Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 31
MORGUttÉLAÖÍÐ FÖSTUDAGUR 19; OKTÓBER 1990 31 . AKUREYRI Sláturhús KEA: Um þrjátíu þúsund slát- ur seld í haust Mun fleiri skrokkar lenda í fituflokkum en í fyrra SLÁTURSALA hefur verið mjög mikil hjá Sláturhúsi KEA á Akur- eyri, en þar hafa verið seld upp undir þrjátiu þúsund slátur. Sauðfjárslátrun lýkur á laugar- dag. Fallþungi er mun meiri en var á siðasta ári og hafa umtals- vert fleiri skrokkar lenti í fitu- flokki. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri sagði að slátrað yrði út þessa viku og lyki slátrun um hádegi á laugar- dag, en reikna mætti með að eftir yrði að slátra um 500 íjár fyrir helgina og vart tæki því að geyma slátrun fram á mánudag. „Það er best að ljúka þessu af,“ sagði Óli. Meðalþyngd dilka er nokkru hærri en var á síðasta ári, eða 15,9 kg á móti 15,3 kg þegar búið var að slátra um þrjátíu þúsund fjár. Miðað við 12. október eða síðasta föstudag höfðu 572 skrokkar lent í úrvalsflokki, en fyrir sama tíma í fyrra voru þeir nokkru færri eða 433. Hins vegar hafa fleiri skrokk- ar lent í feitari flokkunum nú en í fyrra. AIls hafa 3.079 skrokkar lent í b-flokki á móti 2.429 á síðasta ári og í c-flokki eru 824 skrokkar nú á móti einungis 240 í fyrra. „Féð hefur haft það gott í vor og sumar, það er greinilegt, vænleiki þess er mikill," sagði Óli. En í.kjöl- farið hafa bændur sent færra fé í sláturhús. Slátursala hefur verið mikil og lætur nærri að um þijátíu þúsund slátur hafi verið seld í haust. „Þetta fer jafnóðum út og ennþá er reyt- ingur, talsvert að gera allan dag- inn,“ sagði Óli, en vegna mikillar ásóknar í innmatinn hefur slátur- húsinu ekki tekist að útvega eld- húsi FSA 200 hjörtu sem þar áttu að vera á matseðli. Vonir standa til að úr rætist þessa síðustu daga þegar ögn fer að draga úr umferð sláturgerðarfólks. Slátur hefur ver- ið sent frá Húsavík og einnig frá Kópaskeri eða samtals tæplega sex þúsund slátur til að anna megi eftir- spum. Á síðasta ári vom send um fjögur þúsund slátur austan að til Akureyrar. Fjölmenni við minningarathöfn Morgunblaðið/Rúnar Þór Mikið fjölmenni var við minningarathöfn um Val Arnþórsson bankastjóra Landsbanka íslands og fyrrver- andi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga sem fram fór í Akureyrarkirkju í gær. Hvert sæti kirkjunnar var skipað og fengu ekki allir sæti. Kirkjukór Akureyrarkirkju söng við athöfnina, Björn Steinar Sólbergs- son organisti lék og Guðrún Þórarinsdóttir lék einleik á fiðlu. Séra Birgir Snæbjörnsson prófastur flutti ritningalestur og minningarræðu. Útför Vals Arnþórssonar verður gerð frá Dómkirkjunni kl. 13.30 í dag, föstudag. Rafverktakar frá Akureyri selja upp lýsingu í Múlagöngum: Vekur upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni - segir Sigurður Björnsson bæjarfulltrúi, en bæjarsljórn hefur mótmælt þessari ákvörðun Vegagerðarinnar BÆJARSTJÓRN Ólafsfjarðar hefur mótmælt harðlega þeirri ákvörð- un Vegagerðar ríkisins að afhenda rafverktökum á Akureyri, en ekki Ólafsfirði, vinnu við uppsetningu á lýsingu i Múlagöngum, eins og segir í ályktun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í vik- unni. Sigurður Björnsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks bar fram ályktunina og var hún samþykkt samhljóða. Þar segir að þess sé krafist að ákvörðunin verði endurskoðuð og verktökum í Ólafsfirði verði gefinn kostur á verkinu. Þá vísar bæjarsljórn á bug rökum umdæmisverkfræðings sem fram koma á minnisblaði sem hann sendi henni fyrir skömmu um ástæður þess að verktakar eru ráðnir frá ir frá Akureyri til að tengja raf- magn í húsin. Lái okkur í bæjar- stjórn hver sem vill þó okkur þyki þessi vinnubrögð grunsamleg. Ókk- ur hefur ekki sýnst Vegagerðin eiga það mikla peninga afgangs að þeir geti leyft sér svona lagað,“ sagði Sigurður. Fyrsta frumsýning vetrarins hjá LA: Nýtt íslenskt verk um utan- garðsmenn á öskuhaugum LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýn- ir í kvöld, föstudagskvöld, „Leikri- tið um Benna, Gúdda og Manna“ eftir Jóhann Ævar Jakobsson, en þetta er fyrsta frumsýning vetrar- ins hjá LÁ. Þetta er fyrsta leikrit Jóhanns Ævars. „Leikritið um Benna, Gúdda og Manna“ fjallar um þijá utangarðs- menn sem reynt hafa sárar raunir. Benrti og Gúddi eru vinir sem búa í skúr á öskuhaugunum, harðir karlar, breyskir en skemmtilegir og lögmál þeirra erum mjög miskunnarlaus. Þeir hafa báðir hrasað á vegi dyggð- arinnar og búa við sérkennilegt böl; Benni er með skeifu undan hesti á floti í hausnum og Gúddi fláði af sér hálft andlitið í