Morgunblaðið - 19.10.1990, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
Hvergi fleiri
sjálfsmorð
pilta en
á íslandi
Apótekarar
kaupa hús og
leigja læknum
til að auka
lyfsölu
Einar Guðfinnsson:
290 milljóna
björgun með
almannafé
Jón Ársæll Þórðarson:
Nakinn maður
á reiðhjóli
Hvað er svona
lokkandi við
GULA PRESSAN
og fullt bloð
ofslú...
PRESSAN
Heilsugæsluumdæmin
fimm o g svikin loforð
eftir Ölaf F.
Magnússon
Eins og kunnugt er, var Sjúkra-
samlag Reykjavíkur lagt niður um
síðastliðin áramót. Frá þeim tíma
hefur orðið vart verulegrar stefnu-
breytingar í frumheilsugæslunni í
Reykjavík. Nú eru það ekki lengur
kjömir fulltrúar Reykvíkinga, sem
móta stefnuna í þessum málum,
heldur framsóknarmenn í heil-
brigðisráðuneytinu.
Fyrir nokkrum árum var heimil-
islæknaskorti nánast útrýmt í höf-
uðborginni í kjölfar samninga við
sjálfstætt starfandi heimilislækna.
Sjálfstæðismenn í stjórn Sjúkra-
samlags Reykjavíkur sýndu frum-
kvæði í þessu máli. Var hér um
stóraukna þjónustu að ræða með
litlum tilkostnaði.
Einstaklingsframtakinu var
leyft að njóta sín í þágu borg-
arbúa, sem gátu nú í fyrsta sinn
í langan tíma valið sér heimilis-
lækni. Jafnframt skapaðist svigr-
úm til þess að flýta því, að íbúar
úthverfa Reykjavíkur fengju heil-
brigðisþjónustu í hverfín sín. Þetta
tækifæri hefur enn ekki verið nýtt
sem skyldi, eins og íbúar Grafar-
vogs geta best vitnað um.
Ný heilsugæsluumdæmi í
höfuðborginni
Þegar lög um heilbrigðisþjón-
ustu voru afgreidd frá Alþingi nú
í vor, var horfíð frá þeim áformum,
að leggja niður sjálfstæða starf-
semi heimilislækna í Reykjavík.
Þess var sérstaklega getið í lögun-
um, að þrátt fyrir skiptingu
Reykjavíkur í heilsugæsluum-
dæmi, geti íbúar borgarinnar og
Seltjarnarness jafnan valið sér heil-
sugæslulækni eða heimilislækni
utan heilsugæslustöðva. Einnig var
horfið frá því, að skipta borginni
í 13 umdæmi heilsugæslustöðva,
þar sem ekkert tillit var tekið tií
þeirrar starfsemi, sem fyrir var. í
stað þess var borginni skipt í 4
heilsugæsluumdæmi með 10 heil-
sugæslustöðvum alls. Fimmta um-
dæmið náði yfir Seltjarnames og
Reykjavík sunnan Hringbrautar og
vestan flugvallarsvæðisins. Þannig
tilheyrir hluti höfuðborgarinnar
heilsugæsluumdæmi, sem er kennt
við annað sveitarfélag og heilsu-
gæslustöð þess. Ekki er getið um
það í lögunum, hveijir séu fulltrúar
Reykvíkinga í stjórn heilsu-
gæsluumdæmis Seltjamarness.
Önnur heilsugæsluumdæmi í
Reykjavík eru eftirtalin:
1. Vesturbæjarumdæmi, sem
nær yfir svæðið norðan Hring-
brautar og austan flugvallar austur
að Kringlumýrarbraut.
2. Miðbæjarumdæmi, sem nær
frá Kringlumýrarbraut að vestan
og austur að Elliðaám og Breið-
holtsbraut.
3. Austurbæjarumdæmi
syðra, sem nær yfir Breiðholts-
hverfín.
4. Austurbæjarumdæmi
STEIKAR-
TILBOÐ
föstudag, laugardag, sunnudag
NAUTAGRILLSTEIK
BÖKUÐ KARTAFLA, KÓK.
kr. 695.-
SVÍNAGRILLSTEIK
BÖKUÐ KARTAFLA, KÓK.
kr. 595.-
larlfim
„í borgarstjórnarkosn-
ing-unum í vor kusu 60%
Reykvíkinga Sjálfstæð-
isflokkinn en 8% Fram-
sóknarflokkinn. Það er
því hrein móðgun við
Reykvíkinga, að enginn
talsmaður sjálfstæðis-
stefnunnar situr í hinu
valdamikla samstarfs-
ráði. Framsóknarflokk-
urinn hefur þar tögl og
hagldir.“
nyrðra, sem nær yfir Árbæjar-,
Selás- og GrafarvogshveröC
Stjórnir heilsu-
gæsluumdæmanna og
samstarfsráð
heilsugæslustöðva
í hveiju heilsugæsluumdæmi í
Reykjavík er 5 manna stjórn. For-
maður stjórnar er skipaður af ráð-
herra, borgarstjórn tilnefnir 3 full-
trúa og starfsmenn heilsugæslu-
stöðva 1.
