga á að ganga úr SÍF. Hins vegar komi til greina að þeir selji Dancod meira af þurrkuðum salt- fiski ef SÍF geti ekki greitt viðun- andi verð fyrir fiskinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.