nautshúðarsköfu í verksmiðju á Akureyri. Fortíð þeirra er óljós, en hugsanlega voru þ'eir eitt sinn miklir menn. í byijun leiks kem- ur óvænt til þeirra þriðji ógæfumað- urinn sem ekki á síður skrautlega fortíð. Sá heitir Manni og flyst hann til þeirra í skúrinn. Þá gerast óvænt- 'ir atburðir sem enginn fær ráðið. Leikstjóri er Sunna Borg, hún er fastráðinn leikari hjá LA og formað- ur leikfélagsins. Þetta er þriðja verk- ið sem hún leikstýrir hjá félaginu. Leikmynd gerir Hallmundur Krist- insson og er það hans fimmtánda leikmynd hjá LA. Lýsingu hannar Ingvar Bjömsson, en hann hefur hannað lýsingu í allar sýningar LA sl. tíu ár. Leikendureru Þráinn Karls- son, Gestur Einar Jónasson, Hannes Örn Blandon og Jón St. Kristjáns- son. Þráinn og Gestur hafa leikið um 80 hlutverk á sviði, en Jón St. er ungur fastráðinn leikari hjá félaginu frá fyrra hausti. Hannes Örn Blan- don er sóknarprestur í Laugalands- prestakalli í Eyjafirði og leikur nú annað hlutverk sitt hjá Leikfélagi Akureyrar. Akureyri. Sigurður sagði að bæjarstjórn hefði óskað eftir því á fundi með Snæbirni Jónassyni vegamálastjóra að kannað yrði hvaða ástæða lægi að baki því að gengið var framhjá rafverktökum í Ólafsfirði. í fram- haldi af því hafi Guðmundur Svaf- Kvennakórinn Lissý heldur tvenna tónleika í Eyjafjarðarsýslu um helgina. I KVENNAKÓRINN Lissý, sem er kór Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga, heldur tvenna tónleika á sunnudaginn, 21. októ- ber. Þeir fýrri verða í félagsheimil- inu Hlíðarbæ kl. 16, en þeir síðari í Víkurröst, Dalvík. Tónleikamir hefjast kl. 21. Á efnisskrá eru kirkjuleg og veraldleg kórlög íslenskra og erlendra höfunda, m.a. eftir Pál ísólfsson, Sigvalda Kald- alóns, G.B. Pergolexi, Mozart og Schubert. Einsöngvarar með kórn- um eru Þuríður Baldursdóttir og Hildur Tryggvadóttir. Píanóleik- ari er Guðrún A. Kristinsdóttir og stjórnandi er Margrét Bóas- dóttir. í Lissý eru rétt um 60 söng- konur, sem búsettar eru víðsvegar um Þingeyjarþing. Kórinn starfaði mjög ötullega á síðasta starfsári, söng á 60 ára afmælishátlð Kven- félagasambands íslands I Reykjavík og í báðum Þingeyjar- sýslum. Eyjafjörður er aðeins fyrsti áfangastaður utan sýslu- marka, því í júní stefnir kórinn í söngferð til Þýskalands og Frakk- lands. arsson umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Akureyri sent bæjarstjórn minnisblað þar sem fram koma ástæður þess að verkinu var ráðstafað með þessum hætti. í minnisblaði umdæmisverkfræð- ings kemur fram að ekki hafi þótt svara kostnaði að efna til útboðs, sem kostað gæti um 300 þúsund krónur fyrir jafn lítið verk og um ræðir, en það hljóðar upp á 1,5 milljónir króna. Einnig kemur þar fram að verktími sé stuttur og því hafi verið lögð áhersla á að fá vana menn til verksins, Rafiðn sem um verkið sér hafí nýlokið við uppsetn- ingu lýsingar í jarðgöngum í Blönduvirkjun, fyrirtækið hafí einn- ig spurst fyrir um þessa vinnu. í ályktun sinni vísar bæjarstjórn rökum umdæmisverkfræð.ings sem fram koma í minnisblaði hans á bug og telur að vegna óvissu um tíma- mörk á verkinu myndi það leiða til spamaðar og hagræðis að semja við heimamenn. „Þá vill bæjarstjórn upplýsa umdæmisverkfræðing um að rafverktakar í Ólafsfírði hafa áratuga reynslu og hafa starfað með ágætum árangri með hönnuð- um frá Akureyri og Reykjavík," segir í lok ályktunarinnar. „Ástæðan fyrir því að ég flutti svo harðorða tillögu var einfaldlega sú, að Vegagerðin var augljóslega að velja dýrari kost með því að semja við verktaka sem var fjarri verkstaðnum fremur en að velja heimamenn. Það vekur upp grun- semdir um að maðkar séu í mys- unni og minnispunktar Vegagerðar- innar eru hreint yfírklór. Það má benda á að þegar Vegagerðin setti niður tvö hús f Ólafsfirði í fyrra þá voru þessir sömu rafverktakar flutt- Útvegsmenn Nordurlandi Aðalfundur Utvegsmannafélags Norður- lands verður haldinn þriðjudaginn 23. okt. nk. kl. 10.00 f.h. á Hótel KEA, Akureyri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Onnurmál. / # Kristján Ragnarsson, formaður LIU, og Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur, koma á fundinn. Stjórnin. Sveitavinna Starfskraftur, karl eða kona, óskast í sveit frá 10. des. nk. og til vors, eða ca 7 mánuði. Bústærð um 400 ærgildi. Þarf að geta hirt sauðfé og kýr og mjólkað, helst vanur búvél- um. Aldur 18-60 ár. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, ásamt launahugmynd, sendist til Ingi- bjargar Bjarnadóttur, Gnúpufelli, 601 Akur- eyri, fyrir 25. okt. Fyrirspurnum ekki svarað í síma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.