í lögunum um heilbrigðisþjón-
ustu er þess getið, að ráðherra
setji reglugerð í samráði við hér-
aðslækni (þ.e. borgarlækni) um
fyrirkomulag á samvinnu heilsu-
gæslustöðva innan Reykjavíkur-
héraðs. Með þessari reglugerð, sem
ráðherra gaf út 4. september síð-
astliðinn, tekst honum að tryggja
miðstýringu heilsugæslunnar í
Reykjavík! Reglugerðin kveður á
um myndun samstarfsráðs heilsu-
gæslustöðva í Reykjavík. Sam-
starfsráð þetta er sétt yfír stjómir
heilsugæsluumdæmanna og stjórn
Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur
og gerir hlutverk þessara stjórna
veigalítil. Engir kjörnir fulltrúar
Reykvíkinga sitja í þessu ráði,
heldur ráðherraskipaðir formenn
stjóma heilsugæsluumdæmanna
og formaður stjórnar Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur ásamt borg-
arlækni.
I borgarstjómarkosningunum í
vor kusu 60% Reykvíkinga Sjálf-
stæðisflokkinn en 8% Framsóknar-
flokkinn. Það er því hrein móðgun
við Reykvíkinga, að enginn tals-
maður sjálfstæðisstefnunnar situr
í hinu valdamikla samstarfsráði.
Framsóknarflokkurinn hefur þar
tögl og hagldir.
Svikin loforð
Ekki virðist eiga að standa við
fyrirheitin í heilbrigðisþjónustulög-
unum frá í vor um valfrelsi íbúa
Reykjavíkur í fmmheilsugæslunni.
Mun ég nefna tvö dæmi máli mínu
til stuðnings.
Fyrra dæmið varðar hina nýju
„Læknastöð Vesturbæjar“ á Mel-
haga. Þar hugðist heimilislæknir
hefja störf á þessu ári og fékk já-
kvæða umsögn Læknafélags
Reykjavíkur varðandi þörfina fyrir
starfsemi hans. Einnig þurfti á að
halda umsögn borgarlæknis og
Tryggingastofnunar. Sú umsögn
barst aldrei og virðist sem óeðlileg
vinnubrögð hafi verið viðhöfð til
að koma í veg fyrir sjálfstæða
starfsemi læknisins. Nafn læknis-
ins er að vísu í símaskránni undir
yfírskriftinni „Læknastöð Vestur-
bæjar“ en stofan sem hann hugð-
ist starfa á stendur auð. Læknirinn
starfar nú á heilsugæslustöð.
Síðara dæmið varðar starfslok
elsta sjálfstætt starfandi heimilis-
læknisins í Reykjavík á þessu ári.
Að fmmkvæði undirritaðs skrifaði
stjóm Læknafélags Reykjavíkur
Tryggingastofnun bréf í vor og fór
þess á leit, að auglýst yrði ný
staða sjálfstætt starfandi heimilis-
læknis, þar sem áðumefndur lækn-
ir legði.niður störf. Var það í sam-
ræmi við fyrmefnd lagaákvæði um
að íbúar höfuðborgarinnar gætu
jafnan valið sér heimilis- eða
heilsugæslulækni. Bréfinu hefur
enn ekki verið svarað!
Ástæðan fyrir þessu er augljós.
Hún er vanþóknun núverandi heil-
brigðisyfirvalda á einkarekinni
læknisþjónustu.
Afleiðingin er sú, að fyrrverandi
skjólstæðingar heimilislæknisins
áðurnefnda eiga margir í erfiðleik-
um með að fá sér nýjan heimilis-
lækni.
Hvað er til ráða?
Ég geri hér með að tillögu
minni, að nú þegar verði auglýstar
stöður þriggja heimilislækna utan
heilsugæslustöðva. Þörfin er aug-
ljós, því nokkrir heimilislæknar
munu hætta störfum vegna aldurs
á næstu árum. Komi 2 nýir heimil-
islæknar til starfa í Domus Medica
eða nágrenni, er mögulegt að
flytja starfsemi Heilsugæslustöðv-
ar Miðbæjar í tilbúið húsnæði á
homi Vesturgötu og Garðastrætis.
Starfsfólk Heilsugæslustöðvar
Miðbæjar hefur þrýst mjög á um
þennan flutning. Móta þarf skýrar
tillögur um framtíð heilsugæslu á
þessu svæði, sem tilheyrir heilsu-
gæsluumdæmi Vesturbæjar, eins
og lýst er hér að framan. Ljóst er
að þar verður að taka tillit til
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
og Domus Medica. Báðar þessar
stofnanir meta Reykvíkingar mik-
ils og þær verða í þjónustu þeirra
um ókomin ár. Jafnframt er nauð-
synlegt að íbúar úthverfa borgar-
innar fari að sjá verkin tala í hverf-
um sínum.
Undirritaður fær ekki breytt
þeirri stefnu núverandi heilbrigðis-
yfirvalda, að auka miðstýringu í
heilbrigðiskerfínu, minnka sjálfs-
ákvörðunarrétt fólks og sveitarfé-
laga og auka enn hlut ríkisrekstrar
á kostnað einstaklingsframtaks í
heilbrigðisþjónustu. Þeirri stefnu
geta kjósendur breytt í næstu al-
þingiskosningum. Vonandi leiða
þær til þess, að víðsýnni húsbænd-
ur taki við lyklavöldunum í heil-
brigðisráðuneytinu.
Höfundur er læknir og
varaborgarfulltrúi í Reykjavík.
Hann á sæti í stjórn I
Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur og
heilsugæsluumdæmis
Vesturbæjar.